Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
✝ Signý SigurlaugMargrét Þor-
valdsdóttir fæddist
27. des. 1916 á Hrol-
laugsstöðum á
Langanesströnd. Hún
lést 7. september
2009 á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hennar
voru Þorvaldur
Kristjánsson, f. 14.1.
1892, d. 21.3. 1979,
sjómaður og báta-
smiður, og Hallbjörg
Daníelsdóttir, hús-
móðir, f. 9.6. 1892, d. 12.4. 1946.
Signý var í sambúð með Hall-
grími Kristinssyni, f. 6.7. 1906, d.
9.3. 1980, og eignaðist með honum
tvö börn: a) Ara Guðmar, f. 24.11.
1938 í Syðri-Haga í Eyjafirði.
Hann er kvæntur Kristínu Ingólfs-
dóttur, f. 5.10. 1941, frá Vatnsdals-
gerði í Vopnafirði og eiga þau
fjögur börn. Þau eru: Margrét
Arna, f. 22.11. 1961, Ingólfur
Bragi, f. 3.8. 1963, Stefanía Hall-
björg, f. 18.12. 1969, og Guð-
mundur Ari, f. 4.1. 1977, b) Dórót-
heu, f. 8.5. 1940 í Heiðarhöfn, d.
17.10. 2004, var hún ung tekin í
Hermann Jónsson, f. 5.9. 1943 á
Þórshöfn, börn hans með Dís Guð-
björgu Óskarsdóttur, f. 10.10.
1943: Signý, f. 5.5. 1965, Hafrún, f.
31.6. 1966. Kona hans Júlíana
Kristín Gestsdóttir, f. 19.6. 1949,
hennar barn: Rúnar Örn Jónsson,
f. 5.10. 1967, barn Hermanns og
Júlíönu: Dagný Ósk, f. 26.7. 1972,
e) Ágúst Þorvaldur, f. 26.2. 1948,
kona Ólína Alda Karlsdóttir, f.
16.3. 1955. Þau skildu. Börn
þeirra: Gréta, f. 5.12. 1976, Jón
Karl, f. 8.12. 1978, f) Vilhjálmur
Hallbjörn, 4.2. 1954, kona Fjóla
Berglind Helgadóttir, f. 21.11.
1959. Þau skildu. Börn þeirra:
Gréta Björg, f. 27.6. 1983, Bragi
Freyr, f. 21.10. 1986. Afkomendur
Signýjar eru farnir að nálgast
hundrað.
Signý ólst að mestu upp á Skál-
um og Heiðarhöfn á Langanesi.
Stundaði vinnu og kaupakonustörf
á Vopnafirði og víðar. Hún bjó í
Neskaupstað með Braga þar til
þau fluttust búferlum í Garðinn á
sjötta áratugnum. Þar stundaði
hún fiskvinnslustörf og var mat-
ráðskona á ýmsum stöðum. Hún
flutti til Keflavíkur um 1990 og bjó
síðustu æviárin á Suðurgötu 15.
Stundaði hún ýmis félagsstörf, s.s.
söng í kór eldri borgara, Eldey, og
var lengi í kvenfélaginu Gefn í
Garði og var þar heiðursfélagi.
Útför hennar fer fram frá Kefla-
víkurkirkju miðvikudaginn 16.
september kl. 11.
fóstur og alin upp af
systkinunum Jósef H.
Jónssyni og Sigríði
A. Jónsdóttur, Skóg-
um, Vopnafirði. Hún
var gift Sigurði
Magnússyni, d. 2.8.
2002. Börn þeirra:
Jósef Hjálmar, f. 5.8.
1961, Magnús Elías,
f. 17.7. 1962, Sigríður
Aðalborg, f. 1.7.
1963, Hjörtur Þór-
arinn, f. 9.6. 1965,
Rósa, f. 24. 8. 1967,
Kolbeinn, f. 6.6. 1972,
Hugrún, f. 28.7. 1973.
Signý giftist 12. okt. 1941 Braga
Jónssyni verkamanni, f. 26.1. 1914,
d. 26.11. 1994. Þau skildu. Þeirra
börn: c) Margrét, f. 22.5. 1942 á
Þórshöfn, maki Einar Sigurður
Sigurfinnsson f. 14.2. 1940, d. 19.
maí 2004. Þau skildu, þeirra barn
Bragi, f. 7.6. 1960. Barn hennar
með Doil Miller: Grétar Sig-
urbjörn, f. 4.10. 1963. Margrét
giftist Kristjáni Arilíussyni, f. 12.6.
1946, Stóra-Hrauni í Kolbeins-
staðahreppi. Börn þeirra: Arilíus,
f. 24.12. 1973, Kristín, f. 22.5.
1981, Jón Þór, f. 8.10. 1982. d)
Í dag verður til moldar borin ást-
kær móðuramma mín, Signý Þor-
valdsdóttir, sem lést á Heilbigðis-
stofnun Suðurnesja mánudaginn 7.
september sl. Það er óhætt að segja
að þeim degi er amma mundi kveðja
er ég búinn að kvíða mikið fyrir eða
frá því að ég var lítill gutti. Amma
tók mig undir sinn verndarvæng frá
fyrsta degi og undir þeim væng var
ég nánast óslitið þar til ég flutti að
heiman 23 ára gamall.
Það eru fjölmargar minningar
sem koma upp í hugann á þessari
stundu og óhætt að segja að sökn-
uðurinn sé mikill. Amma greindist
fyrir stuttu með illvígan sjúkdóm og
fannst mér það ósanngjarnt að kona
á hennar aldri þyrfti að eiga í bar-
áttu við hann á síðustu ævidögum
sínum. Sem betur fer kvaldist hún
ekki og var vel hugsað um hana af
starfsfólki HSS sem reyndist henni
vel á þeim tímum sem hún þurfti að
dvelja þar vegna veikinda.
Ég gat því miður ekki verið hjá
henni síðustu andartökin og þykir
mér það bæði sárt og erfitt. Ég átti
þó gott símtal við hana tveimur dög-
um fyrir andlátið og þykir mér það
huggun gegn harmi en hún var þá
enn mjög hress og skýr. Ég held í
þá minningu. Ég ætla ekki að hafa
þetta lengra í bili, amma mín, en vil
enda þetta á texta sem mér finnst
eiga vel við:
Sólin er hnigin
sest bakvið skýin
og ég hugsa til þín næturlangt.
Baráttuknúin, boðin og búin
tókst mig upp á þína arma á ögur-
stundu.
Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu
og hjá þér átti ég skjólið mitt.
Alltaf gat ég treyst á þína þíðu
og ég þakka þér alla mína ævidaga
hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin
mín.
Hve oft þau hughreystu mig orðin þín
studdir við bakið
stóðst með mér alla leið.
(Stefán Hilmarsson)
Ég þakka þér, elsku amma, fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég
mun ávallt hugsa um þig með þakk-
læti í hjarta. Guð blessi minningu
þína.
Þinn dóttursonur,
Grétar Miller.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma og langamma okkar,
takk fyrir samfylgdina í lífinu.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar.
Ástarkveðja
Dagný Ósk, Hermann Örn
og Melkorka Líf.
Nú er Signý amma farin. Signý
amma var reyndar amma mannsins
míns og langamma barnanna minna
en var alltaf kölluð Signý amma af
fjölskyldunni. Hún var fædd í des-
ember árið 1916 þannig að hún
hafði lifað í tæp 93 ár og séð margt
á langri ævi. Við eigum margar góð-
ar minningar um hana.
Hún hafði gaman af að segja
ömmubörnunum og langömmubörn-
unum frá hvernig lífið var fyrr á ár-
um. Þegar börnin voru yngri voru
ófá vettlinga- og sokkapörin sem
börnin fengu frá henni enda hætti
ég alveg að prjóna eftir að þau
fæddust. Hún kom í öll afmæli og
var oft hjá okkur um jólin meðan
hún hafði heilsu til. Hún hafði lengi
vel gaman af því að fara í kertaleið-
angur fyrir jólin og fórum við þá í
dagsferð til Reykjavíkur, ýmislegt
skoðað en yfirleitt endað í Rúmfata-
lagernum og keypt kerti sem dugðu
fram að næstu jólum.
Signý var mikil félagsvera og
söng með kór eldri borgara meðan
hún hafði heilsu til. Hún starfaði
líka lengi með Kvenfélaginu Gefn í
Garði og fór í margar ferðir með
þeim bæði innanlands og utan.
Seinni árin tók ég hana oft með á
fundi félagsins hér í Garði. Hún var
gerð að heiðursfélaga kvenfélagsins
árið 1997. Hún var nokkuð ern fram
í andlátið þótt líkaminn hafi verið
farinn að gefa sig. Hún fylgdist með
fram á síðasta dag og spurði eftir
fólkinu sínu.
Afkomendur hennar eru farnir að
nálgast hundraðið og mikið var hún
ánægð að fá litla nöfnu, Margéti
Signýju, núna í ágúst og náði hún að
sjá hana en allra nýjasta lang-
ömmubarnið sem fæddist í lok
ágúst auðnaðist henni ekki að sjá.
Ég kveð Signýju með söknuði.
Guðrún Filippía Stefánsdóttir.
Signý Sigurlaug
Margrét Þorvaldsdóttir
✝
Móðir mín, stjúpmóðir okkar, systir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG ELÍN AÐALSTEINSDÓTTIR,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
áður Granaskjóli 24,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 10. september, verður
jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 15.00.
Hallgrímur Sigurðsson,
Rannveig Sigurðardóttir,
María Sigurðardóttir,
Össur Aðalsteinsson,
Guðbjörg A. Finsen,
Jónas A. Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ERLU SVEINU JÓRMUNDS,
Jökulgrunni 25,
Reykjavík.
Bogi Jóhann Bjarnason,
Bjarni Jóhann Bogason, Kolbrún J. Snæfeld,
Guðný Bogadóttir,
Þórður Bogason, Elín H. Ástráðsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ODDGEIRS GUÐJÓNSSONAR
bónda og hreppstjóra
frá Tungu í Fljótshlíð,
Dalsbakka 14,
Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra,
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, fyrir alúð og umhyggju.
Guðlaug Oddgeirsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Ólafur Sv. Oddgeirsson, Fiona MacTavish,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNHEIÐUR HANNESDÓTTIR,
áður til heimilis
Löngubrekku 22,
Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 4. september, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 17. september kl. 13.00.
Ólöf Jónsdóttir, Kristinn Ástvaldsson,
Hafdís Jónsdóttir, Jens Gíslason,
Hrönn Jónsdóttir, Halldór Ingólfsson,
Sigrún Ragna Jónsdóttir, Hörður Tómasson,
Sigurður Fjalar Jónsson, Agnes Jónsdóttir,
Brynjar Jónsson, Hólmfríður Þóra Óskarsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
RAGNAR LÁRUS SÓLONSSON,
Rjúpnasölum 10,
Kópavogi,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 11. september,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. september kl. 11.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á að styðja líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
s. 543 1159.
Louisa Sampsted,
Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Birgir Bjarnason,
Ingvi Þór Ragnarsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sólon Lárus Ragnarsson,
Arnar Ragnarsson,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
GUNNARS HAUKSSONAR,
Norðurfelli 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun.
Jóhanna Geirsdóttir,
Aðalbjörg Gunnarsdóttir,
Haukur Gunnarsson, Rakel Svansdóttir,
Valur Gunnarsson, Ragnhildur Sigurðardóttir
og barnabörn.Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast
á vefnum.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar