Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 ÞEGAR dregið var í 32 liða úrslit EHF- keppninnar í handknattleik í haust prísaði Ar- on Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, sig sælan yfir að hafa ekki dregist gegn rússneska liðinu Astrakhan. Frá Íslandi er langt og dýrt ferðalag til Astrakhan sem Haukar voru fengir að komast hjá. Aron og lærisveinar hans eru hinsvegar ekki lausir úr þeirri „hættu“ að mæta Astrakhan í keppninni því bæði lið verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit EHF-keppninnar í höf- uðstöðvum EHF í fyrramálið. Auk Hauka og Astrakhan verða þýsku liðin Göppingen, Lemgo og Flensburg í hattinum hjá EHF á morgun en Íslendingar leika með tveimur síðastnefndu lið- unum. Dunkerque sem Ragnar Óskarsson spilar með verður þar einnig svo og svissneska liðið Kadet- ten sem Björgvin Páll Gúst- avsson landsliðsmarkvörð- ur er á mála hjá, auk Aragon og La Rioja frá Spáni, danska liðsins GOG, Cleje Lasko frá Slóveníu, Tartan Presov frá Slóvakíu, Benfica frá Portúgal, Trimo Trebnje frá Slóv- eníu, Istres frá Frakklandi og AaB frá Dan- mörku. iben@mbl.is Enn er möguleiki á ferð til Astrakhan Aron Kristjánsson DANSKA handknattleiksliðið GOG, sem Guð- mundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Ás- geir Örn Hallgrímsson leikur með, tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum EHF-keppninnar í hand- knattleik í gær. Þá vann liðið öruggan sigur á Partizan Belgrad, 27:19, á heimavelli og vann því samtals með fjögurra marka mun í tveimur leikjum. Það gekk alls ekki þrautarlaust hjá leik- mönnum GOG að tryggja sér sigurinn. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka munaði að- eins þremur mörkum á liðunum, 21:18. Á endaspretti leiksins fór Norðmaðurinn André Jørgensen mikinn og skoraði fimm af síðustu sjö mörkum GOG. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú marka GOG. Hrikaleg staða Þótt vel gangi hjá GOG innan vallar þá er allt aðra sögu að segja af stöðu þess utan vallar. Í gær var greint frá því að félagið hefði tapað um 175 millj- ónum íslenskra króna á síð- asta fjárhagsári og rambaði á barmi gjaldþrots, kæmi ekki verulega aukið fjármagn inn í reksturinn á næstu mánuðum. iben@mbl.is GOG slapp inn í 16 liða úrslit Guðmundur Þ. Guðmundsson eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ,,JÁ, ÉG ætla allavega rétt að vona það. Ef við höfum ekki haft gaman af þessum leik í dag þá veit ég ekki hvað. Mér fannst allir vera glaðir í dag og allir ætluðu að leggja sig fram. Það var sama hver kom inn á, allir stóðu fyrir sínu. Mér fannst þetta því bara fínn leikur og fínn dagur,ldquo sagði lands- liðskonan Hanna G. Stefánsdóttir sem fór hamförum í markaskorun í síðari hálfleik og skoraði þá 10 af 13 mörkum sínum í leiknum. Veisla hjá Haukum Haukar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 4:0 en þá tókst FH-ingum að snúa blaðinu við og náðu þeir foryst- unni, 5:4. Jafnræði var með liðunum fram að leikhléi en Haukar náðu þó að skora síðustu þrjú mörkin fyrir hlé og voru yfir, 14:11, fyrir síðari hálfleikinn. Þá hrundi leikur FH algerlega og Haukakonur gengu á lagið og völtuðu yfir granna sína. Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið næði að landa stigunum sem í boði voru og leikurinn varð hálfgerð hraðaupp- hlaupsveisla fyrir Hauka. Hanna segir Hauka hafa reynt að bæta andann í herbúðum sínum fyrir grannaslaginn: ,,Við ákváðum að hysja upp um okk- ur buxurnar og mæta jákvæðar til leiks. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur og við höfum bara ekki náð sam- an. Við höfum allar verið þungar og í fýlu. Það er eiginlega rétta orðið yfir þetta. Við ákváðum að taka okkur saman í andlitinu eftir síðasta leik en sá leikur var ekkert annað en rass- skelling. Mér finnst að við séum á upp- leið. Boltinn fékk að ganga betur á milli leikmanna í sókninni. Vörnin hef- ur líka batnað hjá okkur og við fengum fína markvörslu í þessum leik. Við get- um auðvitað bætt okkur meira og þurf- um að gera það,“ sagði Hanna enn- fremur í samtali við Morgunblaðið. Óhætt er að taka undir með Hönnu um að markvarslan hafi verið í lagi hjá Haukum því Bryndís Jónsdóttir varði 24 skot og var besti leikmaður liðsins ásamt Hönnu. Hjá FH var Ragnhildur Guðmunds- dóttir að venju markahæst og skoraði að þessu sinni níu mörk. Líklega er það undir meðaltali hennar á þessari leik- tíð þó það kunni að hljóma ótrúlega. Hin leikreynda Jolanta Slapikiene stóð fyrir sínu í markinu og varði 18 skot. Haukar fundu taktinn  Hanna G. Stefánsdóttir segir Haukakonur hafa verið í fýlu  Hristu af sér slenið og völtuðu yfir FH í Hafnarfjarðarslagnum  Hanna skoraði 13 mörk Morgunblaðið/Eggert Einbeitt Ester Óskarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistaraliðs Hauka, skoraði fjögur mörk gegn FH í gær. Haukar ráku heldur betur af sér slyðruorðið í Hafnarfjarðarslag gegn FH í N1-deild kvenna í handknattleik í gær. Leikið var á Ásvöllum og eftir fremur jafnan fyrri hálfleik skildu leiðir í þeim síðari og Haukar unnu stórsigur, 35:19. Afleitt gengi Hauka hefur vakið athygli að undanförnu og þá sérstaklega hversu stóra skelli lið- ið hefur fengið gegn toppliðunum. Haukar urðu deildarmeistarar á síð- ustu leiktíð og eru með svipaðan leik- mannahóp og þá. Stórsigur í gran- naslagnum gæti snúið dæminu við. Guðjón ValurSigurðsson skoraði fjögur mörk þegar Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sigur á Gorenje Velenje, 37:29, í meist- aradeild Evrópu í handknattleik í gær en leikið var á heimavelli Slóvenanna. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö marka RN Löwen og Ólafur Stef- ánsson eitt. Rhein-Neckar Löwen og Veszprém eru efst í B-riðli meist- aradeildar með 10 stig að loknum sex leikjum.    Róbert Gunn-arsson var markahæstur leikmanna þýska liðsins Gummers- bach þegar þeir unnu KH Kast- rioti-Ferizaj, 38:13, í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum EHF- keppninnar í handknattleik í Kosovo í gær. Róbert skoraði sjö mörk þeg- ar Gummersbach tryggði sér öruggt sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Uppselt var á leikinn í Kosovo þótt nokkuð ljóst væri að heimamenn ættu enga möguleika á sigri eftir að hafa tapað fyrri leiknum með 27 marka mun. Alls greiddu um 3.000 áhorfendur aðgangseyri.    Alexander Petersson skoraðifimm mörk fyrir Flensburg þegar liðið vann sinn annan stór- sigur á Maccabi Rishon LeZion frá Ísrael á einni viku í EHF-keppninni í handknattleik í dag, 43:25. Leikið var í Campushalle í Flensburg.    Þórir Ólafsson skoraði tvö markaLübbecke og Heiðmar Fel- ixson eitt þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Wetzlar, 33:27, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik.    Minden, semGylfi Gylfason og Ingimundur Ingimundarson eru á mála hjá, tapaði illa á heimavelli í fyrir næstneðsta liði deildarinnar, Dormagen, 27:21, eftir að jafnt var í hálfleik, 10:10. Gylfi skoraði tvö mörk og Ingimundur eitt. Minden er í 15. sæti af 18 liðum með fimm stig.    Vignir Svavarsson og samherjar íLemgo komust í gær í 16 liða úrslit EHF-keppninnar þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli, 28:28, í síðari leiknum við Buducnost Podgorica í Svartfjallalandi í gær. Lemgo vann stórsigur á heimavelli í fyrri leiknum og það fleytti liðinu áfram. Vignir skoraði fjögur marka Lemgo í gær. Fólk sport@mbl.is Ásvellir, Íslandsmótið í handknatt- leik, úrvalsdeild kvenna, N1-deildin, sunnudaginn 22. nóvember 2009. Gangur leiksins: 1:0, 4:0, 4:5, 6:8, 10:10, 14:11, 15:11, 17:12, 20:14, 24:14, 27:15, 30:17, 35:19. Mörk Hauka: Hanna G. Stef- ánsdóttir 13/3, Erna Þráinsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 6, Ester Ósk- arsdóttir 4, Erla Eiríksdóttir 3, Nína B. Arnfinnsdóttir 2, Karen Sig- urjónsdóttir 1. Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 24 (þar af 7 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur (Nína fékk rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir). Mörk FH: Ragnhildur Guðmunds- dóttir 9/3, Birna Íris Helgadóttir 3, Berglind Björgvinsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Gunnur Sveinsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Ingi- björg Pálmadóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 18/1 (þar af 6 aftur til mótherja). Utan vallar: Aldrei. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Góðir. Áhorfendur: Um 150. Haukar – FH 35:19 ,,Í FYRSTU var talið að ég hefði brotnað aftur en svo var ekki,“ sagði Hólmar Örn Rúnarsson, mið- vallarleikmaður Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Hólmar hefur farið sér hægt undanfarið en hann meiddist aftur á utanverðri ristinni í haust. Hólm- ar braut þar bein í vor og missti úr tvo mánuði síðasta sumar vegna meiðslanna. ,,Þetta var ekki eins al- varlegt og ég hélt. Ég fékk högg á beinið og hef þurft að taka mér hvíld. Ég fór í myndatöku og þá var talið að sprunga væri í beininu en svo mat sérfræðingur málið þannig að ekki væri um sprungu að ræða. Þar sem ég er með nagla í fætinum þá var erfiðara að meta þetta. Ég hef ekki verið á fótbolta- æfingum undanfarið og fer rólega af stað. Það lítur ekki út fyrir að ég þurfi að fara í aðra aðgerð,“ sagði Hólmar í samtali við Morg- unblaðið í gær en Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavík á næstu leiktíð. kris@mbl.is Hólmar sleppur við aðra aðgerð Heppinn Hólmar Örn Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.