Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 24

Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 MIKILVÆGI efl- ingar fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en einmitt nú. Spyrja má hvort skortur á fjármálalæsi hafi átt þátt í því efna- hagshruni sem orðið hefur á Íslandi, en hitt er víst að bætt fjár- málalæsi verður að koma til í þeirri upp- byggingu sem framundan er. Hvað er fjármálalæsi? Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjár- hagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og innifelur marga þætti, svo sem: – Grundvallarfærni í stærðfræði ásamt skilningi á útreikningi vaxta og vaxtavaxta. – Þekkingu á ávinningi og áhættu við ákvarðanir í fjármálum, svo sem sparnað, lántökur og fjár- festingar. – Skilning á grundvallar fjár- málahugtökum svo sem á sambandi áhættu og ávöxtunar, tímavirði peninga og á algengustu fjármála- afurðum sem í boði eru hverju sinni. – Getuna til að vita hvenær á að leita aðstoðar sérfræðinga, hvert á að leita, hvaða spurninga á að spyrja, skilja svörin og átta sig á mögulegum öðrum hagsmunum sérfræðinganna. – Þekkingu á eigin gildum og þeim þátt- um sem móta viðhorf okkar til fjármála. Fjármálalæsi skiptir máli Fjármál eru allt- umlykjandi í dagsins önn og flestallir taka stórar eða litlar fjár- hagsákvarðanir á degi hverjum. Eins er varla hægt að fylgjast með fréttum án þess að fjallað sé um málefni er varða fjármál ein- staklinga. Til að geta tekið upp- lýstar ákvarðanir og skilja umfjöll- unarefni frétta til fulls þarf fjármálalæsi. Í heimi sem verður sífellt flóknari er fjármálalæs ein- staklingur betur í stakk búinn til að taka upplýstar ákvarðanir er varða efnahagslega velferð hans en sá sem er illa læs á fjármál. Að öllu öðru jöfnu er fjármálalæs ein- staklingur líklegri til að sníða sér stakk eftir vexti, fjárfesta skyn- samlegar og stýra fjármálum sínum betur. Slæmar ákvarðanir, byggðar á vankunnáttu í fjármálum, geta aftur á móti haft afar slæmar og varanlegar afleiðingar. Samkvæmt erlendum rannsóknum getur skort- ur á fjármálalæsi haft veruleg nei- kvæð áhrif á efnahag einstaklinga og leitt til erfiðleika við daglega út- gjaldastjórnun og vandamála við setningu langtímamarkmiða, svo sem við húsnæðiskaup, starfslok og lífeyristöku. Þá leiðir slík vankunn- átta til þess að fólk verður verr í stakk búið til að mæta fjárhags- legum skakkaföllum. Sýnt hefur verið fram á að fjár- málalæsi almennings hafi áhrif á hegðun fjármálafyrirtækja og þannig á efnahagslegan stöð- ugleika. Ennfremur að fjármálalæsi hafi áhrif á skiptingu gæða í þjóð- félaginu og þannig áhrif á langtíma hagvaxtarmöguleika. Fjármálalæsi getur þannig haft mikil og góð áhrif á uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis þar sem bætt fjár- málalæsi almennings leiðir ekki bara til betri reksturs heimila, heldur minnkar það einnig útlánaá- hættu lánveitenda. Fjármálalæs al- menningur veitir fjármálastofn- unum heilbrigt aðhald. Fólk myndi betur skilja þá þjónustu sem fjár- málastofnanir bjóða og þá áhættu og ávinning sem hún innifelur. Fjármálalæsi hefur áhrif Erlendar rannsóknir sýna glögg- lega að kennsla í fjármálalæsi hef- ur bein áhrif á efnahag fólks út líf- ið. Þeir sem fá fjármálalæsiskennslu leggja meira fyrir og eru betur í stakk búnir til að takast á við fjárhagsleg áföll, auk þess sem þeir hafa meira á milli handanna en jafn tekjuháir einstaklingar sem ekki hafa stund- að nám í fjármálalæsi. Í rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga, sem gerð var síðastliðinn vetur og nálgast má á www.fé.is, kemur fram að þrátt fyrir fremur litla þekkingu á fjár- málum hafa Íslendingar mikinn áhuga á því að fá fjármálalæs- isfræðslu. Á undanförnum árum var aðgengi að lánsfé gott og mörg íslensk heimili voru mjög skuldsett, jafnvel fyrir efnahagsþrenging- arnar, sem síðan gerðu illt verra. Bætt fjármálalæsi myndi hafa beina þýðingu fyrir getu heim- ilanna í landinu til að stýra skuld- um sínum betur. Efling fjármálalæsis er hafin Það er ljóst að efling fjármála- læsis er mikilvægt skref í uppbygg- ingu á Íslandi til framtíðar og þar beitir Stofnun um fjármálalæsi sér af öllum mætti. Við það nýtur stofnunin áratuga reynslu sam- starfsaðila í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Nú í haust hefst einmitt tilraunakennsla í fjármálalæsi á framhaldsskólastigi með námsefni sem stofnunin þróar og standa von- ir til að strax næsta vor hafi allir skólar aðgang að námsefni við hæfi framhaldsskólanema. Það er von mín að sú kennsla í fjármálalæsi sem nú fer af stað sé aðeins vísir að því sem koma skal og að innan fárra ára getum við öll sagt með stolti að við séum fjármálalæs. Fjármálalæsi til framtíðar Eftir Breka Karlsson »Mikilvægi eflingar fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en einmitt nú og verður mikilvægur þátt- ur í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Breki Karlsson Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. SÍÐAN bankakerfið á Íslandi hrundi hafa fyrirtæki þurft að segja upp mörgu starfsfólki og athygli fólks hefur beinst mikið að vanlíð- an fólks í atvinnuleit. En benda má á margt fólk sem haldið hefur vinnu sinni en upplifir einnig mikla vanlíðan um þessar mundir. Skuldahlekkir og einelti Í kjölfar uppsagna hjá fjármála- fyrirtækjum hefur álag á hvern starfsmann aukist mikið. Mörg dæmi eru þess efnis einstaklingur hefur þurft að taka á sig aukalega heilt stöðugildi vegna samdráttar. Sá sem lendir í því mætir einnig í mörgum tilfellum launaniðurskurði. Sá hinn sami hefur hinsvegar ekki getað bætt við sig klukkustundum í sólarhringinn og leggst því þetta álag á einkalíf hans. Dæmi eru um fólk sem hefur verið að skila af sér vel yfir 100% vinnu og vinna mikið aukalega. Ástæða þess að fólk vinn- ur meira en það vill er óttinn við uppsögn. Margir af starfsmönnum fjármálafyrirtækjanna eru með lán í erlendri mynt og sumir hverjir jafn- vel með bæði húsnæði og bíl á slík- um lánum, þeir þurfa að standa í skilum með lán sín. Það má því segja að sjálfir starfsmennirnir séu með skuldahlekki á sér vegna skuldar við bankann og þessir hlekkir halda þeim föngnum á vinnustaðnum þar sem þeim líður þegar illa. Annað sem grasserar þegar at- vinnuleysi fer vaxandi er einelti á vinnustað. Margar af þeim kempum sem hafa unnið í lengri tíma hjá fjár- málafyrirtækjunum sitja sem fast- ast í sínum störfum, sérstaklega á samdráttartímabilum. Oft stendur þessum aðilum ógn af yngra fólki sem kemur inn í fyrirtækið og reyna allt hvað þeir geta til þess að bola fólkinu út af ótta við að yngra, menntaða fólkið hrifsi af þeim störf- in. Þetta skapar mikla vanlíðan hjá yngri starfsmanninum sem á sér enga undankomuleið því í flestum tilfellum vill yngri starfsmaðurinn síður valda usla á vinnu- staðnum eða líta út fyrir að vera veiklund- aður. Þetta verður svo miklu verra á sam- dráttartímabili því yngri starfsmaðurinn mætir miklu atvinnu- leysi í sínum aldurs- hópi. Möguleikarnir Möguleikarnir sem bjóðast þeim sem eru annaðhvort að upplifa vanlíðan vegna of mikils vinnuálags eða sæta einelti á vinnustað eru nokkrir. Einn er sá að sjá hvort fólk sé á réttri hillu í lífinu. Hægt er að byrja aftur að ganga menntaveginn eða bæta við núverandi menntun. Lífið er of stutt til að upplifa vanlíðan á vinnu- stað 40 tíma á viku því það er um það bil helmingur vökutímans. Margir af þeim sem misstu vinn- una í hópuppsögnum bankanna hafa gjörsnúið við feril sínum. Lausnin felst auðvitað ekki alltaf í því að leita út fyrir fyrirtækið. Margir vilja halda í sitt starf og eru á réttri hillu. Fyrir þá er lausnin önnur. Hjá flest- um fyrirtækjum er hægt að leita til yfirmanna og tjá þeim vandamálið. Þessi vandamál eru ekki alltaf auð- veld í úrlausnum en yfirleitt er leið út úr vandanum. Fyrir þá sem eru að drukkna í vinnuálagi og líður eins og þeir séu hlekkjaðir við fyrirtækið er hægt að setja sér mörk. Mörkin geta verið á þá leið að skila ekki meiru af sér en X mörgum vinnu- stundum á viku. Það er sjaldnast þess virði að drekkja sér í vinnu ef það kemur neikvætt niður á fjöl- skyldu og einkalífi fólks. Það ástand sem nú hefur skapast í samfélaginu er tímabundið og mun ganga yfir. Ef starfsmaður sér ekki fram á að geta yfirgefið vinnustað sinn er einnig hægt að skoða það hvernig frítíminn gæti nýst sem best á móti því vinnu- framlagi sem viðkomandi þarf að skila af sér. Jákvæðni og létt lund geta gert kraftaverk og fleytt fólki langt áfram. Mótframlag stjórnenda Yfirmenn fyrirtækja eiga stóran þátt í að stuðla að vellíðan starfs- manna á vinnustað. Þegar starfs- maður leitar til yfirmanns vegna vanlíðanar af hverskyns toga þá er hlutverk yfirmannsins að hlusta. Með virkri hlustun er hægt að ná sambandi við starfsmanninn og reyna að sjá hvert vandamálið er og yfirmaðurinn getur þá reynt að koma til móts við þarfir starfs- mannsins eftir fremsta megni. Þeg- ar starfsmaður hefur tjáð vanlíðan sína er mikilvægt að tekið sé mark á starfsmanninum. Ef yfirmaður hlustar en gerir ekkert til að koma til móts við óánægju starfsmannsins má búast við því að starfsmanninum gæti liðið enn verr eftir samtalið við yfirmanninn. Neikvætt viðmót yf- irmanns getur jafnvel fælt starfs- mann frá því að segja aftur frá líðan sinni og hann fengið samviskubit yf- ir að hafa sagt frá ástandinu. Stjórn- andinn hefur því mikilvægt hlutverk sem stuðpúði fyrir starfsmanninn. Nokkrar leiðir sem stjórnandinn getur farið eru að koma til móts við starfsmanninn, sýna skilning á vandamáli eða vanlíðan hans og koma með úrlausnir. Góður stjórn- andi á að hafa hæfileika til að tempra óánægju starfsmanna sinna með jákvæðu viðmóti og mögu- leikum á úrlausnum. Einelti og vanlíðan á vinnustað er grafalvarlegt mál og getur dregið dilk á eftir sér fyrir þann sem verð- ur fyrir því, sé ekkert gert í málinu. Hittumst á miðri leið. Gefum starfs- mönnum tækifæri til að tjá sig. Not- um virka hlustun. Ávinningur fyr- irtækis og stjórnenda er mikill af að halda starfsfólki ánægðu og já- kvæðu gagnvart starfi sínu og vinnustað. Vanlíðan á vinnustað Eftir Hönnu Krist- ínu Skaftadóttur »Einelti og vanlíðan á vinnustað er graf- alvarlegt mál og getur dregið dilk á eftir sér fyrir þann sem verður fyrir því sé ekkert gert í málinu. Hanna Kristín Skaftadóttir Höfundur er viðskiptafræðingur. ÁRIÐ 1948 hafði ég ekki efni á áframhald- andi trésmíðanámi og leitaði vinnu. Þá var atvinnuleysi og eyr- arvinnan stopul. Þá var það í kafaldshríð að ég fór um borð í ný- sköpunartogarann Helgafell. Þar var ver- ið að gera sjóklárt. Ég spurði hvort vantaði mann. „Þú ert ráðinn ef þú getur byrjað strax.“ Það var ég og rétt á eftir var skipið á leið í sex mánaða veiðiferð. Þorskurinn var saltaður um borð og umstaflað á Patreksfirði. Á skipinu kynntist ég einvalaliði þar sem stýrimennirnir Þórður og Gísli Hermannssynir báru af í dugnaði og öryggi. Skipið fór fullhlaðið úrvals saltfiski til Dan- merkur og þaðan til Grænlands, með viðkomu heima og fyllt á mettíma af stórum karfa. Fljótt komu nýrri og fullkomnari útlend skip og höfðu betur í sam- keppni um miðin. Nýsköpunar- stjórnin hafði eytt stórum hluta stríðsgróðans í kaup margra nýrra togara og allra eins, en sást yfir að kaupa fáa árlega. Kaupin gerðu stjórnmálamenn án þess að ráðfæra sig við menn með reynslu. Þjóðin réð svo ekki við að endurnýja flotann á eðlilegan hátt. Stjórnmálamenn seldu banka þjóðarinnar á gjafverði og gerðu kaupendum fært að greiða þá með veði í bönkunum sjálfum. Þeir höfðu selt þá í þeirri trú að greitt yrði í gjaldeyri, en láðist að kanna málið. Þannig seldu þeir líka allar arðbær- ustu eignir þjóðarinnar, en áður höfðu þeir gefið völdum útgerð- armönnum leyfi til að einoka alla fiskveiðiauðlind okkar. Gáfu hana án leyfis þjóðarinnar. Allir vita hvað þeir kallast sem gefa það sem þeir ekki eiga. Stjórnmálamenn voru svo glámskyggnir, að þeir gáfu einka- væddu bönkunum eft- irlitslaust frjálsræði, sem eigendur þeirra nýttu til að fullnægja óhugnanlegri græðgi sinni og komu þjóð sinni undrafljótt á von- arvöl, rúinni trausti flestra þjóða. Stjórn- málamönnum varð það óvart á, að klúðra Ice- save-samningum svo oft, að líkast var viljaverki, þótt það væri auðvitað fjarri. Því er nærtæk- ast að ætla að um algjöra vanhæfni sé að ræða og barnaskap. Ljóst er, að tvær síðustu ríkisstjórnir eru hvor annarri verri og réðu ekki við hrikalegar afleiðingar af verkum fyrri ríkisstjórna. Ef Ragnar H. Hall hefði ekki gert lýðum ljóst, hve nú- verandi ríkisstjórn væri heillum horfin í málinu, værum við enn verr stödd. Eins var hjálp í því fyrir þjóð- ina, að Guðfríður Lilja, Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir voru ófús að samþykkja samninginn óbreyttan. En af mestri festu tók Sigmundur Davíð, líklega langbesti formaður sem Framsókn hefur haft í áratugi. Flestir þingmanna hugsuðu þó fyrst og fremst um eigið öryggi í starfi. Nú stendur stjórnmálamaðurinn Árni Sigfússon bæjarstjóri í gerræð- islegum stórræðum. Hann ætlar sér að verða fyrsti Íslendingurinn, það er frumkvöðull að því ólánsathæfi að koma orkulindum þjóðar sinnar í eigu útlendinga. Ég vona að valds- menn finnist með snefil af ábyrgð- artilfinningu gagnvart þjóðinni og breyti samkeppnislögum í samræmi við hagsmuni hennar. Í þessum efn- um þarf ekki mikið til. Umfram margt farið að berjast gegn mesta þjóðarbölinu, græðginni, sem svo margir fjáraflamenn eru svo sár- sjúkir af, að líkist siðleysi. Stjórnmálamenn leyfa bönkum að haga sér eins og þegar glaumgos- arnir áttu þá. Þeir keppast við að hirða heimili af hverri fjölskyldunni á fætur annarri og bera enga virð- ingu fyrir raunverulegu skuldleysi viðkomandi né fyrrverandi samn- ingum. Svo annasamt er hjá þeim að enginn tími gefst til samninga enda enginn vilji til þess. Hvar er nú lof- orðarullan? Er rétt að Eignafélagið, sem fékk byggðina á Keflavíkurvelli fyrir lítið, hafi ekkert borgað enn? Það er undarleg sú barátta núver- andi stjórnvalda fyrir hagsmunum þjóðar, að vilja frekar setja á hana helsi ESB en bjarga efnahag hennar og heimilunum í landinu. Vilja held- ur semja okkur í ánauð útlendinga en að þora að semja eins og frjálsir menn fyrir frjálsa þjóð. Stjórnmála- menn eru eins og bleiur. Það þarf að skipta um þá reglulega og af sömu ástæðu. Brot úr Fylgd, ljóði Guðmundar Böðvarssonar, á hér vel við: Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svikasættir, svo sem löngum ber við í heimi hér þá er ei þörf að velja: Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Hvað er líkt með stjórnmálamönn- um og bleium? Eftir Albert Jensen »Umfram margt farið að berjast gegn mesta þjóðarbölinu, græðginni, sem svo margir fjáraflamenn eru svo sársjúkir af, að líkist siðleysi. Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.