Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 17

Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 17
Fréttir 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eft- irtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 40 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2009, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. sept- ember 2009 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2009, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðis- aukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan stað- greiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úr- vinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skila- gjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarð- arafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju- skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygg- ingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar- málagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingar- gjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvik- um. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af- dreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi inn- heimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 40 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gild- ir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2009. Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli ÁR er liðið frá falli bandaríska bankans Lehman Brothers og í tilefni af því efndu nokkrir smáir fjárfestar, sem töpuðu fé sínu í gjaldþrotinu, til uppá- komu í Berlín. Er einn þeirra í líki fórnarlambsins en að honum þjarma síð- an tveir „ráðgjafar“ Citibank og Dresdner Bank en þeir eru sakaðir um að hafa vitað af en þagað um bágt ástand Lehman Brothers. Á borðanum stendur: „Treystið engum banka. Þeir uppræta sparnaðinn. Bankaráðgjöf – svikaráðgjöf.“ svs@mbl.is Reuters FÓRNARLAMB LEHMAN HÓPUR breskra og bandarískra vísindamanna, sem rannsakað hafa forn setlög í Afríku, telur sig hafa upp- götvað bein tengsl á milli ísmyndunar á heimskautunum og minna koltvísýringsinnihalds í andrúmslofti fyrir 34 milljónum ára. Er uppgötvunin í góðu samræmi við tölvulíkön, sem segja fyrir um myndun ísskjaldanna þeg- ar koltvísýringurinn, CO2, minnkar og um bráðnun þeirra þegar hann eykst. Fyrir 34 milljónum ára minnkaði CO2 í andrúmslofti mjög skyndilega og er sá atburður kenndur við jarð- söguskeiðið og kallaður eósen-óligósen-loftslagsbreyt- ingin. Mesta loftslagsbreyting frá tíma risaeðlnanna „Loftslagsbreytingin var sú mesta frá því risaeðlurnar liðu undir lok fyrir 65 milljónum ára,“ sagði Bridget Wade við Texas A&M University en vísindamennirnir unnu við rannsóknir sínar í Tansaníu. Paul Pearson við háskólann í Cardiff sagði að ekki væru til nein sýnishorn af andúmsloftinu fyrir 34 millj. ára og því hefði orðið að leita að einhverju öðru, sem sýndi CO2-innihaldið á þess- um tíma. Þar hefðu setlögin komið til sögunnar en af þeim má ráða, að fyrir loftslagsbreytinguna og myndun heimskautaíssins, einkum á suðurskautinu, hafi CO2- innihaldið verið 750 hlutar af milljón eða helmingi meira en það er nú. Í setlögunum í Tansaníu er að finna steingerðar ör- veruleifar og af þeim má ráða hvert sýrustigið í sjónum var fyrir 34 milljónum ára en sjórinn gleypir í sig mikið af koltvísýringi. Frá þessu segja vísindamennirnir í grein í vísindatímaritinu Nature en Pearson telur, að bráðnun heimskautaíssins hefjist fyrir alvöru þegar CO2 verður komið í 900 hluta af millj. síðar á þessari öld. svs@mbl.is Minna CO2-innihald olli myndun heimskautaíssins Suðurskautslandið Koltvísýringsmengunin hrundi fyrir 34 milljónum ára og þá myndaðist heimskautaísinn. Bráðnunin gæti hafist fyrir alvöru síðar á þessari öld KÚBVERJAR kljást við mörg erfið vandamál, efnahagsástandið er afar slæmt, erfiðlega gengur að tryggja nægilega framleiðslu á mat og dreif- ingu á honum. Nú hefur hinn 78 ára gamli leiðtogi landsins, Raul Castro, skipað kommúnistahópum í skólum, á vinnustöðum og í borgarhverfum að leggja fram tillögur að lausn á vandamálum eins og spillingu og lít- illi framleiðni. Hóparnir munu halda fund 15. október og eiga þar að segja skoðun sína á því hvernig hægt sé að hleypa nýjum krafti í eina kommúnistaríkið á vesturhveli jarðar. Ekki stendur þó til að setja spurn- ingarmerki við sjálft flokkseinræðið sem nú hefur staðið yfir í 60 ár og stjórnarandstöðuhópar verða ekki spurðir álits. En stjórnvöld eru þó sögð leggja sig fram um að ýta nokk- uð undir gagnrýni en skilyrðið er að þeir sem beri hana á borð lýsi að öðru leyti fullum stuðningi við kommúnistaflokkinn. Fjölmiðlarnir hafa ekki enn skýrt frá skipun forsetans en tíðindin ber- ast nú manna á milli í landinu. Svip- uð skipun forsetans fyrir tveim árum virtist engin áhrif hafa á stöðu mála og því eru margir vondaufir um ár- angur að þessu sinni. En ekki allir. „Fólk ræðir málin, menn hafa ekki verið hræddir að undanförnu og núna er þetta öðruvísi af því að fjallað er um mál sem snerta nánasta umhverfi hvers og eins,“ segir flokksfélagi sem hefur tekið þátt í umræðum hópanna. kjon@mbl.is Kúbuforseti heimtar umbótatillögur MÖRG þekkt fjölskyldufyrirtæki á Ítalíu, ekki síst tískuvörufyrirtæki eins og Armani, Zegna og Furla, hafa staðist vel áföllin í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Er ástæðan m.a. sögð vera sú að ráðamenn þeirra hafi á sínum tíma staðist þá freist- ingu að afla sér fjár til útþenslu með skráningu á markaði. „Þau hafa vaxið hægt og rólega, þau hafa ekki keypt upp of mörg fyr- irtæki og halda sig oft fjarri hluta- bréfamarkaði til að hafa öruggari stjórn á eigin málum,“ segir Stefania Saviolo, prófessor í hagfræði við Bocconi-háskóla í Mílanó. Furla er þekkt fyrir handtöskur og er mjög sterkt í framleiðslu á dýrum gæðatöskum. Það var stofnað 1927 og stjórn- arformaður þess er Giovanna Furlanetto, dóttir stofnandans. „Faðir minn kenndi mér auð- mýkt, virðingu, að vera ekki hrokafull,“ segir hún; þessi gildi minni á hugs- unarhátt trúarleiðtogans Kalvíns. Armando Branchini, sem fer fyrir sjóði stórra fyrirtækja í mun- aðarvöru- og tískugeiranum, segir fjölskyldufyrirtæki geta haft marga kosti. Eigendurnir herði oft mittisól- ina þegar illa ári og vinni jafnvel kauplaust. kjon@mbl.is „Faðir minn kenndi mér auðmýkt“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.