Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 40
Án hvers geturðu ekki verið? Fyrir utan börn og konu er það sennilega sími og internet. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Ég er lunkinn í eldhúsinu, að ganga frá, setja í uppþvottavél og svona. Ætlarðu að kaupa nýja EGÓ diskinn? (spyr sein- asti aðalsmaður, Jakob Smári bassaleikari). Ég þori ekki öðru, enda topphljómsveit. Áttu Suzuki? Nei en ég ek um á Suzuki Grand Vitara. Getur þú lýst þér í fimm orðum? Jákvæður, stundvís, glaður, lítill og kærulaus Hvaða persónu myndirðu vilja hitta? Ég væri til í að hitta Mick Jagger. Það er eitt og annað sem ég þarf að ræða við hann, ýmsir laus- ir endar sem við þurfum að ganga frá Hvernig myndir þú vilja deyja? Það væri töff að vera gamall maður og deyja í beinni útsendingu. Borðarðu mikið af sveppum? Ekkert svona brjálæðislega mikið en mér finnst þeir mjög góðir, viðurkenni að þegar ég kaupi í Pulsu með öllu hjá Bæjarins beztu. Uppáhalds Prúðuleikari? Ætli það sé ekki Dýri. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Já, fullt af þeim og þeir eru ekkert það leyndir lengur. Ég get verið með hluti á nefinu og geng á höndum eins og vindurinn. Ef þú ættir að taka þér annað gríp- andi listamannsnafn, eins og t.d. Lady Gaga, hvert væri það? Sveddi Skrípó. Hvernig fagnarðu marki í fót- bolta? Reyni yfirleitt að fara í koll- hnís án handa. Segðu eitthvað um Eið Smára sem hann vill ekki að fólk viti um hann. Hann er mikill letingi. Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Er Auðunn Blöndal snoð- aður eða sköllóttur? matinn sting ég einum upp í mig. Gísli Rúnar er....? ... hann er náttúrlega snillingur! Hefur þú hugleitt að bjóða þig fram til forseta? Mmmm... ég get nú ekki sagt það. Ég myndi aldrei gera það, þá fyrst yrði nú grafinn upp skítur um mig sem ég vil ekki að komi í ljós. Ef þú værir trélitur, hvernig værirðu á litinn? Ég væri líklega dálítið blár með dassi af gulu. En ef þú værir tré, hvernig tré værir þú? Ég væri jólatré. Er allt að fara til fjandans? Nei, það held ég nú ekki. Er ekki alltaf allt að fara til fjandans einhvern veginn? Hversu mikill snillingur er útlitsgúrúinn Karl Berndsen á skalanum 1-10? Það má eiginlega segja að hann sé 10. Hann er viðkunnanlegur, góður sjónvarpsmaður og skemmtilegur, hann er Berndsen og hann er frændi minn. Hver er þinn helsti kostur? Ætli það sé ekki hvað ég er góður bílstjóri. Hvað færðu ekki staðist? „ÉG GET VERIÐ MEÐ HLUTI Á NEFINU“ AÐALSMAÐUR VIKUNNAR, SVERRIR ÞÓR SVERRISSON EÐA SVEPPI, ER STJARNA KVIKMYNDARINNAR ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA SEM GERIR ÞAÐ GOTT NÚ UM STUNDIR Í ÍSLENSKUM KVIKMYNDAHÚSUM Sveppi með nýjan barnaþátt. 40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009  Ein allra öflugasta dauðarokks- sveit landsins í dag er Beneath en þar heldur um hljóðnemann eng- inn annar en Gísli Sigmundsson sem leiddi í eina tíð hina goð- sagnakenndu Sororicide. Hljóm- sveitin hefur nú gert samning við kalifornísku útgáfuna Mordbrann sem sérhæfir sig í útgáfu á þungri tónlist frá Skandinavíu. Mor- dbrann mun gefa út sex laga stutt- skífu með sveitinni í nóvember sem ber nafnið Hollow Empty Void. Íslenskt dauðarokk til Bandaríkjanna Fólk ÞEIR eru góðir vinir og senda frá sér diskinn Vinalög á morgun. Söngfuglarnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar leiddu saman krafta sína á nýjum geisladiski þar sem þjóðerni þeirra réð lagavalinu. Friðrik syngur tíu þekkt dægurlög Færeyinga sem hafa verið þýdd á íslensku og Jógvan flytur tíu þekkt íslensk lög á færeysku. „Platan kemur í búðir á morgun og útgáfu- tónleikar í Salnum í kvöld og annað kvöld kl. 20.30,“ segir hinn færeyski Jógvan hress. Spurður hvað gæti komið Íslendingum á óvart við færeysku lögin sem Friðrik syngur á íslensku segir Jógvan það helst vera tungumálið. „Tungu- málin eru svo lík og þó textarnir séu þýddir er margt eins. Íslendingar ættu að geta sungið með færeyskunni. Annars eru íslensku lögin á disknum poppaðri en þau færeysku eru meira út í vísna- tónlist.“ Á útgáfutónleikunum um helgina skiptast Jógv- an og Friðrik á að syngja lögin en taka líka nokkur saman. „Það eru lög sem við syngjum saman eins og „Rómeó og Júlía“ eftir Bubba, þá syng ég á fær- eysku og Friðrik á íslensku en það heyrist varla munur,“ segir Jógvan. Þeir félagar halda svo til Færeyja þar sem þeir verða með tónleika í Norð- urlandahúsinu um næstu helgi. ingveldur@mbl.is Syngja Rómeó og Júlíu á íslensku og færeysku Vinir Jógvan og Friðrik senda frá sér Vinalög.  Nú er hinn ágæti sjónvarps- maður Egill Helgason byrjaður að keyra hina ágætu þætti sína Kiljuna í Sjónvarpinu. Þættirnir eru listavel uppbyggðir, skipt upp í hæfilega stutt og fjöl- breytileg innslög þannig að at- hyglin helst út allan þáttinn. Það enginn vandi að búa til fúlan og upptrekktan þátt um bókmenntir en slíkt virðist með öllu ómögu- legt í tilfelli Egils. Draumateymið Kolbrún og Páll Baldvin fara þannig iðulega á kostum, Bragi bóksali segir kersknislegar sögur af skáldum fyrri tíma og viðtöl eru alla jafna lifandi og fróðleg. Einn af kunnustu álitsgjöfum þjóðarinnar, myndlistar- og fræðimaðurinn Goddur átti svo algjört tímamótainnslag í síðasta þætti þegar hann ræddi um nýút- komna bók um munstur. Goddur fór á mikið flug og sleppti aldrei orðinu – Egill gat með erf- iðismunum skotið að einu hummi. Innblásin einræðan varð tilfinn- ingaþrungnari með hverri mín- útunni og endaði með guðlegri tilvísun í fúgur Bachs. Eftir sat áhorfandinn, búinn á því. Snilld. Goddur er með munn- inn fyrir neðan nefið Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „SVARTUR svanur er myndlíking sem búin hefur verið til fyrir atburði sem gerast óvænt, koma líkt og þruma úr heiðskíru lofti. Viðburðir þessir valda gjarnan miklum usla en eftir á að hyggja hefði kannski mátt sjá þá fyrir.“ Svo segir í texta um sýningu sem Gjörningaklúbburinn opnar í Kling & Bang galleríinu kl. 17 á morgun, Svarta svani. Það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug er Hrunið þegar hann les þennan texta enda hefur nær öll umræða á landinu seinasta árið tengst því með einum eða öðrum hætti. Skyldu þær Jóní Jónsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Eirún Sigurðardóttir í Gjörn- ingaklúbbnum hafa verið að velta Hruninu fyrir sér, þegar þær bjuggu til svartan svan úr nælonsokkabux- um og vír? „Ja, það má alveg tengja það við þetta hrun ... en við erum kannski ekki að tala um það sem slíkt heldur atburði sem virðast alltaf vera að gerast sem enginn átti von á. Síðan er þetta kannski ekki það óvænt, eins og er að koma í ljós með þetta hrun,“ svarar Sigrún. Ef fólk lesi rétt úr umhverfi sínu sé hægt að koma í veg fyrir ýmislegt. Svanurinn á sýningunni var áður á samsýning- unni 10 Days on the Island í Tas- maníu sem þær stöllur tóku þátt í. Þar fengu þær áhuga á fuglinum svarta sem er algengur þar. Skotthúfubomba Ákveðin föndurhneigð er áberandi í verkum ykkar, kvenleg líkt og næl- onsokkar. Er sýningin í þeim dúr? „Já, það er alveg hægt að sjá þarna kvenleg element. Það verða líka þarna tvö verk frá sýninguni í Safnasafninu, mjög kvenleg,“ svarar Sigrún og á þar við sýningu klúbbs- ins þar síðasta sumar. Hún nefnir sem dæmi verkið „Skotthúfu- bombu“, skotthúfu sem gerð hefur verið eftir kúnstarinnar reglum en minnir á sprengju í teiknimynd. Hættulegar konur á ferð? „Við erum náttúrlega konur og gerum hlutina með okkar lagi,“ segir Sigrún ákveð- in. „Við höfum mikinn áhuga á þess- ari handverkshefð og myndgerð- arhefð sem hefur verið tengd við konur og viljum að sjálfsögðu gera því hátt undir höfði,“ segir Sigrún og minnir á að listasagan hafi verið skrifuð af körlum og verk kvenna fengið þar litla athygli. Gjörningaklúbburinn byggir, líkt og nafnið bendir til, sitt listræna starf á gjörningum. Upp úr þeim hefur hópurinn unnið þrívíð verk, innsetningar og vídeó en gjörning- urinn sem listform er ávallt til grundvallar. Á sýningunni í Kling & Bang eru ný þrívíð verk til sýnis og teiknimynd, verk sem sýnd hafa ver- ið bæði á suður- og norðurhveli jarð- ar á síðasta ári. Teiknimyndin fjallar um svartan svan sem breytist gegn vilja sínum í óvæntan gest. Þá tekur klúbburinn einnig þátt í Sequences- hátíðinni í ár, sýnir á henni vídeó- verk í Regnboganum 31. okt. kl. 16 og 5. nóvember kl. 17. Vídeóverkið er skrásetning á gjörningi sem klúbburinn framdi með lúðrasveit- inni Svaninum í Garðskagavita í vor. Þá er einnig búið að klippa inn í verkið senur án áhorfenda. Ekki svo sjaldséðir svartir svanir  Gjörningaklúbburinn tekur fyrir svarta svani í Kling & Bang  Svartir svanir eru sjaldséðir á Fróni en algengir í Tasmaníu Gjörningaklúbbur Morgunblaðið/Heiddi Sýna svartan svan Eirún Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Jóní Jónsdóttir eru Gjörningaklúbburinn. Af Vísindavefnum: „Svartur litur á svönum, sem og öðrum fuglum og spendýrum, stafar af lit- arefninu melanín í fjöðrunum. Al- hvítir svanir eru án þessa lit- arefnis í fiðrinu.“ „Sennilega eru bæði svartháls- asvanurinn í Suður-Ameríku og svartsvanurinn í Ástralíu komnir af hvítum svanategundum. Þess- ar tvær tegundir halda sig að mestu á stöðum þar sem ekki er ís eða snjór og græða því ekkert á að nota hvítt sem felulit.“ Um svarta svani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.