Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 Gleði Í félagsmiðstöðinni Borgyn í Grafarvogi var í gær haldið Micheal Jackson-ball. Ljóst er að gleðin var við völd en spurning hver líkist Jackson mest. Heiddi LANDBÚNAÐUR og framleiðsla matvæla skiptir sköpum fyrir fram- tíð fátækari þjóða og verður því að fá aukið vægi í þróunarstefnu. Trygg varðveisla og sjálfbær nýting erfða- auðlinda verður að vera burðarás í landbúnaði framtíðarinnar ef sjá á vaxandi fjölda jarðarbúa fyrir fæðu. Þetta er einkum mikilvægt á tímum ört vaxandi loftslagsbreytinga af mannavöldum. Við blasa viðfangsefni sem ekki verða leyst nema í samstarfi landa og heimshluta. Síðustu þrjátíu árin hafa Norðurlöndin eflt samstarf sitt um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda. Þetta hefur end- urspeglast í stofnun norrænnar mið- stöðvar um erfðaauðlindir, NordGen. Rekstur NordGen hefur rutt braut- ina fyrir samstarf við fræbanka í Afríku og Asíu og nýlega var sam- þykkt að stofnunin taki að sér rekst- ur alþjóðlegs fræbanka á Svalbarða – The Global Seed Vault. Alþjóðlegt samstarf á sviði land- búnaðar, sjávarútvegs og þróun- arsamvinnu hefur lengi fyrst og fremst beinst að því að tryggja íbú- um jarðar fæðu. Greinilegur árangur hefur náðst. Á árunum frá 1970 og til 2009 tókst að framleiða nægan mat til þess að brauðfæða alla jarðarbúa þótt þeim hafi fjölgað um þrjá millj- arða. Þessi árangur gefur tilefni til dálítillar bjartsýni. En það er samt sem áður ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur. Árið 2009 býr einn milljarður manna ennþá við skort. Hefur þeim fjölgað um 150 milljónir og þar er fyrst og fremst um að kenna matvæla- og efnahags- kreppu síðastliðins árs. Ljóst er að framfarir síðustu ára- tuga standa ekki nægilega traustum fótum og því höfum við orðið vitni að gríðarlegum afturkipp á skömmum tíma. Við verðum að beina sjónum okkar að því metnaðarfulla verkefni að sjá íbúum jarðar fyrir mat. Í heiminum öllum þarf framleiðsla á mat að aukast um 70 prósent fram til ársins 2050 ef tryggja á að íbúar jarðar, sem áætlað er að fjölgi um 2,3 milljarða, fái nóg að borða. Skýrari pólitísk stefna Um árabil hafa bæði landbúnaður og matvælaframleiðendur notið sí- minnkandi athygli og stuðnings í þróunarsamvinnu. Svipaða sögu er að segja af útlánastefnu fjár- málastofnananna. Samtímis hafa einkaaðilar lítið sem ekkert fjárfest í landbúnaði þróunarlandanna. Matvælaskortur og fjár- málakreppa síðustu ára hefur aftur minnt fólk á að fátækt leiðir til hungurs og næringarskorts og að landbúnaður og framleiðsla á mat skiptir máli fyrir framtíð fátækra ríkja. Ekki er seinna vænna, því á síðustu 20 árum hefur hlutur land- búnaðar í þróunaraðstoð lækkað úr 18 prósentum niður í um það bil 3 prósent. Þjóðum heims er að verða ljóst að þær verða að taka höndum saman til þess að vinna bug á þeim vanda sem við blasir. Verkefnin eru mýmörg. Það þarf að sjá til þess að jarð- arbúar líði ekki skort, tryggja ör- yggi matvæla, koma í veg fyrir að erfðaauðlindir í matvæla- og land- búnaðarframleiðslu glatist ekki, hindra loftslagsbreytingar, eyðingu skóga, jarðvegs og vatnslinda, og heyja baráttu við sjúkdóma bæði manna og búfjár. Erfðabreytileiki er hluti lausnarinnar Nútíma landbúnaður byggist á hlutfallslega fáum tegundum plantna og húsdýra sem hafa verið kynbætt- ar til þess að gefa mikið af sér, eink- um á þeim landsvæðum jarðar þar sem framleiðnin er hvað mest. Þetta hefur leitt til þess að það verður sí- fellt erfiðara að tryggja öllum íbúum jarðar nógan mat. Margar fátækar þjóðir og framleiðslusvæði hafa orðið útundan við kynbætur nytjaplantna sem hæfa svæði þeirra, loftslagi og þeim vanda sem að steðjar. Lofts- lagsbreytingar af mannavöldum hafa það í för með sér að við verðum að hefjast handa við að kynbæta ný plöntuyrki og tryggja jafnframt að ekki dragi úr þeirri fjölbreytni sem nú má finna í ökrum smábænda heimsins. Þetta eru einnig sjónarmið sem mikilvægt er að taka tillit til í yfirstandandi samningaviðræðum um loftslagsbreytingar. Verði ekki gert átak í plöntukynbótum verður sífellt erfiðara að takast á við fæðu- skort og tryggja nægi- lega fæðu til fram- búðar. Hvað varðar húsdýr er mikilvægt að tryggja sjálfbæra nýtingu búfjárkynja og varðveita erfðafjöl- breytni. Á Norðurlöndunum eru menn á einu máli um að nauðsynlegt sé að taka duglega til hendinni til þess að varðveita og tryggja sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda og tryggja þannig að sífellt fleiri jarðarbúa skorti ekki mat. Það er nauðsynlegt að efla kynbætur plantna og finna leiðir til þess að nýta þær við fram- leiðslu matvæla hjá þeim þjóðum sem teljast fátækar. Það þarf að kyn- bæta nytjaplöntur sem þola meiri þurrka, saltmettun jarðvegs eða miklar sveiflur í veðurfari. Það er skynsamlegt að taka hönd- um saman við að leysa öll þau flóknu verkefni sem bíða okkar. Með Nor- rænu miðstöðinni um erfðaauðlindir hafa Norðurlöndin sameiginlega komið sér upp góðu verkfæri til þess að taka virkan þátt í að bæta kjör hungraðra í heiminum. Erfðaauðlindir – hluti lausnarinnar Eftir Jón Bjarnason, Eva Kjer Hansen, Sirkka-Liisa Anttila, Lars Peder Brekk og Eskil Er- landsson »Matvæla- og efna- hagskreppa síðustu ára hefur aukið skilning manna á að matvæla- öryggi er alþjóðlegt við- fangsefni sem taka þarf föstum tökum. Jón Bjarnason Jón Bjarnason er landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Eva Kjer Hansen er matvælaráðherra Dan- merkur, Sirkka-Liisa Anttila er land- búnaðar- og skógarráðherra Finn- lands, Lars Peder Brekk er landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, Eskil Erlandsson er land- búnaðarráðherra Svíþjóðar. Eva Kjer Hansen Sirkka-Liisa Anttila Lars Peder BrekkEskil Erlandsson HAGFRÆÐINGURINN Jos- eph Stiglitz hefur að undanförnu í fyrirlestrum, viðtölum og skrif- um látið málefni Íslands og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins til sín taka. Nú síðast greindi Morg- unblaðið þann 14. þ.m. frá um- mælum hans á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn. Við íhugun þessara og annarra ummæla Stiglitz verður að hafa í huga að hann hefur átt í útistöðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og starfsmenn hans í meira en ára- tug, eða allt frá Asíukreppunni svokölluðu, þegar hann greindi á við sjóðinn um stefnu mála í þeim heimshluta. Urðu þessar deilur illvígar og persónulegar þegar Stiglitz réðst af offorsi að einum helsta starfsmanni sjóðs- ins, Stanley Fischer, sem nú er seðlabankastjóri í Ísrael. Leiddi þetta til þess að Stiglitz varð að víkja úr starfi sem aðalhagfræð- ingur Alþjóðabankans sam- kvæmt kröfu Bandaríkja- stjórnar. Hér er því ekki á ferðinni óvilhallur fræðimaður. Það er illur leikur að hann skuli nú reyna að hafa afskipti af sam- vinnu Íslands við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Sú samvinna verður að byggjast á reglum sjóðsins og stefnu hans með fullu tilliti til hagsmuna Íslands án þess að önnur sjónarmið komi þar við sögu. Jónas H. Haralz Joseph Stiglitz og Alþjóða- gjaldeyris- sjóðurinn Höfundur er fyrrverandi bankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.