Morgunblaðið - 14.10.2009, Qupperneq 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Það haustar að.
Sumargróður hefur
lagt niður lauf, lífsins tíð lagst í
dvala. Andblær haustsins nístir huga
og sál er við kveðjum hjartkæra
mágkonu, systur og frænku, Guðríði
Hannibalsdóttur. Hugurinn hvarflar
til samvista liðinna sumra með
Gurrý og fjölskyldu að æskuslóðum
hennar á Hanhóli við Bolungarvík.
Bjartar og fagrar minningar birtast
fyrir hugsjónum og þíða upp sálarél.
Gurrý var einstök kona. Hún hafði
Guðríður
Hannibalsdóttir
✝ Guðríður Hanni-balsdóttir fæddist
í Þernuvík í Ög-
urhreppi við Ísafjarð-
ardjúp 3. mars 1938.
Hún lést á kvenna-
deild Landspítalans 9.
október 2009.
Útför Guðríðar fór
fram frá Langholts-
kirkju þriðjudaginn
13. október sl.
Meira: mbl.is/minningar
alið manninn í faðmi
fjölskyldu, sem taldi
sautján manns og var
Gurrý næstelsta barn
foreldra sinna og elst
dætranna, í samvist-
um við náttúru sem
var í senn gjöful og
óblíð, ægifögur og
hrikaleg. Æskuárin,
fyrst í Þernuvík, síðar
á Hanhóli, með þá
ábyrgð og skyldustörf
sem fylgja því að vera
elsta dóttirin á stóru
sveitaheimili, hafa
vafalítið mótað gildi hennar og við-
horf til lífsins.
Gurrý féll sjaldan verk úr hendi.
Hún var hjartahlý, vinnusöm og
glaðlynd og hafði fengið í vöggugjöf
röggsemi, áræði, glettni og glaðværð
föður síns og iðjusemi, æðruleysi,
gæsku og mildi móður sinnar og var
afar elsk að samferðamönnum sín-
um. Gurrý var margt í senn, því
ásamt því að vera húsmóðir, einstök
dóttir, eiginkona, móðir, systir og
vinur var hún höfuð ættar sinnar,
kennari, handverkskona, félags-
málakona, samvinnukona af hug-
sjón, náttúrubarn og ræktunarkona
sem hlúði að öllu því sem lifði og
lagði sig fram um að rækta landið
fyrir komandi kynslóðir. Gurrý tók
virkan þátt í ýmsum félögum, m.a.
ITC, félagi hannyrðakennara, Skóg-
ræktarfélagi Mosfellsbæjar og Vest-
firðingafélagsins enda römm sú taug
sem hún hafði til æskuslóðanna fyrir
vestan. Komu þau hjón vestur
nokkrar ferðir á ári og var það mikið
tilhlökkunarefni að fá þau í heim-
sókn. Þá var slegið upp veislu, skraf-
að og hlegið eða notið þeirra ger-
sema sem átthagarnir hafa upp á að
bjóða með fjallaferðum og fagurri
ásýnd eða ávaxtanna af jarðargróðri
auk samvista við ástvini. Gurrý naut
augnabliksins og var óhrædd við að
feta ótroðnar slóðir.
Þau hjón voru samhent. Þau ráku
veitingastaði saman um árabil,
bjuggu erlendis um skeið og ferðuð-
ust víða. Gurrý lagði mikla rækt við
bróður sinn og guðdóttur á Hanhóli
og varla komum við suður án þess að
koma við í Bergholtinu eða Gvend-
argeisla þar sem við nutum góð-
gjörða og þáðum græðlinga sem hún
hafði komið til. Ósjaldan var leitað til
Gurrýjar með aðstoð við hannyrðir
og á jólum mátti ávallt eiga von á
glaðningi frá þeim, einhverju nyt-
samlegu og góðu eða hlýjum ullar-
flíkum eins og um síðustu jól þegar
hún sendi bróðurnum og dætrum
hans peysu, vesti og kjóla sem hún
hafði prjónað um haustið. Magnea
Gná býr nú að hlýjum minningum
um þessa stórfrænku sína og guð-
móður frá dvöl með henni í Aðalvík í
sumar.
Ekki er hægt að horfa til baka til
samferðamannsins Guðríðar Hanni-
balsdóttur án þess að fyllast þakk-
læti og hlýju yfir að hafa átt hana að
fjölskyldu og vin og aðdáun á því hve
æðrulaus, ákveðin og jákvæð hún
hefur mætt þeim vágesti síðasta ára-
tug sem nú hefur lagt hana að velli.
Guð vaki yfir þessari sómakonu og
gæti ástvina hennar á skilnaðar-
stund.
Guðrún Stella Gissurardóttir
og fjölskylda, Hanhóli.
Manni bregður alltaf þegar maður
heyrir andlátsfregn, þó lengi hafi
verið vitað í hvað stefndi. Núna er
áralangri baráttu Gurrýjar við sjúk-
dóminn lokið. Maður furðaði sig oft á
því hversu ótrúlega hetjulega hún
barðist og hvað hún kom miklu í verk
á þessum tíma. Þá streyma fram
minningar um gamlar og góðar
stundir. Þar sem fjölskyldurnar
bjuggu nánast hlið við hlið í Berg-
holtinu þá var samgangur alltaf mik-
ill, bæði hjá börnum og fullorðnum.
Heimili Gurrýjar og Óla á númer 4
var eins og félagsheimili, þangað
komu allir og þar var endalaust pláss
fyrir fleiri. Gott var að koma til Gur-
rýjar og fá ráðleggingar, sér í lagi
varðandi handavinnu. Því það var
ekki komið að tómum kofunum í
þeim efnum. Hún var einstaklega
dugleg, sérstaklega hvað varðar
handavinnu og var stöðugt að.
Áhugamál hennar voru fjölmörg.
Hún sinnti ýmsum félagsstörfum,
t.d. var hún lengi í ITC og Skógrækt-
arfélagi Mosfellsbæjar.
Margar ferðir voru farnar upp í
„reit“. Mikið eru þau búin að gróð-
ursetja þar, Gurrý og Óli, og stór-
kostlegt að sjá breytinguna á land-
inu, sem var einungis mýri og melar
en er núna að verða skógur. Ekki má
heldur gleyma spilaklúbbnum, þar
sem oft var glatt á hjalla og við
krakkarnir fengum jafnvel að spila
með. Ógleymanlegar eru líka allar
ferðirnar sem við fórum í saman.
Flestar ferðirnar voru innanlands,
en eina ferð fóru fjölskyldurnar sam-
an til útlanda. Við ferðuðumst á
tveimur húsbílum vítt og breitt um
Evrópu og höfðum gaman af. Við
krakkarnir vorum að fara til útlanda
í fyrsta skipti og fannst þetta allt
saman stórkostlegt. Við kveðjum
Gurrý með söknuði. Elsku Óli og
fjölskylda, Guð styðji ykkur í sorg-
inni.
Ragnhildur, Þórunn,
Þorsteinn og Berglind.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG K. ARNDAL,
til heimilis
Austurbyggð 17,
Akureyri,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt
laugardagsins 3. október.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
16. október kl. 15.00.
Kristín Jóhannesdóttir Arndal, Stígur Sæland,
Guðrún Jóhannesdóttir,
Oktavía Jóhannesdóttir, Karl Ágúst Gunnlaugsson,
Reynir Reynisson, Ásta Júlía Theodórsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð, ómetanlega hlýju og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SVANHILDAR SUMARRÓSAR LEÓSDÓTTUR,
Ytra-Krossanesi,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu-
deildar Sjúkrahúss Akureyrar.
Kristján Þórðarson,
Guðmundur Kristjánsson, Manevan Yothakong,
Laufey Kristjánsdóttir, Jósep Hallsson,
Ingvar Kristjánsson, Kristbjörg Anna Guðmundsdóttir,
Arnar Kristjánsson, Katrín Eiðsdóttir,
Brynjar Kristjánsson, Freydís Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
SVEINN KR. PÉTURSSON,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 7. október, verður jarðsunginn frá
Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 15. október
kl. 13.00.
Guðrún Iðunn Jónsdóttir,
Gunnar Hrafn Sveinsson,
Hannes Jón Lárusson, Elke Zimmermann,
Johanna Björg og Jonathan.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GRÍMA THORODDSEN,
Vallargötu 20,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
16. október kl. 14.00.
Sumarliði Gunnarsson,
Bolli Thor Valdimarsson, Helga Guðjónsdóttir,
Gunnar Sumarliðason, Birna Þórðardóttir,
Ingibjörg Sumarliðadóttir, Jarl Larsen,
Kristín Sumarliðadóttir, E. Roy Arris,
Ragnhildur Sumarliðadóttir, Sigurjón Kristjánsson,
Ásthildur Sumarliðadóttir, Þröstur Elliðason,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Við viljum þakka kærlega fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við fráfall
JÚLÍUSAR KRISTJÁNS THOMASSEN.
Allt það sem fólk lagði á sig til aðstoðar, allar hlýjar
kveðjur og heimsóknir hafa verið okkur mikil
huggun á þessum sorgartíma.
Við sendum ykkur öllum kærleikskveðjur.
Stórfjölskyldan í Kúlunni.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÆVARR HJARTARSON
ráðunautur,
Furulundi 33,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 7. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
16. október kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, Akureyri.
Freydís Laxdal,
Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, Stefán S. Ólafsson,
Harpa Ævarsdóttir,
Haraldur B. Ævarsson, Elín S. Ingvarsdóttir,
Andri Fannar, Alma, Atli Snær,
Ævarr Freyr og Jóhanna Margrét.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
STEFÁN MÁR HARÐARSON,
Múlasíðu 7d,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju, Akureyri
fimmtudaginn 15. október kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna, reikningsnr. 301-26-545, kt. 630591-1129,
sími 588 7555.
Bára Waag Rúnarsdóttir, Jóhann Helgi Steinarsson,
Marta Ósk Jóhannsdóttir,
Almar Ingi Jóhannsson,
Hörður Guðmundsson.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
HANS ARREBOE CLAUSEN,
Kársnesbraut 33,
Kópavogi,
sem lést þriðjudaginn 6. október, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
15. október kl. 13.00.
Michael Clausen, Heiða Sigríður Davíðsdóttir
og afabörn.
✝
Elskuleg móðursystir og frænka okkar,
AÐALHEIÐUR ELINÍUSARDÓTTIR
kennari,
áður til heimilis að Hjarðarhaga 64,
Reykjavík,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjördís Magnúsdóttir og fjölskylda.