Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2009 ✝ Sigrún Helga-dóttir fæddist að Núpum í Ölfusi 19. nóvember 1940. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 8. október 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Árnason, f. að Hurð- arbaki í Flóa 6. apríl 1905, d. 6. október 1967, og Lilja Björnsdóttir, f. 5. nóvember 1911 að Engigarði í Mýrdal, d. 21. nóv- ember 1958. Hinn 18. maí 1963 giftist Sigrún Guðmundi V. Ingvarssyni, f. 15. desember 1933 í Reykjavík. For- geirsson, f. 14. mars 1965, dætur þeirra eru, Dagrún Ösp, f. 24. maí 1985, sambýlismaður hennar er Arnar Þór Sigurðsson, f. 16. ágúst 1982, Íris Alma, f. 17. júní 1992, og Katrín Eik, f. 17. október 1996. 4) Björn, f. 25. maí 1972, maki Sigríður Magnúsdóttir, f. 18. sept- ember 1971, synir þeirra eru Magnús Geir, f. 11. maí 1998, og Helgi, f. 1. desember 2000. Sigrún fæddist að Núpum í Ölf- usi, en ólst upp í Hveragerði og bjó þar alla tíð utan þriggja ára þegar hún bjó í Svíþjóð ásamt fjöl- skyldu sinni. Aðalstarfsvettvangur Sigrúnar utan heimilis var á Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði. Sig- rún starfaði í skátahreyfingunni, um langt árabil tók hún virkan þátt í safnaðarstarfi Hveragerð- iskirkju og í kvenfélaginu í Hveragerði um áratugaskeið. Útför Sigrúnar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag, 16. októ- ber 2009, og hefst athöfnin kl. 14. eldrar hans voru Ingvar Jónsson, f. 4.júní 1903 á Loft- sstöðum í Gaulverja- bæjarhreppi, d. 3.júní 1979, og Guð- rún Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 25. desember 1902 að Grænanesi í Norð- firði, d. 28. október 1992. Börn Sigrúnar og Guðmundar eru: 1) drengur, f. 27. nóvember 1963, d. sama dag. 2) Lilja, f. 10. febrúar 1965, maki Símon Arnar Pálsson, f. 26. desember 1961, dóttir þeirra, Sigrún, f. 10. júlí 1985. 3) Guðrún, f. 6. desem- ber 1966, maki Össur Emil Frið- Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Lilja. Mamma fæddist að Núpum í Ölf- usi og ólst upp í Hveragerði. Hún var elst systkina sinna. Mamma missti mömmu sína þegar hún var ung og hélt hún heimili fyrir bræður sína með afa og Jónu systur sinni í fram- haldinu. Mamma var sterk og skapmikil kona sem hafði skoðanir á flestum málefnum. Hún tók rökréttar ákvarðanir byggðar á skynsemi, hún stóð með sínu fólki og átti auðvelt með að sýna samhug, hvort sem til- efnin voru gleðileg eða einhver átti um sárt að binda. Mamma var trú- rækin, hún var vel lesin í bókmennt- um og fylgdist með þjóðmálaumræð- unni. Gleðin og sorgin eru systur. Við erum glöð yfir að hafa átt hana mömmu, þess vegna svo sorgmædd yfir að hafa misst hana svo allt of fljótt. Minningarnar munu fylgja okkur um ókomna tíð. Minningar um móður sem var allt umvefjandi og stöðugt vakandi yfir velferð okkar allra. Eftir því sem árin líða þá áttar maður sig betur á því hvað gott heimili er mikilvægt fyrir börnin, heimili þar sem blandað er saman trausti, reglufestu og frjálsræði. Heimili sem er stökkpallur fyrir börn til þess að takast á við lífið, þannig var heimili pabba og mömmu. Þangað komu líka margir. Mamma var hornsteinn heimilisins, hún bak- aði, prjónaði og saumaði. Hún var hrókur alls fagnaðar og sálusorgari þegar það átti við. Mamma átti ekki kost á miklu námi en bætti það upp á annan hátt, hún var mun „menntaðri“ en margir sem hafa meiri formlegri menntun en hún hafði. Hún þreyttist aldrei á að hvetja afkomendur sína til dáða í sambandi við nám og menntun, hver átti að finna sér sína syllu. Mamma var mjög heilsuhraust og í minningunni var hún aldrei veik, það var þess vegna mikið áfall að sjá hana veikjast nú í sumar. En eftir að áfallið reið yfir ákvað hún að berjast, en nú er sú orrusta töpuð. Mamma tók veikindunum af æðruleysi kannski var það til þess að hugga okkur hin. Það eru hins vegar for- réttindi að fá að kveðja eins og hún gerði, án kvala, umvafin fjölskyldu og vinum. Í lífi mömmu voru ýmis áföll og erfiðleikar, hún tók á þeim eins og efni stóðu til, leitaði í trúna, valdi leið og tók stefnuna áfram. Hún kenndi okkur það að samstaða er leiðin til sigurs. Þó mamma hafi tapað orrustunni við sjúkdóminn þá vann hún stríðið, hún skildi eftir sig arf- leifð samstöðu og sigurs. Við munum í hennar anda takast þannig á við framhaldið. Við pössum pabba sem hefur staðið eins og klettur við hlið mömmu í veikindunum og barna- börnin pössum við sérstaklega vel en það var meðal þess sem hún lagði mesta áherslu á að undanförnu. Af alhug þökkum við systkinum mömmu og mökum þeirra þá um- hyggju sem þau sýndu henni allt fram á síðustu stund. Starfsfólki líkn- ardeildar Landspítalans í Kópavogi þökkum við einstaka umhyggju og hlýju við móður okkar, þið gerðuð henni það kleift að brosa og njóta síð- ustu daganna. Þessi tími var okkur líka dýrmætur, með ykkar hjálp tókst okkur að standa. Elsku pabbi, góður Guð styrki okk- ur í sorg okkar og í þeirri vissu að við munum öll hittast á ný. Hvíl í friði, elsku mamma. Lilja, Guðrún og Björn. Hvíldu í friði, elsku amma. Ég mun alltaf minnast þess hvað þú hefur allt- af verið svo góð við mig og alla aðra, traust og áreiðanleg. Mér hefur alltaf þótt rosalega vænt um þig, elsku amma mín. Þú hefur prjónað og prjónað alla þína ævi og unnið og unnið. Alveg frá því að þú hættir að vinna hjá Ásbyrgi hafði ég alltaf hald- ið að þú myndir kvarta yfir því að þú hefðir ekkert að gera, en þú gerðir það aldrei, þú gast alltaf fundið þér eitthvað skemmtilegt að gera þér og öðrum til skemmtunar. Mér mun alltaf finnast að þú hafir sigrast á þessum ógeðslega sjúkdómi sem þú hafðir fengið því þú hefur allt- af verið svo sterk og sjálfstæð kona. Elsku amma, ég hef alltaf og mun alltaf elska þig eins og þú varst og hefur alltaf verið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þitt barnabarn, Katrín Eik. Elsku besta amma mín. Ég vil ekki trúa því að þú sért dáin og finn engin orð til að lýsa því hversu mikið ég sakna þín. Það er svo skrítið að geta ekki farið í heimsókn til þín og fengið knús sem lagar allt, finna matarilminn út á stétt eða sjá þig prjóna og hlæja til skiptis. Þrátt fyrir sorgina sem er mér svo erfið, verð ég þér ævinlega þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk til að þekkja þig og elska, alla vettlingana, peysurnar og allt hitt sem þú prjón- aðir handa mér og alla þá ást sem þú hefur veitt mér alla ævi. Guði hefur greinilega bráðvantað góðan engil fyrst hann valdi að taka þig frá okkur og ég efast ekki um að þú standir þig vel í því hlutverki eins og í öllu öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín ömmustelpa, Íris Alma. Elsku amma, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur, ég hélt alltaf að það gæti ekkert komið fyrir þig og að þú myndir verða að minnsta kosti 100 ára. En svo veikt- ist þú og núna örfáum vikum seinna ertu farin frá okkur. Ég man aldrei eftir þér öðruvísi en með einhverja handavinnu, þú varst alltaf að prjóna eitthvað eða sauma út. Ég á svo margar góðar minningar frá heimsóknum mínum til ykkar afa sem ég mun aldrei gleyma. Það sem rifjast upp með mér svona í fljótu bragði eru hrúðurkarlarnir í gróður- húsinu, hrökkbrauðssamlokur, normalbrauð með smjöri, hjóla- skautar á stéttinni, leita að ána- möðkum í moldarhrúgunni bakvið húsið ykkar, furutré á jólunum, stel- ast í hælaskóna þína, fallegi garður- inn ykkar, fletta í bókunum ykkar, glerkúlurnar hans Bjössa, þú að reyna að kenna okkur Sigrúnu að prjóna (þú gafst reyndar fljótlega upp á því ómögulega verkefni og kenndir okkur bara að hekla með puttunum í staðin), borða grænu súru berin sem áttu ekkert að vera súr en við borðuðum þau alltaf löngu áður en þau voru tilbúin því að þau voru svo góð svona súr. Þið afi að reyna að kenna okkur Sigrúnu hvað fjöllin á leiðinni á Akureyri heita, þú að svara öllum spurningunum í Trivial pursuit rétt. Svona gæti ég talið upp lengi, lengi. Ég vildi óska að ég gæti fengið að halda í heitu mjúku hendurnar þínar einu sinni enn og hlustað á þig hlæja eins og þér einni var lagið, þegar þú hlóst þá gat maður ekki annað en farið að hlæja líka, hláturinn þinn var svo smitandi og innilegur. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín dótturdóttir Dagrún Ösp. Það er komið að því að ég þarf að kveðja þig, amma mín, í síðasta sinn. Ótal minningar rifjast upp. Þegar ég var yngri og var oft hjá ykkur afa þegar mamma var í skólanum og pabbi að vinna. Þegar ég sat í horninu í eldhúsinu á elliheimilinu og fékk að sleikja sleifarnar. Þegar þú sast í stólnum í stofunni með prjónana, jafnvel að prjóna eitt- hvað á okkur barnabörnin. Með krossgátu fyrir framan þig og ég reyndi að hjálpa þér að leysa hana. Allar ferðirnar sem við fórum saman, bæði innanlands og utan. Allt rifjast þetta upp núna. Elsku amma, það er svo margt sem ég vildi hafa sagt þér, en þú hef- ur eflaust vitað það allt. Hvað þú varst mér, og hinum barnabörnun- um, mikils virði. Hjá þér áttum við öruggan verndara. Við gátum alltaf leitað til þín og þú reyndir af þinni bestu getu að leiðbeina okkur og hjálpa. Dyr þínar stóðu okkur alltaf opnar. Það var því mikið áfall fyrir okkur öll þegar þú, sem aldrei hafðir orðið veik svo ég muni, varst allt í einu orð- in alvarlega veik. Og enn meira áfall þegar okkur var gert það ljóst í hvað allt stefndi. Það var því viss gleði að sjá hversu góða daga þú áttir með bræðrum þínum og Jónu systur þinni, sem kom hingað til að eiga með þér síð- ustu stundirnar. Þú náðir að hitta alla sem voru þér svo kærir. Elsku amma mín. Með þessum orðum kveð ég þig nú þar til við hitt- umst aftur. Þín, Sigrún. Það er svo erfitt að skilja, að þú skulir vera horfin úr þessu jarð- neska lífi. Svo erfitt að skilja, að þú sért ekki hinum megin á línunni þegar ég hringi til að spjalla um hitt og þetta og hlæja svo að öllu saman. Svo erfitt að skilja, að þú verðir ekki hér til að taka á móti mér þegar ég kem í heimsókn. Það er svo margt sem verður og er erfitt að skilja. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið og verið hjá þér á þín- um síðustu dögum, geta spjallað við þig um það sem var og er. Svo þakk- lát fyrir að börnin mín þrjú og mað- urinn minn fengu að kynnast þér og heyra þig hlæja svo innilega eins og þér var tamt. Þakka þér fyrir að líta eftir honum David þegar hann var hér og gera honum dvölina auðveld- ari. Peysur sem þú prjónaðir á Lau- rie, vettlinga og sokka á Lilju. Svona mætti lengi telja. Þú varst svo dugleg að koma til mín, stund- um var veðrið dálítið heitt og einu sinni sagðir þú „ Ég kem aldrei aft- ur til Blythe í ágúst“ og þú stóðst við það. Þú varst lánsöm með börnin þín og alla þína fjölskyldu, sem sýndi sig ekki síst í þessu erfiða stríði við ólæknandi sjúkdóm. Þau eiga öll stóran stað í hjarta mínu, ég á engin orð yfir því hve ég dáist að þeim öll- um. Að lokum vil ég þakka allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegn- um árin. Þú varst stoðin sem hélst öllu uppi í blíðu og stríðu. Sofðu í friði, systir mín stóra. Þín systir, Jóna. Systir mín Sigrún Helgadóttir er látin eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hún fæddist að Núpum í Ölfusi 1940 en foreldrar okkar fluttu í Hveragerði þar sem þau voru meðal frumbýlinga í vax- andi þorpi. Alls urðum við systkinin sex, tvær systur og fjórir bræður. Það var því oft mikið um að vera og Lilja móðir okkar hafði í nógu að snúast frá morgni til kvölds eins og títt var á stórum heimilum þar þurfti að sjá um mat og klæði á allan hópinn. Helgi faðir okkar vann langan vinnudag við smíðar og önn- ur verkamannastörf og var á vertíð- um í Þorlákshöfn. Það kom því í hlut systranna Sig- rúnar og Jónu sem voru elstar í systkinahópnum að aðstoða mömmu við heimilishaldið. Þegar Sigrún var aðeins 15 ára veiktist móðir okkar alvarlega af krabba- meini sem dró hana til dauða tveim- ur árum seinna 1958. Til þess að halda heimilinu saman og þurfa ekki að koma okkur bræðrunum, sem vorum á aldrinum sex til fjór- tán ára, í fóstur til vandalausra varð það að ráði að þær systur tækju að sér að sjá um heimilisstörfin. Þetta var ekki létt verk fyrir óharðnaða unglinga. Þær þurftu að skiptast á að fara í skólann en sinna okkur bræðrum og heimilinu þar fyrir ut- an. Við vorum of ungir til að kunna að meta verk þeirra þá en oft síðan hef ég hugsað um hve mikil ábyrgð var lögð á þeirra ungu herðar og af hve mörgum tækifærum þær misstu sem aðrir jafnaldrar þeirra nutu. En faðir minn hafði ekki önn- ur ráð og þetta var okkar lán. Við fengum að alast upp saman og þrátt fyrir sára reynslu var oft kátt í kotinu. Það reyndi þó oft á þær systur enda við bræður ekki alltaf stilltir og prúðir, það kom sér stundum vel að geta hlaupið hratt. Þegar Sigrún stofnaði heimili með Guðmundi Ingvarssyni garð- yrkjumanni fluttu þau í eigið hús, en við héldum áfram heimili með föður okkar en vorum í fæði hjá Sigrúnu. En sorgin knúði aftur að dyrum þegar pabbi okkar veiktist hastar- lega og dó eftir aðeins þriggja daga legu árið 1967. Enn var það Sigrún sem varð okkar bjargvættur þegar hún og Guðmundur fluttu með Lilju litlu dóttur sína heim til okkar bræðra og hélt heimili með okkur þar til við fluttum að heiman. Jóna systir mín hefur verið búsett lengi í Bandaríkjunum en í heim- sóknum hennar til landsins hittist stórfjölskyldan gjarnan og þá er kátt á hjalla. Þá hefur dillandi hlátur Sigrúnar oft yfirgnæft samkvæmið og stutt verið í skondnar athuga- semdir hennar um menn og málefni. Þannig var hún; ákveðin, kát, um- hyggjusöm og lét sér annt um alla í fjölskyldunni. Síðustu vikur hafa verið fjölskyld- unni mjög erfiðar en Guðmundur, Lilja, Guðrún, Bjössi og fjölskyldur þeirra viku ekki frá henni og studdu hana af öllum mætti í þessari erfiðu raun sem enginn fær sigrað. Það var ómetanlegt að Jóna gat komið og verið með systur sinni síðustu tvær vikurnar sem hún lifði. Sigrún systir mín var mér alla tíð mjög kær og ég kveð hana með sár- um söknuði. Við Fríða og börnin okkar Þóra og Helgi vottum fjöl- skyldu Sigrúnar dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um kæra syst- ur. Sigurbjörn Helgason. „Sigrún og Jóna eru að koma“… Það var gleði og tilhlökkun í rödd- innni, þegar tilkynnt var að sæist til þeirra systra á leið inn í Reykjakot í heimsókn til okkar. Þeim fylgdi hressandi andblær – mikið spjallað og hlátrasköllin ómuðu um húsið. Þeim var boðið í stofuna og bakaðar pönnukökur eða annað góðgæti með kaffinu. Foreldrum okkar voru þær aufúsugestir enda hafði verið mikill samgangur við heimili foreldra þeirra, Lilju sem pabbi kallaði fóst- ursystur sína og Helga eiginmanns hennar. Lilja og mamma voru góðar vinkonur. Mamma saknaði alltaf Lilju og talaði oft um hana, en hún féll frá langt fyrir aldur fram frá barnahópnum sínum. Þær systur voru tryggar vinkonur foreldra okk- ar og þegar Jóna flutti til Ameríku hélt Sigrún áfram að heimsækja þau og fylgjast með þeirra lífi. Þegar Jóna kom í heimsókn til Íslands kom hún undantekningalítið með Sig- rúnu í heimsókn. Það er margs að minnast þegar hugsað er áratugi aftur í tímann um lífið í fjölskyldu okkar. Sigrún var aldrei langt undan. Hún var einstak- lega trú og trygglynd mömmu og pabba. Þegar mamma fór að tapa kröftum kom hún og spjallaði við hana. Mamma gladdist alltaf þegar Sigrún kom. Hún var hress, spjall- aði og hló hátt. „Það er alltaf svo hressandi að hitta hana Sigrúnu,“ sagði mamma oft. Þegar mamma lést kom Sigrún til pabba og gaf honum einstaklega fal- legt bréf frá henni og Guðmundi sem hún hafði skrifað í minningu mömmu. Það bréf lýsir best þeirri hlýju og trygglyndi sem einkenndi hana. Fyrir hönd pabba sendum við Guðmundi og fjölskyldu, systkinum og fjölskyldum hugheilar samúðar- kveðjur. Guðbjörg Dagmar, Kristjana, Sigurveig og Guðmundur Ingi. Kæra Sigrún, Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Ég þakka þér, Sigrún, fyrir ára- langa vináttu og trygglyndi við mig Sigrún Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.