Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 íþróttir Fimm mörk Enski landsliðsframherjinn Jermain Defoe jafnaði markametið með því að skora fimm mörk í 9:1-sigri Tottenham. Alan Shearer og Andy Cole deila metinu með Defoe. 7 Íþróttir mbl.is GUÐJÓN Árni Antoníusson, bakvörður Kefl- víkinga, lék lík- lega kviðslitinn í Pepsi-deildinni allt síðasta sum- ar. Guðjón tjáði Morgunblaðinu í gær að hann hefði fundið fyrir sársauka í nára bæði á undirbúningstímabilinu og um sumarið. Þegar álagið var mikið gat hann ekki æft vegna þessa. Ekki hafi þó tekist að finna út úr því hvað amaði að fyrr en að leiktíðinni lok- inni. Þá fór Guðjón í segulómskoðun þar sem í ljós kom að um kviðslit væri að ræða. Saxi fann réttu greininguna ,,Þá kom loksins í ljós að það var lítið gat sem var að trufla mig. Ég hafði farið í margar rannsóknir sem ekkert kom út úr. Ég fór í mynda- töku síðasta sumar og þá sást þetta ekki. Saxi læknir (Sigurjón Sigurðs- son) fann loksins réttu greininguna í haust. Þá var ég drifinn í aðgerð og hún gekk vel. Þeir skáru og settu net sem á að loka gatinu og styrkja svæðið í kring,“ sagði Guðjón sem var að brúna kartöflur með sunnu- dagssteikinni þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Batinn gengur vel hjá Guðjóni sem er byrj- aður að hreyfa sig á ný en aðgerðin var framkvæmd fyrir um mánuði. Hann á ekki von á öðru en að hann geti beitt sér á fullu strax eftir ára- mót. Guðjóni tókst að leika 20 leiki í deildinni í sumar þrátt fyrir kviðslit- ið og skora í þeim 2 mörk. Hann þótti hins vegar ekki leika jafn vel og hann gerði árið 2008 þegar Guð- jón átti frábært sumar. kris@mbl.is Guðjón lék kviðslitinn í sumar Guðjón Árni Antoníusson Morgunblaðið/Árni Sæberg Efniviður Silfurleikar ÍR í frjálsíþróttum fóru fram á laugardag en þetta er í 14. sinn sem mótið fer fram. Nánar verður fjallað um mótið á þriðjudag. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG er mjög glaður með þann góða árangur sem náðist á Íslandsmeist- aramótinu,“ sagði Hörður J. Odd- fríðarson, formaður Sundsambands Íslands, í gærkvöldi þegar keppni á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m braut lauk í Laugardalslaug. Alls voru sett 15 Íslandsmet og á þriðja tug aldursflokkameta unglinga á mótinu sem stóð yfir í fjóra daga. Hæst bar framúrskarandi árang- ur Jakobs Jóhanns Sveinssonar, Sundfélaginu Ægi, í 100 og 200 m bringusundi þar sem hann stór- bætti Íslandsmetin og hjó nærri Norðurlandametunum í báðum greinum. Jakob Jóhann bætti síðan þriðja metinu við í gær í 50 m bringusundi. Erla Dögg Haraldsdóttir, sem keppti sem gestur á mótinu, setti einnig þrjú Íslandsmet; í 100 m fjórsundi á 1.01,77 mínútum, í 200 m fjórsundi á 2.15,32 og í 50 m bringusundi á 31, 26 sekúndum. Sambýlismaður Erlu Daggar, Árni Már Árnason, gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 50 m skriðsundi í gær um 4/100 úr sekúndu í gær og synti á 22,29 sekúndum. Sigrún Brá Sverrisdóttir, Sund- félaginu Ægi, bætti tvö Íslandsmet og þar af var annað orðið 17 ára gamalt í 800 m skriðsundi. Þar kom hún í mark á 8.46,47 mínútum. Í gær bætti hún eigið met í 400 m skriðsundi um tvær sekúndur þeg- ar hún kom í mark á 4.15,17. Hin unga og efnilega sundkona frá Akureyri, Bryndís Rún Hansen, bætti þriggja ára gamalt Íslands- met Kolbrúnar Ýrar Kristjáns- dóttur í 50 m flugsundi þegar hún synti vegalengdina á 27,24 sek- úndum. Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti met Erlu Daggar í 100 m bringu- sundi eftir hörkukeppni við fyrrver- andi meistara. Hrafnhildur synti á 1.08,46. Þá bætti Ragnheiður Ragn- arsdóttir eigið meti í 100 m skrið- sundi þegar hún kom fyrst í mark á 54,76 sekúndum. Kvennasveit Ægis setti þrjú Ís- landsmet á mótinu og karlasveit SH eitt í boðsundi. Á uppskeruhátíð sundfólks í gær- kvöldi var síðan upplýst að Jakob Jóhann og Ragnheiður hefðu verið valin sundkarl og sundkona ársins, en keppnistímabil þess vals miðast við tímabilið frá 1. ágúst 2008 til 31. júlí í ár. Jakob Jóhann fékk einnig viður- kenningu fyrir besta afrek Íslands- meistaramótsins í karlaflokki sam- kvæmt stigalista FINA, alþjóðasundsambandsins. Þegar á þann lista er litið var árangur hans í 100 m bringusundi það sem stóð upp úr á mótinu. Í kvennaflokki náði Erla Dögg Haraldsdóttir best- um árangri samkvæmt sama lista í 100 m fjórsundi. Jakob og Erla settu þrjú met hvort  Fimmtán Íslandsmet sett á Íslandsmeistaramótinu  Sex met slegin á lokadegi mótsins Jakob Jóhann Sveinsson Erla Dögg Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.