Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 8
Þetta tókst meö ágætum, þrátt fyrir nauman tíma. Frú Aslaug aðstoðaði við að reg- istra meðan á flutningi stóð. Allmargir áheyrendur létu í Ijós ánægju með þessi tónverk og flutning þeirra að hljómleikum loknum. Síðast á dagskrá var tónverk fyrir kór, orgel og hljómsveit eftir Magnar Ám (f. 1952). Flytjendur voru Bergen Domkantori, Tor Grönn (orgel) og félagar úr Sinfóníu- hljómsveit Álaborgar. Þarna var á ferðinni allnýtískulegt verk, nokkuð langdregið en prýðisvel flutt. Síðasta íslenska verkið var á dagskrá á laugardagskvöld kl. 22.00 í Ansgars kirkju. Þá lék Gústaf á áðurnefnt 46 radda Andersen orgel Meditation fyrir orgel yfir sálmalagið, „Jesú min morgunstjarna“ eftir Gunnar Reyni. Verkið er látlaust en gull- fallegt og vel samið. Það staðfesti áheyrendahópurinn, sem hlustaði frá byrjun til enda þannig að ekki varð um villst að hér var á ferð tónlist og flutningur sem náði tökum á áheyrendum, enda spilaði Gústaf af öryggi og listfengi og nýtti vel þetta stóra og góða hljóðfæri. Það voru þvi glaðir íslendingar sem gengu út í kvöldkyrrðina að tónleikum loknum þetta kvöld. Að vísu höfðum við heyrt fleira á þessum hljómleikum. Sixten Enlund frá Finnlandi lék af mikilli snilld orgelverk eftir Sture Isacsson (f.1937) og mótettu- kór dómkirkjunnar í Lundi flutti einnig mjög vel 4 kórverk eftir sænsk tónskáld. í þeim kór voru 2 íslenskar konur sem skiluðu vel sínum hlut. íslendingar höfðu þvi verið landi og þjóð til sóma þennan dag. Ég get ekki stillt mig um að vekja athygli á því að t.d. í Danmörku er organista- starf og það sem því fylgir fullkomið starf (aðalstarf) sem nægir til að sjá fyrir fjöl- skyldu og komast vel af fjárhagslega, en hér verða organistar að hafa sitt starf sem aukastarf en hafa annað aðalstarf til að lifa af því. Danskir organistar hafa því um 4 sinnum hærri laun en íslenskir og dómorganist- ar um 6 sinnum hærri laun. Auðséð er, að aðstöðumunur er hjá íslenskum og dönskum organistum og ólíku saman að jafna þegar sest er við orgelið á sömu tónleikum til að skila erfiðum list- rænum flutningi á þetta mikla og margbrotna hljóðfæri. Enn er eftir að lýsa fundum og tónleikahaldi frá sunnudegi og mánudegi, en ég læt hér staðar numið, þar sem hlutur okkar íslendinga var fallinn inn í myndina. Kristján Sigtryggsson Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri Orthulf Prunner ritari: Glúmur Gylfason Afgreiðslumaður blaðsins: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37 R. Prentað í Borgarprent. Útgáfu önnuðust: Kri.stján Sigtryggsson ábm, Páll Halldórsson og Páll Kr. Pálsson. H ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.