Morgunblaðið - 14.10.2009, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
FRÁ LEIKSTJÓRA
40 YEAR OLD
VIRGIN OG
KNOCKED UP.
STÓRKOSTLEG
GRÍNMYND MEÐ
ÞEIM ADAM
SANDLER, SETH
ROGEN OG ERIC
BANA.
BYGGÐ Á
SANNSÖGU-
LEGUM
ATBURÐUM
ATH. ALLS EKKI
FYRIR VIÐKVÆMA
HHHH
HULDA GEIRSDÓTTIR, RÁS 2
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
PETER JACKSON
KEMUR EIN BESTA MYND
ÞESSA ÁRS!
A REACH FOR EXCELLENCE THAT TAKES
BIG RISKS.“
100/100 – SAN FRANCISCO CHRONICLE
„IT’S THE WORK OF A MAJOR TALENT.“
88/100 - ROLLING STONES.
„CAREFULLY WRITTEN DIALOGUE AND
CAREFULLY PLACED SUPPORTING PER-
FORMANCES --
AND IT’S ABOUT SOMETHING.“
88/100 – CHICAGO SUN-TIMES
BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK
- Æðisleg!
- Algjört meistarverk!!
- Myndin er geeðveik! :D
- sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi
- Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana
- Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra
- hún er geeeðveik
- Snillddddddd
- Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU
- Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna!
- Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum
- Krakkarnir tala ekki um annað!
YFIR 20.000 GESTIR FYRSTU 2 VIKURNAR
VINSÆLASTA
MYNDIN AÐRA
VIKUNA Í RÖÐ
Á ÍSLANDI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
/ SELFOSSI
FAME kl. 8 - 10:20 L
JENNIFER'S BODY kl. 8 16
DISTRICT 9 kl. 10:20 16
/ KEFLAVÍK
FAME kl. 8 - 10:20 L
ORPHAN kl. 8 - 10:30 16
/ AKUREYRI
kl. 6 L
kl. 8 L
kl. 5:40 12
kl. 8 L
ÚTGÁFUfyrirtækið fríska og fjör-
uga, Kimi Records, stendur í kvöld
fyrir sérstöku kvöldi á NASA þar
sem helstu skjólstæðingum þess
verður teflt fram. Einblínt verður á
þá listamenn útgáfunnar sem eru
með plötu í farteski en fram koma
Me, The Slumbering Napoleon,
Retrön, Morðingjarnir, Reykjavík!,
Sudden Weather Change og Kim-
ono. Sænski poppprinsinn Juvelen
er svo sérstakur gestur kvöldsins
Kimi Records flaggar
sínu á NASA í kvöld
HEFÐ hefur skapast fyrir því að út-
gáfufyrirtæki, tímarit og ýmsir þeir
sem tengjast tónlistinn tryggðar-
böndum standi fyrir eigin kvöldum.
Auk Kimi Records munu Moshi
Moshi og Bedroom Community
standa að eigin kvöldum en einnig
aðilar á borð við Kerrang!, Clash
Magazine, Bugged Out, Rás 2, PZ,
Kronik, ATG (Ahead Of the Game),
Breakbeat.is, Weirdcore, Grapevine,
Grapewire, Reyk Week, Goethe,
SESAC and many more.
Heill hellingur af
sérstökum kvöldum
Á MEÐAN á hátíðinni stendur verð-
ur hægt að fylgjast með útsend-
ingum frá hinni svonefndu Airwaves
TV, en efni á henni verður uppfært á
tveggja til þriggja klukkustunda
fresti á meðan að hátíð stendur. Þar
má finna viðtöl, fréttir, upptökur frá
tónleikum o.fl.. Hægt er að nálgast
hlekk á stöðina á forsíðu mbl.is.
Airwaves keyrir
eigin sjónvarpsstöð
út hátíðina
ÞAÐ sem hefur í gegnum tíðina aukið
á þá góðu stemningu sem leikur um
Airwaves er að vegna hins mikla hátíð-
arbrags sem fyllir stræti og torg mið-
borgarinnar vilja allir vera með. Staðir
sem hýsa ekki formlega dagskrá halda
engu að síður tónleika þannig að „tón-
leikahýslar“ skipta mörgum tugum en
á hátíðinni koam fram - samanlagt - yf-
ir 200 listamenn og sveitir. Af stöðum
utan alfaraleiða eða „off venue“ eins og það er kallað má nefna 12 Tóna, Ba-
balú, Cultura, Eymundsson, HAVARÍ
Hemma og Valda, Hitt Húsið, Kaffistofu, Lost Horse Gallery, Naked Ape,
Prikið og Skífuna.
Nóg í gangi utan alfaraleiða
HLJÓMSVEITIN Cynic Guru, sem er leidd af
fiðluleikaranum knáa Roland Hartwell, spilar í
kvöld á Sódómu Reykjavík. Sveitin sú fór í mikla
frægðarför til Georgíu af öllum löndum fyrr á
árinu, og lék sem eitt aðalnúmerið á tónlist-
arhátíð í höfuðborginni, Tbilisi Open Air. Eftir
að Loftbylgjustuði lýkur mun sveitin snúa aftur
til Georgíu til hljómleikahalds þar, en landsmenn
þar fá víst aldrei nóg af Hartwell og co.
Gúrúinn kaldhæðni spilar
en er svo farinn til Georgíu!
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SKAGASVEITIN Cosmic Call er
ekki alveg ný af nálinni, en þó það ný
að hún hefur ekki spilað á Airwaves
áður. Frumraunin verður því í kvöld
þegar hún treður upp á Grand Rokk.
Sveitina skipa þau Fjölnir Gíslason,
Sigurmon Hartmann Sigurðsson,
Bergþóra Sveinsdóttir, Pétur Ingi
Jónsson og Ása Katrín Bjarnadóttir.
Fjölnir verður fyrir svörum þegar
leitað er upplýsinga um sveitina og
hann segir að það sé mikil hugur í
meðlimum, æfingar hafi verið strang-
ar og þau séu öll sjóðheit fyrir vikið.
„Við stefnum náttúrlega að heims-
yfirráðum,“ segir hann og skellir upp-
úr, en bætir svo við af meiri alvöru að
sveitin geri sér engar sérstakar vonir
um að þátttakan í Airwaves eigi eftir
að skila nokkru, en þau muni þó
leggja sig fram sem mest þau mega.
Ekki er bara að Cosmic Call spili á
Grand Rokk í kvöld, heldur hyggst
hún líka spila utan eiginlegrar dag-
skrá; verður á Dillon á fimmtudags-
kvöld, á Bar 11 föstudagskvöld og svo
stendur líka til að spila í Flensborg.
Að auki verður sveitin með nýlega
stuttskífu sína til sölu og hefur dreift
henni í helstu plötubúðir.
Að sjá sjálfan sig spila
Fjölnir segist hafa sótt hátíðina áð-
ur og haft gaman af. Hann segist vera
spenntastur fyrir því sem íslensku
sveitirnar séu að gera enda sé fullt
eins mikið af forvitnilegri músík í boði
hér á landi og í hvaða stórborg er-
lendri. „Ég myndi náttúrlega vilja sjá
sjálfan mig spila ef ég gæti,“ segir
hann og hlær við, „en svo er ég
spenntur að sjá Pascal Pinon, Útidúr
og Sing For Me Sandra, sem eru öll
að spila með okkur á Grand Rokk, en
líka Vicky Pollard, Mammút, Nögl og
Retro Stefson.“
Sveinsprófið Cosmic Call
Fullt af forvitnilegri músík
Skagakrakkar Cosmic Call þreytir frumraun sína á Airwaves í kvöld.
Cosmic Call spilar á Grand Rokk í
kvöld og hefur leik sinn kl. 20.20.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
AIRWAVES rúllar af stað í kvöld og í boði er ný íslensk
tónlist með lítilræði af sænsku poppi í bland. Meðal sveita
sem stinga í samband í kvöld er Kimono, sem kom fyrst
fram á Airwaves fyrir sjö árum.
Kimono á það til að hverfa löngum stundum en birtast
svo aftur tvíefld þegar minnst varir. Hún snýr nú aftur
með bunka af nýjum lögum og plötu nánast tilbúna, að því
er Alex McNeil segir. „Við erum að ljúka við plötuna,
Easy Music for Difficult People, og vonumst til að klára
hana í næstu viku.“
Aðspurður um það hvað valdi því að sveitin eigi það til
að hverfa segir hann að margt komi til en aðallega þó
bassaleikaravandræði sem þeir félagar hafi glímt við und-
anfarin ár, en nú eru þau vandamál að baki og Kimono bú-
ið að finna fjölina sem tríó. „Gylfi [Blöndal] spilar á bassa í
einu lagi en annars hljómar gítarinn hjá honum nálægt
bassa og það dugir til og vel það,“ segir Alex og bætir við
að það væri ósanngjarnt að fara að bæta manni við í sveit-
ina því þeir félagarnir hann, Gylfi og Kjartan Bragi
Bjarnason hafi þraukað saman svo lengi að það væri á
fárra manna færi að slást í hópinn. „Við veltum því fyrir
okkur að fá bassaleikara með okkur til að spila gömlu lög-
in, en langaði svo ekkert til þess,“ segir hann og fyrir vikið
verður öll músík ný af nálinni í kvöld.
Kimonokjarninn
Til að auðvelda væntanlegum tónleikagestum að gera
upp hug sinn er Alex beðinn að lýsa tónlistinni sem verður
í boði enda Kimono þekkt fyrir sínar snörpu beygjur á
rokkhraðbrautinni. „Tja, ég vona að Kimonokjarninn sé á
sínum stað, en það má eiginlega lýsa þessu svo að við höf-
um aukið hraðann aðeins, þetta er meira pönk.“
Ef allt gengur eftir kemur platan nýja út á næstu vikum
og verður hún kynnt hérlendis sem erlendis en sveitin fer
væntanlega út í desember til að gera jólainnkaupin og til
að spila í Berlín og Brussel og fleiri evrópskum stór-
borgum. Í janúar er svo fyrirhuguð meiri spilamennska
ytra, enda segir Alex að það sé fullur hugur í mönnum að
spila sem mest þó ekki séu þeir í leit að erlendum frama,
það sé bara svo gaman að spila fyrir ný eyru.
Heimasveit Kimono
Meira pönk!
Pönkarar Kimono kynnir nýtt efni á NASA í kvöld.
Kimono spilar á NASA í kvöld kl. 23.30.