Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Sameining sveitarfélaga á Snæfellsnesi er aftur komin í umræðu eftir að bæjarstjórn Grund- arfjarðarbæjar samþykkti samhljóða þann 10. september sl. að óska eftir viðræðum við sveit- arfélög á Snæfellsnesi um sameiningu sveitarfé- laganna. Í greinargerðinni kemur fram að breytt- ar aðstæður í samfélaginu ýta á eftir sveitarstjórnarmönnum að leita leiða til þess að ná sem mestri hagkvæmni í rekstrinum en það hefur einnig sýnt sig að samstarf milli sveitarfé- laganna um einstaka málaflokka eins og rekstur Skólaskrifstofu Snæfellinga hefur tekist vel svo það ætti að gefa tóninn fyrir umræðu um samein- ingu.    Ferðamenn hafa aldrei verið fleiri í Grundarfirði en í sumar, í Sögumiðstöðina komu yfir tíu þúsund gestir, tjaldsvæðin voru þétt setin allar helgar bæði þau sem einkaaðilar reka í næsta nágrenni við Grundarfjörð sem og tjaldsvæðið inni í kaup- túninu en rekstur þess var leigður út í fyrsta sinn í sumar. Á Hótel Framnesi var nær 100% nýting gistirýma sumarmánuðina þrjá og enn er þar góð nýting fram á haustið. Farfuglaheimilið var sömu- leiðis fullbókað í allt sumar og þar hefur verið mjög mikil aðsókn yfir vetrarmánuðina líka. Í matvöruverslun Samkaupa hefur verið mikil ör- tröð ferðamanna í sumar og eftir því tekið hversu mikið fer af íslenskri unninni mjólkurvöru. Aðrar verslanir hafa líka notið góðs af þessari fjölgun en topparnir hafa verið í ferðamennskunni þegar skemmtiferðaskipin hafa lagt hingað leið sína og ferðalangarnir hafa spókað sig um götur Grund- arfjarðar og notið skipulagðrar leiðsagnar og hlýtt á móttökusveit grundfirskra ungmenna flytja íslenska tónlist. Óli Ólason, veitingamaður í Kaffi Emil í Sögumiðstöð, segir það eftirtekt- arvert hve fólk sem þar kom við hafi verið glatt og ánægt og varla átt orð til að lýsa hrifingu sinni á snyrtilegum bæ og fallegu umhverfi. þeim bæjum sem næstir standa smalalöndunum sem skiptast í þrjá hluta. Það eru ekki mörg hundruð fjár sem sótt eru í sumarlöndin og nokk- uð annar bragur en hjá þeim sem fara um heið- arlönd í margra daga göngur með tilheyrandi samfélagi og söng í fjallaskálum í lok hvers dags.    Bryggjulífið er gengið í endurnýjun lífdaga eftir að nýtt kvótaár rann upp um síðustu mánaðamót, skipin sækja á miðin og færa afla að landi og fisk- vinnslurnar eru komnar á fullt skrið á ný eftir sumarfrí en þar vantar þó enn fólk til starfa, sér- staklega hefur verið auglýst eftir fólki í salt- fiskvinnlu og vinnslu á sæbjúgum. Við höfnina er búið að ljúka við frágang á vandlega hlöðnum öldubrjóti og koma fyrir festingum fyrir flot- bryggju fyrir ferðalanga á skemmtiferðaskipum sem leggja munu leið sína hingað á næsta sumri en þeirri framkvæmd tókst ekki að ljúka í sumar eins og til stóð.    Veðrið átti líka sinn þátt í að taka vel á móti ferða- mönnum og gera þá ánægða og upplitsdjarfa því varla féll regndropi úr lofti í allt sumar og þá var vindhraði ekki heldur að plaga menn. Til er saga af aldinni kempu hér í bæ sem hafði það gjarnan á orði þegar veður hafði verið einstaklega gott í samfelldan tíma að þetta ætti nú eftir að hefna sín og er ekki örgrannt um að sumir hugsi til orða hans nú þegar sunnanrok og rigning hefur lamið á Grundfirðingum í nokkra daga samfellt en þó segjast aðrir frekar vilja hafa gott sumar og taka blautviðrinu með stillingu.    Göngur og réttir standa nú yfir um land allt en í sveitinni sem umlykur Grundarfjörð er orðið fátt um fé og nokkur ár síðan hætt var að reka til rétt- ar í Grundarrétt, hlaðna steinrétt sem varð 100 ára á síðasta ári og stendur innst á Grundarbotni. Þess í stað er nú fjalllendið smalað og rekið inn á Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Skip Queen Victoria var meðal þeirra skemmtiferðaskipa sem heimsóttu Grundarfjörð í sumar. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari Hörður Þorleifsson varð á vegiMammons og orti vísu af því tilefni, en geymdi þessa til betri tíma: Mammon var hér með í ferð mikil virðing fokin. Dularklæðin dável gerð duttu af í lokin. Rúnar Kristjánsson veltir útrásarmálum fyrir sér: Í myndum daganna er margt að sjá sem mælist við skilin þungu. Því margir hlupu nú fljótt því frá sem fyrr lá þeim sætt á tungu. Og í framhaldi af því: Sem jólasveinninn á stökki um stromp með stóreflis bros á fésinu, var útrásargreifanna „gullna tromp“, Glókollurinn á Nesinu! Jónas Frímannsson yrkir um útreiðartúr Ólafs Ragnars Grímssonar forseta: Stefnir nú í þjóðar þrot, en það er vandinn mesti, að Ólafur hlaut axlarbrot, er hann datt af hesti. Ingólfur Ómar Ármannsson sendir haustvísu á torg: Falla lauf og fölna blóm, föl á brá er jörðin, norðangjóstur nöprum róm nístir gróðursvörðinn. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af útrás og hausti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.