Morgunblaðið - 16.09.2009, Page 36
Gaukshreiðrið Jack Nicholson í hlutverki sínu í One Flew Over the Cuckoo’s Nest eftir Milos Forman sem verður viðstaddur hátíðarsýningu á myndinni.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG tel að við séum með dagskrá á
heimsmælikvarða. Það er verið að
sýna það besta, nýjasta og fram-
sæknasta í kvikmyndaheiminum nú
um stundir,“ segir Hrönn Mar-
inósdóttir, stjórn-
andi Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíð-
ar í Reykjavík,
um hátíðina í ár.
„Það verða um
120 myndir sýnd-
ar og áherslan er
á verk sem
kveikja áhuga hjá
hinum ýmsu
þjóðfélags-
hópum,“ segir Hrönn og er ekki á
því að hátíðin sé orðin of umfangs-
mikil. „Það er skárra að hafa of mik-
ið en of lítið. Auðvitað eru þetta
margar myndir en það er svo of-
boðslega mikið að gerast í kvik-
myndaheiminum í dag.
Við erum búin að leggja allt í það
að velja góðar, vandaðar og
skemmtilegar myndir eftir þekkta
jafnt sem minna þekkta leikstjóra.
Við viljum bjóða upp á það athygl-
isverðasta sem er að gerast í al-
þjóðlegri kvikmyndagerð og vekja
athygli á Reykjavík sem kvik-
myndahátíðarborg í leiðinni.“
Sextíu leikstjórar á leiðinni
Hátíðin er meira en bíósýningar
því í tengslum við hana eru tón-
leikar, málþing, stór ráðstefna í
samvinnu við Imax, vídeókvöld hjá
leikstjórum og bílabíó svo eitthvað
sé nefnt. „Það koma sextíu leik-
stjórar hingað til lands til að kynna
myndir sínar og spjalla við áhorf-
endur og um tuttugu blaðamenn
víðsvegar að úr heiminum hafa boð-
að komu sína, það hefur aldrei verið
jafn mikill áhugi á hátíðinni og í ár.
Fyrir utan alla ferðamennina sem
sækja hátíðina, það er t.d. að koma
fjórða árið í röð stór kvikmynda-
klúbbur frá Bandaríkjunum,“ segir
Hrönn. „Við höfum alla burði til að
fara lengra með þessa hátíð.
Reykjavík hentar vel og við erum
með rétta fólkið og réttu samböndin.
Hátíðin hefur stækkað hratt á þess-
um sex árum og við erum á réttri
leið,“ bætir hún við.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík hefur ekki farið varhluta
af efnahagslægðinni og hefur misst
marga helstu styrktaraðila sína, en
aðrir koma í staðinn svo Hrönn læt-
ur ekki deigan síga. „Það eru rosa-
lega margir tilbúnir að leggja mikið
á sig til þess að þetta takist hjá okk-
ur. T.d. erum við með yfir 150 sjál-
boðaliða, fáum styrki frá ríki og
borg og í fyrsta skipti fengum við
styrk frá Media, sem er styrktar-
sjóður Evrópusambandsins. Þrátt
fyrir erfitt ástand hafa nokkur fyr-
irtæki séð sér hag í að vera okkar
bakhjarlar.“
Hrönn hefur séð hverja einustu
mynd sem sýnd verður á hátíðinni
en er þó spennt fyrir mörgum við-
burðum. „Persónulega er ég spennt-
ust fyrir að hitta Milos Forman, sem
er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri
heimsins í dag. Hann verður með
viðhafnarsýningu á Gaukshreiðrinu
í Háskólabíói 23. september og
mætti segja það einn af hápunktum
hátíðarinnar frá upphafi.“
Hátíð á heimsmælikvarða
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á morgun og stendur yfir í tíu
daga Koma Milos Formans einn af hápunktum hátíðarinnar frá upphafi
Hrönn
Marinósdóttir
www.riff.is
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
Hvað er það við leikhúsheiminn
sem gerir það að verkum að leiksýn-
ingum er „rústað“? Það virðist ann-
aðhvort í ökkla eða eyra, annað
hvort verður fólk fyrir guðlegum
upplifunum eða þá að bókstaflega
ekkert er hægt að tína til, sýningum
til tekna. Sýningin Frida … Viva La
Vida hefur heldur betur orðið fyrir
barðinu á gagnrýnendum, en ekkert
dagblaðanna, hvorki Morgunblaðið,
Fréttablaðið né DV sér ljósa punkta
í sýningunni. Þannig stígur sjálfur
Jón Viðar fram af festu í dómi í DV,
undir fyrirsögninni „Ekki meir –
ekki meir!“ og segir sýninguna ekki
bara rústir einar heldur íslenskt
leikhúslíf eins og það leggur sig.
Það sem hugsanlega gæti bjargað
sýningunni nú er að fólk fari hrein-
lega að flykkjast í Þjóðleikhúsið, ein-
mitt vegna þessarar stórskotahríð-
ar. Því að getur ein leiksýning
mögulega verið svona rosalega
slæm?
Leiksýningu rústað …
og rústað og rústað
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
DAVÍÐ Smári Harðarson er ekki maður einhamur. Hans
varð fyrst vart fyrir frækilega frammistöðu í Idol-
söngkeppninni, en haslaði sér síðar völl sem einka-
þjálfari. Og nú er hann orðinn framkvæmda- og
vefstjóri nýrrar körfuboltasíðu ofan á allt sam-
an, sem er að finna á slóðinni korfubolti.is
„Síðan er nýfarin í loftið, við ýttum henni úr
vör fyrir viku,“ segir Davíð vígreifur.
„Við höfum þegar fengið 2.000 heimsóknir,
og það án þess að auglýsa neitt.“
Davíð segir að hann hafi fengið körfubolta-
áhuga ungur að árum og hann æfði með Snæ-
felli þegar hann bjó í Stykkishólmi.
„Sá áhugi hélst fram að ca. sextán ára aldri
en svo datt ég út. Þegar ég svo fer í líkamsræktina á fullt kviknar
þessi áhugi aftur.“
Davíð segir síðunni ekki stefnt gegn karfan.is, annarri síðu sem
veitir m.a. upplýsingar um íslenska körfuboltann.
„Eins og er einbeitum við okkur að NBA-boltanum en
ætlum að draga íslenska boltann inn þegar fram í sækir.
Hjá okkur snýst þetta um gagnvirkni, og að koma vef-
samfélagi á laggirnar. Fréttastjóri hjá okkur er Arnar
F. Böðvarsson, sá maður hérlendis sem veit mest um
NBA-boltann. Og við erum alltaf fyrstir með frétt-
irnar á þeim vettvangi … ekki einu sinni mbl.is
stenst okkur snúning þar!“ segir Davíð að lokum og
hlær hrossahlátri.
Úr karókí í kroppatamningu og loks í körfuna!
Einbeittur Davíð Smári fer alla leið í hverju því
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Það stefnir allt í það að hin svo-
kallaða Íslenska tískuvika verði
með eftirminnilegri floppum ald-
arinnar – þessarar og þeirrar
næstu – ef marka má áframhald-
andi skrif um málið. Nú hefur New
York Magazine tekið málið upp og
rekur þessa sorgarsögu alla í nokk-
uð löngu máli. Vísað er m.a. í Gunn-
ar Hilmarsson, formann Fatahönn-
unarfélags Íslands, og segir hann
Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur, eig-
anda viðburðarins, ekki vera í jafn-
vægi, hún sé óskipulögð og hafi
engan á bak við sig. Því er þá lýst
hvernig þátttakendur voru keyrðir
upp að sýningarpallinum „góða“
og þar hefði Kolbrún reynt að láta
handtaka einn hönnuðinn sem mót-
mælti aðbúnaðinum. Allt er sem-
sagt dregið sundur og saman í háði
og klykkt út með því að það sé ekki
einu sinni hægt að kenna hérlendu
efnahagshruni um þennan „brand-
ara“. Frábært, þetta er einmitt það
sem við þurftum …
Íslenska tískuvikan:
áframhaldandi martröð
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
PÉTUR Eyvindsson hefur um langa
hríð verið einn af helstu koppunum í
búri íslenskrar neðanjarðartónlist-
ar, þá rafkyns, og hefur vettvang-
urinn verið helstur í gegnum sveit
hans Vindva Mei, auk þess sem hann
hefur verið virkur í súpergrúppunni
Evil Madness.
Fyrir fimm árum sýndi hann þó á
sér aðra – og heldur óvænta hlið –
þegar platan My Friend is a Record
Player kom út, en þar studdist hann
við nafnið kerknislega DJ Musician.
Þar var að finna dúndurhressa dans-
tónlist, af þýskum og austurevr-
ópskum meiði. Flestir myndu lýsa
henni sem hallærislegri, sumir
hreinlega úrkynjaðri en allir voru
hins vegar sammála um að einstakur
snúningur Péturs á geirann væri af-
ar mettandi, hreinlega til fyrir-
myndar. DJ Musician er nú snúinn
aftur með nýja plötu, sem ber hið
fróma nafn Sehr Gut Cocktail eða
Harla gott hanastél.
Pétur segir að DJ Musician hafi
orðið til fyrir helbera tilviljun, varð
óvart hluti af verkefni sem hann og
þrír myndlistarmenn voru að vinna
árið 2000.
„Þá uppgötvaði ég stuðhliðina á
mér … alveg óvart! Ég vissi ekki að
ég ætti þetta til. En þetta fríaði mig
að einhverju leyti frá „alvarlegu“
tónlistinni sem ég hafði verið að
sinna og gaf mér aðra sýn. Ég hafði
alltaf haft áhuga á þessari tónlist, á
einhvern skrítinn hátt, og hafði verið
að fíflast með að búa hana til á gam-
alt forrit. Svo tók vinur minn, DJ
Musician, einhvern veginn yfir. Og
ég kvarta ekki yfir því …“
„Þá uppgötvaði ég stuðhlið-
ina á mér … alveg óvart!“
Stuð Pétur Eyvindsson, a.k.a. DJ Musician, komst að því að hann væri
stuðbolti inn við beinið þegar hann vann að verkefni nokkru árið 2000.
Hinn ofurhressi DJ Musician snýr aftur með nýja plötu
Það þarf ekki að fara í bíó til að
upplifa Alþjóðlega kvik-
myndahátíð í Reykjavík og á
dagskrárliðurinn Hátíð um alla
borg þar stóran hlut að máli.
Stuttmyndir og efni úr dagskrá
hátíðarinnar verður sýnt víða
um bæ; í verslunum, á hár-
greiðslustofum, líkamsrækt-
arstöðvum og kaffihúsum.
Fjöldi fyrirtækja og stofnana
hefur komið upp sýning-
artjöldum til að allir geti fengið
að bragða á því sem hátíðin
hefur upp á að bjóða.
Hátíð um alla borg