Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Hvernig á að kveðja einhvern eins og þig, mér fannst þú einstak- ur. Örlögin spinna ólíkan vef mann- anna, þín voru spunnin á þinn veg. Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að sitja hjá þér dagstund við spjall á erf- iðum tímum, tala um lífið og hvernig þú varst, hvernig þér leið og um dauð- ann. Þú spurðir mig spurninga sem hvorki ég né nokkur annar getur svarað, þú varst svo meðvitaður um örlög þín. Þú vildir ekki vera í sjálfsvorkunn, fannst samt tíminn vera að hlaupa frá þér, þú áttir svo mikið eftir að gera. Hverjum finnst það ekki vitandi að stutt er eftir hér á jörð? Við ákváðum að breyta um um- ræðuefni, tónlistin þín, allir textarnir sem þú áttir eftir að klára, lögin sem þér fannst ekki vera nógu góð, þú vildir hafa allt svo fullkomið. Þú spil- aðir fyrir mig, mér fannst það flott, þú útskýrðir fyrir mér hvernig þú vildir hafa þetta, það mátti ekki spila neitt fyrr en þú varst ánægður. Kannski var það vandamálið, að þora að stökkva út í er mörgum erfitt, nú hef ég heyrt sumt af því sem þú samdir, spilaðir og söngst, það er bara frá- bært, vonandi heldur ferlið áfram. Þú varst sonur minnar bestu vin- konu og einn af mínum bestu vinum fannst mér, við töluðum sama tungu- málið og skildum ótrúlega vel hvort annað þótt áratugir skildu á milli okk- ar. Þú lifðir hratt Varði minn, ó hvað ég skil þig. Þú varst svo mikill „sjarm- ör“, elskaðir og varst elskaður af öll- um, áttir börnin þín tvö með falleg- ustu og bestu konunum, ekki spurning. Þú kunnir að skjalla konur, sagðir að þú hefðir áttað þig á því fljótt að það væri betra, mér leið eins og drottningu í návist þinni. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt, þú varst hæfileikaríkur en valdir ekki alltaf bestu leiðina, það var stundum erfitt að fóta sig, en svo var gefið í og „brillerað“. Þú hittir Hope þína, giftir þig og fluttir til Washington, sást ljósið, varst ánægður með lífið, áttir góðan tíma, en örlögin gripu inn í. Þú varst heppinn að eiga þessa frá- bæru fjölskyldu á Bræðró, börnin þín, alla ættingjana og vinina sem hugs- uðu um þig í veikindunum. Hallvarður E. Þórsson ✝ Hallvarður E.Þórsson fæddist í Reykjavík 26. maí 1962. Hann lést 30. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi. Hallvarður var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 14. september sl. Meira: mbl.is/minningar Seinna sat ég hjá þér á líknardeildinni, þú varst að koma úr baði, ansi þreyttur en vildir tala um draum- inn sem þig dreymdi. Þú varst að reyna að ráða í hann, þú hafðir ekki þrek, við höldum áfram er við hittumst, elsku Varði minn. Þú varst þreyttur og lagð- ist upp í rúm og sofn- aðir. Þetta var þinn síðast „góði“ dagur, ég fann að hverju stefndi. Þarna kvaddi ég þig, gekk út í dásamlegt veðrið, mér fannst hausta hratt í sálu minni og fann saltbragð í munni. Ég staldraði við, horfði út á hafið og fór með bænina sem tilheyrði okkur báðum. Elsku Fríða, Þór, Tanja, Haukur Páll, Hope og systkini, guð gefi ykkur styrk í sorginni, minning um góðan dreng geymist. Vertu Guði falinn, kæri vinur. Aðalheiður Árnadóttir. Varði frændi var fullur af orku. Fallegur, Clint Eastwood-legur með hatt, töffari. Vildi gera stóra hluti, helst á heims- mælikvarða. Frelsa heiminn með við- veru og tónlist. Draumarnir voru miklir og áformin rosaleg. Þetta kost- aði og varð að skuldum með hala. En maður gefst ekki upp og við gerum það sem við ætlum okkur, eins og við getum. Hallvarður gerði sitt. Hann var ekki raunsær, hann var hugrakk- ur. Allt er hægt, líka það sem ekki er. Útgáfan „Brave World“ var hans smíði. Vildi gefa út og miðla eftir sig og aðra. Flinkur í samvinnu, samhæf- andi, drífandi og félagslega fær. Pródúsent týpa. Heillandi með góða viðveru. Ærlegur með bros á vör. Já og sannfæringarkraft. Hann kunni að selja Íslendingasögur þannig að margir endurnýjuðu bækurnar. Hann seldi líka peningaskápa undir verðandi auðæfi og var sölumaður af guðs náð. Hallvarður var fæddur 26. maí, sama dag og meistari Miles Davis. Varði árið 1962, Miles 1926. Að ráða við orkuna, beisla hana og beina er ögrandi verkefni. Enginn stjórnar Heklu. Hallvarður var örlátur á tíma, ávallt bóngóður og raunverulegur þátttakandi í þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn aðstoðaði hann frænku sína við að setja upp og ganga frá umsókn um starfslaun. Tók kvöldið í það og kenndi mér í leiðinni ýmislegt um samskipti, uppsetningu og tölvu- vinnslu. Úr því kom árs vinnufriður. Hann framleiddi plötu með Joakim, sænskum vini mínum, en ég kynnti þá og tókst með þeim vinátta. Hallvarð- ur tók verkefnið traustum tökum, sá um frammvindu þess, öll tengsl og hvatningu til dáða, allt fyrir bjór og tóbak. Kallaði Joakim ávallt „Jóa heppna“ og líkti við víkinginn Leif sem fann Ameríku og var svo heppinn að fara þaðan. Joakim segir að án Varða engin plata, auk þess þykir smíðin hafa staðist tímans tönn. Sjálfur gerðist Varði heppinn, kynntist Hope, fór með henni til Bandaríkjanna þar sem þau giftust og settust að í Washington D.C. Hringdi stundum – Sæl frænka! Var á hrað- braut í einhverjum kagganum og datt í hug að hringja, var eitthvað að pæla, hugsa um eitthvert dæmi, búinn að setja upp hljóðver heima. Það er ríkidæmi að eiga góð systk- in, og það hefur örugglega mótandi áhrif. Hallvarður var næstelstur af sex systkinum, öll sterkir einstakling- ar, skapandi og fallegir. Lífið á Skriðuklaustri, þar sem þau lengstum ólust upp, býr í þeim. Það er eins og að þau hafi lifað í kastala, í eig- in ríki þar sem Þór og Fríða voru kon- ungurinn og drottningin sem stjórn- uðu hópnum, ásamt tilraunabúi og jafnvel hulduheimum. Ég efa ekki að keppst hafi verið um athygli og að Varði hafi verið afar fyrirferðarmikill. Það var alltaf á honum völlur. Innra með mér heyri ég hann hlæja og hann hlær djúpt og smitandi. Hon- um lá á að lifa og þegar hann fór að fara var það líka með hraði. Enginn hvellur en það var andstæðingur í höfði hans eins og hann orðaði það, heilaæxli sem ekki fékkst við ráðið. Hann fékk að vita sinn tíma og fór að undirbúa brottför. Það er töff, það höndla það ekki allir. Varði fékk til sín vini sína Einar og Kristján til aðstoð- ar og samveru, Gunnu systur og börnin sín Tönju Berglindi og Hauk Pál. Vildi gera það sem þurfti og það átti að gefa út plötu, ljóð og tónlist. Og hann varð að rata heim. Með góðri að- stoð komst hann heim á Bræðraborg- arstíg. Kvaddi. Nú er komið skarð í hópinn, sökn- uður. Við sem lifum áfram munum hjartagóðan dreng og tryggan vin. Erla Þórarinsdóttir. Þegar ég kynntist Varða var hann í Verslunarskólanum en lá þegar mikið á. Var á kafi í tónlist og félagsstarfinu. Þeir bjuggu saman, bræðurnir, og á milli þeirra var sterk taug. Tónlistin gleypti hann á þessum tíma og Varði hófst þegar handa. Gerðist umboðs- maður Spilafífla og gekk úr vegi til að koma þeim á framfæri, fannst þeir góðir, þeir ættu að gefa út plötu og sendi þá í stúdíó. Hannaði veggspjald- ið og lét pressa vínil. Svo varð hann umboðsmaður Utangarðsmanna og fleiri hljómsveita. Nafni hafði miklar skipulagsgáfur og var góður sölumað- ur. Hann var lengst af það sem nú heitir verkefnastjóri eða menningar- stjóri, og til að læra það þurfum við hin að fara í háskólanám. Fyrir Varða var þetta allt saman leikur einn. Stærsta verkefnið sem hann réðst í var sennilega Melarokkið 28. ágúst 1982. Með hugmyndinni vildi hann sýna fram á þá miklu breidd sem var í pönki og nýbylgju á þessum tíma. Á Melarokkinu spiluðu hljómsveitir víða að og voru tónleikarnir mikil upplifun. Melavöllurinn var ekki leng- ur í notkun en Varði fékk hann opn- aðan fyrir tónleikana og varð m.a. að leggja rafmagn þangað aftur. Á þess- um tímum var mikill tækjaskortur í landinu. Varði sannfærði fólk um ágæti verkefnisins og skrapaði saman tækjum héðan og þaðan. Sumar hljómsveitir aflýstu dansleikjum um kvöldið svo nota mætti tæki þeirra til tónlistarflutnings á Melavellinum þennan dag. Hann samdi við RÚV um gerð heimildamyndar og tókst að fá fjöldann allan af fólki til að leggja óeigingjarna hönd á plóg. 25% af inn- komu runnu svo til SATT. Melarokk- ið var upphafið að miklum uppgangi pönk- og nýbylgjutónlistar en um leið svanasöngur vallarins. Á staðnum stendur nú Þjóðarbókhlaðan. Varði fékkst við margt fleira og kom að stofnun margra fyrirtækja, flest voru þau tengd tónlist og bókum ásamt auglýsingagerð sem hann fékkst alltaf við öðru hvoru í 30 ár. Varði kunni að tala máli annarra en var ekki alltaf jafn duglegur að tala sínu, sem átti það til að flækja lífið. Stundum talaði sjúkdómurinn og þá var gamli góði Varði víðs fjarri, en vel gefnir menn eiga oft erfitt með að sættast við króníska sjúkdóma. Hallvarður var óhemju bóngóður, vildi öllum vel og gekk oft úr vegi til að aðstoða aðra. Það þekki ég af eigin reynslu. Skapgóður og með ríka kímnigáfu, opinn fyrir öllu og trygg- ur. Þessa síðustu mánuði voru þeir líka margir sem endurguldu honum trygglyndið og reyndu að létta undir með honum eins og hægt var. Síðustu árin, eftir að hann kynntist Hope, hitti ég hann aldrei nema ánægðan og í Bandaríkjunum virtist honum líða vel. Þau höfðu keypt sér gott hús í Washington og honum gekk vel. Þegar sjúkdómsúrskurðurinn kom sá hann helst eftir því að hafa ekki lagt meiri rækt við tónlistina og hefði viljað ná að taka meira upp af eigin verkum. Ótímabært fráfall kom í veg fyrir það. Í dag kveð ég vin minn, blessuð sé minning hans. Foreldrum og systk- inum votta ég innilega samúð. Sár- astur er missir Hope og barnanna. Guð og góðar vættir fylgi þeim öllum. Einar Guðjónsson. Alida Olsen Jónsdóttir ✝ Alida Olsen Jóns-dóttir fæddist á Ísafirði 22. desember 1924. Hún lést á heimili sínu 31. ágúst 2009. Útför Alidu var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 11. september 2009. Alheims kraftur alheim skapar og eilífð sálar. Birta og ástúð og blessun Drottins bíður allra. Far í sátt um friðarvegi til fegri heima. (s.f.) Anna, Níels og Stefán Friðbjarnarbörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN VALDEMARSSON, Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 3. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 17. september kl. 13.00. Árný Guðjónsdóttir, Ingólfur Andrésson, Unnur Guðjónsdóttir, Sverrir Jónsson, Óskar Guðjónsson, Hervör Lúðvíksdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Hafberg Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA ÞÓRA ÁRNADÓTTIR útgerðarmaður, Hamrahlíð 1, Grundarfirði, sem lést sunnudaginn 13. september, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 19. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Snæfellsness. Gunnar Hjálmarsson, Pauline Hafka, Margrét Hjálmarsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Ólafía Dröfn Hjálmarsdóttir, Bjarni Jónasson, Ólafur Hjálmarsson, Emilía Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA M. SIGURGÍSLADÓTTIR, Melteigi 8, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. september kl. 13.00. Stefanía Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Árni Þór Árnason, Jóhann Gunnar Jónsson, Ásta Elín Grétarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, fyrrverandi eiginkona, amma og langamma, ERNA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Fossheimum að morgni mánudagsins 14. september. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 19. september kl. 16.00. Óskar Jóhann Björnsson, Sigríður Haraldsdóttir, Guðlaugur Gunnar Björnsson, Elsa Birna Björnsdóttir, Guðmunda Rut Björnsdóttir, Pétur R. Gunnarsson, Sigurður Guðni Björnsson, Lilja Guðrún Viðarsdóttir, Björn Jóhann Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR PÁLSSON fyrrum bóndi Hjaltastað, síðast til heimilis Laugavöllum 5, Egilsstöðum, lést á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum sunnudaginn 13. september. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið Egilsstöðum. Guðný Hildigunnur Sigþórsdóttir, Ingvi Ingvarsson, Páll Sigurbjörn Sigþórsson, Rúnar Sigþórsson, Guðný G. H. Marinósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.