Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 Keflavík – Grindavík 97:89 Keflavík, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, sunnudaginn 22. nóvember 2009. Gangur leiksins: 29:20, 52:44, 68:67, 97:89 Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunn- ar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8. Fráköst: 26 í vörn – 12 í sókn. Stig Grindavíkur: Darrel Flake 31, Bren- ton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 12 í sókn. Villur: Keflavík 21 – Grindavík 26. Dómarar: Rögnvaldur og Davíð Hreiðars- synir (þó ekki bræður). Áhorfendur: 500. Fjölnir – Hamar 87:79 Grafarvogur, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, sunnudaginn 22. nóvem- ber 2009. Gangur leiksins: 0:9, 6:9, 20:22, 28:28, 36:32, 39:44, 46:46, 56:54, 62:62, 69:62, 74:66, 79:70, 79:75, 83:78, 87:79. Stig Fjölnis: Christopher Smith 26, Tómas Tómasson 22, Ægir Þór Steinarsson 19, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Níels Dungal 5, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Sverrir Karlsson 2, Jón Sverrisson 1. Fráköst: 33 í vörn – 9 í sókn. Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 32, Andre Dabney 15, Oddur Ólafsson 10, Páll Helgason 8, Ragnar Nathanelsson 6, Svav- ar Páll Pálsson 4, Viðar Örn Hafsteinsson 4. Fráköst: 30 í vörn – 14 í sókn. Villur: Fjölnir 14– Hamar 16. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Er- lingur Erlingsson. Góðir. Áhorfendur: Um 200. FSu er enn án stiga eftir 8 leiki í Ice- land Express-deild karla í körfu- knattleik og situr eitt á botni deild- arinnar. Mikið hefur gengið á í herbúðum liðsins undanfarið og ein- ungis 8 leikmenn voru á leikskýrslu gegn ÍR í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Rob Newson, þjálfari liðsins, en hann skoraði 5 stig í leiknum. ÍR- ingar sigruðu örugglega 83:59 en í hálfleik munaði reyndar ekki nema 8 stigum á liðunum. Þá var staðan 31:23 og FSu vann raunar 2. leik- hluta 12:11. Aleksas Simnickas stóð fyrir sínu hjá FSU og skoraði 20 stig gegn ÍR eða rúmlega þriðjung stiga þeirra í leiknum. Auk þess tók hann 6 frá- köst. Næstir komur Sæmundur Valdimarsson og Dominic Baker með 9 stig hvor. Steinar Arason dró vagninn hjá ÍR í stigaskorun og skoraði 18 stig en hann hefur verið drjúgur fyrir Breiðhyltinga í haust. Hreggviður Magnússon skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Nemanja So- vic skoraði 13 stig sem og Ólafur Þórisson. kris@mbl.is Átta á skýrslu hjá FSu Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is KEFLVÍKINGAR hófu leikinn töluvert betur og náðu í fyrri hálf- leik 19 stiga forskoti. Varnarleikur heimamanna var til fyrirmyndar á þessum fyrstu mínútum á meðan sókn Grindvíkinga var gersamlega í molum. Grindvíkingar sýndu hins vegar hvers vegna þeim var spáð titlinum í ár þegar þeir náðu að minnka muninn niður í 1 stig fyrir síðasta fjórðung leiksins. Keflvík- ingar voru hins vegar alltaf nokk- urn veginn í bílstjórasætinu og það var ekki fyrr en undir lok leiks sem Grindvíkingar hefðu getað jafnað leikinn og jafnvel knúið fram framlengingu en þriggja stiga skot Páls Axels Vilbergssonar geigaði og í kjölfarið runnu út möguleikar Grindvíkinga á sigri. Sverrir Þór Sverrisson rak naglann í kistu Grindvíkinga með skoti frá miðju um leið og lokaflautan gall. „Ég er bara mjög sáttur við kvöldið. Það er sterkt að vinna Grindavík sem er náttúrlega hörkulið. Ég vil meina að harður varnarleikur okk- ar hafi verið vendipunktur leiksins. Við komust í 19 stiga forskot í fyrri hálfleik og lékum við hvurn okkar fingur en slökum svo á og þeir komast aftur inn í leikinn. Ein- beitning leikmanna er eitthvað sem ég þarf að skoða og laga en það er ómögulegt fyrir okkur að missa svona forskot niður. Það er eins og okkur vanti þetta að klára leikina. Einnig voru varnarfráköstin að plaga okkur, ég vil einnig laga það. En við stöndum vel að vígi og það er mikill prófsteinn framundan þegar við tökumst á við Íslands- meistara KR og svo Njarðvíkinga,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. „Erfiður útivöllur“ „Fyrstu átta mínúturnar hjá okkur voru eins slakar og þær ger- ast, annars var ég bara mjög ánægður með þann körfuknattleik sem við spiluðum hinar 32 mín- úturnar. Það eru engin vandamál eða vandræði hjá okkur. Þetta er og hefur alltaf verið erfiður útivöll- ur. Það er bara langt frá því að vera sjálfgefið að koma til Kefla- víkur og hirða öll stig í boði. Við sýndum hvað í okkur býr og kom- um til baka eftir að lenda tæpum 20 stigum undir og hefðum hæg- lega getað tekið þennan leik. Ætli það hafi ekki bara vantað upp á smá heppni okkar megin. Darrel Flake er að komast betur og betur inn í hlutina hjá okkur og hann lít- ur bara vel út upp á framhaldið að gera. En við vitum að það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn og við sýnum honum þá þolinmæði sem þarf í það,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í lok leiks Keflvíkingar sprækir  Hörður, Sverrir og Clark í aðalhlutverkum í góðum sigri Keflvíkinga  Darrel Flake skoraði 31 stig fyrir Grindavík  Friðrik er bjartsýnn Morgunblaðið/Ómar Góður Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði mikið gegn Grindavík í gær. Það voru sprækir Keflvíkingar sem fóru með sigur af hólmi gegn meist- araefnum Grindvíkinga í gærkvöldi í áttundu umferð Iceland Express- deildarinnar. Átta stig skildu liðin þegar lokaflautan gall, 97:89, og er ekki hægt að segja annað en að sigur heimamanna hafi verið verðskuld- aður að þessu sinni. Keflvíkingar hafa þar með blásið á allar spár um að þeir yrðu ekki í toppbaráttunni í vetur og eru svo sannarlega til alls líklegir. eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is Margir ungir og skemmtilegir leikmenn létu að sér kveða á parket- inu í Grafarvoginum í gærkvöldi. Hjá Fjölni skoraði Tómas Tómasson 22 stig en hann er sonur Tómasar Holtons, fyrrum leikstjórnanda Vals og Skallagríms. Tómasi brást ekki kjarkurinn í leiknum því hann tók 15 þriggja stiga skot. Þar af fóru sex ofan í og gáfu 18 dýrmæt stig fyrir Fjölni. Ægir Þór Steinarsson er einnig athyglisverður leikmaður en báðir léku þeir með 18 ára landslið- inu síðastliðið sumar. Ægir setti einnig niður sex þriggja stiga skot en þurfti aðeins níu tilraunir. ,,Litum andskoti vel út“ Hamar spilar allajafna öfluga svæðisvörn sem skýrir að einhverju leyti skotgleði Fjölnismanna utan þriggja stiga línunnar. Ægir tjáði Morgunblaðinu að þeir hefðu búið sig vel undir að mæta svæðisvörn Hamars: ,,Við vissum að þeir spiluðu góða svæðisvörn og við höfðum að- eins verið að „ströggla“ undanfarið. Við fórum því vel yfir sóknarleikinn á æfingum, bjuggum okkur mjög vel undir svæðisvörn þeirra og litum andskoti vel út. Þeir héldu áfram að spila svæðisvörn þó við hittum vel og ég var svolítið hissa á því. Und- irbúningurinn skilaði sér í leiknum. Við hreyfðum okkur vel og fengum mörg opin skotfæri. Þetta var mjög flott, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ægir og segist hann hafa lært mikið af leikjunum í haust: ,,Maður hefur ekki vanist því að tapa leikjum í yngri flokkunum en svo töpuðum við sex fyrstu leikjunum. Við mætt- um trompunum í byrjun og það hef- ur reynst ágætt veganesti. Þetta er gríðarlega mikil reynsla fyrir mann og maður hefur spilað á móti mörg- um snjöllum leikstjórnendum. Þetta reynir virkilega á mann, sérstaklega varnarlega. Ég hef jafnvel lært meira á síðustu tveimur mánuðum heldur en í gegnum alla yngri flokk- ana,“ sagði Ægir ennfremur. Félagi þeirra Ægis og Tómasar úr 18 ára landsliðinu, Ragnar Nat- hanaelsson, er farinn að vekja at- hygli í liði Hamars. Ragnar er 218 cm hár miðherji og er hæsti núlif- andi Íslendingurinn ásamt Pétri Guðmundssyni, fyrrverandi NBA- leikmanni. ,,Við byrjuðum tímabilið þó nokkuð vel en svo hafa komið leikir þar sem við höfum klikkað. Við byrjuðum vel í þessum leik en urðum líklega of sigurvissir. Við misstum alla einbeitingu og spil- uðum ekki eins og lið,“ sagði Ragn- ar. Hann er ánægður með sína frammistöðu það sem af er vetri: ,,Mér gengur nú bara nokkuð vel miðað við aldur þótt ég hefði viljað spila betur í kvöld. Þetta er spenn- andi og maður verður bara að hoppa út í djúpu laugina. Ég er nú meiri varnarmaður heldur en sókn- armaður,“ sagði Ragnar en hann er í reglulegu sambandi við Pétur Guð- mundsson og hefur notið aðstoðar hans varðandi sinn leik. Ungt og leikur sér  Unglingalandsliðsmenn létu að sér kveða í leik Fjölnis og Hamars  Annar sigur Fjölnis í röð  Ægir og Tómas skoruðu samtals 12 þriggja stiga körfur Morgunblaðið/Árni Sæberg Í háloftunum Ragnar Nathanelsson Hamri í baráttu við Chris Smith Fjölni. NÝLIÐAR Fjölnis virðast vera komnir á beinu brautina í Iceland Express- deildinni í körfuknattleik karla. Fjöln- ismenn unnu sinn annan leik í röð í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti hin- um nýliðum deildarinnar, Hamri frá Hveragerði. Fjölnir sigraði, 87:79, eft- ir skemmtilegan og spennandi leik. FSu – ÍR 59:83 Iða, úrvalsdeild karla, Iceland Express- deildin, sunnudaginn 22. nóvember 2009. Gangur leiksins: 11:20, 23:31, 41:61, 59:83. Stig FSu: Aleksas Zimnickas 20, Sæmund- ur Valdimarsson 9, Dominic Baker 9, Kjartan Kjartansson 7, Rob Newson 5, Jake Wyatt 4, Daniel Kolbeinsson 3, Garð- ar Hannesson 2. Fráköst: 20 í vörn – 7 í sókn. Stig ÍR: Steinar Arason 18, Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 13, Ólafur Þórisson 13, Eiríkur Önundarson 10, Elvar Guðmundsson 9, Gunnlaugur Elsuson 2, Björgvin Jónsson 2. Fráköst: 29 í vörn – 18 í sókn. Villur: FSu 21 – ÍR 22. Úrvalsdeild karla, IE-deildin Keflavík 8 7 1 722:586 14 Njarðvík 7 7 0 597:503 14 KR 7 6 1 637:560 12 Stjarnan 7 5 2 617:562 10 Snæfell 7 5 2 637:517 10 Grindavík 8 4 4 697:646 8 ÍR 8 3 5 662:673 6 Hamar 8 3 5 663:682 6 Tindastóll 7 2 5 550:630 4 Fjölnir 8 2 6 605:715 4 Breiðablik 7 1 6 504:599 2 FSu 8 0 8 547:765 0 Staðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.