Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 5
en svo fjarlaegjsst Þau aftur og halda göralu samtalsslitrunum afram.- Það er eins og Það sé einkenni á trúlofuðu, ástföngnu fólki, hve oft Því bregzt talandinn. Þau eru komin að dyrunum heima hjá henni. Ándatak stanza Þau eins og til að kveðjast, en halda svo áfram göngunni - Það er eins og hvorugu finnist enn kominn tími til að skilja, enda ekki von, Þau Þurfa að segja hvort öðru svo margt, sem illt er að koma orðum að, í kvöld. Þess vegna halda Þau nú áfram én Þess að segja orð, án Þess að horfo hvort é annað - Þögul, hugræn ákvörð- un beggja.- Bæði skoða Þau stutta skuggana, sem líða eftir götunni hlið við hlið í gul- granu tunglsljósinu, bæði hugsa um Það sama, en Þegja,- Hann ætlar víst að segja eitt- hvað núna - en hættir. Hún lítur á hann, spyr: "Hvað ætli klukkan sé orðin?" "Hún er varla neitt. Ætli hún sé meira en hélffjögur?" En hún er orðin hálffimm. Þau snúa við aftur, og nú veit hann, að hún mimi fara inn. Hvað á hann að segja? Og gera? Þögul hafa Þau gengið að dyrunum. Hann finnuir að hann verður að segja eitthvað. En hvað? - Hún verður fyrri til: "Góða nótt". Hún réttir honum höndina, brosir og hall- ar höfðinu svo, að mjúkir og fagrir andlits- drættimir koma skýrt x ljós. Og tennumar skína eins og snjór x tunglsljósi á fjöllum. Andartak Þrýstir hann lítinn hanzkann. En svo dregur hann hana að sér og ungir, heitir munnar Þeirra mætast í ástríðufullum kossi í gljúpu og gulbleiku skini tunglsins, sem er rétt að hverfa í kolsvarta skýja- bólstra, sem líða hægt upp á himininn, eins og skuggi á lofti í skrautlýstum danssal. "Punktum og basta". BARNASKAPUR. Það var septemberkvöld, og Það var í raun og veru alveg eins og ótalmörg kvöld í september hafa verið á umliðnum öldum. Loftið var kyrrt 03 mollulegt og mettað af raka vegna langvarandi rigninga. Langt úti í himingeimnum blikuðu nokkrar stjömur og helbleikt andlit mánans sást glott- andi é-bak við dökkgráar skýjaslæður. I fjarska heyrðist Þungur émiður, og öðruhvoru skríkti hrossagauiur niðri í mýrinni fjrir neðan. Uppi í fjallshlíðinni jarmaði lamb með langdregnum og tregablöndnum rómi, eins og á bak við hann fælist öll örvænting heimsins. Sn Þó að náttúran væri fullkomlega samkvæm sjálfri sér Þetta kvöld, fannst mér Það allt öðruvísi en öll önnur kvöld, sem ég hafði lifað. Mér virtist allt vera svo óendanlega tómlegt og eyðilegt. Pyrir stuttu síðan fannst mér allur heimurinn brosa við mér, en nú var eins og grátur og stunur ksonu úr öllum áttum. Pyrir hélftíma var ég a.ð skilja við stúlk- una, sem ég elskaði, og Það var sú eina, sem ég hafði nokkru sinni elskað á æfinni. Mér fannst Það óbærileg tilhugsun að vera án henn- ar heilan vetur eða meir. Þessi stúlka hét Hulda, og hafði verið kaupa- kona hjá okkur um sumarið. Við vorum aðeins Þrjú é heimilinu, ég, móðir mín og gömul kona; við urðum Þess vegna að fé einhverja hjálp um sláttinn. í júlí kom Hulda akandi í ljósgulum bíl, alla leið sunnan úr Reykjavík. Ég hafði ekki fyr séð hana, en ég varð hugfanginn af henni. Mér fannst hún svo yndisleg, að ég á engin orð til að lýsa með tilfinningum mínum gagnvart henni. Og uppfrá_Þessum degi fannst mér lífið eins og hugnsunur dra.umur, og ég tók ekki lengur eftir hinum ískalda og hrjúfa veru- leika, en sé allt í einskonar rómantískuim Þoku- hjúp, sem blindaði dómgreind mína og skynsemi. Pyrs'ts daginn, sem við Hulda vorum saman, hélt hin takmarkalausa óframfæmi sveitadrengs- ins tilfinningum mínum gagnvart henni í skefj- um. En hugsanir mínar yfirgáfu hana aldrei, og á nóttunni dreymdi mig hana. Þegar Þrjár vikur voru liðnar fré komu hennar, kysstumst við í fyrsta sinn. Eg gleymi Þeirri stundu aldrei, Þegar ég fann hlýjan vanga. hennar og mjúka, kitlandi lokka hennar, snerta kinn mína, og heitan andadrátt hennar leika um andlit mitt. Það fór einhver sjrdu- kend tilfinning um hverja. einustu frumu líkama míns. Ég gleymdi öllu í veröldinni, nema hernii., sem sat við hliðina á mér. Sumarið leið, og við Hulda vorum mestallan daginn ein úti á engjum. Hún sagði mér frá svo ótelmörgu úr höfuðstaðnum, sem ég hafði aldrei séð eða heyrt. Ég hlustaði hugfanginn á frásagnir hennar, og mér fannst að Reykja- vík hlyti að vera einhver æfintýraheimur í líkingu við Þá, sem sagt er frá í "Þúsund og einni nótt". Já, til Reykjavíkur ætleöi ég að fara við fyrsta tækifæri, -og Þar myndum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.