Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ höfum sent Greiðslustofu lífeyrissjóð-
anna (GL) skriflega fyrirspurn þar sem við
óskum eftir nánari upplýsingum um fyrirhug-
aðar skerðingar á lífeyrisgreiðslum öryrkja frá
1. nóvember nk. og óskum svara fyrir 26. októ-
ber,“ segir Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmda-
stjóri Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). „Sam-
kvæmt upplýsingum frá GL var við breyting-
una byggt á tekjuupplýsingum sem fram koma
í staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra um tekjur
sl. 12 mánuði. Í því ljósi viljum við m.a. vita
minnir á að ríkið hafi þegar lagt pening inn í líf-
eyrissjóðina til að mæta aukinni greiðslubyrði
vegna örorkulífeyrisþega. Lilja segist óttast að
sú hækkun sem orörkulífeyrisþegar geti sótt
til TR vegna lækkunar lífeyrisgreiðslna muni
hafa áhrif á næstu tekjuskoðun lífeyrisjóðanna
í þá veru að lífeyrisgreiðslurnar lækki enn
meira. Þess má geta að samkvæmt upplýsing-
um frá GL mun hún framvegis skoða tekjur ör-
orkulífeyrisþega fjórum sinnum á ári, en slík
skoðun var síðast gerð í ágúst 2008. „Þessi
spírall sem farinn er af stað virðist helst munu
enda með því að lífeyrisgreiðslurnar verði í
núlli.“ Eins og fram hefur komið höfðaði ÖBÍ
prófmál gegn GL fyrir hönd lífeyrisþega sem
varð fyrir skerðingum árið 2007. Það ár lækk-
uðu greiðslur viðkomandi úr 76 þús. kr. í rúmar
29 þús. kr. „Núna er aftur verið að skerða líf-
eyrisgreiðslur hennar um 5 þúsund kr. þó hún
sé ekki með neinar aðrar tekjur en frá TR.“
en mun frá og með nóvembermánuði fá 14.221
kr. greiddar frá lífeyrissjóðnum. „Þar sem
greiðslur hennar úr lífeyrissjóði skertu tekjur
hennar frá TR getur hún núna sótt um hækkun
greiðslna hjá TR sem nemur 7.907 kr. Þetta
þýðir að skerðing á greiðslum frá lífeyrissjóð-
um hækkar útgjöld ríkisins,“ segir Lilja og
hvaða tekjur lagðar eru til grundvallar úr stað-
greiðsluskrá Ríkisskattstjóra við útreikning á
lífeyrisgreiðslum sem og hvaða viðmið og/eða
vísitölu lífeyrisgreiðslur eru reiknaðar út frá.
Eins spyrjum við um það við hvaða tekjur mið-
að sé við þegar tekjur falla niður eða eru skert-
ar,“ segir Lilja. Bendir hún á að fyrri svör
bendi til þess að greiðslur á borð við náms-
styrki og tímabundin fjárhagsleg aðstoð sveit-
arfélaganna séu reiknaðar inn sem tekjur.
„Það er eins og þetta fólk megi aldrei komast
upp úr neinu fari.“
Greiðslur aftur skertar í prófmálinu
Að sögn Lilju hefur fjöldi félagsmanna leitað
til skrifstofu ÖBÍ frá því tilkynning um skertar
lífeyrisgreiðslur bárust um 1.900 örorkulíf-
eyrisþegum rétt fyrir helgi. Sem dæmi um
skerðingu nefnir Lilja dæmi um konu sem 1.
október sl. fékk 39.164 kr. frá lífeyrisjóði sínum
Endar skerðingin í núlli?
„Það er eins og þetta fólk megi aldrei komast upp úr neinu fari,“ segir framkvæmdastjóri ÖBÍ
Segir ljóst að skerðing lífeyrisgreiðslna muni hækka útgjöld ríkisins á fjárlögum 2010
Í HNOTSKURN
»Kona sem leitaði til ÖBÍ fékkgreiddar 92.285 kr. um síðustu mán-
aðamót frá lífeyrissjóðnum Gildi en fær
eftir breytingu greiddar 52.722 kr.
»Sá sem verður fyrir örorku má ekkifá greidd hærri laun en meðaltal síð-
ustu þriggja ára fyrir tekjutap.
FYRIRTÆKIÐ Svalþúfa vinnur að því þessa
dagana að bæta við skreiðarhjöllum í hraun-
inu fyrir sunnan Hafnarfjörð. Fyrirtækið sér-
hæfir sig í alls konar aukaafurðum sem til
falla af fiskinum og er með 15-20 manns í
vinnu. Hertir hausar eru seldir til Nígeríu og
er mikil eftirspurn eftir hausunum. „Það selst
allt sem við náum að hengja upp,“ segir
Magnús Gylfason hjá Svalþúfu. Fyrirtækið
saltar einnig talsvert fyrir Portúgalsmarkað,
gellur, bita og fés og fleira sem til fellur við
vinnsluna. aij@mbl.is
Skreiðarhjallar í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar
Morgunblaðið/RAX
Allt sem hengt er upp selst
VERJENDUR í
skattahluta
Baugsmálsins
svonefnda lögðu
fram sameigin-
lega bókun í
þinghaldi í gær.
Í henni er gerð
sú krafa að dóm-
ari geri ákæru-
valdinu það skylt
að „flokka bet-
ur“ eða tilgreina framlögð gögn á
ásættanlegan hátt og tengja við
ákæruliði. Um er að ræða um fimm
þúsund blaðsíður. Helgi Magnús
Gunnarsson, saksóknari efnahags-
brota, telur sig fara að lögum og
mun hann fara betur yfir tenging-
ar við aðalmeðferð. Næsta fyr-
irtaka fer fram 22. október nk.
Málið var höfðað á hendur Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva
Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur
auk Baugs Group og fjárfestingar-
félagsins Gaums. Sakarefnið er
meiriháttar brot gegn skattalög-
um á árunum 1998 til 2002. Lagt
hefur verið upp með að aðal-
meðferð í málinu fari fram í byrj-
un næsta mánaðar. Fari svo að
dómarinn, Pétur Guðgeirsson, fall-
ist á kröfu verjendanna er næsta
víst að verulegur dráttur verður á
málinu.
Rannsókn á bókhaldi og skatt-
skilum Baugs hófst í nóvember
2003. andri@mbl.is
Verjendur vilja
frekari tengingu
við ákæruliði
Helgi Magnús
Gunnarsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
UNNIÐ er að því að íslensk stór-
iðjufyrirtæki, sem hluti af EES-
svæðinu, fari inn í viðskiptakerfi
Evrópusambandsins með heimildir
fyrir losun á gróðurhúsaloftteg-
undum frá og með 1. janúar árið
2013. Þá hefur fyrsta skuldbind-
ingartímabil Kyoto-bókunar Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar runnið sitt skeið á enda.
Fram hefur komið hjá Svandísi
Svavarsdóttur umhverfisráðherra
að ekki verði óskað eftir frekari und-
anþágu frá Kyoto-bókuninni, sem ís-
lenska ákvæðið svonefnda hefur
heimilað, en samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins er ekki talið útilokað
að framlengja þurfi ákvæðið tíma-
bundið. Ísland er sjálfstætt ríki
gagnvart bókuninni, öfugt við ESB,
og svo gæti farið að hér verði tvöfalt
kerfi með losunarheimildir eftir
2012, annars vegar viðskiptakerfi
ESB og ný bókun sem mögulega
verður samþykkt á loftslagsráð-
stefnu SÞ í Kaupmannahöfn.
Óvissa er um á þessari stundu
hvaða áhrif þetta getur haft fyrir ís-
lensk stóriðjufyrirtæki. Formaður
samninganefndar Íslands um lofts-
lagsmál, Þórir Ibsen, svaraði ekki
skilaboðum Morgunblaðsins í gær
en haft var eftir honum í fréttum
Bylgjunnar um helgina að eftir árið
2012 myndu íslensk fyrirtæki ekki
þurfa að greiða fyrir losunarheim-
ildir sínar til að byrja með. Engar
breytingar yrðu á heimildunum
fram að þeim tíma.
Greiðslur koma síðar
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
má hins vegar reikna með að fyrir-
tækin, eins og álverin hér á landi,
Járnblendiverksmiðjan, Sements-
verksmiðjan og Steinullarverk-
smiðjan, muni með tímanum þurfa
að greiða fyrir losunarheimildir sín-
ar, eftir því sem ESB muni gera
meiri kröfur um losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Hve þær greiðslur
verða háar liggur ekki fyrir í dag.
Samtök atvinnulífsins hafa gagn-
rýnt ummæli umhverfisráðherra og
talið ótímabært að vera með yfirlýs-
ingar um íslenska ákvæðið á meðan
ESB hefur ekki endanlega gengið
frá sínu regluverki og samþykkt
það. Hafa samtökin hvatt stjórnvöld
til að halda sig við áður boðaða
stefnu um að draga úr útstreymi
gróðurhúsalofttegunda um 15% frá
1990 til 2020. Það vilyrði, sem gefið
hafi verið í alþjóðlegu loftslags-
viðræðunum, sé skilyrt því að ís-
lenska ákvæðið gildi áfram. Ríkis-
stjórnin hljóti að fylgja þeirri stefnu
sinni allt til loka samningagerðar.
Lítið greitt fyrir losun í fyrstu
Íslensk stóriðjufyrirtæki væntanlega hluti af viðskiptakerfi ESB með losunar-
heimildir eftir 2012 Svo gæti farið að „íslenska ákvæðið“ verði framlengt
Umhverfisráðherra hefur boðað
að ekki verði óskað eftir frekari
undanþágu frá Kyoto-bókun.
Ákvörðunin er umdeild og áhrif
hennar óljós sem stendur.
Í tengslum við Kyoto-bókun
Sameinuðu þjóðanna um lofts-
lagsbreytingar, sem tók gildi ár-
ið 2005, fékkst í gegn sérstakt
ákvæði fyrir lítil hagkerfi, kallað
íslenska ákvæðið. Það gerir ráð
fyrir að koldíoxíðlosun frá nýrri
stóriðju eða stækkun, sem hef-
ur starfsemi eftir árið 1990 og
leiðir til meira en 5% aukningar
í losun á fyrsta skuldbindingar-
tímabili bókunarinnar (2008-
2012), verði haldið utan við los-
unarskuldbindingar bókunar-
innar eftir að heimildir
viðkomandi lands hafa verið
fullnýttar. Nær ákvæðið til ríkja
sem losuðu minna en 0,05% af
heildarlosun iðnríkja á koldíox-
íði árið 1990.
Íslenska ákvæðið