Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Viltu hætta að reykja? Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 21. september 2009. Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is Nánari upplýsingar á www.krabb.is/reykleysi Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is JENS Stolten- berg forsætisráð- herra og Verka- mannaflokkurinn eru óumdeildir sigurvegarar þingkosninganna í Noregi. Í þeim hélt hin rauð-græna ríkisstjórn þriggja flokka, Verka- mannaflokksins, Sósíalíska vinstri- flokksins og Miðflokksins, velli með þriggja sæta meirihluta, 86 þing- menn gegn 83 borgaraflokkanna. Hægriflokkurinn jók einnig fylgi sitt verulega og Framfaraflokkurinn bætti aðeins við sig frá síðustu kosn- ingum. Talið er, að nokkrir dagar hið minnsta muni líða þar til ný ríkis- stjórn sömu flokka tekur formlega við, Soria Moria II, en fráfarandi stjórn var kölluð Soria Moria eftir kunnu, norsku ævintýri. Búast fæst- ir við miklum breytingum á ráð- herraliðinu þótt töluverð breyting hafi orðið á styrkleikahlutfalli ríkis- stjórnarflokkanna innbyrðis. Ólga og ágreiningur innan SV Þótt SV fagni því, að stjórnin skuli halda velli er niðurstaða kosn- inganna mikil vonbrigði fyrir flokk- inn. Tapaði hann miklu, fjórum þingmönnum, og er nú með 11 eins og Miðflokkurinn, sem hélt að mestu sínu. Er því spáð, að heitar umræður verði innan SV á næstu dögum og vikum um útkomuna og stöðu flokksins og mikill áhrifamað- ur innan hans, Rolf Reikvam, sem lætur nú af þingmennsku eftir 12 ár, vill, að flokkurinn hætti stjórnar- samstarfinu. Segir hann, að kjós- endur hafi einfaldlega hafnað helstu stefnumálum hans í þessum kosn- ingum, mildari afstöðu til hælisleit- enda og brottflutningi norskra her- manna frá Afganistan. Þrátt fyrir fylgistapið er ekki tal- ið, að staða Kristínar Halvorsen sem flokksformanns sé í hættu en búist er við aukinni kröfu um, að Audun Lysbakken fái ráðherraembætti. Líta margir á hann sem eftirmann Halvorsen þegar þar að kemur en hann tilheyrir vinstriarminum í SV. Auk Verkamannaflokksins er hinn sigurvegari kosninganna Hægriflokkurinn og leiðtogi hans, Erna Solberg. Bætti hann við sig átta þingsætum og hefur nú að nokkru leyti endurheimt sinn fyrri styrk. Siv Jensen, leiðtogi Fram- faraflokksins, er líka ánægð með ár- angurinn, sem er sá besti frá upp- hafi, en samt er ljóst, að flokkurinn, sem stundum hefur mælst sá stærsti í könnunum, tapaði kosn- ingabaráttunni og slagnum um nýja kjósendur. Afdrifaríkt afhroð Venstre Af borgaraflokkunum tapaði Venstre langmestu. Fór fylgi hans úr 5,9% í 3,8% eða undir 4%-mörkin, sem geta skilið á milli feigs og ófeigs. Það þýddi, að flokkurinn fékk engan af uppbótarþingmönn- unum 19. Hann missti átta þing- menn og fékk aðeins tvo. Hefur Lars Sponheim, leiðtogi flokksins, ákveðið að segja af sér. Telja sumir stjórnmálaskýrendur, að Venstre sé jafnvel búinn að vera og ýmsir setja líka spurningarmerki við framtíð SV. Þetta afhroð Venstre var af- drifaríkt fyrir borgaraflokkana, sem raunar virðast hafa fengið heldur fleiri atkvæði en stjórnarflokkarnir. Hefði Venstre fengið þau 0,2%, sem vantaði upp 4%-mörkin, hefðu borg- araflokkarnir fengið þingmeirihluta. Miðjufylgið á flótta Sigurvegarar í kosningunum í Noregi voru stóru flokkarnir þrír, Verkamannaflokkurinn, Framfara- flokkurinn og Hægriflokkurinn. Aðrir töpuðu fylgi. Vandi borg- araflokkanna er sá, að þeir geta ekki komið sér saman um stjórn með Framfaraflokknum. Hægriflokk- urinn ljær að vísu máls á samstarfi við hann en Kristilegi þjóðarflokk- urinn og Venstre taka það ekki í mál. Framfaraflokkurinn og stefna hans eru mjög umdeild og upp- gangur hans hefur orðið til þess að ýta miðjufylginu yfir á Verka- mannaflokkinn og Hægriflokkinn. Í viðbrögðum í Danmörku og Sví- þjóð við úrslitunum í Noregi er þetta líka eitt stefið: Að Framfara- flokkurinn sé orðinn það stór, að af- staðan til hans sé farin að hafa veru- leg áhrif á norsku stjórnmálaflóruna. Úrslit kosninganna voru sigur fyrir stóru flokkana Norska ríkisstjórnin hélt velli en ólga er innan SV vegna mikils fylgistaps Reuters Sigurgleði Jens Stoltenberg forsætisráðherra og mesti sigurvegari kosninganna fagnar úrslitunum á kosningavöku í Ósló. Samsteypustjórn Jens Stoltenbergs heldur velli eftir harða kosningabaráttu undanfarnar vikur. Verkamannaflokkurinn vann góðan sigur í kosningunum, Hægriflokkurinn jók fylgi sitt verulega og Framfaraflokkurinn bætti aðeins við sig. NIÐURSTÖÐUR NORSKU ÞINGKOSNINGANNA Heimild: regjeringen.no *engin fylgisbreyting Sósíal. vinstriflokkurinn (- 4) Framfara- flokkurinn (+ 3) Verkamanna- flokkurinn (+ 3) Miðflokkurinn * Vinstriflokkurinn (- 8) Hægriflokkurinn (+ 7) Kristilegi þjóðarflokkurinn (-1) 20052009 64 11 11 10 2 30 41 Skipting sæta (169) er 99,9% atkvæða höfðu verið talin. Siv Jensen Kristin HalvorsenErna Solberg Næststærsti flokkurinn í Nor- egi er sá, sem hafði ekki fyrir því að fara á kjörstað og greiða atkvæði, heil 26% og rúmlega það því að kjörsóknin var ekki nema 73,7%. Samkvæmt þessu er það að- eins Verkamannaflokkurinn með sín 35,4%, sem er stærri en flokkurinn, sem lét sig þing- kosningarnar engu varða. Í þriðja sæti er síðan Framfara- flokkurinn með 22,9%. Í þingkosningunum 2001 var kjörsóknin 75,5% og 77,4% 2005 en nú er hún sú minnsta frá 1927. Þá var hún 68,1%. Þessar tölur eiga við um kosningar til Stórþingsins en í sveitarstjórnarkosningum og í kosningum til fylkisþinganna er kjörsóknin minni og oft miklu minni. Í sveitarstjórnar- kosningunum 2007 var kjör- sóknin aðeins 61,2% og 57,4% í fylkisþingskosningunum. Mesta kjörsókn í þingkosn- ingum var árið 1965, 85,4%, og næstmest 1985, 84%. Í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Evr- ópusambandsaðild 1994 var kjörsóknin hins vegar 88,6%. Lítil kjörsókn veldur áhyggj- um en margir segja skýringuna þá, að engin raunveruleg átaka- mál séu uppi nema kannski af- staðan til hælisleitenda. Mjög lítil kjörsókn BARÁTTA stjórnvalda í mörgum Evrópuríkjum gegn reykingum harðnar stöðugt en Svíar, sem eru forystuþjóð Evrópusambandsins þetta misserið, vilja að aflétt verði banni við snúsi, þ.e. fíngerðu munn- tóbaki, í sambandinu. Er Svíar gengu í ESB fengu þeir undanþágu frá banninu en snús hefur lengi verið afar vinsælt í landinu. Snúsi er komið fyrir undir tung- unni, það er dálítið rakt og skilur eft- ir sig keim af salti og kryddi en nikó- tínáhrifin berast hratt út í blóðrásina. Sala á sígarettum hefur minnkað um 50% í Svíþjóð und- anfarin 30 ár en sala á snúsi jókst úr 2.500 tonnum árlega á áttunda áratugnum í nær 7.500 tonn árið 2008. Efnið er einnig vinsælt í Noregi, fram kemur í frétt AFP að um 400.000 manns noti reglulega snús þar í landi. Notendur eru um 100.000 í Finnlandi og fara Finnar til Svíþjóðar til að birgja sig upp. Stærsta snúsframleiðslufyr- irtæki Svía, Swedish Match, seldi snús fyrir sem svarar 965 milljónum dollara eða liðlega 125 milljarða ísl. kr. árið 2008. kjon@mbl.is Svíar vilja leyfa snús í Evrópusambandinu Milljarðavelta í framleiðslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.