Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 berorður. Lét þá oft í ljósi skoðun sína þannig að eftir var tekið. Þegar Ævarr kom til starfa hjá BSE 1966 var hann bændum ekki ókunnugur, því að unnið hafði hann hjá sambandinu áður í eitt ár, þá nýlega búinn að ljúka námi. Ég held að hann hafi verið fljótur að vinna sig upp í áliti hjá bændum og öðlast traust þeirra og þeir kunnað að meta verk hans að verðleikum. Svo vildi til að sá er þetta ritar gegndi þá formennsku í búnaðar- félagi sveitar sinnar. Lá þá í hlut- arins eðli að samskipti okkar Æv- ars urðu einnig á sviði félagsmálanna. Vegna starfa minna í stjórn BSE síðar varaði þessi samvinna í áratugi. Eru ótaldir fundirnir sem við sátum saman á þessum árum. Við náðum fljótt saman og eignuðumst vináttu hvor annars, vináttu sem var mér mikils virði og aldrei bar skugga á. Þakka ég hana nú af heilum hug. Eftir að Ævarr komst til nokk- urrar heilsu eftir áfallið sem hann fékk tók hann til við að þjálfa sig. Sótti hann bæði líkamsræktar- stöðvar og stundaði gönguferðir, oft mjög langar. Naut hann dyggr- ar aðstoðar eiginkonu sinnar sem var óþreytandi við að aka með hann til og frá og sinna þörfum hans öðr- um ef með þurfti. Sýndu þau slíkan dugnað og þrautseigju í þessu efni að slíks munu vera fá dæmi. Nú er mál að linni. Þessum minningarorð- um var ekki ætlað að vera ævisaga, aðeins hugleiðingar um góðan sam- ferðamann og vin. Eiginkonu Æv- ars, börnum þeirra og öðrum ást- vinum sendum við Dóra innilegar samúðarkveðjur með von um að minningarnar um hann megi hlýja þeim um ókomin ár. Arnsteinn Stefánsson. Kæri vinur Ævarr, ég þakka þér hálfrar aldar vináttu, sem aldrei bar skugga á. Það var sumarið 1958 að leiðir okkar lágu saman á Hvanneyri. Við vorum nokkrir strákar sem stunduðum þar nám til undirbún- ings fyrir Menntaskólann á Laug- arvatni en þar þurftum við að taka einn vetur til að öðlast rétt til að setjast í Framhaldsdeildina á Hvanneyri. Mikil samheldni og vin- átta myndaðist í þessum hóp, og hefur haldist ávallt síðan. Um sumarið á Hvanneyri var vissulega stundað fleira en lesa námsbækurnar. Hverja helgi var farið á böll, stundum tvisvar, enda voru sveitaböllin í Borgarfirðinum landsfræg á þessum árum. Ekki get ég sagt að við höfum verið eft- irbátar annarra á þeim skemmt- unum. Veturinn 1958-1959 stunduðum við nám við Menntaskólann á Laugarvatni sem við kláruðum um vorið. Það þætti varla boðlegt nú, en við vorum fimm sem deildum herbergi saman í Björkinni sem var vistarrými frá skólanum. Þrátt fyr- ir þrengsli leið okkur vel og margt var brallað. Haustið eftir 1959 settist lítill hópur í framhaldsdeildina á Hvann- eyri og við Ævarr urðum aftur her- bergisfélagar í 2 ár og útskrifuð- umst sem búfræðikandidatar vorið 1961. Námið var okkur ómetanlegt og bjuggum að því sem og þeim sterku tengslum er mynduðust í svo litlum hópi. Að námi loknu vorið 1961 skildi leiðir og hver fór að starfa með sín- um hætti. Eftir að Ævarr og Frey- dís fluttu til Akureyrar 1966 urðu samskiptin aftur meiri á milli okkar og fjölskyldnanna og vináttan rofn- aði aldrei. Föst venja í áraraðir hefur verið að koma til Ævars og Freydísar í hádeginu á jólaföstu í snarl og graut með börnum og síðan barna- börnum. Þetta er öllum ógleym- anleg hefð. Það er svo margt sem kemur upp í hugann er ég hripa þessar línur að það væri óðs manns æði að reyna að gera því skil. Að lokum vil ég þakka þér, kæri vinur, samskipti okkar, öll þessi ár og bið Guð að blessa þig, Freydísi og fjölskylduna alla. Völundur og Halla. ✝ Sigurður Magn-ússon fæddist hinn 13.3. 1934 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lést 3.10. sl. á Land- spítalanum í Fossvogi. Sigurður var sonur hjónanna Magnúsar Sigurðssonar kenn- ara, síðar skólastjóra, og Sigríðar B. Ein- arsdóttur frá Hregg- stöðum, Barðaströnd. Systur Sigurðar: Esther hjúkr- unarfræðingur, f. 29.3. 1935, d. 3.6. 1999, og Hrefna María, ljósmóðir og bóndi á Hóli í Kelduhverfi, f. 14.3. 1939, g. Tryggva Ísakssyni. Sigurður kvæntist 1954 Valgerði Ólafsdóttur, f. 21.6. 1935, frá Stakkadal á Rauðasandi, þau slitu samvistir. Þeirra börn: 1) Magnús rafvirkjameistari, f. 18.8. 1953, kv. Kristínu B. Kristinsdóttir Michelsen skrifstofustjóra, börn þeirra eru Björgvin Ólafur, Kristinn Rúnar og Lilja Dögg, sambýlism. Arnar Har- aldsson, dóttir þeirra er Sara Björk. dóttir hjúkrunarfr.nemi. Börn Guð- bjargar af fyrra hjónabandi og fósturbörn Sigurðar eru Aldís Búa- dóttir, f. 2.3. 1961, og Jóhann Búa- son, f. 31.1. 1965. Árið 1986 tók Sig- urður upp samband við Unni Ingu Pálsdóttur, f. 22.9. 1932, frá Grjót- eyri í Kjós. Sigurður lauk námi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og meistararéttindum í sömu grein. Á Patreksfirði bjó Sigurður um fimm ára tímabil og vann þar og í nálæg- um sveitum við raflagnir og við- gerðir. Hann var rafvirkjameistari hjá Bræðrunum Ormsson og var verkstjóri við uppsetningu raflagna í álverinu í Straumsvík við byggingu þess. Hann var um tíma vélstjóri á togara, rak rafmagnsverkstæði fyr- ir Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, vann hjá Rarik við upp- setningu spennistöðva úti á landi og í nokkur ár lét hann gamlan draum rætast og var bóndi í Lyngási í Kelduhverfi. Síðustu árin vann Sig- urður við rafmagnseftirlit víða um land á vegum Rafmagnseftirlits rík- isins. Sigurður sat í ýmsum nefndum er sneru að vinnu hans og áhuga- málum. Útför Sigurðar Magnússonar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 16. október 2009, kl. 13. 2) Anna Guðrún líf- eindafr., f. 22.3. 1956, g. Ólafi B. Guðnasyni þýðanda, börn þeirra eru Þórbergur, kv. Yu Xiaobing, dóttir þeirra er Anna Guð- rún Yu, Katrín, sam- býlism. Vignir Haf- steinsson, og Hermann. 3) Sigríður kennari, f. 16.7. 1957, dætur hennar eru Val- gerður, g. M. Azfar Karim, og Kristín. 4) Halldór, f. 11.8. 1963, kv. Maríu Lorinu R. Tolo, dætur þeirra eru Vigdís Katrín og Freydís Klara. Fyrri kona Halldórs er Ólöf Eðvarðsdóttir, f. 13.12. 1962, synir þeirra eru Eðvarð Sigurður og Ólaf- ur Örn. 5) Esther hárgreiðslumeist- ari, f. 23.7. 1966, börn hennar eru Sunna Mjöll og Guðfinnur Snær. Árið 1975 kvæntist Sigurður Guð- björgu Eddu Guðmundsdóttur, f. 20.1. 1936, þau slitu samvistir. Þeirra sonur er Sigurður Fjalar verkfræðingur, f. 9.4. 1979, sam- býlisk. hans er Sigrún Halldórs- Ástkær faðir minn er komin á friðsælan og fallegan stað þar sem veikindi hrjá hann ekki lengur. Ég var litla stelpan hans pabba, bros- mild og skein eins og sólin við að sjá pabba koma heim eða fá að sitja á hnjánum hans og finna hlýtt faðmlagið hans. Pabbi var einstak- ur maður, hann kunni að búa til svo margt og fann leiðir til að fram- kvæma hlutina, litlu berjatínuna á ég enn sem hann smíðaði fyrir litlu hendurnar mínar. Við ferðuðumst mikið yfir sum- artímann og enn er í fersku minni þegar hann fór með mig upp í hraunið í Landmannalaugum, ég var 5 ára stelpa og heillaðist af þessari stórbrotnu náttúru sem hann sýndi mér, enda mikil nátt- úrubörn bæði tvö. Pabbi var stríð- inn og hafði gaman að snúa hlutum upp í grín. Þú áttir innri fjársjóð sem gerði þig að þeim yndislega og góða manni sem þú varst. Það var svo gott að leita til þín og fá góð ráð, þú fannst alltaf einhverja lausn sem nýttist vel. Allar góðu stundirnar sem við áttum varðveiti ég sem fjársjóð í hjarta mínu. Elsku pabbi minn, lífið fór ekki alltaf ljúfum höndum um þig og sjúkdómar fóru að taka sinn toll af heilsu þinni, þar til að þú varst all- ur. Mér finnst svo sárt að kveðja föður minn og þungbært að hann sé ekki lengur til staðar. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og öll árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Ég vil þakka því góða fólki sem sinnti föður mínum á Landspítalan- um í Fossvogi á deild A-7 fyrir góða umönnun. Esther Sigurðardóttir. Eitt af því sem er mér mjög minnisstætt í gegnum árin okkar saman er áhugi þinn á andlegum málefnum. Þú hafðir sérstakt dá- læti á bókum sem fjölluðu um sjá- andann Edgar Cayce og það hvern- ig hann hjálpaði fólki með því að leyfa framliðnum að tala í gegnum sig. Ég smitaðist af áhuga þínum á þessu og ekki þurfti mikið til. Þú trúðir því að það væri annað líf eft- ir þetta líf og að í raun myndum við bara hefja nýtt ferðalag með nýj- um áskorunum. Ég trúi því án sannana að þú sért hérna með okk- ur og fylgist með okkur þar til næsta jarðvist tekur við hjá þér. Kannski hittumst við seinna þegar minn tími kemur og getum þá tekið eina skák eins og við gerðum svo oft í gamla daga. Þangað til máttu endilega hafa auga með mér. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, með eftirfarandi ljóði eftir Stein Steinarr en mér finnst það eiga svo vel við hugmyndir okkar um lífið og dauðann. Bless, pabbi minn. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkar örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn sem dó? Sigurður Fjalar Sigurðarson. Ekki veit ég hvað Sigurður Magnússon hugsaði, þegar elsta dóttir hans kynnti okkur, veturinn 1973. En hann heilsaði og bauð mér í skák. Skákirnar urðu nokkr- ar, sem mér fannst ágætt, því yfir skákborðinu er ekki ætlast til þess að menn tali mikið og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Sigurður var þá heldur ekki skrafhreifinn. Samskipti okkar urðu lítil fyrstu sambýlisár okkar Önnu. Bæði var að við fórum utan til náms og að um svipað leyti skildu hann og Val- gerður tengdamóðir mín. Sigurður lifði nokkru flökkulífi fyrstu árin á eftir og vann víða um land. Svo lét hann gamlan draum rætast og gerðist bóndi, norður í Keldu- hverfi. Þangað heimsóttum við hann, Guðbjörgu og Fjalar litla, sumarið 1981 og þá fór ég að kynn- ast tengdaföður mínum. Það fyrsta sem ég kynntist í fari hans var hans helsta einkenni; vinnusemi, útsjónarsemi og brenn- andi áhugi á tæknilegum úrlausn- arefnum. Við Anna fórum norður á illa förnum bílskrjóði. Á miðri leið bilaði hurðin bílstjóramegin og þurfti að halda henni lokaðri, frá Skagafirði og norður í Kelduhverfi. Þegar rennt var í hlað í Lyngási var auðvitað spurt hvernig ferðin hefði gengið og ekki höfðum við fyrr sagt frá af biluninni en hann tók hurðina í sundur og sá að læs- ingin sjálf var í lagi. En stykkið á móti henni, í falsinu, það var ónýtt. Við héldum út í skemmu, þar sem hann geymdi fleiri verkfæri en ég hefði ímyndað mér að nokkur maður gæti átt. Þar fann hann bút af smíðastáli og sagaði, hitaði, beygði og barði hann til, uns stykk- ið féll nákvæmlega inn í falsið. Hann smíðaði festingu á móti líka, því það var lítið hald í falsinu sjálfu. Þá reyndist hann ekki eiga bolta til þess að festa stykkin. En hann smíðaði boltana og rærnar með og festi svo smíðina. Að því loknu setti hann hurðina saman aftur og ýtti svo við, svo hún féll í falsið með smelli. Og það var eins og ekkert hefði bilað. Slíkt sá ég oft til Sigurðar síðar. Það var engin vísari leið til þess að kæta hann en að bjóða honum tæknilegt vandamál að leysa. Síð- asta smíðaverkið var þegar hann keypti stóran notaðan sjúkrabíl frá Bandaríkjunum, reif sundur og smíðaði upp á nýtt, svo úr varð glæsilegur húsbíll. Það gerði hann þegar heilsan var farin að bila og hefur þá örugglega lagt harðar að sér en ráðlegt var. En uppskeran var ánægjan af því að ferðast um landið með Unni. Þegar hann gat ekki lengur unn- ið, tók grúskið við. Ættfræðin heill- aði Sigurð og í samtölum okkar, sem um þær mundir fjölgaði, gerði hann margar tilraunir til þess að vekja hjá mér áhuga á þeirri fræði- grein. Ég varðist og samtöl sem byrjuðu í ættfræði áttu þá til að fara um víðan völl og fylgdu gjarna með sögur af merkilegum atburð- um og einkennilegu fólki. Nú verða þau skemmtilegu samtöl ekki fleiri. Kynni okkar Sigurðar hófust með þögn, sem ég túlkaði sem fá- læti en skildi seinna að var í raun- inni feimni. Kynnum af mínum kæra tengdaföður er lokið, hann segir ekki fleiri sögur og gefur ekki fleiri góð ráð. Og þá getur maður fátt gert, annað en að þakka fyrir góð kynni og kveðja. Ólafur Bjarni Guðnason. Ágætur liðsmaður bindindis- hreyfingarinnar, Sigurður Magn- ússon, er horfinn okkur eftir ára- löng erfið veikindi. Ég kynntist Sigurði vel í gegnum félagsstarf okkar á sinni tíð, en einnig varð- andi önnur áhugamál hans og mála sannast var að hann átti einarðar skoðanir og fór í engu dult með þær, en átti einnig ærna sanngirni og vildi ræða flest í þaula áður en niðurstaða væri fengin. Sigurðar minnumst við bindindismenn með þökk fyrir þann áhuga sem hann sýndi baráttumálum okkar í verki, fyrir ýmis trúnaðarstörf sem hann gegndi í hreyfingunni og hversu duglegur hann var að afla hreyf- ingunni nýrra félaga. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd málstað- arins og hafði oft samband við mig um ýmsar hugmyndir sínar, ekki aðeins í bindindismálum, heldur varðandi þjóðmál almennt. Eðli máls samkvæmt hafði hann mikinn áhuga á sem öruggustu raf- magnseftirliti í landinu, enda sjálf- ur lengi unnið þar ágætt starf. Sjálfur hafði ég nokkuð komið að þessum málum á vettvangi þings- ins og það var bæði fræðandi og skemmtilegt að ræða við Sigurð um þau mál öll sem ýmislegt ann- að. Sigurður var vel ritfær, átti auðvelt með framsetningu mála og reifaði þau skýrlega og af röggsemi bæði í riti sem ræðu. Nú á síðsum- ardögum heyrði ég í Sigurði og þó heilsan hefði lengi afleit verið og enn hefði hallað á kappann, þá var andinn enn óbugaður og gott að hlýða á hvatningu hans til okkar bindindismanna, þá síðustu af mörgum. Við bindindismenn þökk- um Sigurði trygga samfylgd og störf í okkar þágu og vottum hans fólki einlæga samúð. Helgi Seljan. Sigurður Magnússon Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNS KR. BRIEM ÁRNASONAR frá Oddgeirshólum. Sömuleiðis þökkum við öllum sem sýndu honum tryggð og vinarhug til hinstu stundar. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Ólöf og Jón, Jónína og Þórður Rafn, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.