Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 5
Das Auto.
Metanbíllinn Passat EcoFuel nú loksins fáanlegur
Passat EcoFuel® kostar aðeins frá
4.230.000 kr.
Settu saman þinn drauma Passat og byrjaðu að spara
Flestar útfærslur af Volkswagen Passat eru nú fáanlegar í metanútgáfu. Passat EcoFuel, vinsælasti metanbíllinn í Svíþjóð,
er alveg eins og venjulegur Passat nema enn ódýrari í rekstri, er undanþeginn vörugjöldum og kemst tæpa 900 km án
þess að þú þurfir að fylla á. Passat er með tvo eldsneytistanka, metan og bensín þannig að þú kemst hvert á land sem er.
Komdu og prófaðu kraftmikinn Passat og fleiri gerðir metanbíla frá Volkswagen á Metandögum 12.-16. október.
METAN þýðir ókeypis bílastæði í miðbænum Íslenskt METAN eykur ekki hnattræna hlýnun
Miklu ódýrari og lifir á lofti
Fréttir 5INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
TVEIR litháískir karlmenn, sem
sættu gæsluvarðhaldi vegna gruns
um að hafa svikið út vörur með föls-
uðum greiðslukortum, héldu afbrot-
um áfram um leið og þeim var sleppt
út. Þeir sæta farbanni á meðan mál
þeirra fara sína leið í réttarkerfinu.
Mennirnir voru handteknir á Suð-
urlandi seint í síðasta mánuði. Þá
hafði þeim tekist að svíkja út vörur
fyrir fleiri hundruð þúsund krónur
með klónuðum og fölsuðum greiðslu-
kortum.
Mennirnir voru handteknir eftir
skoðun upptaka úr eftirlitsmynda-
vélum og úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald í vikutíma en ekki þótti ástæða
til að halda þeim lengur.
Um var að ræða útlensk korta-
númer sem m.a. voru notuð til kaupa
á tóbaki, áfengi og svo innistæðu-
kortum á eldsneyti.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
staðfestir að önnur mál eru í rann-
sókn þar sem þeir koma við sögu og
voru framin í byrjun mánaðar.
Ekki lát á afbrotum í farbanni
Í HNOTSKURN
»Mennirnir fóru um Vík,Hvolsvöll, Hellu og ná-
grenni. Þeir notuðu kortin að-
allega á bensínstöðvum. Þar
keyptu þeir bensínkort.
»Meðal þess sem er í rann-sókn eru tengsl mannanna
við skipulagða glæpahópa.
ÁGÆTUR gangur er í viðgerðum á Höfða, móttöku-
húsi Reykjavíkurborgar, sem skemmdist í eldi á dög-
unum. Sérpantaður viður og flísar á þak koma frá Nor-
egi og innanhúss gengur vel að þurrka veggi og gólf í
NA-hluta hússins en skemmdir voru einvörðungu þar.
Reiknað er með að viðgerðum ljúki fyrir áramót.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIÐGERÐIR Í HÖFÐA GANGA VEL
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann í átján mán-
aða fangelsi fyrir samræði við sof-
andi konu í júlí á síðasta ári. Um
var að ræða þáverandi kærustu
vinar mannsins. Hann var dæmdur
til að greiða henni 600 þúsund
krónur í miskabætur.
Engin vitni voru að atburðinum
og hélt maðurinn því fram að sam-
farirnar hefðu verið með vilja
beggja. Raunar neitaði hann fyrir
það við fyrstu yfirheyrslu að hafa
sofið hjá konunni, en breytti síðar
framburði sínum.
Þorði ekki að opna augun
Konan skýrði svo frá að hún
hefði verið við drykkju frá klukkan
átta að kvöldi og fram undir morg-
un í miðborginni. Hún var ekki
með lykla að heimili sínu né fjár-
muni til að greiða fyrir leigubíl en
taldi sér óhætt að gista hjá mann-
inum. Hún hafi sofnað í rúmi
mannsins – í öllum fötunum – en
vaknað við að hann hafði við hana
samfarir. Hún hafi enga björg sér
getað veitt og ekki þorað að opna
augun heldur sofnað aftur.
Fjölskipaður héraðsdómur taldi
framburð konunnar staðfastan á
meðan maðurinn hefði ekki verið
eins trúverðugur og óskýr um
margt. Honum hefði átt að vera
það ljóst að konan var sofandi þeg-
ar hann hóf samfarirnar. „Á sama
hátt hlaut honum og að vera ljóst
að þótt hún hafi vaknað litla stund
og ekki reynt að losna úr samför-
unum gat hann ekki litið á það sem
samþykki hennar eins og ástatt var
fyrir henni.“ Að því athuguðu taldi
dómurinn rétt að sakfella manninn
fyrir að hafa haft samræði við kon-
una sem gat ekki spornað við sök-
um ölvunar og svefndrunga.
Hafði samræði
við sofandi konu
Ekki samþykki þó konan hafi vaknað
stutta stund og ekki reynt að losna
Maðurinn sendi konunni skilboð í
gegnum samskiptavef daginn eftir
atvikið. Þau eru þessi: „Sæl, fórst
þú eitthvað snemma í gær? ÞETTA
er bara á milli okkar er þaggi?“
Þá kvað sálfræðingur konuna
ekki bera merki um að hún hefði
haldið fram hjá og séð eftir því,
heldur greinileg merki þess að sam-
ræðið hefði verið gegn vilja hennar.
Morgunblaðið/Þorkell
Bara á milli okkar