Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 18
Girnileg Hún
er jafnt falleg
að innan sem
utan þessi
glæsilega kaka.
Og gómsæt á
bragðið!
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
vala@simenntun.is
E
f þig vantar hugmyndir
fyrir afmælisveislu,
boðskort, uppskriftir,
leiki, já eða annað
sem tengist veislu-
haldi, þá veita mömmurnar svörin.
Systurnar Hjördís Dögg og Tinna
Ósk Grímarsdætur ásamt móður
sinni Petrúnu Berglindi Sveins-
dóttur á Akranesi standa að vefnum
www.mommur.is, en þar er einmitt
allt þetta að finna.
Mömmurnar opnuðu síðuna um
miðjan nóvember 2008, og höfðu þá
unnið allt sumarið áður að vefnum.
En hvernig varð þessi vefur til og
hvers vegna? Sagan byrjar í raun á
Barnalandi þar sem Hjördís var
með síðu fyrir syni sína. Á síðunni
deildi hún myndum af kökum. Við-
brögðin létu ekki á sér standa.
Hjördís segir að eftir árið hafi þær
systurnar fengið hugmynd um að
gera eitthvað meira úr þessu af-
mælisþema og gefa út bækling.
Tinna, sem er menntaður graf-
ískur hönnuður, tók að sér hönn-
unina en í ljós kom að slík útgáfa
yrði mjög kostnaðarsöm. „Þá datt
okkur í hug að setja upp vef og
eyddum við sumrinu í að vinna efni
inn á vefinn. Það fór einnig mikill
tími í að finna hvaða nafn við ætl-
uðum að nota fyrir vefinn en við
vildum nafn sem gæti höfðað til sem
flestra,“ segir Tinna.
Fáum stundum álit hjá pabba
Vefurinn á að höfða til sem
flestra, ekki bara metnaðarfullra
mæðra heldur til allra sem vilja
gera hlutina sjálfir. ,,Pabbarnir eru
farnir að fara inn á vefinn okkar
líka,“ segir Petrún. „Við höfum
fengið það staðfest.“
Þær segja vinnuna á bak við vef-
inn gífurlega mikla. Tinna er hönn-
unarmeistarinn þegar kemur að
vefnum, kortunum og slíku en þær
Petrún og Hjördís eru kökumeist-
ararnir og sjá um allan texta.
„Verkaskiptingin er skýr,“ segir
Hjördís. „Við mamma bökum og
Tinna er með vefinn. Ég hanna kök-
una, á meðan gerir mamma kremið
og samvinnan er frábær. Við köllum
á Tinnu til að fá athugasemdir og
svo fáum við stundum álit hjá
pabba, hann er góður að benda okk-
ur á hlutföll og halla og ef eitthvað
vantar á bílakökurnar.“
Á síðunni er fjöldi uppskrifta, allt
frá kökum til léttra rétta.
Krakka muffins
Þessi uppskrift hefur þótt rosa
góð.
2 1/2 bolli hveiti
2 bollar sykur
125 g brætt smjörlíki
3 egg
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 dós jógúrt (best að setja til
helminga jarðarberjajógúrt og
karamellujógúrt)
1 bolli brytjað súkkulaði
Aðferð: Allt hrært
saman. Látið í
pappírsform. Bak-
að í u.þ.b. 15
mín. við 200°C.
Þrátt fyrir
margar fyr-
irspurnir segjast þær
ekki hafa tekið að sér að
baka kökur fyrir fólk en vinir
og ættingjar hafa þó fengið að njóta
þess. „Með því fáum við meira efni
inn á vefinn. Það væri gaman að
geta bakað fyrir fleiri en það verður
vonandi seinna,“ segja mæðgurnar.
Þær segja áhugann á bakstri
kennari í Grundaskóla, segir að í
skólanum hafi alltaf verið lögð mikil
áhersla á heimilisfræði sem hafi
skilað sér í auknum áhuga á
bakstri. Hún hefur vakið áhuga
á bakstri meðal nemenda
sinna og þeir hafa bakað
fyrir bekkjarfélagana á
hátíðlegum stundum.
Þegar vefurinn var
kominn á netið sáu
þær fram á að
hann byði
upp á
miklu
fleira, hann gæti orðið nokkurs kon-
ar veisluvefur sem gagnaðist í alls
konar veislum. „Við getum tengt at-
burði við boðskort, tækifæriskort,
jólakort, og nú erum við komnar
með góða prentara og prentum allt
hér,“ segir Tinna.
Vefurinn rekinn á hugsjóninni
Á næstu dögum verður opnuð
vefverslun á www.mommur.is þar
sem kortin verða seld. „Draum-
urinn er að koma á fót samvinnu við
aðra og hafa auglýsingar á síðunni,
við erum líka að sýna skreytingar
og þetta hefur auðvitað kostað okk-
ur ógrynni fjár. Þess vegna væri
það vel þegið að fá styrki, auglýs-
ingar eða komast í samstarf. Við
fáum fjölmargar fyrirspurnir og
svörum öllum, en það er oft spurt
um hvar hægt sé að kaupa þetta eða
hitt, og um leið og við svörum því,
hefur ákveðið fyrirtæki eða verslun
fengið auglýsingu,“ segir Hjördís.
Þær segja umferðina á vefsíðunni
mjög mikla, að meðaltali eru heim-
sóknir á bilinu 3-500 á dag og
stundum hafa þær farið upp í 1.200.
„Þetta þykir gott fyrir síðu sem
hefur ekkert hefur verið auglýst.“
Svo er auðvitað draumurinn að
koma síðunni yfir á ensku og verða
alþjóðleg. „Við höfum rekið þetta á
hugsjóninni en margt hefur gerst á
einu ári. Við vildum gjarnan hafa
atvinnu af þessu og höfum tvisvar
sótt um styrk í Atvinnumál kvenna
án árangurs,“ segja mæðgurnar.
Tinna missti vinnuna fyrr á árinu
og í framhaldinu fékk hún styrk í
sex mánuði frá Vinnumálastofnun
til að þróa viðskiptahugmynd á
mommur.is. Sá styrkur hefur hjálp-
að til við þróun vefsins. „Við höfum
haft trú á þessu frá upphafi, við er-
um vissar um að vefurinn á eftir að
leiða af sér eitthvað meira. Við er-
um líka mjög ánægðar þegar við
fréttum af því að notendur momm-
ur.is séu að nota hugmyndirnar
okkar og við erum vissar um að sal-
an á sykurpúðum hefur aukist en
þeir eru einmitt uppistaðan í syk-
urmassanum sem hylur kökurnar.“
Mömmurnar slá í gegn á netinu
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Mömmur.is F.v. Hjördís Dögg, Tinna Ósk og Petrún Berglind ásamt sýnishornum af vinnunni.
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
FRYSTING er hentug leið til að
geyma afganga, uppskeru úr berja-
mó eða elda í stórum stíl og eiga til-
búna rétti í frystinum að grípa til.
Ef til stendur að taka slátur í haust
er góður frystir nauðsynlegur. Flest
matvæli er hægt að frysta en und-
antekningar eru m.a. kál, egg í skel,
majónes og feitar sósur. Flest græn-
meti þarf að forsjóða áður en það er
fryst.
Frystið aðeins ný og fersk mat-
væli. Ef vara sem komin er að síð-
asta neysludegi er sett í frysti er
geymsluþol hennar búið þegar hún
er tekin úr frysti og gæði og öryggi
eftir því. Gamalt brauð sem er sett í
frysti er ennþá gamalt þegar það er
tekið út. Merkið allt sem fer í fryst-
inn með vöruheiti og dagsetningu.
Helstu óvinir frosna matarins eru
lélegar umbúðir og hitasveiflur í
frystinum.
Notið þar til gerða frystipoka eða
ílát sem merkt eru þannig að þau
þoli frost. Einnig er hægt að endur-
nýta umbúðir undan frystivöru, t.d.
ís. Pakkið vörunni í hæfilegar ein-
ingar í eina máltíð og lofttæmið um-
búðirnar eins og hægt er. Reynið að
hafa einingarnar frekar flatar svo
frostið nái fljótt inn að kjarna, þá
tekur uppþíðing líka styttri tíma. Ef
í frystinum þínum er hraðfrystihilla
eða -hólf skaltu endilega nota það.
Ef frostið helst stöðugt undir
-18°C geymist matur lengi í frysti.
Miklar hitasveiflur valda hrím-
myndun innan á frystinum og einnig
myndast stórir ískristallar í matnum
sem hafa slæm áhrif á gæði hans.
Eldaður matur eins og pottréttir og
lasagna geymist vel í 3-4 mánuði við
-18°C.
Gott er að frysta ber í einföldu
lagi á smjörpappír á bakka. Þegar
þau eru frosin í gegn er þeim hellt í
annað ílát. Þannig er komið í veg
fyrir að þau frjósi í klump og auð-
velt er að fá sér eina skeið út á skyr
eða ís. Þetta er líka gott að gera við
litlar fisk- eða kjötbollur.
Skerið brauð í sneiðar áður en
það er fryst, þá er handhægt að taka
út þann fjölda sneiða sem nota á og
afþíða í brauðrist. Sama á við um
brauðbollur og beyglur.
Notið plast eða smjörpappír til að
aðskilja t.d. kjötsneiðar. Þá er auð-
veldara að ná þeim í sundur og þíða.
Örugg matvæli – allra hagur!
Nýtum frystinn betur
Morgunblaðið/Sverrir
Ber Ekki er sama hvernig ber og grænmeti er fryst.
Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur
hjá Matvælastofnun.
klárlega koma frá móður sinni. „Við
þekktum marga sem áttu mörg
börn og því var aldrei fámennt í
afmælisboðunum hjá okkur.“ Hjör-
dís, sem áður var nemandi en núna
www.mommur.is