Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Brown Eftirvænting og spenna hefur einkennt biðina eftir nýju sögunni, Týnda tákninu, sem kom út í gær. „DAN Brown notaði óhemju litríkt mynd- mál í bókum sínum, löngu áður en farið var að gera kvikmyndir eftir þeim. Í Týnda tákn- inu lifir hann sögu sína enn á ný á stór- kostlega sjónrænan máta,“ sagði Janet Maslin, bókagagnrýnandi The New York Times, þar sem hún róm- ar Týnda táknið, nýjustu bók Dans Browns, sem kom út í gær. Gríðarleg eftirvænting hefur ver- ið eftir bókinni, og fáir eða engir rithöfundar eiga jafn stórt og breitt fylgi aðdáenda. Talar eins og alfræðirit Margir virðast gagnrýnendur mjög ánægðir en það er þó ekki ein- hlítt. Gagnrýnandi Los Angeles Times, Nick Owchar, er ekki alveg jafnhrifinn. „Framvinda sögunnar er hröð, nema á þeim klaufalegu stöðum þar sem fólk talar eins og alfræðirit. Spurningin er þó hvort nokkur lesi Dan Brown fyrir stílinn. Fólk les þessar bækur til að fylgjast með því sem hendir sögupersónuna, Lang- don. Það er erfitt að ímynda sér nokkurn þann sem lesið hefur Týnda táknið rökræða um frímúr- araregluna í Washington D.C. af sömu ástríðu og fólk talaði um bylt- ingarkennda sýn Browns á Jesú og Maríu mey í Da Vinci-lyklinum. Sú bók snerti djúpa mennningarlega taug af augljósum ástæðum. Týnda táknið er eins og reynsla úr hverj- um öðrum rússíbana, unaðshrollur, en svo er hún líka búin.“ Eins og X-Files Mette Strømfeldt, gagnrýnandi Berlingske Tidende, veltir því fyrir sér hvort biðin, spennan og lofsöng- urinn sem hafi skapast í kringum Týnda táknið, áður en bókin kom út, standi undir útkominni bókinni. Hún svarar bæði já og nei, og að þeim sem líki frásagnarstíll og upp- bygging sagna Dans Browns ætti að líka þessi bók. Þó hafi Týnda táknið ekki burði til að vekja jafn áhugaverða umræðu og Da Vinci- lykillinn og að sagan beri frekar með sér andblæ sjónvarpsþáttanna X-Files. Dómar um Týnda táknið, nýja bók Dans Browns, eru misjafnir Snilld eða rússíbani DR. Alaric Hall flytur erindið The Earliest History of Elves á málfundi Félags þjóðfræð- inga í stofu 101 í Odda á morg- un kl. 17.50. Þar fjallar hann um elstu heimildir sem til eru um álfatrú hjá germönskum og norrænum þjóðum og skoðar bæði enskar og norrænar heimildir sem tengjast álfatrú til forna. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um birtingarmyndir álfanna í heiðinni trú og fara yfir hvaða áhrif kristnitakan hafði á viðhorf til álfanna. Einnig mun hann útskýra hvað rannsóknir á álfatrú geta sagt okkur almennt um forn samfélög og horfna menningarheima. Allir velkomnir og frítt inn. Hugvísindi Fyrirlestur um uppruna álfa Dr. Alaric Hall DAGANA 1.-4. október heldur Jón Þorsteinsson tenórsöngv- ari og söngkennari í Utrecht söngnámskeið í Skálholtsskóla. Í kennslu sinni styðst Jón við svokallaða Lichtenberger- aðferðafræði um uppruna hljóms í mannslíkamanum. Þetta er starfræn aðferð sem þróuð hefur verið í Lichten- berg í Þýskalandi. Aðferðin gengur út á algjöra og eðlislæga þróun radd- arinnar sem hljóms og aðgreiningu hljóms og tóns án þess að utanaðkomandi truflun hafi of mikil áhrif. Kennsla fer fram í hóptímum, með fyr- irlestrum og þjálfun. Nánari upplýsingar og skráning eru á vefnum skalholt.is. Tónlist Lichtenberger- söngnámskeið Jón Þorsteinsson LEIKRITIÐ Augu þín sáu mig í flutningi Útvarpsleik- hússins hefur verið tilnefnt til verðlauna á stærstu og virt- ustu ljósvakahátíð Evrópu, Prix Europa. Útvarpsleik- húsið á Rás 1 sendi inn upp- töku af uppsetningu sinni og kom í ljós í gærmorgun að af 118 útvarpsverkum sem send voru í keppnina, var leikritið eitt þeirra 40 verka sem hlutu náð fyrir eyrum valnefndar og keppir því við útvarpsleikrit frá 35 löndum Evrópu til verðlauna sem besta leikna út- varpsverk Evrópu í ár. Augu mín sáu þig er leik- gerð Bjarna Jónssonar á samnefndri skáldsögu eftir Sjón. Leiklist Augu þín sáu mig keppir um verðlaun Bjarni Jónsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „Í SUMAR var ég að hugsa um ástandið á Íslandi og fór að velta því fyrir mér hvað við tónlistarmenn gætum gert. Þá datt mér í hug að gaman væri að skipuleggja tónleika- röð, þar sem engu máli skipti hver syngi eða spilaði – það eina sem skipti máli væri tónlistin.“ Svo mælir Gerrit Schuil, píanó- leikari og hljómsveitarstjóri, sem efnir til fyrstu tónleikanna í tón- leikaröðinni Ljáðu okkur eyra, í Frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 12.15 í dag. En Gerrit ætlar ekki að spila einn. „Ég bar hugmyndina undir nokkra vini mína í tónlistinni og þeim fannst hún frábær. Það vildu allir vera með og spila og syngja. Staðarvalið var auðvelt, Fríkirkjan er í miðbænum og andrúmsloftið þar er mjög gott.“ Óvissuferð til móts við tónlist Það sem gerir tónleikaröð Gerrits sérstaka er, að það verður ekki kynnt fyrirfram hverjir koma fram á tónleikunum, og ekki heldur hvaða tónlist verður flutt. Tónleikarnir verða því spennandi óvissuferð. „Ég lofa þó einu, að það verður okkar allra besta tónlistarfólk sem kemur fram; fólk sem ég hef unnið með gegnum árin. Allir sem ég talaði við sögðu strax já og leist vel á hug- myndina sem liggur að baki.“ Gerrit er þegar búinn að skipu- leggja tónleika í hádeginu á mið- vikudögum út árið, og ef vel gengur, verður haldið áfram eftir áramót. Allir tónlistarmennirnir gefa vinnu sína, og aðgangur verður ókeypis, en eftir tónleika geta gestir lagt pen- inga í bauk ef þeir vilja. „Við erum öll á sama báti í þessu ástandi. Fólk fer á tónleika til að heyra uppáhaldssöngvara eða uppáhalds- verk. Á þessa tónleika getur fólk komið til að gleyma áhyggjum og erfiðleikum; tónlistin sér um það.“ Tónleikaröðin Ljáðu okkur eyra sem hefst í Fríkirkjunni í dag er ólík öllum öðrum Að láta óvissuna feykja sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerrit Schuil „Ég lofa þó einu, að það verður okkar allra besta tónlistarfólk sem kemur fram; fólk sem ég hef unnið með gegnum árin.“ ÞAÐ gæti verið áhættusamt að leggja upp í ferð án fyrirheits. En ef til vill á það alls ekki við um tónleikaröðina Ljáðu okkur eyra, því þar er fyrirheitið tón- listin sjálf, og ekkert annað. Óvissuþátturinn felst auðvitað í því að láta koma sér á óvart – vita ekki hvort maður er að fara að hlusta á angurværan Svan eftir Saint-Saëns, reiðikast Næturdrottningarinnar eða ástríðufullar Sígaunavísur. Bráðsmitandi andskoti Þórunn Elísabet Sveinsdóttir myndlistarkona er í þeim hópi fólks sem duglegast er að sækja tónleika, en væri hún nægilega hugrökk til að vita ekkert hvert ferðinni er heitið? „Já. Mér finnst það ótrúlega freistandi. Maður þarf að vera mjög illa á sig kominn að vita ekki alla vega pínulítið um tónlist, því þetta er bráðsmitandi andskoti. Svo er ég kannski tækifærissinni og finnst ástæða til að grípa tækifærið þegar það er frítt inn á tónleika. Það kem- ur líka vel á vondan þegar þú spyrð, því ég á heima í næsta húsi við Frí- kirkjuna. Að hugsa til þess að maður geti hoppað inn í hádeginu, sest niður og þegið það að láta feykja sér og lyfta andanum, er auðvitað í hönd- um hvers og eins. Það er gott, en kannski of sjaldgæft að maður lyfti sér úr sjálfum sér, næri sig á tón- listinni og gleymi stað og stund.“ Hoppað inn í hádeginu Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BÓKAVERSLUN Máls og menningar á Lauga- vegi 18 var lokað um þarsíðustu mánaðamót, en Penninn, sem rak verslunina, opnaði nýja bóka- búð á Skólavörðustíg 11 undir nafninu Ey- mundsson. Ný bókabúð hefur verið opnuð í hús- næðinu á Laugavegi, en óljóst er hverjir munu reka hana. Verslunarhúsnæðið var upphaflega í eigu stuðningsfyrirtækis Máls og menningar, en eign- arhaldsfélagið Kaupangur keypti það fyrir tveimur árum. Bókaverslun Máls og menningar var í húsinu áratugum saman, en Penninn keypti reksturinn árið 2000 af Bókmenntafélagi Máls og menningar og rak búðina þar til hún flutti upp á Skólavörðustíg. Nafnið, Bókabúð Máls og menningar, varð þó eftir því Kaupangur keypti það af Pennanum, enda stóð til að opna bókabúð að nýju á Laugaveginum. Í frétt Morgunblaðsins 20. júní kom fram að Bókmenntafélag Máls og menningar myndi taka þátt í að reka búðina í gegnum hlutafélag sem yrði til helminga í eigu félagsins og Iðu, sem rekur bókaverslun í Lækjargötu, og að samn- ingur við Kaupang lægi fyrir um leigu á húsnæð- inu. Iða er aftur á móti gengin úr skaftinu og viðræður standa milli Bókmenntafélagsins og Kaupangs um framtíðarskipan mála, m.a. hvort hlutafélag um reksturinn yrði að öllu leyti í eigu félagsins eða að það komi að rekstrinum með öðrum hætti. Að sögn viðmælenda skýrast mál væntanlega öðru hvoru megin við næstu helgi. Bókabúð á vegamótum Morgunblaðið/Ómar Bóksölustríð Frá Eymundsson. Skammt verður á milli tveggja af stærstu bókabúðum landsins. Ósamið um rekstur Bóka- verslunar á Laugavegi 18 Þá uppgötvaði ég stuðhliðina á mér – alveg óvart! Ég vissi ekki að ég ætti þetta til … 36 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.