Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 38
38 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÞÚ HEFUR SOFIÐ FRÁ ÞÉR ALLT LÍFIÐ ÞAÐ ER EKKI SATT ÉG MAN REYNDAR EKKERT EFTIR UNGLINGSÁRUNUM AF HVERJU BJÓSTU TIL FLUGDREKA ÚR TEPPINU MÍNU? AF HVERJU ÞURFTIR ÞÚ AÐ MISSA HANN? HVAÐ Á ÉG AÐ GERA ÁN TEPPISINS MÍNS? HÆTTU AÐ VÆLA! ÉG GERÐI ÞÉR GREIÐA! ÞÚ VARST HÁÐUR ÞESSU ASNALEGA TEPPI! AÐ SJÚGA Á SÉR ÞUMALINN ÁN TEPPIS ER EINS OG AÐ BORÐA BRAUÐFORM ÁN ÍSS MAMMA! MAMMA! HVAÐ ERAÐ, ELSKAN MÍN? HOBBES DREYMDI MARTRÖÐ VAKTIR ÞÚ MIG KLUKKAN TVÖ UM NÓTTINA VEGNA ÞESS AÐ TÍGRISDÝRIÐ ÞITT FÉKK MARTRÖÐ? HANN VAR SVO SVANGUR AÐ HANN ÁT OKKUR ÖLL LÁTTU EKKI SVONA VILTU EKKI FARA OG BÚA TIL SAMLOKU HANDA HONUM TIL VONAR OG VARA? ÉG ER KONUNGURINN YKKAR ÉG ERT STOLTUR AF ÞVÍ AÐ Í RÍKI MÍNU SÉ ENGIN SPILLING MEÐAL STJÓRNVALDA HVAÐ ÁTTU VIÐ? ALLIR ÆTTINGJAR ÞÍNIR BÚA Í HÖLLUM SEM RÍKIÐ BORGAÐI! FÓLK VERÐUR AÐ BÚA EINHVERS STAÐAR ERTU VISS UM AÐ ÞETTA FLOKKIST EKKI SEM ILL MEÐFERÐ Á DÝRUM? HMM... ÞESSI HEIMASÍÐA SEGIR AÐ EHPSEN 108 SÉ BESTI PRENTARINN Á MÍNU VERÐBILI, EN HIN HEIMASÍÐAN SEGIR AÐ HC 5502 SÉ BETRI ÞRIÐJA HEIMASÍÐAN VÍSAR Á ALLT ANNAN PRENTARA... HVERNIG VEIT ÉG HVAÐA HEIMASÍÐA HEFUR RÉTT FYRIR SÉR? HEIMASÍÐUÁREKSTRAR.COM MIG SVIMAR OG MÉR ER ÓGLATT ÞETTA GÆTI VERIÐ FLENSAN SEM ER AÐ GANGA FLENSA GETUR EKKI KOMIÐ Í VEG FYRIR AÐ KÓNGULÓARMAÐURINN... HÖFUÐIÐ Á MÉR MÉR SÝNIST FLENSAN HAFA SIGRAÐ KÓNGULÓARMANNINN Strákunum finnst greinilega forvitnilegt að skoða sig um í gömlum rústum þar sem áður stóð reisulegt hús. Fjörugum strákum er ekkert óviðkomandi þegar kemur að því að rannsaka nágrennið. Morgunblaðið/Golli Leikið í húsarúst Útvarpsgjald ÞAÐ er ótrúlegt að mínu mati að útvarps- gjaldið sé ekkert rætt í þjóðfélaginu. Í dag fékk ég reikning uppá tæp- lega sex þúsund krónur fyrir svokölluðu útsvari, en þegar leitað var svara hjá sýslumanni kom í ljós að þetta var einungis enn einn reikningurinn fyrir út- varpsgjaldi. Það er ekki mánuður síðan að ég fékk eins reikning, upp á svipaða tölu, og í ágúst voru dregnar rúmar 17 þúsund krónur af skatta- endurgreiðslunni minni. Mér finnst nóg komið. Ég er sautján ára gömul, hef verið í vinnu í mörg ár og alltaf þurft að borga næstum 40% skatt af öllum mínum launum, samt er alltaf verið að rukka mann meira og meira. Og ég vil taka fram að ég er væntanlega að borga yfir 20 þúsund í þetta útvarpsgjald, eins og for- eldrar mínir tveir og systkini mín þrjú. Ríkissjónvarpið er sem sagt að græða vel á mínu heimili, þó pabbi sé sá eini sem horfir á Ríkissjónvarpið og hlustar kannski annað slagið á Ríkisútvarpið. Ég er enn og aftur að borga fyrir þjónustu sem ég nýti mér ekki, og vil leggja til að Rík- issjónvarpið verði sett í áskrift. Bryndís Gísladóttir. Bananalýðveldi Í tiltölulegri nýrri bók eftir blaða- manninn Thomas L. Friedman , sem ber titilinn „Hot, Flat and Crow- ded“, er mjög hvatt til átaks í um- hverfismálum. En hann er ekki sátt- ur við þá sem ekki vilja leyfa neinar framkvæmdir nærri sér. Hann nefnir dæmi um orkuveitu sem byggði vindmyllur og þurfti að leiða orkuna inn á netið. Veitan stóð í stappi árum saman við þau sveitarfélög, þar sem línan þurfti að liggja. Það gengur hægt að nýta hreina orku með því móti. Hann kallar fyr- irbrigðið „Build Absol- utely Nothing Anyw- here Near Anything“ skammstafað BANANA. Hann óttast að Bandaríkin verði bananalýðveldi í þeim skilningi. Verður Ísland svona banana- lýðveldi? Áskrifandi. Lausn á fangelsismálum? ÉG hef þá hugmynd að hægt sé að losa að verulegu leyti um húsnæð- isvanda fangelsismála með því að taka á leigu minnst tvær hæðir í glerhallarbyggingunni sem stendur við Höfðatorg og að mestu leyti auð. Hægt væri að leigja þær undir gæsluvarðhaldsfanga og fleiri fanga. Þetta hús er tilbúið til innréttingar og útvistarsvæði fanganna er kjörið uppi á þakinu. Mér fannst þessi hug- mynd brjáluð fyrst, en hún batnar sífellt í huga mér. Árni Sverrisson. Ást er... ...að halda áfram, fyrir ykkur bæði. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opin vinnustofa kl. 9- 16.30, útskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Haustfagnaður kl. 17, kertaskreyting, handavinna, böðun. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14, stjórnandi Lýður Benediktsson. Félag eldri borgara, Reykjavík | Sec- uritas með kynningu á neyðarhnappi kl. 15. Dansað við lagaval Halldóru, kaffi. Bókmenntahópur kl. 13, umsjón hefur Ólafur Sigurgeirsson. Dansleikur á sunnudag kl. 20 í Stangarhyl 4, Borg- artríó leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía og málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, spænska og bossía kl. 13 og fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára | Vefnaður, jóga og trjáálfar kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, Gleðigjafarnir syngja kl. 14, Guðmundur Magnússon stjórnar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur í Jónshúsi kl. 9.30- 12.30, ull og silki og félagsvist FEBG kl. 13, matur og kaffi. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ferð í Listasafn Íslands frá Hlaðhömr- um kl. 13. Skráning í síma 586-8014. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30 m.a. bókband, prjóna- kaffi/bragakaffi kl. 10, ganga kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.30 og dansleikur í Hólabrekku- skóla kl. 20. ,,Breiðholtsdagar“, eru í næstu viku með fjölbr. dagskrá. Uppl. á staðnum, breidholt.is og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerð- iskórinn leiðir söng undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Háteigskirkja | Brids-aðstoð (frúartími) í Setrinu kl. 13-16. Veitingar. Hraunbær 105 | Handavinna og bað- þjónusta kl. 9, matur, bingó kl. 13.30, bókabíllinn, kl. 14.45, kaffi. Hraunsel | Rabb kl. 9, bókmennta/ söguklúbbur kl. 9.30, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12. Sjá www.febh.is Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9 - postulínsmálning, lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10, námskeið í myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30 veitingar í hléi. Hæðargarður 31 | Kaffi, gönuhlaup kl. 9.10, listasmiðja/myndlist kl. 9-16, hlát- urjóga kl. 13.30. Gáfumannakaffi kl. 14, kvikmyndin Punktur, punktur, komma, strik; kl. 15.30. Uppl. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Boccia í Gjábakka kl. 13. Uppl. í síma 564-1490 og á glod.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, vist/brids og skrafl kl. 13, bingó kl. 13.30, veitingar. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9-12, leikfimi kl. 13. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð kl. 9.15-14.30, glerbræðsla kl. 9.15, spænska kl. 9, matur, tölvukennsla kl. 13, sungið v/flygilinn kl. 13.30, veit- ingar og dansað í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun, handavinnustofan opin, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnaður kl. 9, bingó kl. 14, bingó kl. 15.30, kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.