Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 6
-6- við Hulda kaupa okkur fallegt hús með öllu tilhejrfcandi, og alltaf vera saman. Þessu lxkir voru dagdraumar mínir} og ég styrktist í Þeim með hverjum degi, sem leið. í gær hafði Hulda fengið símskeyti Þess efnis, að móðir hennar lægi veik, og að hún yrði að koma strax. í dag fylgdi ég henni ofan að Þjóðveg- inum, og ætlaði hún að komast x áætlunar- bíl, sem átti að koma norðan yfir heiðina. Við töluðum margt saman a leiðinni.Hún ætlaði að skrifa mér starx og hún kæni heim til sín og svo ætlaði ég sð svara henni um hæl aftur, og Þannig átti Það að ganga til allan vetui'inn. Næsta vor ætlaði hún að koma aftur. Við vorum nú komin niður að veginum og settumst niður x lítinn hvamm, sem var umgirtur af skógarkjarri. Blöð trjánna höfðu tekið á sig ótal liti og féllu í hrönnum til jarðar, ef vindkviða Þautyfir. Nokkrir Þrestir flögr- uðu á milli hrís.lanna og tístu ömurlegaj Þeir voru víst að sakna sumarsins og ástar- æfintýra Þess. Við sátum hljóð og biöum. Eftir litla stund kom bíllinn. Bxlstjórinn bauð Huldu að setjast upp í og tók við farangri henn- ar. Ég Þrýsti hönd hennar og óskaði henni góðrar ferðar. Bíllinn rann af stað með glampandi Ijósum, og ég sá að Hulde veif- aði með hendiixni út um gluggann. Eftir litla stund var hann horfinn, Ég sac lengi kyr i hvamminum og starði nicur í bælt grasið, Þar sem Hulda hafði setið,- Svo gekk ég heim. Það leið hálfur mánuður, og á hverjum degi vonaðist ég eftir bréfi frá Huldu, en Það kom ekki. Ég komst loks að Þeirri niðurstöðu, að Það hlyti að hafa misfarist á leiðinni, og núværi hún líklega farin að vonast eftir bréfi frá mér. Svo settist ég niður eitt kvöld, og skrifaði bréf. Það var langt og innilegt ástarbréf, fullt af hjartnaamxm endurteknir.gum ’• hinni órjúfanði. ást minni og Þrá eftir henni. Að endingu kvaðst ég vonast eftir svari frá hcnni. Sxðan kom ég bréfinu í póst. Þegar annar hálfur mánuður hafði liðið var ég á gangi niöur við Þjóðveginn. Merkin um nærveru hins volduga höfðingja, vetrar- ins, voru hvarvetna auðsæ. Birkihríslurnar réttu upp naktar grein- ar.sír.ar eins og Þær væru að leita að yl og birtu sólarinnsr, sem nú var horfin niöur fyrir s j óndeilda rhringinn. Fölnuð puntstráin bognuðu undan átökum hins kalda haustvindar, en réttu sig jafnan upp aftur, líkt og í Þrjóskulegri en vonlausri vörn gegn ofríki hans. Ég sá bíl k.'T.Ci neðan veginn, og Þegar hann var kominn á móts við mig, nam hann staðar og flauteði. Ég gekk til hans. Bílstjórinn rétti bréf út um gluggann. "Þetta er víst hingað", sagði hann, - Ég tók við Því, og hjartað í mér tók kipp, Þegar ég sá. að Það var til mín. Það var áreiðanlega frá Huldu, Ég gekk út fyx-ir veginn og settist niður í runna. Ég var óstyrkur a.f gleði og reif umslagið upp með skálfandi höndum, og tók fram bréfið. Það hljóðaði svo: Kæri kunningi.' Þú verður að fyrirgefa, að ég hefi ekki haft nokkurn tíma til Þess a.ð skrifa Þér fyr. Ég fékk bréf frá Þér fyrir nokkru og varð meira en lítið hissa á Þvx, hve alvarlega ÞÚ hefir tekið kunríingsskap okkaj', Þar sem Þú ert að tala um trúlofun. I3ú hlýtur að sjá, að slíkt e;- ekkert nema bamaska.pur. Vertur sæll. Hulda, P,s. . É3 t>ýst ekki við að hafa tíma til Þess að skrifa Þér oftar i 'vetur. Hulda. Bréfið datt úr höndum mínum, niður í föln- að grasió. Mér fannst Það svíða fingurgóma mína. Einhver ónotakc.udur hrollur og magnleysi fór um mig allan. - Ég halla.ðist aftur á bak og hrxslurnar svignuðu undan Þunga mínum. "Barnaskapur, barnaskapur" endurtók ég ósjáifrátt Eíðan féll ég í einskonar mók. Ég heyrði hjartaslátt sjálfs mxns eins og Þung högg x f'jarska. Blóðið svall í æðunum, eins og Þær væm of Þröngar. Þannig leið lang- ur txmi. Ég vaknaði við aftur, Þegar vindkviða feykti einhverju framan í mig, og ég Þreifaði eftir Því með hendinni. Það var gult birkilauf. Ég kreisti Það í lófanum, svo að neglumar skárust inn í holdi.ð. "Fölnaðftlauf", tautaði ég. Hvað er nú eftir af fegurð Þinni? 1 sumer Þegar Þú breiddir Þig á móti sólargeislunum og sveigst döggina hefir ÞÚ víst haldið, að sumarið myndi vara að eilífUo Hvílíkur barnaskapur.' iríLlt lífið er barnaskapur.1 X. 1

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.