Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 HEIÐAR Helguson skoraði tvö mörk með skalla fyrir Watford þegar liðið sigraði Scunthorpe, 3:0 á heimavelli í ensku 1. deildinni í fótbolta á laugardag. Heiðar kom sínum mönnum í 2:0 á fyrstu 22 mín- útunum og hann hefur þar með skorað 5 mörk fyrir liðið. Heiðari var skipt út af á 73. mínútu og var honum ákaft fagnað af stuðningsmönnum Watford. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Reading sem vann mikilvægan 2:1 sigur á Blackpool. Gylfi lék í 71 mínútu, Ívar Ingimarsson lék allan tímann en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekkn- um. Aron Einar Gunn- arsson lék allan tímann fyrir Coventry sem gerði 1:1 jafntefli gegn Crystal Palace. Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Plymouth sem tapaði á útivelli gegn Leicester þar sem sigurmarkið var skorað á 90. mínútu. Emil Hallfreðsson kom ekkert við sögu hjá Barnsley sem lagði Cardiff, 1:0. Sigurmarkið skoraði Barnsley á lokamínútunni. Heiðar og Gylfi Þór skoruðu Heiðar Helguson SKOSKI landsliðsmaðurinn Darren Fletcher skoraði algjört draumamark þegar hann kom Manchester United í 1:0 gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford á laugardag og telja enskir fjölmiðlar að markið verði án efa í hópi þeirra fallegustu á leiktíðinni. Fletcher tók boltann á lofti og þrumaði honum upp í samskeytin. Þetta var þriðja mark Fletchers í úrvals- deildinni á þessari leiktíð og 13. markið sem hann skorar fyrir United í ensku úrvalsdeild- inni.  Liverpool gerði 2:2 jafntefli gegn Man- chester City á heimavelli. Tveir leikmenn Liverpool, Daniel Agger og Ryan Babel, meiddust snemma í fyrri hálfleik en talið er að þeir verði klárir í slaginn gegn Debrecen í Meistaradeild- inni.  Arsenal tapaði 1:0 á útivelli gegn Sunderland og er Arsenal átta stigum á eftir Chelsea sem er í efsta sæti eftir 4:0 sigur gegn Wolves á heimavelli. Mich- ael Essien skoraði tvö af mörkum Chelsea og þeir Florent Malouda og Joe Cole gerðu sitt markið hvor en staðan var 3:0 í hálfleik. Draumamark hjá Darren Fletcher Darren Fletcher Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ÞAÐ þarf ekki að rekja gang leiks- ins í þessari grein. Einstefna Tott- enham að marki Wigan var algjör og endurkoma Aarons Lennons í liðið gjörbreytti sóknarleik Totten- ham. Tottenham hefur ekki náð slíkum árangri í 32 ár þegar liðið sigraði Bristol Rovers 9:0 árið 1977. Harry Redknapp, knatt- spyrnustjóri Tottenham, hrósaði Defoe í leikslok og einnig mark- verði Wigan, Chris Kirkland, sem var þrátt fyrir allt einn besti leik- maður Wigan í leiknum. Hann varði oft snilldarlega frá leikmönnum Tottenham. Það verður reyndar að taka það fram að Titus Bramble, varnarmaður Wigan, og sænski landsliðsbakvörðurinn Magnus Hedman voru vart með meðvitund í leiknum. Oft í svona ham á æfingum „Defoe er oft í svona ham á æf- ingum og ég sagði við hann að öll lið myndu eiga í erfiðleikum með hann ef hann gæti fært það sem hann gerir á æfingum yfir í leikina. Það er ekki oft sem lið skora níu mörk og það er ótrúlegt að einn leikmaður skori fimm mörk,“ sagði Redknapp í leikslok. Defoe átti skot í þverslá á 34. mínútu en hann skor- aði sitt fyrsta mark á 51. mínútu og sjö mínútum síðar var hann búinn að skora þrennu. Aðeins Robbie Fowler hefur skorað þrennu á skemmri tíma í ensku úrvalsdeild- inni en það gerði hann árið 1994 í leik Liverpool gegn Arsenal. Skipti um skó rétt fyrir leik Defoe var kampakátur í leikslok í gær enda stimplaði hann sig inn fyrir alvöru í baráttuna um byrj- unarliðssæti í enska landsliðinu sem er á leið á HM í Suður-Afríku á næsta ári. „Strákarnir í liðinu trúa þessu varla. Öll mörkin sem við skoruðum voru frábær. Þegar ég leit á knattspyrnustjórann á vara- mannabekknum sá ég að hann hristi bara höfuðið og trúði þessu varla sjálfur,“ sagði Defoe í gær. „Þetta var eins og í draumi og al- veg frábært að upplifa svona leik,“ bætti hann við. Rétt áður en leik- urinn hófst skipti Defoe um skó að beiðni Clive Allen aðstoðarþjálfara liðsins. „Það var skrýtin tilfinning hjá mér fyrir leikinn. Adidas gaf mér par af grænum skóm sem ég próf- aði fyrir leikinn en Clive Allen sagði að ég gæti ekki spilað í þeim svo ég skipti um skó,“ sagði Defoe. Samkvæmt enskum fjölmiðlum var enginn sem veðjaði á þau úrslit að Tottenham myndi vinna Wigan 9:1. Ótrúlegt en satt. Defoe með snilldartakta  Tottenham hjó nærri markametinu með 9:1 sigri gegn Wigan  Jermain Defoe skoraði þrennu á sjö mínútum og alls fimm mörk Reuters Fimm mörk Jermain Defoe var án efa slæmur í öxlunum í gærkvöld eftir að hafa fagnað fimm mörkum gegn Wigan. Jermain Defoe var maður helgarinnar í ensku knattspyrnunni um helgina. Enski landsliðsframherjinn lék sér að varnarmönnum Wigan í ótrúlegum 9:1 sigri Tottenham á White Hart Lane í gær. Defoe skoraði fimm mörk, en Tottenham skoraði 8 mörk í síðari hálfleik. Defoe er þriðji leikmaðurinn sem nær að skora fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni. Áður höfðu Alan Shearer og Andy Cole afrekað það. Manchester United sigraði Ipswich 9:0 árið 1995 og er það stærsti sig- urinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Í þeim leik skoraði Cole fimm mörk. Bjarni Þór Við-arsson skor- aði mark Roesel- are þegar liðið tapaði fyrir And- erlecht, 3:1, í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu á laugardags- kvöld. Þetta var fimmta mark Bjarna fyrir félagið í níu leikjum en liðið situr á botni deildarinnar með 10 stig. And- erlecht er í toppsætinu með 35 stig. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan tímann með Mónakó á laugardag þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Auxerre, 2:0, í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Eiður og félagar náðu sér ekki á strik en þetta var þriðji leikur liðsins í röð án sigurs.    Jamaíkumað-urinn Ric- ardo Fuller tryggði Stoke 1:0-sigur á Portsmouth en liðin áttust við á Britannia- vellinum í Stoke í gær. Fuller skor- aði sigurmarkið á 74. mínútu og var þetta hans fyrsta mark á tímabilinu. Portsmouth fékk gullið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik en Ke- vin-Prince Boateng lét Thomas Sörensen verja frá sér vítaspyrnu. Hermann Hreiðarsson lék allan tím- ann fyrir Portsmouth og var þetta fyrsti leikur hans með suðurstrand- arliðinu á tímabilinu. Eyjamaðurinn sterki stóð fyrir sínu en Portsmouth situr eitt og yfirgefið á botni deild- arinnar með aðeins sjö stig. Stoke fór upp í 9. sæti með 19 stig.    Breska blaðiðSunday Mir- ror greinir frá því í gær að Liver- pool ætli sér að reyna að fá hol- lenska framherj- ann Ruud van Nistelrooy að láni frá Real Madrid þegar opnað verð- ur fyrir félagaskipti í janúar. Nistelrooy hefur lítið fengið að spreyta sig með Real Madrid og var til að mynda ekki í leikmannhópi þess þegar það lagði Racing Sant- ander um helgina. Hollenski marka- hrókurinn sagði í vikunni að hann þyrfti að fá að spila til að eiga ein- hverja möguleika á að komast í landsliðshóp Hollendinga og það gæti farið svo að hann leitaði á önn- ur mið.    Rafael Benítez, knattspyrnu-stjóri Liverpool, býst við því að framherjinn Fernando Torres missi af grannaslag Liverpool og Everton sem mætast um næstu helgi. Torres er að jafna sig af nára- meiðslum. Hann var ekki með í leikjunum gegn Birmingham og Manchester City og Benítez telur að hann verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir 10 daga. Fólk sport@mbl.is » Jermain Colin Defoe er fæddur 7. október árið 1982. Hann er rétt tæplega 1,70 m á hæð og leikur sem framherji í keppn- istreyju nr. 18. » Enski landsliðsmaðurinn hóf ferilinn hjá Charlton en samdi við ung-lingalið West Ham árið 1999. Hann lék sem lánsmaður hjá Bournemo- uth 2000-2001. Tottenham fékk Defoe til sín árið 2004 og hann var síðan seldur til Portsmouth sumarið 2008. Hann lék aðeins eitt tímabil með Portsmouth og var seldur á ný til Tottenham. » Defoe hefur leikið 37 landsleiki fyrir England frá árinu 2004. Hannhefur skorað 11 mörk í þeim. Jermain Colin Defoe Jermain Defoe, Tottenham......11 Fernando Torres, Liverpool.....10 Darren Bent, Sunderland..........9 Didier Drogba, Chelsea.............9 Wayne Rooney, Man. Utd. .........7 Lois Saha, Everton ....................7 Robin Van Persie, Arsenal.........7 Gabriel Agbonlahor, A. Villa .....6 Carlton Cole, West Ham ...........6 Cesc Fabregas, Arsenal ............6 Markahæstir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.