Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009 BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKUSPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚR- SKEIÐIS? SURROGATES HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK EKKI ER ALLT SEM SÝNIST! 88/100 CHICAGO SUN-TIMES, ROGER EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “MORE SHOCKING THAN ‘THE SIXTH SENSE.’” – PAUL CHRISTENSEN, MOVIEWEB.COM “NOT SINCE ‘FATAL ATTRACTION’ HAS A MOVIE DELIVERED SUCH SURPRISING MOMENTS.” – MARK S. ALLEN, CBS-TV MÖGNUÐ SPENNUMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA DRAUMAR GETA RÆST! ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“ Frábær tónlist, frábær dans, frábær mynd! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHH „KOM MÉR VERULEGA Á ÓVART. EINN ÓÞÆGILEGASTI HORROR- ÞRILLER SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS HHH „ÓTTINN LÆSIR Í MANN ALDRI KRUMLUNNI.“ S.V. MBL / KRINGLUNNI TOSCA Ópera í beinni útsendingu kl. 18:30 L DIGITAL FAME kl. 8:10D - 10:30D L DIGITAL ORPHAN kl. 5:40 - 8:10 - 10:20 16 SURROGATES kl. 10:40 12 DIGITAL ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6D L DIGITAL KRAFTUR Síðasti spretturinn Sýnd á morgun kl. 8D í síðasta sinn L DIGITAL / ÁLFABAKKA FAME kl. 5:50 - 8D - 10:20D L DIGITAL FUNNY PEOPLE kl. 8 - 10:50 12 FAME kl. 10:20 LÚXUS VIP HAUNTING... kl. 10:20 16 ORPHAN kl. 8 - 10:30 16 DISTRICT 9 kl. 8 16 SURROGATES kl. 6 - 8 - 10:10 16 DIGITAL BANDSLAM kl. 5:50 L SURROGATES kl. 6 - 8 LÚXUS VIP UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 5 - 6D L DIGITAL ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... FAME FUNNYPEOPLE MANAGEMENT Iceland Airwaves 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í KVÖLD verður Iceland Airwaveshátíðinni hleypt af stokk- um í ellefta sinn. Hátíðin hefur verið haldin óslitið síðan 1999 en þá fór hún að mestu fram í Flug- skýli 4 úti á Reykjavíkurflugvelli og fram komu m.a. Thievery Cor- peration, hin alíslenska og auk þess akureyrska Toy Machine, Quarashi og svo GusGus sem voru á háflugi um það leyti. Sú eðla sveit mun jafnframt loka hátíðinni í ár, með tónleikum á NASA á sunnudaginn kemur. Loksins samfella Hátíðin vatt fljótlega upp á sig og strax árið eftir voru hinir og þessir staðir í miðbænum und- irlagðir af tónvænum loftbylgjum. Það ár lék Sigur Rós, önnur sveit sem var á háflugi, í Fríkirkjunni sem var þá yfirfull – mestmegnis af erlendum útsendurum stórfyr- irtækja og öðrum mógúlum, sem börðust hatramlega um að fá sveitina á sín snæri. Sigur Rós gerði samning við bandaríska ris- ann MCA í kjölfarið en tónleikarn- ir eru með öllu ógleymanlegir. Bú- ið var að standsetja hátíðina sem „alvöru“ hátíð og í fyrsta sinn í ís- lenskri tónlistarsögu var farið að keyra samfellda tónlistarhátíð hér á landi, einu sinni á ári, sem var sambærileg við aðrar hátíðir af sama toga úti í löndum. Erlend eyru, sem voru afskaplega upp- tekin af þessum „forvitnilegu og fersku“ hljómum sem virtust streyma óheft frá þessu litla landi norður í hafi, sperrtust upp og há- tíðin varð fljótt umtöluð í erlendri tónlistarpressu. Airwaves var komin til að vera. Yndisleg valþröng Hátíðin er sú umfangsmesta sem er haldin hér á landi ár hvert, og geta áhugasamir kynnt sér allt það nýjasta og ferskasta sem er að gerjast í íslenskri dægurtónlist á hverjum tíma. Hátíðin virkar um leið sem nokkurs konar uppskeru- og árshátíð fyrir þá senu. Að- standendur Airwaves tóku snemma þá mjög svo skynsamlegu ákvörðun að sprengja hana ekki upp úr öllu valdi með því að flytja inn risasveitir og planta þeim í Laugardalshöll (beygt var frá þeim kúrs eftir hátíðina árið 2000). Þess í stað leika hér „heit- ar“ og umtalaðar sveitir og hafa nokkrar þeirra spilað hér á landi korteri fyrir heimsfrægð. Í ár er að finna ógrynni slíkra sveita og einhver á vafalaust eftir að skilja mann eftir orðlausan (og mögu- lega heyrnarlausan líka). Margir puða við að búa til einhverja dag- skrá til að fara eftir, en val- þröngin er auðvitað gríðarleg, en það sem hefur gefið besta raun er einfaldlega að láta vaða. Hendast á milli staða og láta koma sér óvart. Nóg eru tækifærin í þeim efnum. Aðfararorð Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Friðarstund Sigur Rós á mögnuðum tónleikum sínum í Fríkirkjunni. Þegar tónlistin tekur öll völd... Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRSTI í Airwaves 2009 er í dag; fjörið byrjar á Hressó kl. 19 í kvöld, og af nógu að taka. Það eru líka fínir for- réttir í boði því dagurinn hefst á fjölda tónleika utan hefðbundinnar dagskrár og lifandi músík á boðstólum á Babalú, Bar 11, Cultura, Kaffibarnum, prikinu, Kaffi- stofu nemendagallerís LHÍ, Havarí og í Eymundsson. Að því loknu þá má líta á aðalréttina. Eins og jafnan eru aðallega þjóðlegur matur í boði fyrsta Airwaves-- daginn, en þó tvennt útlent, sænski raftónlistarboltinn Juvelen, sem fær þó engin sérstök meðmæli hér, og norska proggbandið 22 sem minnir ekki svo lítið á Agent Fresco, bara ekki eins skemmtilegir. Hvað íslenska mús- ík varðar sýnist mér þá ferskasta fjörið verða á Grand Rokk, hefst kl. 19.30 og eiginlega best að halda sig þar: Mikado, Cosmic Call, Pascal Pinon, Útidúr, Sing For Me Sandra, Nolo og svo Bróðir Svartúlfs í restina. Að því sögðu þá er erfitt að sleppa Dynamo Fog, sem verður kl. 22.30 á Sódómu Reykjavík, Ruxpin á Jacobsen kl. 23, en hann kynnir nýja skífu sína, Where Do We Float From Here?, Kimono, sem verður á Kimakvöldi (Ki- monokvöldi) á NASA kl. 23.30, og Didda Fel sem verður á batteríinu á miðnætti. Ekki missa af Íslenskir aðalréttir Morgunblaðið/Ómar Efnileg Hægt verður að berja hina bráðefnilegu Pascal Pinon augum í kvöld og hlusta á tónlist hennar. Tilbúin Sing for me Sandra er klár í Loftbylgjuslaginn. Miðvikudaginn 14. október NASA 19:30 Me, the Slumbering Napoleon 20:10 Retrön 21:00 Morðingjarnir 21:40 Reykjavík! 22:30 Juvelen 23:30 Kimono 00:20 SuddenWeather Change Sódóma Reykjavík 20:00 Bummer 20:50 Cynic Guru 21:40 Retro Stefson 22:30 Dynamo Fog 23:20 22 (NO) 00:10 Hoffman Batteríið 19:30 Poetrix 20:15 Ramses 21:00 Rain 21:45 Spaceman 22:30 Mighty Jukebox 23:15 Emmsjé Gauti 00:00 Diddi Fel 00:30 Intro Beats prod. feat. FL & Possee Cut Jacobsen - efri hæð 23:00 Ruxpin 23:40 Anonymous 00:20 Biogen Jacobsen - neðri hæð 20:00 Yoda Remote 20:30 Tonik 21:00 Skurken 21:30 Yagya 22:00 Futuregrapher 22:30 Frank Murder 23:00 DJ Vector / DJ 3D Grand Rokk 19:30 Mikado 20:20 Cosmic Call 21:10 Pascal Pinon 22:00 Útidúr 22:50 Sing For Me Sandra 23:40 Nolo 00:30 Bróðir Svartúlfspartment Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ERLENDAR sveitir og listamenn eru ekki áberandi þetta opnunar- kvöld en vert er að minnast á Svíann Juvelen, þó ekki sé nema í örfáum orðum. Svíarnir kunna á poppið, svo mikið er víst, og gildir einu hvort um er að ræða fullkomið popp eins og ABBA (já, ég sagði fullkomið!) eða ögn skringilegt eins og Cardigans. Juvelen hefur verið kallaður nor- rænn Justin Timberlake, karlkyns Robyn og ekki er örgrannt á því að áhrif frá hinni konunglegu ótukt, Prince, bærist um hljóðrásirnar Alltént, okkar maður tekur sál- arríkt, elektródanspoppið trausta- tökum og syngur á munúðurfullan hátt um hættur næturinnar og tæki- færin sem bærast í kokkteilpinna- ríkum kvöldpartíum. Hnykkt á Svuntuþeysaraskotið tölvupopp að hætti níunda áratugarins hefur tröllriðið vinsældalistum að undan- förnu en sú endurreisn hefur fyrst og fremst verið í höndum kvenna. Hnarreistir karlkyns popparar hafa hingað til ekki verið áberandi en kannski að Juvelen breytti þar ein- hverju. Juvelen, gimsteinn á sænsku, er listamannsnafn Jonas Pettersson en hann tók sér það árið 2005, var þá orðinn hundleiður á að standa í hljómsveitastappi. Árið 2007 vakti hann þónokkra athygli í heimaland- inu fyrir tilstuðlan lagsins „Watch your Step“. Juvelen hefur verið að byggja upp ferilinn hægt og bítandi síðan þá og hnykkti hann enn frekar á málum með breiðskífu sem kall- aðist að sjálfsögðu 1. Á tónleikum skín hann þó skær- ast og kemur hann einn fram með miklum bravúr og gustuk. Það er svo spurning hvernig það muni fara um okkar mann á miðju Kimakvöldi á NASA? Hinn kon- unglega norræna ótukt hlýtur að leysa úr þeim málum með stæl. Sænski poppprinsinn Erlendur gestur Juvelen Ótukt Juvelen kann á poppið. Juvelen gerir allt vitlaust á NASA í kvöld kl. 22.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.