Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 5
Björgvin PállGústavsson og félagar í Ka- detten unnu Nexe Nasice frá Króatíu, 34:30, í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik á heimavelli í gær og komust þar með í 16 liða úrslit.    Dalvíkingurinn Matthías ÖrnFriðriksson skrifaði undir tveggja ára samning við fótboltalið Grindavíkur um helgina. Matthías Örn er 23 ára gamall og hefur verið einn af lykilmönnum Þórs á Akur- eyri undanfarin ár.    Kvennalands-lið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta, þær Íris Guðmunds- dóttir, SKA, María Guð- mundsdóttir, SKA, og Katrín Kristjánsdóttir, SKA, kepptu á þremur Fismótum í Geilo í Noreg um helgina. Um var að ræða tvö stórsvigsmót og eitt svig- mót. 140 keppendur voru á þessum mótum auk kvennalandsliðsins voru þær Fanney Guðmundsdóttir, Ár- manni, og Erla Ásgeirsdóttir, Breiðabliki, að keppa á sömu mót- um. Þær kláruðu allar mótið á föstu- dag en heltust úr lestinni á laug- ardag og í gær var það aðeins Erla sem náði að ljúka svigkeppninni. Hún endaði í 15. sæti, en mikil afföll voru í dag.    Bandaríska skíðakonan ResiStiegler missir af vetrarólymp- íuleikunum vegna fótbrots sem hún varð fyrir á æfingu um helgina. Stiegler var í keppnisæfingu í risa- svigi þegar hún féll í brautinni og fór hún í aðgerð vegna fótbrotsins í gær. Stiegler, sem er 24 ára, er vön því að glíma við meiðsli en hún gat nánast ekkert keppt í heilt ár eftir að hún slasaðist á vinstra hné og vinstri oln- boga í keppni í Linz í desember 2007. Í febrúar 2009 varð Stiegler 19. á heimsmeistaramótinu í svigi en hún fótbrotnaði skömmu seinna á æfingu. Fólk sport@mbl.is gum. Árangur síðustu daga er hin 14 ára gamla sundtelpa úr gli á Íslandsmeistaramótinu í itt telpnamet auk þess að vera í “ sagði Eygló Ósk spurð um þær óhönnu Gerðu, í 100 m baksundi ur í fyrsta sinn. Aftur mættust i sú yngri betur. „Það var svolít- ir því mjög lengi,“ sagði Eygló var ekki eins sátt við að sjá litlu glóar Óskar eftir þetta mót er m fram fer í Bergen í Noregi í í fyrsta sinn Efnileg Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi hafði betur í einvíginu við eldri systur sína í 200 metra baksundi. ÍSLANDSMEISTARALIÐ HK komst á toppinn í Mikasa-deild kvenna í blaki í gær með því að sigra Þrótt úr Reykjavík, 3:0, á heimavelli í Fagra- lundi í Kópavogi. Beittar uppgjafir leikmanna HK reyndust Þrótturum erfiðar og var sigur HK aldrei í hættu, 25:14, 24:6 og 25:14. „Þetta var frekar einfalt, en það vantar marga leikmenn í lið Þróttar frá því í fyrra og liðið er því mikið breytt hjá þeim,“ sagði landsliðskonan Theódóra Th. Þórarinsdóttir úr HK við Morgunblaðið í gær. Markmið HK eru einföld en háleit að sögn Theódóru. „Við unnum allt sem hægt var að vinna á síðustu leik- tíð. Markmiðið er að gera það aftur en það verður erfitt. Við töpuðum ekki leik í fyrra en við töpuðum fyrir Þrótti í Neskaupstað um daginn. Það kom okkur á óvart og þær eru með hörkul- ið. Í þeim leik voru þær einfaldlega miklu betri og það er alltaf erfitt að spila við Þrótt á útivelli í Neskaupstað. KA er líka með gott lið enda eru þær í efsta sæti. Við eigum eftir að leika gegn KA og það verður því mikil barátta um Íslandsmeistaratitilinn, sýnist mér,“ bætti Theódóra við. KA og HK eru jöfn að stigum í efsta sæti með átta stig en KA á leik til góða. Þessi lið mætast þann 12. des- ember nk. og má búast við hörkuvið- ureign. Þann sama dag leikur karlalið HK við KA, þar sem einnig verður barist um toppsætið. seth@mbl.is HK á toppinn eftir stórsigur á Þrótti Morgunblaðið/Árni Sæberg Skellur Svenja Maier leikmaður HK skorar hér í leiknum gegn Þrótti í gær í leiknum sem fram fór Fagralundi. Eftir Einar Sigtryggsson sport@mbl.is LEIKURINN var hin mesta skemmt- un og fjölmargir áhorfendur studdu heimamenn vel. Fyrir leik voru fyrstu Íslandsmeistarar KA í blaki, frá 1989, heiðraðir og voru sumir þeirra að mæta á blakleik í fyrsta skipti í fjöl- mörg ár. Ekki voru þeir nú alveg klár- ir á öllum nýju reglunum en KA- hjartað var greinilega enn á sínum stað. Mikil veikindi voru í herbúðum KA og vantaði þrjá leikmenn úr byrj- unarliðinu. Í staðinn voru fengnir fjór- ir gamlingjar sem höfðu spilað á opna KA-mótinu seinni part föstudags og allan laugardaginn. Sýndu þeir engin þreytumerki og skiluðu frábærum leik. Meðal þeirra var Davíð Búi Hall- dórsson sem var sérstaklega góður í móttöku og vörn. Þróttarar unnu fyrstu hrinuna, 28:26, og virtust komnir með þá næstu þegar KA- menn sem virkuðu mjög áhugalitlir skiptu hreinlega um ham og sneru henni sér í vil. Breyttu þeir stöðunni úr 19:23 og 21:24 í 24:24 og unnu að lokum 28:26. Þróttur vann svo þriðju hrinuna létt og byrjaði þá fjórðu nokkuð vel. KA tók þá öll völd á vell- inum og þjálfari þeirra, sem tefldi fram þrettán mönnum í leiknum, virt- ist loks búinn að finna réttu uppstill- inguna. KA rúllaði upp fjórðu hrin- unni og komst svo í 8:0 í oddinum. Þróttur reyndi að klóra í bakkann en bilið var orðið of mikið svo KA vann nokkuð auðveldlega, 15:7. Þróttarar sem keyrðu á sama mannskap allan leikinn virtust hreinlega orðnir þreyttir en að auki náði öflugur stuðningur áhorfenda að kveikja í KA-liðinu þegar það þurfti mest á að halda. Kempisty langstigahæstur Sem fyrr var Piotr Kempisty langstigahæstur KA-manna enda fékk hann helming boltanna. Mich- ael Overhage var með flest stig Þróttar en þeirra lið barðist vel í leiknum og sýndi oft frábæra takta í vörn aftar á vellinum. KA-liðið var sem fyrr segir skipað ýmsum göml- um snillingum en einnig fengu nokkrir yngri strákar sína eldskírn. Íslandsmeistaralið Þróttar er enn án stiga í Mikasadeild karla í blaki Skemmtilegur en skrýtinn blakleikur fór fram á Akureyri á laugardag þegar KA tók á móti Íslandsmeisturum Þróttar. Eftir tveggja tíma barning og þó nokkrar sviptingar voru það heimamenn sem fögnuðu dýrmætum sigri. Leikurinn fór 3:2 og virtust Þróttarar alveg sprungnir í lokahrinunum. KA er enn í öðru sæti deild- arinnar með lakara hrinuhlutfall en HK. Vængbrotnir Íslandsmeistararnir eru hins vegar enn án stiga, njörvaðir niður í botnsætið. KA sigraði Þrótt á Akureyri MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Íþróttir 5 SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur vann á laugardag sigur gegn Skautafélagi Akureyrar í miklum markaleik á Íslandsmóti karla í íshokkíi. Leik- urinn endaði 7:5 en liðin skiptust á að hafa for- ystuna allan leikinn. Þegar átta sekúndur voru eftir af fyrstu lotu var staðan 3:1 fyrir SA og Akureyringar fengu vítaskot. Ævar Þór Björnsson varði vítaskotið og SR 1/0, Steinar Páll Veigarsson 0/1, Árni V. Bern- höft 0/1. Refsimínútur SR: 73 mín. Mörk/stoðsendingar SA: Sigurður S. Sigurðs- son 1/1, Einar Valentine 1/1, Ingvar Þór Jóns- son 1/1, Andri Freyr Sverrisson 1/0, Orri Blön- dal 1/0, Stefán Hrafnsson 0/2, Björn M. Jakobsson 0/1, Helgi Gunnlaugsson 0/1. Refsimínútur SA: 16 mín. skoraði síðan þegar tvær sekúndur voru eftir af fyrstu lotu. SR bætti við tveimur mörkum í ann- arri lotu og staðan var 4:3 en Akureyringar skoruðu tvívegis og komust á ný yfir, 5:4. SR náði yfirhöndinni á ný í þriðju lotu og með sigrinum er liðið langefst í deildinni. Mörk/stoðsendingar SR: Gauti Þormóðsson 3/3, Daniel Kolar 1/4, Arnþór Bjarnason 1/2 , Þórhallur Viðarsson 1/0, Andri Þór Guðlaugsson Tólf mörk skoruð í sigurleik SR gegn SA ÍSLANDSMEISTARAR FH í knatt- spyrnu karla hefja titilvörn sína næsta vor á því að sækja Valsmenn heim á Hlíðarenda. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í töfluröð Pepsi- deildar karla á fundi formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands á laugardaginn. FH-ingar leika síðan aftur á Valsvellinum í annarri um- ferð þegar þeir sækja nágranna sína og nýliða deildarinnar, Hauka, heim. Nýliðar Selfoss, sem leika í fyrsta sinn í úrvalsdeild karla á næsta sumri, fá heimaleik í fyrstu umferð- inni þegar þeir fá Fylki í heimsókn. Keflavík og Breiðablik leiða saman hesta sína á Keflavíkurvelli. Fram fær ÍBV í heimsókn á Laugardals- völl, Stjarnan og Grindavík mætast í Garðabæ. Valur fær nýliða Hauka Meistaralið Vals í knattspyrnu kvenna mætir nýliðum Hauka í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals. Þá mætast Breiðablik og Fylk- ir á Kópavogsvelli í fyrstu umferð og KR og FH leika á heimavelli KR- inga. Grindavík fær Þór/KA í heimsókn og Stjarnan sækir Aftureldingu heim á Varmárvöll. FH hefur titilvörnina gegn Val

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.