Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2009 „ÉG hef æft mjög mikið og staðið mig vel á æfing afrakstur þess,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, h Sundfélaginu Ægi sem vakti verðskuldaða athyg sundi um helgina. Hún setti átta stúlknamet og e sveit Ægis sem setti þrjú Íslandsmet í boðsundi. „Sundbolirnir hjálpa eitthvað til við þetta allt,“ miklu framfarir sem hún sýndi á mótinu. Eygló Ósk háði mikið einvígi við systur sína, Jó á laugardaginn og hafði þá sigur gegn stóru systu þær í úrslitum 200 m baksunds í gær og enn hafð ið sætt að vinna Jóhönnu. Ég var búin að bíða efti Ósk með bros á vor en víst er að Jóhanna Gerða v systur verða á undan í mark. Næsta verkefni Eyg þátttaka í Norðurlandameistaramóti unglinga se byrjun desember. iben@mbl.is Vann stóru systur Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÁRANGURINN í 100 m bringusundinu er annar besti tími í Evrópu í greininni á þessu sundári sem miðast við 1. ágúst og jafnframt annar besti árangur Norðurlandabúa og 16. besti tími Evr- ópubúa frá upphafi vega. Norðurlandametið á Sví- inn Alexander Dale Oen, 58,14. „Ég hef horft til þess frá árinu 2002 að komast undir eina mínútu í 100 m bringusundi,“ sagði Jakob Jóhann spurður út hversu lengi hann hafi horft til þess að brjóta einnar mínútu múrinn. Jakob Jóhann hjó nærri Norðurlandameti Dan- ans Chris Christiansens í 200 m bringusundi sem sett var fyrr á þessu ári. Aðeins munar 55/100 úr sekúndu á tíma Jakobs Jóhanns og Norð- urlandametinu sem er 2.07,20 mínútur. Árangur Jakobs Jóhanns setur hann í þriðja sæti á afreks- lista Norðurlanda frá upphafi í þessari grein. Viðlíka árangri hefur íslenskur sundmaður ekki náð síðan í kringum aldamótin þegar Örn Arn- arson var upp á sitt besta og bætti Norður- landamet í baksundi. „Meðal skýringa eru þær að ég synti í plastbux- um að þessu sinni og þær veita minna viðnám í lauginni. Síðast en ekki síst þá hef ég breytt æfingum mínum talsvert síðasta árið og tekið hugann í gegn um leið og meðal annars leitað til sálfræð- ings í þeim tilgangi að læra að slaka á,“ sagði Jak- ob Jóhann þegar Morgunblaðið hitti hann í Laug- ardalslaug í gær. Hefur lært að slaka betur á „Eftir Ólympíuleikana í fyrra, þar sem mér gekk ekki eins vel og ég vonaði, þá fór ég aðeins að hugsa á annan hátt og breyta æfingum, slaka betur á. Ekki synda af fullum krafti á hverri æf- ingu eins og maður gerir þegar maður er yngri. Ég gaf mér meiri tíma til að hvílast og slaka að- eins á,“ segir Jakob Jóhann sem er orðinn 27 ára gamall og hefur verið einn allra fremsti sundmað- ur Íslands í um áratug. „Það er kostur að vera samviskusamur en getur jafnframt verið galli,“ svarar Jakob Jóhann þegar hann er spurður hvort hann hafi e.t.v. verið of samviskusamur við æfingar í gegnum tíðina en Jakob Jóhann hefur alltaf æft mikið og vel. „Ég setti mér ákveðin markmið fyrir þetta mót strax í ágúst. Segja má að ég hafi farið aðeins fram úr þeim markmiðum núna,“ segir Jakob Jó- hann. Tekur ekki þátt í trúðslátum Jakob Jóhann ætlar ekki að taka þátt í Evr- ópumeistaramótinu í 25 m laug sem fram fer í Ist- anbúl í næsta mánuði þrátt fyrir að hafa náð til- skildum árangri til þess. Í ljósi árangursins um helgina er e.t.v. freistandi að skipta um skoðun því miðað við hann gæti Jakob Jóhann orðið í bar- áttu um verðlaun á EM. Hann segist ætla að sitja við sinn keip, halda sig við þá ákvörðun sem hann tók fyrr á þessu ári að keppa ekki á EM. Þá ákvörðun tók Jakob Jóhann vegna þess að hann segist ekki vilja taka þátt í kapphlaupinu um sundbúningana. Um áramótin verða plastsundgall- ar bannaðir í keppni í sundi en meðan þeir eru leyfðir telur Jakob að sundmenn sitji ekki allir við sama borð. „Eftir það sem maður hefur séð á þessu ári í sundinu þá nenni ég ekki að taka þátt í trúðs- látum. Ég vil frekar nota tímann til þess að byggja mig upp og mæta sterkur til leiks á næsta ári.“ Engan bilbug að finna Flestir sundmenn hafa rifað seglin á þeim aldri sem Jakob Jóhann er á núna en það er engan bil- bug að finna á honum. „Margir félaga minna í gegnum tíðina í sundinu hættu snemma og hafa síðan séð eftir því. Ég ætla því að halda áfram á meðan ég tek framförum og hef gaman af því sem ég er að gera. Þótt það hafi komið tímabil þar sem ég tók ekki framförum þá hef ég haldið mínu striki. Ég vona að framfarirnar nú skili sér í 50 metra brautinni á næsta ári. Mér líður vel í sundinu sjálfu, betur en oft áður. Þá hef ég í samvinnu við þjálfara minn verið að vinna í snúningunum og ætlun okkar er að halda áfram að bæta sjálft sundið. Ég hef líka verið meira í lyftingaæfingum en áður og einnig teygjuæfingum en kannski ekki synt eins langt og áður. Ég syndi kannski oftar en áður en ekki eins langt í hvert skipti. Á næsta ári stefni ég fyrst og fremst á Evr- ópumeistaramótið í 50 m lauginni í júlí,“ segir Jakob Jóhann sem slær ekki slöku við utan laug- arinnar heldur stundar nám í verkfræði. „Langtímamarkmið mitt í sundinu er að vera með fram í nóvember 2012. Þá reikna ég með að setja punkt fyrir aftan keppnisferilinn,“ segir Jak- ob Jóhann Sveinsson, Íslandsmethafi í sundi úr Sundfélaginu Ægi. Þriðja metið Jakob Jóhann gerði sér síðan lítið fyrir og bætti Íslandsmet Árna Más Árnasonar í 50 m bringu- sundi um 15/100 úr sekúndu síðdegis í gær þegar hann bætti við þriðja gullinu í safn sitt af mótinu með því að vinna 50 m bringusund örugglega. Morgunblaðið/hag Góður Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi „sprakk út um helgina“ á ÍM í 25 metra laug og hjó nærri tveimur Norðurlandametum. „Skýringarnar á þessum framförum eru margar,“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Sund- félaginu Ægi, sem hreinlega sprakk út á Íslands- meistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Jakob Jóhann bætti eigið met í 200 m bringusundi um þrjár sekúndur, um 1,3 sekúndur í 100 m bringu- sundi. Um leið varð hann fyrstur Íslendinga til þess að synda 100 m bringusund á skemmri tíma en einni mínútu, kom í mark á 58,91 sekúndu. Samviskusemi getur verið bæði kostur og galli Jakob Jóhann „sprakk út um helgina“ og hjó nærri tveimur Norðurlandametum Hreiðar LevyGuðmunds- son stóð í marki þýska liðsins Emsdetten fyrstu 23 mínútur leiks þess við SV Post Schwerin í norð- urriðli 2. deild- arinnar í handknattleik á laugardag. Á þeim tíma varði Hreiðar fimm skot. Emsdetten vann leikinn, 32:30, og er þar með komið upp í annað sæti rið- ilsins með 20 stig að loknum 12 leikj- um.    Einar Ingi Hrafnsson gerði tvömörk og var einu sinni rekinn af leikvelli í tvær mínútur þegar lið hans, Nordhorn, vann Potsdam, 37:30, í norðurriðli þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik í gær. Nord- horn er þar með komið upp í 4. sæti riðilsins eftir að hafa misst flugið um tíma í haust.    Ólafur Bjarki Ragnarsson hafðisig lítið í frammi og skoraði að- eins eitt mark þegar Ahlener SG vann VfL Edewecht, 28:22, á útivelli í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Ahlener SG er í þriðja sæti í deildinni, á milli hinna „Íslend- ingaliðanna“ tveggja, Emsdetten og Nordhorn.    Gísli Kristjánsson skoraði eittmark og var einu sinni rekinn af leikvelli í tvær mínútur þegar lið hans Nordsjælland tapaði á útivelli fyrir Viborg, 25:20, í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gær. Nordsjæll- and er í 9. sæti deildarinnar.    Fimm mörk frá Jóni Þorbirni Jó-hannssyni dugðu Sönderjyske skammt á heimavelli þegar það fékk liðsmenn AG Håndbold í heimsókn í næstefstu deild danska handknatt- leiksins í gær. AG vann, 32:23. Jón Þorbjörn og félagar eru hins vegar í 7. sæti.    Auður Jóns-dóttir átti fínan leik og skor- aði fjögur mörk fyrir Ringköbing þegar liðið lagði Öresund, 30:22, í næstefstu deild danska kvenna- handknattleiks- ins í gær. Ringköbing er í öðru sæti deildarinnar eftir níu umferðir.    Haukur Andrésson skoraði sjömörk fyrir Guif þegar liðið vann stórsigur á Aon Fivers, 41:24, og komst í 16 liða úrslit Evr- ópukeppni bikarhafa.    Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt og tapaði New Jersey Nets sínum þrettánda leik í röð og að þessu sinni gegn grannaliðinu New York Knicks, 98:91. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland sem vann Philadelphia á heimavelli, 97:91. Shaquille O’Neal lék ekki með Cle- veland vegna meiðsla á öxl en þetta er fimmti leikurinn í röð sem hann missir af.    Gunnar Eiríksson frá Akureyrivar útnefndur dómari ársins á uppskeruhátíð Sundsambands Ís- lands á Grand hóteli í gærkvöldi.    Íhófinu var Ragnar Friðbjarn-arson úr Sundfélaginu Ægi val- inn barna- og unglingaþjálfari ársins.    Jacky Pellerin, yfirþjálfari Sund-félagsins Ægis, var valinn ung- linga- og fullorðinsþjálfari ársins í fyrrgreindu lokahófi Sundsambands- ins á Grand hóteli. Fólk sport@mbl.is ENSKI kylfingurinn Lee Westwood sigraði á heimsbikarmótinu í golfi í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og tryggði sér jafnframt efsta sætið á stigalista evrópskra kylfinga. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hinn 36 ára gamli kylfingur nær efsta sætinu á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Hann var einnig efstur árið 2000. Westwood setti nýtt vallarmet í gær þegar hann lék hringinn á 64 höggum, átta höggum undir pari, og tryggði sér jafnframt 2,75 milljónir dala í verðlaunafé, jafnvirði 400 milljóna króna. Westwood lék hringina fjóra á mótinu á 23 höggum undir pari og var sex höggum á undan landa sínum, Ross McGowan, sem varð annar. Rory McIlroy varð þriðji, 15 höggum undir pari, en Norður-Írinn var efst- ur á peningalistanum fyrir lokamótið í Dubai. „Mér leið vel þegar þessu var lokið og ég hefði varla getað leikið betur,“ sagði Westwo- od en hann á enn eftir að fagna sigri á einu af fjórum stórumótunum í golfi. Hann þrípúttaði á lokaholunni á Opna breska meistaramótinu á þessu ári og missti þar með af mögu- leikanum á að komast í umspil um sigurinn gegn Stewart Cink og Tom Watson. „Ég lærði margt á Opna breska meist- aramótinu og ég reyndi að nota þá reynslu á þessu móti,“ sagði Westwood sem hefur sigrað á 30 mótum á ferl- inum. seth@mbl.is Westwood fékk 400 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.