Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 41
» Leirkerasmíð hefurekki verið talin til
kynæsandi verka en var
það svo sannarlega í
Ghost.
Leikarinn vingjarnlegi, Pat-cick Swayze, lést í fyrradag,57 ára að aldri. Swayze var
sjarmatröll mikið og kyntákn á 9.
og 10. áratugnum, góður gæi sem
þó gat látið hnefana tala tilneyddur,
þ.e.a.s. í kvikmyndum. Swayze nam
listdans ungur að árum og það kom
sér sannarlega vel fyrir hann á leik-
araferlinum. Hann vakti gífurlega
athygli (þá einkum kvenna) fyrir
limaburð sinn í költ-myndinni Dirty
Dancing. Já, költ segi ég og skrifa
því ég veit fyrir víst að hjartsláttur
kvenna fór upp í a.m.k. 140 slög á
mínútu þegar Swayze tók mótleik-
konu sína, Jennifer Grey, trausta-
taki og steig með henni djarfan
dans. Dirty Dancing, nefnd Í djörf-
um dansi á Íslandi, ef ég man rétt,
skaut Swayze upp á stjörnuhim-
ininn og það langt upp. Föngulegir
karlmenn sem dansa vel hafa enda
lengi kveikt í kvenþjóðinni, sam-
anber John Travolta. Líkt og Tra-
volta í Saturday Night Fever var
Swayze óheflaður á yfirborðinu,
óþekkur strákur, en mjúkur hið
innra. Hin fullkomna formúla fyrir
ungar konur, svo að segja.
En Swayze var ekki aðeinssnoppufríður danskroppur,
hann brá sér einnig í hlutverk
hörkutóla og slagsmálahunda. Árið
1989 var strákamyndin Road House
frumsýnd, en þar lék Swayze
hörkutól mikið og slagsmálameist-
ara, Dalton, sem reynir að forðast
vandræði en endar með því að lim-
lesta og drepa bófagengi nágranna
síns. Myndin verður seint talin til
meistaraverka en Swayze sýndi
mikil tilþrif í slagsmálalistum. Árið
1990 var svo kvikmyndin Ghost
frumsýnd, sjálfsagt sú mynda hans
sem hvað mestra vinsælda hefur
notið. Vakti þar einkum athygli eld-
heitt ástaratriði þar sem Swayze og
Demi Moore stunduðu ástarleiki og
leirkerasmíð samstundis. Leirkera-
smíð hefur ekki verið talin til kyn-
æsandi verka en var það svo sann-
arlega í Ghost. Enn og aftur var
kappinn í hlutverki hins mjúka en
þó harða karlmanns.
Og ekki olli hann kvenkyns aðdá-
endum sínum vonbrigðum ári síðar
þegar hann brá sér í gervi brim-
brettakappa í Point Break. Reynd-
ar var hann þar í hlutverki vonda
gaursins en þó alltaf jafn viðkunn-
anlegur. Sjálfsagt hefur Swayze
verið þessi góði gæi í sínu daglega
lífi og því átt erfitt með að túlka
vonda gæja. Annar kvennaljómi,
Keanu Reeves, lék í þeirri ágætu
hasarmynd og jók testósteron-
magnið þónokkuð. Önnur ræma
sem ungar meyjar víða um lönd
horfðu dáleiddar á. Eftir þetta lá
leiðin niður á við hjá Swayze, fjöldi
slakra kvikmynda dró hann niður
af stjörnuhimninum. Það var þó
helst að prýðileg
frammistaða hans í
hinni stórgóðu Donnie
Darko frá árinu 2001
hafi minnt fólk á
hann.
Leikarinn vin-gjarnlegi
greindist svo með krabbamein í
brisi í fyrra en þó virtist sem hann
myndi ná sér af þeim veikindum,
miðað við fréttaflutning í byrjun
árs. Í október í fyrra sannaðist svo
að Swayze var sú hetja sem hann
túlkaði svo oft í kvikmyndum. Hann
sagði þá í samtali við fjölmiðla að
hann hefði jákvætt viðhorf til lífsins
og væri staðráðinn í því að halda
áfram störfum, þrátt fyrir að rann-
sóknir sýndu að lífslíkur hans væru
litlar. Hann gagnrýndi einnig fjöl-
miðla fyrir að færa fréttir af því að
hann væri við dauðans dyr, sagði
slíkar fréttir grimmilegar því vonin
væri mönnum afar dýrmæt í slíkri
baráttu. Swayze barðist við krabba-
meinið í 20 mánuði en vann ekki
sigur á þeim skæða fjanda. Hann
lést í faðmi fjölskyldunnar í fyrra-
dag. helgisnaer@mbl.is
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
Í djörfum
dansi
Swayze og
Grey í Dirty
Dancing.
Leirker og ást Swayze og Moore í ástarmyndinni Ghost sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma.
Reuters
Hvíl í friði, djarfi dansari
HERE COMES THE BRIBE ...
BÓNORÐIÐ
THE PROPOSAL
„EKKI FYRIRHÚMORSLAUSA“
HHH
ÓTRÚLEGA VEL UNNIN
OG SKEMMTILEGUR
SVARTUR HÚMOR”
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHH
„...MARKAR NÝJA SLÓÐ
Í ÍSLENSKRI
KVIKMYNDAGERГ
ÓHT RÁS 2.
HHH
“ONE PERFORMANCE BLEW ALL
OF THE OTHERS OUT OF THE WATER
... HELGI BJÖRNSSON”
AO ICELAND REVIEW
SÝND Í ÁLFABAKKA
„DAZZLINGLY WELL MADE...“
VARIETY - 90/100
„HÚN VAR FRÁBÆR!“
NEW YORK MAGAZINE – 90/100
Venjulegt verð – 1050 kr.
EIN ALLRA BES
TA
DISNEY-PIXAR
MYND TIL ÞES
SA
HHHH
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- ROGER EBERT
HHHH
– H.S. MBL
HHHH
RÁS 2-HGG
HHHH
Ó.H.T. RÁS 2
100/100 – VARIETY
100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER
Í REYKJAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNN
SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI
TVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR
MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD,
EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ
VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM
STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI
SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI
“BESTA MYND ÁRSINS”
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
BANDSLAM kl. 8 - 10:10 L
REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 8 - 10:10 16
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 8 - 10:10 16
THE TAKING OF PELHAM... kl. 8 16
KARLAR SEM HATA KON... kl. 10:10 16
REYKJAVÍK WHALE WATCHING kl. 8 - 10:20 16
DRAG ME TO HELL kl. 8 16
INGLOURIOUS BASTERDS kl. 10 16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
BENNY Andersson, einn fjórmenninganna
sem skipuðu ABBA, segir í samtali við dag-
blaðið Sunday Telegraph að ekkert verði af
framhaldi á söngvamyndinni Mamma Mia!
sem byggðist á samnefndum söngleik sem
unninn var upp úr lögum kvartettsins. Aðdá-
endur kvikmyndarinnar eru væntanlega
vonsviknir yfir þessum ummælum And-
erssons og þá Íslendingar m.a., en myndin
var gríðarlega vinsæl hér á landi. Orðrómur
um framhaldsmynd komst á kreik þegar að-
alstjarna myndarinnar, Meryl Streep, sagð-
ist ekkert hafa á móti því að leika í fram-
haldsmynd Mamma Mia! Myndin er sú
vinsælasta á Bretlandseyjum fyrr og síðar,
tekjur af miðasölu af henni voru meiri en af
Titanic.
Þrátt fyrir miklar vinsældir myndarinnar
víða um heim vill Andersson ekki veita leyfi
fyrir því að lögin hans með ABBA verði not-
uð í framhaldsmynd, þ.e. þau sem ekki voru
notuð í Mamma Mia! Andersson útilokar þó
ekki að framleiðendur mögulegrar fram-
haldsmyndar ráði tónskáld í að semja tónlist
fyrir myndina. Handritshöfundur Mamma
Mia!, Catherine Johnson, ku vinna að fram-
haldsmynd en þó ekki með ABBA-lögum, að
sögn Anderssons.
Andersson mun koma fram á sérstökum
tónleikum BBC í Hyde Park í Lundúnum á
sunnudaginn, þar sem ABBA verður heiðr-
uð. Þar munu þau Lulu, Chaka Khan, Jamie
Cullum, Elaine Paige og Marti Pellow úr
Wet, Wet, Wet flytja slagara kvartettsins.
Mamma Mia 2? Nei, takk!
ABBA Benny lengst til hægri. Hann vill ekki að lög hans
með kvartettnum verði notuð í framhaldsmynd.
Mamma mía! Íslendingar sungu með og
dönsuðu á Mamma Mia! í fyrra.