Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 14
Islendingar í Vínarborg í 1. tbl. „Organistablaösins" 15, árgangi er sagt frá heimsókn íslenskra organista til Klosterneuburg I úthverfi Vínarborgar. Þar er farið lofsamlegum orðum um Helmut Neumann prófessor og tónskáld, „en hann hefir verið íslenskum tónlistarmönnum I Austurríki mjög hjálplegur og haft forgöngu um að koma þeim á framfæri þar á hljómleikum". Ekki er úr vegi að bæta hér nokkru við fyrir þá, sem hafa I hyggju að nema tónlist erlendis. Helmut Neumann er skólastjóri Franz Schubert Konservatóríum I Vínarborg. Heimilisfang skólans er: Hegelgasse 3 A-1010, Wien 3, sími 523483. — Gott orð fer af skólanum, enda skipaður úrvals kennaraliði. Auk venjulegra greina er þar sérstök jassdeild svo og leiklistar og framsagnardeild. Kennarar eru 56. Tónsmíðar Helmut Neumanns hafa vakið verðskuldaða athygli. Nýlega hafa verið frumflutt þessi verk eftir hann: Metamorphosen um stef eftir J.S. Bach fyrir blásarakvintett op. 25, fiðlukonsert op. 27 og lagaflokkur við Ijóð eftir Gunnar Dal op. 30. Ljóðin þýddi hann sjálfur á þýsku. Loks má geta þess að hann vinnur nú að samningu óperu. Efni hennar er sótt í „Sögu Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. P.K.P. ÍSTÓNN HF. kynnir og selur íslenskar nótur um víða veröld. Hún útvegar líka allar nótur erlendis frá ÍSTÓNN HF. Freyjugötu 1 - Sími 21185 14- ORGANIS'rAHLAUIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.