Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»  Hinir „útrásaróðu“ slagverksmenn í Para- bólu-hópnum hafa ver- ið beðnir að leika á Carnegie-list- verðlaunahátíðinni sem fram fer í Kunsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn á morgun. Hópinn skipa þeir Sig- tryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson og Guðmundur Vign- ir Karlsson. Leika þeir á svokallaðar endurvarps-parabólur, en tól þessi eru í raun hlífar fyrir örbylgjudiska sem hafa séð um að taka á móti og senda örbylgjur yfir hálendi Íslands síðustu ár, en eru nú komnir nokkuð úr tísku sökum nýrrar tækni. Hóp- urinn kom m.a. fram með eldorgeli hins franska Michels Moglia á Aust- urvelli á Vetrarhátíð árið 2007. Íslenskar parabólur í Kaupmannahöfn                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +01-+, **1-0+ +1-,0. +0-2,3 *3-/3/ **2-,3 *-,433 *24-.+ *.0-21 5 675 *4# 89 6 +002 *+1-*/ +01-3, **1-,4 +1-,32 +0-222 *3-3+. **2-3 *-,/*3 *2/-1 *.*-14 +,,-3313 &  :8 *+1-1/ +04-+, **1-/. +1-14 +*-0/* *3-3. *+0-0, *-,/43 *2/-2. *.*-2/ Heitast 13°C | Kaldast 6°C Gengur í sunnan 8- 13 m/s með rigningu og súld, fyrst SV-til en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. »10 Bók Umbertos Ecos, The Myster- ious Flame of Queen Loana, er skemmti- leg að mati Árna Matthíassonar. »38 BÓKMENNTIR» Dularfulli loginn TÓNLIST» Baggalútur fær þrjár stjörnur af fimm. »39 Hrönn Marinós- dóttir, stjórnandi RIFF, segir hátíð- ina vera á heims- mælikvarða að þessu sinni. »36 KVIKMYNDIR» Það besta og nýjasta SJÓNVARP» Viltu verða fangi í Kringlunni? »40 KVIKMYNDIR» Ekki er útlit fyrir Mamma Mia 2. »41 Menning VEÐUR» 1. Anna á Hesteyri látin 2. Forstöðuhjón Krossins að skilja 3. Patrick Swayze látinn 4. Bíræfnir búðarþjófar  Íslenska krónan styrktist um 0,2% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Þótt Eiður Smári Guðjohnsen sé fluttur til furstadæmisins Mónakó og byrjaður að spila með liði þess í frönsku 1. deildinni í fótbolta er fjölskylda hans enn í Barcelona. Eiður býr sem stendur á hóteli í Mónakó, eins og fleiri leikmenn liðsins, en Ragnhildur Sveinsdóttir eiginkona hans og syn- irnir Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan eru í katalónsku borginni. Eiður segir í ítarlegu við- tali við Morgunblaðið í dag að þau muni verða þar fram að jólum. Hann á eftir að finna íbúð fyrir fjölskyld- una í Mónakó. | Íþróttir Fjölskylda Eiðs verður í Barcelona fram að jólum  „Það er mikill kraft- ur í fólki og hugur og fyrir mig sem frétta- fíkil sem hefur gaman af spennu og hraða er þetta draumastarf,“ sagði Elín Sveinsdóttir útsendingarstjóri sem mun stýra út- sendingum og hafa yfirumsjón með framleiðslunni á nýjum fréttaþætti á SkjáEinum. Elín hefur ríflega tutt- ugu ára starfsreynslu í sjónvarpi og stýrði fréttaútsendingum og kosn- ingasjónvarpi Stöðvar 2 til margra ára. Fréttirnar í nýja fréttatímanum verða unnar á fréttastofu Morgun- blaðsins en stefnt verður að því að hefja útsendingar í þessum mánuði. Reynslubolti og fréttafíkill stýrir fréttatíma Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „MÉR líður betur og ég er byrjuð að borða pínu,“ segir Alexandra Líf Ólafsdóttir sem er nú óðum að ná sér eftir beinmergsskiptaaðgerð sem hún gekkst undir fyrir fjórum vikum vegna MDS- krabbameins. „Ég fór út í fyrsta skipti í gær. Ég hef ekki farið út í fjórar vikur en við fórum ekki langt og vorum bara hérna fyrir utan,“ segir Alex- andra Líf sem býr ásamt foreldrum og þremur yngri systkinum í Danmörku. „Ég má kannski aðeins fara heim á morgun en litli bróðir minn og systir eru búin að vera með kvef svo þau verða ekki heima,“ segir Alexandra Líf. Fara varlega vegna sýkingarhættu Foreldrarnir, Ólafur Páll Birgisson og Kolbrún Björnsdóttir, hafa skipst á að vera hjá Alexöndru Líf en hún er nú laus úr algjörri einangrun. Slík einangrun er nauðsynleg í kjölfar beinmergs- skiptaaðgerða, þar sem ónæmiskerfi líkamans verður óvirkt. „Hún varð svo glöð fyrir tveimur dögum því þá mátti mamma hennar knúsa hana al- mennilega og koma við hana án þess að vera með hanska og grímu,“ segir Ólafur Páll, faðir Alex- öndru Lífar. Hann segir þau hjónin bjartsýn og að Alexandra Líf hafi verið nokkuð hress undanfarna daga. Þó verði að fara varlega vegna sýkingarhættu. „Þegar hún fær að fara heim, vonandi eftir eina til tvær vikur, verðum við að taka systkini hennar úr leik- skólanum í tvær vikur því sýkingar berast svo auð- veldlega þaðan. Svo förum við tvisvar eða þrisvar í viku á spítalann í sex mánuði þar sem fylgst verður vel með henni,“ segir Ólafur Páll. Fékk að knúsa mömmu  Foreldrar Alexöndru Lífar eru bjartsýnir og hún hefur verið nokkuð hress undanfarna daga  Rúmlega fimm milljónir söfnuðust á styrktartónleikum Í HNOTSKURN »Alexandra Líf er með MDS-krabbameinog eina lækningin er beinmergsskipti. »Tónleikar voru haldnir til styrktarAlexöndru Líf og fjölskyldu á mánudag- inn og þar söfnuðust rúmlega fimm millj- ónir. »Alexandra Líf segir að tónleikarnir hafiverið teknir upp fyrir sig og að fjöl- skyldan ætli að horfa á þá þegar hún verð- ur komin heim af spítalanum. Systur Alexandra Líf fyrir aðgerðina ásamt litlu systur sinni Ronju sem gaf beinmerginn. NÝ og afar óvenjuleg tónleikaröð hefur göngu sína í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12.15 í dag. Það verður ekkert gefið upp hverj- ir syngja eða spila, og ekki orð fæst um það hvaða tónlist verður flutt. „Í sumar var ég að hugsa um ástandið á Íslandi og fór að velta því fyrir mér hvað við tónlistarmenn gætum gert. Þá datt mér í hug að gaman væri að skipuleggja tónleika- röð, þar sem engu máli skipti hver syngi eða spilaði – það eina sem skipti máli væri tónlistin,“ segir pí- anóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil, stjórnandi tónleikarað- arinnar, sem þegar er fullmótuð til áramóta. „Ég lofa þó einu, að það verður okkar allra besta tónlistarfólk sem kemur fram; fólk sem ég hef unnið með gegnum árin.“ Tónleikaröðin hefur fengið nafnið Ljáðu okkur eyra, og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. | 35 Óvissuferð á tónleika Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stjórnandinn Gerrit Schuil. ENGAR sjósamgöngur voru milli lands og Eyja í gær. Herjólfur er í slipp á Akureyri og ekki er gert ráð fyrir að skipið komi til baka fyrr en 24. september. Ferjan Baldur má ekki sigla fari ölduhæð yfir 3,5 m á Surts- eyjardufli. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanna- eyja, segir 4.100 manns ósátta við að ekki skuli fást sambærilegt skip til þess að leysa Herjólf af. „Við höf- um fullan skilning á efnahagsástandinu en það bætir það ekki að leggja niður grundvallaratvinnugreinina í nokkra daga. Þetta snýst ekki bara um þá sjálfsögðu kröfu bæjarbúa að komast að heiman og heim. Þetta snýst einnig um fyrirtækin.“ Að sögn Elliða mun til dæmis vinna liggja niðri hjá einum stærsta vinnustaðn- um, Godthaab, þar sem ekki var hægt að flytja ferska fiskinn sem átti að vinna til Eyja. Ekki var heldur hægt að flytja vörur frá Grími kokki til meginlandsins. 4.100 ÓSÁTTIR VIÐ EINANGRUN Ljósmynd/Þorgeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.