Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. ÞÝSKA meistara- liðið Kiel, sem Al- freð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leik- ur með, vann öruggan átta marka sigur á Amicitia Zürich, 34:26, þegar liðin mættust í Zürich á laugardag í meistaradeild Evrópu í handknatt- leik. Kiel var sjö mörkum yfir í hálf- leik, 19:12. Aron skoraði tvö af mörkum Kiel en línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson gerði sex af mörkum svissneska liðsins. Ingvar Guðjónsson og Jónas Elías- son dæmdu leikinn. Kiel er efst í D- riðli meistaradeildarinnar með 11 stig að loknum sex leikjum og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í átta liða úrslitum þótt enn séu tvær um- ferðir eftir af riðlakeppninni. Kári Kristján og félagar reka lestina með eitt stig. Danska handknattleiksliðið FCK, sem hefur Arnór Atlason í sínum röðum, vann níu marka sigur á norska meistaraliðinu Fyllingen, 28:19, í C-riðli meistaradeildar Evr- ópu í handknattleik í Bergen. Arnór skoraði tvö mörk fyrir FCK en Andri Stefan Guðrúnarson gerði eitt mark norsku meistaranna sem voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 15:11. FCK er í fjórða sæti C-riðils með sex stig að loknum sex leikjum. Fyll- ingen er neðst án stiga. iben@mbl.is Kiel er í góð- um málum Aron Pálmarsson HK og KA/Þór skildu jöfn, 26:26, í N1-deild kvenna í hand- knattleik, en lið- in mættust á laugardag í Digranesi í Kóp- vogi. Gestirnir frá Akureyri voru marki yfir í hálfleik, 14:13. Liðin eru bæði með 3 stig en KA/ Þór er í þriðja neðsta sæti eftir 7 leiki en HK hefur leikið 8 leiki og er í næstneðsta sæti. Elva Björg Arnarsdóttir var at- kvæðamest í liði HK með 8 mörk og Elín Anna Baldursdóttir skoraði 4. Arna Valgerður Erlingsdóttir skoraði 6 mörk fyrir KA/Þór og þær Martha Hermannsdóttir og Emma Sardarsdóttir skoruðu 4 mörk hvor fyrir KA/Þór. Jafntefli í botnslag Elva Björk Arnarsdóttir STJARNAN átti ekki í vandræð- um með nýliða Víkings í N1- deild kvenna á laugardaginn. Staðan var 22:8 í hálfleik og leik- urinn endaði 46:20. Víkingur er án stiga á botni deild- arinnar eftir 7 leiki en Íslands- meistaralið Stjörnunnar er í efsta sæti deildarinnar. Þorgerður Anna Atladóttir skor- aði 11 mörk fyrir Stjörnuna og þær Esther Viktoría Ragnarsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir skor- uðu 10 mörk hvor. Sigríður Ósk Jónsdóttir og Guðný Halldórsdóttir skoruðu 5 mörk hvor fyrir Víking. 11 mörk hjá Þorgerði Þorgerður Anna Atladóttir Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is HAUKAR virtust værukærir í byrj- un en Gróttumenn fóru heldur illa að ráði sínu um miðjan fyrri hálfleik þegar þeir, einum fleiri, fengu á sig tvö mörk í stað þess að ná forystu. Fyrir vikið var leikurinn í járnum en um miðjan síðari hálfleik var eins og allur kjarkur færi úr gestunum. Haukar nýttu sér það til hins ýtrasta enda Hjalti Pálmason úr Gróttu far- inn með þrjár brottvísanir. Aron Rafn Eðvarðsson fór á kostum í marki Hauka þegar hann leysti Birki Ívar Guðmundsson af og varði 19 skot. „Maður reynir. Það er gott að fá tækifæri, ég er bara tvítugur og enn efnilegur svo ég á enn eftir að ná fram mínu besta. Það kemur hægt og rólega,“ sagði Aron Rafn eftir leikinn og taldi sigurinn ekki sjálfsagðan. „Þetta var mjög gott, vörnin var mjög góð og sóknarleikurinn sterkur af og til en datt svolítið niður þegar leið á leikinn. Grótta er með sterka leik- menn, gamla Haukamenn, sem hafa unnið alla titla, og það þarf einbeit- ingu allan leikinn til að vinna.“ Freyr Brynjarsson skilaði sínu eins og venjulega og Björgvin Hólm- geirsson kom sprækur inn í síðari hálfleiknum en minna fór fyrir öðrum. Varnartröllið í Gróttu, Ægir Hrafn Jónsson, byrjaði vel, stóð eins klettur í vörninni en brá sér líka í sóknina þar sem hann fékk tvö víti og skoraði þrjú mörk. Hann meiddist svo á hné í lok fyrri hálfleiks og kom ekki meira við sögu. Gaman var að sjá hann láta til sín taka í sókninni. „Það var mjög erf- itt að horfa á leikinn af bekknum. Lið- ið mátti ekki við því að missa Hjalta og mig, því hópurinn er ekki svo stór. Það reyndist okkur dýrt. Þetta var erfitt eins og við vissum en við ætl- uðum að reyna að halda þeim frá hraðaupphlaupunum sínum. Þeir fengu þau samt í seinni hálfleik þegar við fórum að vera kærulausir í sókn- inni og glopra boltanum niður. Ég tel að við séum með góða vörn eins og sást þegar við náðum að stilla henni upp og við náðum að halda í við þá en um leið og þeir fá hraðaupphlaupin verður þetta erfitt,“ sagði Ægir eftir leikinn. Auk hans var Gísli Rúnar Guðmundson góður í markinu og Jón Karl Björnsson á vítalínunni þar sem hann skoraði úr öllum sjö vítum sín- um. Morgunblaðið/Eggert Skytta Sigurbergur Sveinsson landsliðsmaður og stórskytta Íslandsmeistaraliðs Hauka þrumar hér að marki Gróttu í gær. Grótta gafst upp  Seltirningar héldu í við Hauka en sátu eftir í 31:24-tapi  Haukar ósigraðir Grótta sótti Hauka heim í Hafn- arfjörðinn í gær á Íslandsmótinu í handbolta karla og fram eftir leik var ekki hægt að sjá hvoru liðinu var spáð sigri í deildinni og hvoru falli. Eftir að Haukar tóku sex marka syrpu sem skilaði sjö marka forskoti voru úrslitin ljós. Haukar hafa því enn ekki tapað leik. Þeir eru samt í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Val, en eiga leik til góða. FH-ingar skutust upp í þriðja sæti N1-deildar karla í handknattleik með stórsigri á Stjörnunni, 29:18, í Mýrinni í Garðabæ á laugardaginn. Stjarnan er áfram næstneðst í deildinni með tvö stig að loknum sex leikjum eins og Fram. FH-ingar virðast vera að ná sér á strik í deildinni, en eftir tvo tapleiki í röð hafa þeir unnið tvo síðustu leiki, gegn Akureyri í bikarkeppninni og síðan á móti Stjörnunni í deildinni. Leikmönnum Stjörnunnar tókst að halda í við FH-inga í fyrri hálf- leik á laugardag. Aðeins munaði tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, en staðan var þá 12:10, FH í vil. Í síðari hálfleik skildu hinsvegar leiðir liðanna þegar leik- menn FH skoruðu 17 mörk á sama tíma og þeir fengu aðeins á sig átta. Eins og stundum áður var Ólafur Guðmundsson allt í öllu í FH-liðinu. Hann var markahæstur að þessu sinni með átta mörk. Leikstjórn- andinn Ásbjörn Friðriksson skor- aði sex mörk eins og stórskyttan efnilega Ólafur Gústafsson. Skot- nýting Ásbjörns og Ólafs var mjög góð. Eyþór Magnússon var at- kvæðamestur leikmanna Stjörnunnar og skoraði fimm mörk. Vilhjálmur Halldórsson skoraði þrjú mörk. FH-ingar fóru létt með að vinna sér inn tvö stig í Mýrinni Ásvellir, Íslandsmótið í handknatt- leik, úrvalsdeild karla, N1-deildin, sunnudaginn 22. nóvember 2009. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 5:4, 10:7, 12:8, 13:11, 13:13, 16:15, 16:17, 19:18, 19:19, 21:19, 27:20, 30:22, 31:24. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8/4, Freyr Brynjarsson 6, Björgvin Hólmgeirsson 4, Elías Már Hall- dórsson 4, Heimir Óli Heimisson 2, Einar Örn Jónsson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 2/1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Jónatan Jónsson 1, Stefán Rafn Sigmundsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Gróttu: Jón Karl Björnsson 8/7, Anton Rúnarsson 6, Ægir Hrafn Jónsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 2, Hjalti Þór Pálmason 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Halldór Ingólfsson 1. Varin skot: Gísli Rúnar Guðmunds- son 14 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Þar af fékk Hjalti Þór Pálmason rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Áhorfendur: Um 440. Haukar – Grótta 31:24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.