Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
ÞAÐ AÐ hafa
áhyggjur heimsins á
herðum sér eru mikl-
ar byrðar og það er
hverjum manni hollt
að varpa þeim af sér
og njóta hvers augna-
bliks með kærleika í
brjósti og góðvild í
garð sérhvers manns,
burtséð frá því hvaða
stjórnmálaskoðanir
eða trúarbrögð maðurinn hefur. Því
eins og maðurinn sagði „Þótt ég
talaði tungum manna og engla, en
hefði ekki kærleika, væri ég hljóm-
andi málmur eða hvellandi bjalla“.
Hvernig samfélagi viljum við lifa
í? Svarið við þessari spurningu er
ekki einfalt, en flest erum við sam-
mála um það að einfaldar og sann-
gjarnar leikreglur hjálpi til þess að
sátt ríki á milli manna.
Skoðanaskipti milli fólks er eðli-
legur þáttur í samskiptum manna á
milli og vissulega er það ekki alltaf
kærleikurinn sem ræður ríkjum.
Nokkuð hefur borið á því að fjöl-
miðlar móti umræðu og skoðanir
fólks. Ekkert er að því að fjölmiðlar
séu sterkir ef rætur umræðunnar
eru heilbrigðar. faglegar og
sprottnar af hugmyndum fólks sem
hefur mótast og þroskast af þekk-
ingu og innsæi. Það getur þá kall-
ast skapandi umræða og getur ver-
ið ljómandi skemmtileg og gefandi.
Þetta á við umræðu sem er sprottin
af lífinu sjálfu eins og listin. Það er
oft styttra á milli stjórnmála og
lista en menn ætla við fyrstu sýn.
Undanfarin ár hefur ný tegund
umræðu komið fram, svokölluð
samræðu- eða umræðupólitík.
Þetta er varasöm grein sem má
ekki ná yfirhöndinni í samskiptum
fólks á milli og er sérstaklega
hættuleg þegar stjórnmálaflokkur
sérhæfir sig í henni með hjálp fjöl-
miðla sem svífast einskis vegna
hagsmunatengsla. og einok-
unartilburða.
Afar vont var að fjölmiðlalögin
náðu ekki fram að ganga þegar þau
voru samþykkt á Alþingi en stöðv-
uð af forseta Íslands sem neitaði að
skrifa undir þau. Síðan hefur
þróast óheilbrigt fjölmiðlaumhverfi
sem virðist grímulaust
nýtt af Samfylkingunni
og VG í skjóli auð-
manna auk valinkunnra
auðmanna.
Þegar málið er skoð-
að lítur helst út fyrir að
Samfylkingin hafi alist
upp í hreiðri nýrrar
borgarastéttar og
fremstir þar í flokki
voru útrásarvíking-
arnir. Til að þóknast
hinni nýju borgarastétt
útrásarvíkinga og
launa þeim stuðninginn í kosn-
ingasjóði þróaðist t.d. hjá Reykja-
víkurborg í tíð Samfylkingarinnar
aðferð til að þóknast útrásarvíking-
unum.
Hver skyldi aðferð Samfylking-
arinnar hafa verið? Jú, að rækta
samræðupólitík og standa að því að
koma á svokölluðu „íbúalýðræði“.
Með því kemst nefnilega stjórn-
málamaðurinn upp með það að
segja eitt en gera annað. Hver er
afleiðing þessa? Upplausn og
glundroði er ein birtingarmyndin
sem lýsir sér t.d. í því að á árunum
2002 til 2009 hafa verið starfandi
sjö borgarstjórar í Reykjavík.
Með íbúalýðræði og samræðu-
pólitík gat Samfylkingin þvegið
hendur sínar af framkvæmdum og
ákvörðunum sem teknar voru og til
stuðnings við útrásarbaklandið.
Svo „game planið“ gengi upp gat
fjölmiðlaveldið tryggt rétta um-
fjöllun. Þessi aðferð við að deila og
drottna virðist hafa fylgt fyrrver-
andi borgarstjóra Samfylking-
arinnar yfir í landsmálapólitíkina á
sínum tíma.
Fjölmiðlalagamálið er gott dæmi
um samverkandi þætti í umræðu og
áhrif fjölmiðla á umræðuna. Annað
mál sem má nefna er stækkun ál-
versins í Straumsvík, þar átti sér
stað illkynjað íbúalýðræði þegar
bæjarstjóri Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði gaf ekki upp skoðun
sína á málinu.
Hástig íbúalýðræðisins varð svo í
vetur í kringum bankahrunið þegar
öfl innan VG og Samfylkingarinnar
nýttu sér ástandið og úr varð upp-
reisn þegnanna sem létu glepjast,
drifnir áfram af reiði og hatri af
slóttugri áróðursmaskínu vinstri
flokkanna. Icesave-málið sýndi nýj-
ar hliðar á samræðupólitíkinni og
úr varð einhvers konar einræð-
upólitík þar sem jafnvel þingmönn-
um var meinaður aðgangur að
samningnum. Enginn fékk að sjá
samninginn fyrr en hann lak á net-
ið. Icesave-samningurinn var á
ensku og því vandasamt að setja
hann á umræðustig í 101 Reykja-
vík. Því hentaði einræðupólitíkin.
Hver er afleiðingin? Hver höndin
var upp á móti annarri og menn
göptu hver upp í annan, allt frá
bakherbergjum upp í glansandi út-
sendingar sjónvarpsstöðva. Ice-
save-málið fór ekki að taka á sig
mynd fyrr en þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins settu sitt mark á það.
Samræðupólitísk mál eru nú í
sumar á miklu flugi og ESB-
áróðursmaskínan sem fóðruð hefur
verið af háskólasamfélaginu af mik-
illi kúnst mun nota hvert minnsta
tækifæri til að breiða út ESB-
boðskapinn. Það nýjasta er að nú á
að opna sendiráð ESB í Reykjavík.
Við er að búast að öll tiltæk ráð
verði notuð til þess að beina okkur
inn í ESB.
Verum þess minnug að íbúa-
lýðræði og samræðupólitík eru var-
hugaverð vegna þess að þau kljúfa
samfélagið í fylkingar og rækta upp
neikvæðni, ólgu og óöryggiskennd
meðal þegnanna. Fylgifiskur þessa
er reiðin og heiftin. Sem sagt íbúa-
lýðræði vekur upp og magnar nei-
kvæðan jarðveg sem móttækilegur
er fyrir áróðri fjölmiðla. Við þessar
kringumstæður er gott að eiga fjöl-
miðil eða fjölmiðlahring fyrir þann
sem þarf að ná hagsmunum og hug-
myndum sínum fram.
Fólk verður að fá heiðarlega,
sanngjarna og upplýsta fjölmiðla-
umfjöllun um ESB-málið.
Af samræðupólitík
Eftir Pjetur
Stefánsson
Pjetur Stefánsson
» Við þessar kring-
umstæður er gott að
eiga fjölmiðil eða fjöl-
miðlahring fyrir þann
sem þarf að ná hags-
munum og hugmyndum
sínum fram.
Höfundur er mynd-
og tónlistarmaður.
Markmið Göngum í
skólann eru meðal
annars:
Að hvetja til
aukinnar hreyfingar,
með því að gera
börnin færari um að
ganga á öruggan hátt
í skólann og fræða
þau um ávinning
reglulegrar hreyf-
ingar.
Að draga úr um-
ferðarþunga, mengun og hrað-
akstri nálægt skólum.
Vitundarvakning um hversu
„gönguvænt“ nánasta umhverfi er
og hvar úrbóta er þörf.
Vitundarvakning um ferða-
máta og umhverfismál.
Á síðasta ári tóku milljónir
barna, í yfir fjörutíu löndum víðs
vegar um heiminn, þátt í Göngum í
skólann með einum eða öðrum
hætti. Ísland er nú að taka þátt í
verkefninu í þriðja sinn. Bak-
hjarlar verkefnisins eru Íþrótta-
og Ólympíusamband Íslands, Lýð-
heilsustöð, Umferðarstofa, rík-
islögreglustjórinn, mennta-
málaráðuneytið, slysavarnafélagið
Landsbjörg og Heimili og skóli.
Heilsusamlegt og vistvænt
Eins og markmið verkefnisins
bera með sér eru fjölmörg góð rök
fyrir því að velja virkan ferðamáta,
svo sem göngu eða hjólreiðar.
Þannig má með einföldum hætti
auka hreyfingu í daglegu lífi og
njóta þess fjölþætta ávinnings sem
því fylgir fyrir heilsu og vellíðan.
Til dæmis getur regluleg hreyfing
minnkað líkurnar á hjarta- og æða-
sjúkdómum, sykursýki af tegund 2,
offitu, ýmsum stoðkerfisvanda-
málum og umfram allt veitir hreyf-
ing andlega orku og líkamlegan
styrk til að takast á við verkefni
daglegs lífs. Mikilvægur liður í því
að hvetja börn og unglinga til að
nota virkan ferðamáta er að það
eykur líkurnar á að þau geri það
einnig þegar komið er fram á full-
orðinsár.
Ávinningur þess að velja virkan
ferðamáta er ekki aðeins bundinn
við einstaklinginn heldur nýtur
samfélagið í heild góðs af. Meðal
annars geta útgjöld heilbrigð-
iskerfisins lækkað, loftmengun
minnkað auk þess sem draga má
úr ýmsum öðrum vandamálum, s.s.
slysum, sem fylgja mikilli bílaum-
ferð.
Þægilegur klæðnaður í samræmi
við veður getur haft mikið að segja
um það hversu viljugt barnið er að
ganga í skólann og hreyfa sig al-
mennt í tengslum við skólastarfið.
Allir ættu að nota endurskins-
merki, óháð aldri, og þekkja þá
þætti sem hafa áhrif á öryggi
gangandi og hjólandi vegfarenda.
Öryggið í fyrirrúmi
Þroski barnsins segir til um það
hvenær barnið er tilbúið til að
ganga sjálft í skólann. Mikilvægt
er að fullorðnir fylgi yngri börnum
á meðan þau eru að læra umferð-
arreglurnar og auka færni sína í
að takast, með öruggum hætti, á
við nýtt umhverfi. Til að sameina
kraftana geta foreldrar til dæmis
skipulagt svonefndan göngustrætó,
þ.e. skipst á að fylgja börnum sem
búa á sama svæði í
skólann.
Gönguleiðin sjálf
ætti að vera eins
örugg og kostur er.
Umferðarþungi í ná-
munda við skóla er til
dæmis algeng ástæða
fyrir því að foreldrar
telja að öryggi barns
sé ógnað og velja því
að keyra það í skól-
ann. Við slíkar að-
stæður skapast víta-
hringur; aukin
bílaumferð eykur enn á vandann
og minnkar líkurnar á að virkur
ferðamáti sé valinn. Auk umferð-
arþunga og hraðaksturs eru af-
mörkun gönguleiða, merkingar og
lýsing dæmi um þætti sem hafa
áhrif á öryggi þeirra. Á heimasíðu
Göngum í skólann er gátlisti sem
hægt er að nota til að meta hversu
„gönguvænt“ umhverfið er. Sé úr-
bóta þörf, gefur gátlistinn einnig
hugmyndir að úrlausnum.
Kannanir benda til að um helm-
ingur íslenskra barna og unglinga
gangi eða hjóli til og frá skóla.
Með samstilltu átaki foreldra,
skóla og yfirvalda er mögulegt að
fjölga í hópnum. Göngum í skólann
verkefninu er þar ætlað að vera
lóð á vogarskálarnar og vonast að-
standendur verkefnisins til að sem
flest börn og unglingar noti virkan
ferðamáta, með öruggum hætti,
sem oftast og þá ekki aðeins með-
an á átakinu stendur heldur allan
ársins hring.
Frekari upplýsingar eru á
heimasíðu verkefnisins, www.gong-
umiskolann.is.
Göngum í skólann
allan ársins hring
Eftir Ólaf Rafnsson
Ólafur Rafnsson
» Göngum í skólann
var sett í þriðja sinn
hér á landi þann 9. sept-
ember og lýkur form-
lega á Alþjóðlega Göng-
um í skólann-deginum 9.
október n.k.
Höfundur er forseti ÍSÍ.
NÝLEGA kom fram
í fréttum að um 80%
fleiri eru nú metnir ör-
yrkjar en fyrir 10 ár-
um. Stór hluti þeirra
sem hafa skerta
starfshæfni, kljáist við
geð- og/eða sál-
félagsleg vandkvæði.
Eftir að rannsakendur
fóru að spyrja þá sem
náðu bata hver þeirra
reynsla væri, hefur
komið í ljós að bati næst í fé-
lagslegu samhengi. Í hversdagslífi, í
samskiptum, í tækifærum sem fólk
hefur fengið og með því að hafa ekki
misst vonina. Það sem skiptir máli
hjá þeim sem hafa náð árangri er
möguleikinn að geta lifa „eðlilegu
lífi“. Stefna stjórnvalda er því að
færa aðstoðina í meira mæli í nær-
umhverfi fólks, þar sem það býr,
starfar, nemur eða bregður á leik.
Sjúkdómsgreining er mikilvægt
sjónarhorn en er aðeins lítill hluti af
heildarmyndinni. Bata er erfitt að
skipuleggja og miðað við nið-
urstöður batarannsókna er árang-
ursríkast að aðstoða fólk við að
halda áfram að gera það sem það
þarf, eða langar til, á degi hverjum,
þrátt fyrir ýmis geðræn einkenni.
Árangur næst með ótal tilraunum
og þrautseigju við að komast yfir
hindranir og finna aðferðir sem t.d.
einfalda lífið. Staðalímynd geð-
sjúkra er að þeir séu yfirleitt
stjórnlausir og líf
þeirra í uppnámi. Líf
þeirra er hins vegar
oftast „venjulegt“ og
gengur sinn vanagang.
Viðkomandi getur ver-
ið sterkur á ákveðnu
sviði þótt hann kunni
að vera óstarfhæfur á
öðru. Að mati þeirra
sem náð hafa tökum á
lífinu eru leiðirnar að
bata misjafnar, en ekki
endilega flóknar eða
sérhæfðar eins og ætla
mætti. Fólk finnur oft-
ast sjálft lausnir, eða í samvinnu við
samferðamenn sína. Þeir sem kljást
við geðtruflanir þurfa hins vegar oft
að yfirstíga fordóma, mismunun,
aukaverkanir af lyfjum, ofþyngd,
stundum röddum eða hugmyndum
sem trufla, svefnleysi, þreytu, ein-
beitingarskort og fátækt. Hvort
sem hindranir koma innan frá eða
eru vegna umhverfisþátta þá hafa
þær afgerandi áhrif á líf og stöðu
þeirra, menntunarmöguleika, at-
vinnumöguleika, og það að geta
skipulagt líf sitt og notið þess.
Enn vantar mikið upp á að við
skiljum samspil geðrænna einkenna
og þátttöku í athöfnum daglegs lífs.
Mesta ögrunin er í daglegu lífi, dag-
legri færni, samskiptum og
tengslum. Venjulegt líf hefur ekki
þótt nógu spennandi og verðugt við-
fangsefni til að rannsaka. Batatæki-
færin leynast hins vegar oft í þess-
um hversdagslegu hlutum sem eru
svo sjálfsagðir að þeir eru orðnir
ósýnilegir. Bati tengist mannrétt-
indum, að halda hlutverkum, að
samferðamenn gefist ekki upp og
hafi væntingar til manneskjunnar.
Hvernig viðhalda eigi góðri geð-
heilsu, hvernig samskipti, jöfnuður
og völd hafa áhrif á líðan og sjálfs-
traust, á erindi við alla. Færustu
geðheilbrigðisstarfsmenn framtíð-
arinnar verða þeir sem geta að-
stoðað fólk sem á í vandræðum með
geðheilsuna, við að halda áfram að
takast á við daglegar kröfur og fyr-
ir þá sem hafa einangrast að nýta
tækifæri til frekari samfélagsþátt-
töku. Ef atvinnuleysi verður viðvar-
andi hér á landi mun eftirspurnin
eftir slíkri þekkingu aukast enn
frekar.
Samkvæmt stefnumótun Félags-
og tryggingamálaráðuneytisins frá
2006 er, auk fjölgunar búsetuúr-
ræða fyrir geðfatlaða, stefnan sett á
aukna virkni og samfélagslega þátt-
töku. Einnig að þjónustan byggist á
þekkingu og reynslu þeirra sem
þurfa á henni að halda. Til að fram-
fylgja stefnunni hefur ráðuneytið
m.a. gert þjónustusamning við
Hlutverkasetur, um gæðaþróun-
arverkefnið Notandi spyr Notanda
(NsN). Meginmarkmið NsN verk-
efnisins er að safna reynslu og
þekkingu notenda á skipulagðan
hátt og kanna mat þeirra á þjónust-
unni og hvaða sýn þeir hafa á eigin
stöðu, virkni og hlutdeild í sam-
félaginu. Verkefnið hefur skapað
atvinnu fyrir notendur og bætt
ímynd og stöðu þeirra einstaklinga
sem tekið hafa þátt. Á tímum að-
haldsaðgerða og sparnaðar er mik-
ilvægt að skoðanir og reynsla
þeirra sem nota þjónustuna sé gerð
sýnileg. Stjórnvöld geta þannig
staðið vörð um þá þjónustu og að-
gerðir sem notendur kunna að meta
og fengið leiðbeiningar um hvar
skórinn kreppir og hugmyndir til
nýsköpunarverkefna. Á vegum
ráðuneytisins hafa einnig verið
haldin málþing víða um land þar
sem kynnt er m.a. hugmyndafræði
valdeflingar, gagnreynd þjónusta,
stefnumótun, baráttumál og helstu
hindranir að nýsköpun.
Einstaklingar sem og ýmis fé-
lagasamtök hafa síðustu misserin
verið að nýta þann kraft og hug-
myndir sem býr í fólkinu sjálfu.
Mikilvægt er að fjölmiðlar taki enn
frekar þátt í að gera þessar hug-
myndir sýnilegar. Það er ein leið til
að hvetja menn áfram til dáða og
getur skapað tækifæri fyrir fleiri
við að leggja sitt að mörkum í upp-
byggingu á íslensku samfélagi.
Við getum öll haft áhrif
Eftir Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur »Hvernig viðhalda á
góðri geðheilsu,
hvernig samskipti, jöfn-
uður og völd hafa áhrif á
líðan og sjálfstraust, á
erindi við alla.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er iðjuþjálfi/dósent við HA
og framkvæmdastýra Hlutverka-
seturs.