Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 44.000 manns í aðsókn! SÝND Í SMÁRABÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHHH “Besta Tarantino-myndin síðan Pulp Fiction og klárlega ein af betri myndum ársins” T.V. - Kvikmyndir.is HHHHH “ein eftirminnilegasta mynd ársins og ein sú skemmtilegasta” S.V. - MBL HHHH „Gargandi snilld allt saman bara.“ Þ.Þ – DV Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D POWER SÝNIN G Á STÆ RSTA D IGITAL TJALD I LAND SINS KL. 10 :00 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM! „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6 og 10 (Powersýning) Sýnd kl. 5:50 og 10:10 Sýnd kl. 8 Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó ðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓÍ OG BORGARBÍÓI Final Destination 3–D kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 5 - 8 B.i.16 ára Halloween 2 kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.16 ára Ísöld 3 3–D (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 5 - 8 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 5 - 8 Lúxus Hinir kátu piltar semkenna sig við Baggalúthafa farið talsverðan ítónlistarflutningi og -út- gáfu undanfarin misseri og hefur framlag þeirra jafnan verið með þakklátasta móti enda strákarnir með afbrigðum orðsnjallir. Gleði sú og hárbeitta glettni sem þeir hafa á hraðbergi er enda vel þegin þegar hart er í ári – eins og nú – og því er vel til fundið að þeir taki sig til og gefi út akkúrat þessa plötu, akkúrat núna. Þegar við blasa brottflutningar af Fróni vegna þeirrar óáranar sem yfir liggur, af stærðargráðu sem vart hefur sést síðan seint á 19. öld er landinn flúði hallæri hérlendis í stórum stíl vest- ur um haf, er vel við hæfi að Baggalútur minnist þeirra sem lögðu á sig langa ferð í leit að betra lífi. Það er ekki síður við hæfi að Baggalútsmenn sæki í hirzlur Vest- urfarans Káins (sem skírður var Kristján Níels Jónsson, og þar af með upphafsstafina K.N.) í tilefni þessarar útgáfu en Káinn hjó einatt í áþekkan knérunn og téðir Bagga- lútsbræður; hans aðal var kímni- kveðskapur, oft með hárbeittri ádeilu í bland, og hann hefði án nokkurs vafa sómt sér hið besta í félagsskap piltanna. Nafn plöt- unnar, Sólskinið í Dakóta, er ein- mitt fengið úr samnefndu kvæði eftir skáldið, en þar bjó Káinn í ein sextíu ár og til dauðadags. Er þá ótalið þriðja trompið þeirra Baggalúta, á eftir tímasetn- ingunni og efniviðnum, en það er að hafa fengið Megas í lið með sér við flutninginn. Undirritaður hefur aldrei talist til hins harða aðdá- endahóps hans en það verður að segjast að þessi skífa hrekkur í talsvert annan og veigameiri gír þegar hans er orðið. Hin rúnum rista rödd Megasar hæfir fortíð- arstemningunni aldeilis frábærlega og maður spyr sig hvers vegna í veröldinni platan var ekki lögð upp sem samstarfsverkefni Baggalúts og Megasar frá a til ö, í stað þess að hafa hann bara með í þremur lögum af ellefu. Slíkt fyrirkomulag hefði boðið upp á galopinn glugga til hinna gömlu daga og tilhugsunin um hvað hefði getað orðið gerir mann hálfspældan. Aðrir söngvarar komast þokkalega frá sínu, það vantar ekki, en samanburðurinn við Megas er þeim ekki í hag. Gylfi Ægisson syngur eitt lag og ljær því sinn alkunna „Sjúddirarirei“-blæ, en hann á einhvern veginn ekkert sérstaklega vel heima í samhengi plötunnar. En ekki þýðir að fást um það sem ekki fæst. Lagasmíðarnar við kvæði Káins eru í flestum tilfellum fínar, utan þriggja gripa þunnildið sem Gylfi Ægis fær að moða úr, og kvæðin sjálf eru klassík út af fyrir sig. Fyrir utan þau þrjú sem Megas fær til flutnings verður að nefna tit- illagið sem er aldeilis frábært og svo lokalagið sem er alfarið Bagga- lúts. Þar er klykkt út með dýrt kveðnum ástaróði til ættjarðarinnar og hlustendum blásinn í brjóst bar- áttuandi og hvatning að hopa ekki af hólmi nú þegar spjót standa á Ísafold heldur standa vörðinn í þetta sinn, sama hvað. Lagið er reyndar poppað upp með trommu- leik sem er illa séður á þessum bæ og hefði farið betur sem kórsöngur, en það er enn önnur saga. Platan er í heildina skemmtileg, albúmið huggulegt og skífan mun vafalaust og réttilega rokseljast. Baggalútur – Sólskinið í Dakóta bbbnn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Ljósmynd/Gúndi Baggalútur í Kanada Baggalúts-menn hvíla lúin bein á ónefndum stað. Vesturheims káti kveðskapur BÍTILSSONURINN Sean Lennon fetar í fótspor föður síns, Johns Len- nons, og móður, Yoko Ono, á forsíðu nýjasta tölublaðs franska tímaritsins Purple. Þar birtist hann í endurgerð á frægri mynd af foreldrum sínum sem var á forsíðu tímaritsins Rolling Stone árið 1981. Myndin var tekin af Annie Leibovitz og sýnir Ono liggja fullklædda á rúmi og John Lennon vefur sig nakinn utan um hana. Nýja myndin er tekin af Terry Richardson og er nokkuð frábrugð- in fyrirmyndinni. Þar er Sean í stað móður sinnar meðan unnusta hans, fyrirsætan Kemp Muhl, er í stöðu Johns Lennons. Skiptar skoðanir eru um uppá- tækið enda upprunalega myndin í uppáhaldi hjá mörgum. Hún þykir mjög sterk sérstaklega með tilliti til hlutverka kynjanna. Myndin þykir líka sýna sanna ást og nándina sem var á milli Ono og Lennons. Eftirmyndin af Sean Lennon þyk- ir aftur á móti vera afturför þar sem kvenlíkaminn er notaður til að selja og hlutverk kynjanna sett í staðlaða mynd. Orð hefur líka verið haft á því að myndirnar sýni muninn á sannri ást og girnd. Sean Lennon er fæddur á 35 ára afmælisdegi föður síns 9. október 1975. Hann starfar aðallega sem tónlistarmaður en við litla farsæld. Segja þeir sem gagnrýna ljósmynd- ina að Sean Lennon eyði öllu sínu lífi í að reyna að feta í fótspor föður síns en misheppnist alltaf. ingveldur@mbl.is Lennon fetar í fót- spor foreldranna Gamalt og nýtt Yoko Ono og John Lennon t.v. á forsíðu Rolling Stone, Sean Lennon og unnusta hans, fyrirsætan Kemp Muhl, á forsíðu Purple.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.