Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
2 VIKUR Á TOPPNUM
Í BANDARÍKJUNUM!
ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D
ATH! EKKI SÝND Í 3D Í BORGARBÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI
OG REGNBOGANUM
SÝNDUR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
ALLIR ÞEIR SEM FRAMVÍSA LEIKHÚSMIÐA FRÁ
HELLISBÚANUM FÁ 25% AFSLÁTT Á BÍÓMYNDINA:
theuglytruth
FRUMSÝND 18. SEPTEMBER
HHH
“Með öllum líkindum
frumlegasta ástarsaga
sem hefur komið út
síðustu misseri.”
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐARFULLAN
BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI
TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA
SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER(MICHEAL DOUGLAS)
Síðus
tu sý
ninga
r
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómið
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 750kr.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓÍ OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
The Final Destination kl. 8 - 10 B.i.16 ára
Inglorious Basterds kl. 10 B.i.16 ára
Time Travelers Wife kl. 6 B.i.12 ára
The Goods kl. 8 B.i.14 ára
Stelpurnar okkar kl. 6 LEYFÐ
Beyond Reason... kl. 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 10 B.i.16 á.
September issue kl. 6 - 8 LEYFÐ
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 á.
Time Travelers w... kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 á.
Beyond Reasonable.. kl. 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára
G.I. Joe kl. 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára
Taking of Pelham kl. 5:30 - 8 - 10:30 750 kr. B.i.16 ára
ÞAÐ hljóta að koma þær stundir í lífi hvers
unnanda spennusagna að hann lítur upp frá
spennusögunni sem hann er að lesa þá
stundina og segir við sjálfan sig: „Af hverju
þarf þetta að vera svona
löng bók!“
The Mercedes Coffin
er einmitt ein af þeim
spennusögum sem eru
alltof langar. Þrjú
hundruð blaðsíður hefðu
hentað ágætlega, tvö
hundruð og fimmtíu
blaðsíður hefðu verið
jafnvel enn betri. Fjögur
hundruð blaðsíður verða einungis til að
skapa langdregna bók.
Faye Kellerman hefur skrifað fjölda
spennusagna og hefur komið bókum sínum
á metsölulista New York Times. Að þessu
sinni stendur höfundur sig afleitlega og
spennan er víðsfjarri.
Áhugaverðasta persóna The Mercedes
Coffin, hin forríka Genoa Greeves, fær því
miður lítið rými í bókinni þótt hún hafi áhrif
á framvinduna. Áhugaleysi höfundar á
þeirri persónu er furðulegt því hún er
meira spennandi en flestir aðrir sem við
sögu koma. Genoa þessi leggur alla áherslu
á að fimmtán ára gamalt morð á uppáhalds-
kennara hennar verði upplýst en hann var
ein af fáum persónum sem sýndu henni
hlýju og skilning á uppvaxtarárum hennar.
Og sannarlega virðist ástæða til að kanna
það mál nánar þegar Hollywood-framleið-
andi er myrtur á svipaðan hátt.
Morðgáturnar eru áhugaverðar en höf-
undur er alltof margorður og teygir lopann
hvenær sem tækifæri gefst til. Væmnis-
fullar lýsingar á einkalífi lögreglumannsins
og hetjunnar, Peter Decker, eru svo nánast
óbærilegar.
Þetta er bók sem hefði þurft að stytta og
þétta og þá hefði hún orðið hin bærilegasta
afþreying. En hún er of löng, of endurtekn-
ingarsöm og á köflum skelfilega væmin.
Leiðindi
The Mercedes Coffin eftir Faye Kellerman. Har-
per gefur út. 406 bls. Kilja.
Kolbrún Bergþórsdóttir
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Associcate - John Grisham
2. The Girl Who Played With Fire -
Stieg Larsson
3. The Girl With The Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
4. When You are Engulfed in Fla-
mes - David Sedaris
5. The Brief Wondrous Life of Osc-
ar Wao - Junot Diaz
6. Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
7. Paths of Glory - Jeffrey Archer
8. Tailspin - Catherine Coulter
9. Divisadero - Michael Ondaatje
10. Eclipse - Stephenie Meyer
Eymundsson
1. Dark Slayer - Christine Feehan
2. Alex Cross’s ‘Trial - James Pat-
terson og Richard DiLallo
3. South of Broad - Pat Conroy
4. Spartan Gold - Clive Cussler
5. The Help - Kathryn Stockett
6. The White Queen - Philippa
Gregory
7. Homer & Langley - E.L. Docto-
row
8. 206 Bones - Kathy Reichs
9. The Girl Who Played With Fire -
Stieg Larsson
10. A Gate at the Stairs - Lorrie
Moore
New York Times
1. The Lost Symbol - Dan Brown
2. The Year of the Flood - Marg-
aret Atwood
3. The Death of Bunny Munro -
Nick Cave
4. The Time Traveler’s Wife -
Audrey Niffenegger
5. A Week in December - Sebast-
ian Faulks
6. The Other Hand - Chris Cleave
7. Starting Over - Tony Parsons
8. The Secret Scripture - Sebast-
ian Barry
9. The White Queen - Philippa
Gregory
10. The Alchemist Secret - Ben
Hope
Waterstone’s
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÍTALSKA rithöfundinum Um-
berto Eco er texti hugleikinn, eða
réttara sagt það sem er á milli lín-
anna og á bak við textann. Í skáld-
sögum hefur hann velt textanum
fyrir sér og tilurð hans, leikið sér
með tilgátur um uppruna hug-
mynda og líf þeirra og fléttað sam-
an við bækurnar vísunum í bók-
menntir og sögu.
Eco leitar oft fanga langt aftur í
aldir, en í síðustu skáldsögu sinni,
sem heitir The Mysterious Flame
of Queen Loana í enskri útgáfu,
færir hann sig nær nútímanum.
Bókin segir frá fornbóksalanum Gi-
ambattista „Yambo“ Bodoni sem
missir atburðaminni í kjölfar heila-
blæðingar. Fyrir vikið man Yambo
ekki hvað hann heitir, ekki eftir
eiginkonu sinni eða börnum og
barnabörnum og stærstum hluta
ævi sinnar, en hann er rétt innan
við sextugt. Aftur á móti er stað-
reyndarminni hans nokkuð heillegt
að því leyti að hann man að segja
allar bækur sem hann hefur lesið,
ljóð, skáldsögur og fræðibækur.
Þessar lestrarminningar taka
smám saman að troða sér inn í
tómarúmið sem eftir er í kollinum á
honum og hann á erfitt með að
greiða á milli raunverulegra at-
burða og þess sem hann hefur lesið.
Til þess að reyna að grafa fram
týndu minningarnar snýr hann aft-
ur heim á æskuslóðir, í gamlan
sveitabæ sem hann erfði eftir for-
eldra sína, og tekur að róta í gömlu
dóti, reyfurum, grammófónplötum,
tímaritum, dagblöðum og has-
arblöðum í leit að sjálfum sér. Sú
leit gengur þó ekki nema miðlungi
vel því hann missir frekar sjónar á
sjálfinu í öllum smáatriðunum.
Steininn tekur úr er hann rekst á
frumútgáfu leikrita Shakespeares –
þá fyrst hverfur hann aftur til æsk-
unnar og á þaðan ekki afturkvæmt
nema honum takist að finna í minn-
ingahafinu andlit fyrstu stúlkunnar
sem hann elskaði.
Saga heillar kynslóðar
Í þessari bráðskemmtilegu sögu
er Eco að leika sér með ýmis minni,
meðal annars með hlutverk bók-
mennta og þá ekki síst það hvernig
„ruslbókmenntir“, sem gjarnan eru
í litlum metum, eru mikilvægar í að
móta smekk okkar og lífsskoðanir.
Hann veltir líka bókum almennt og
inntaki þeirra fyrir sér og dregur
einnig upp mynd af því hvernig það
var að vera ungmenni á dögum
þeirrar sérkennilegu hópsefjunar
sem fasisminn var á Ítalíu. Ekki er
það þó svo að Eco sé að segja eigin
ævisögu þó að hann hafi einmitt lif-
að þá tíma, fæddur 1932, heldur
hefur hann látið þau orð falla í við-
tali að hann sé að segja sögu heillar
kynslóðar og þó að hann sæki í
æskuminningar sínar hvað varðar
hasarblöð, reyfara og lakkplötur
þá sæki hann líka minningar til
annarra og skáldi upp eftir þörfum
til að sagan hafi sem víðasta skír-
skotun.
Forvitnilegar bækur: Hvað er á milli línanna?
Texti og tilurð hans
Minningar The Mysterious Flame of Queen Loana er ríkulega skreytt
myndum úr æskubókmenntum skáldsins.