Morgunblaðið - 07.12.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.2009, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 . tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Jólase ríur Kviknar á öllum perum? *Nánar um skilmála á flytjandi.is PI PAPAA RR \ TB W A W A T ••• SÍ A • SÍ A • 9 8 81 91 8 «SÓDÓMA ROKKABILLY OG HÚÐ- FLÚR TRYLLIR LÝÐINN «SAMFÉLAGSGJÖRNINGUR Fátækrasúpa úti fyrir almenning 6  LOFTSLAGSRÁÐSTEFNA Sam- einuðu þjóðanna verður sett í Kaupmannahöfn í dag. „Þetta er stærsta einstaka verkefni sem nokkur kynslóð hefur staðið frammi fyrir,“ segir Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra. „Við einfaldlega verðum að snúa við blaðinu og breyta lifnaðar- háttum og lífsstíl, sérstaklega í okkar hluta heimsins sem ber stærstan hluta ábyrgðarinnar á því sem hefur leitt til loftslagsbreyt- inga. Hitt er í raun tæknileg smáatriði ef maður horfir framan í verkefnið og horfir framan í börnin sín,“ segir Svandís. Nú fari umræðan að snúast um að horfa á almennar heimildir, reglur og skorður frekar en að vera að skoða sérstöðu hvers og eins. | 8 Vill sjá Ísland vera í forystu í loftslagsmálum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is VEFSÍÐAN Wikileaks birti í gær tölvupóstsendingar milli Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra, og Marks Flanagan, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Íslands. Í pósti Indriða bið- ur hann Flanagan m.a. um að reyna að hafa áhrif á bresk og hollensk stjórn- völd í Icesave-deilunni. Jafnframt upplýsir hann Flanagan um að það sé ekki pólitískt mögulegt að ná samkomulagi um Icesave-skuld- bindingarnar í samræmi við upphaflegar hugmyndir fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl og hugsanlega ekki í tals- verðan tíma eftir það. Fram kemur í skjali á upplýsingasíðunni island.is að póstarnir eru partur af trúnaðargögnum sem lögð voru fram þingmönnum til aflestrar er frumvarp var lagt fram um heimild fjármálaráðherra til að ábyrgjast lán Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbankanum. Þvingunartónn í Bretum og Hollendingum Pósturinn frá Indriða er dagsettur 13. apríl og fjallar meðal annars um nýja nálgun í Icesave-samningaviðræð- unum við Breta og Hollendinga. Indriði segir Flanagan að ekki hafi fengist ákveðin svör frá Bretum og Hollend- ingum um þessa nálgun að öðru leyti en því að þeir séu til- búnir að skoða hana. Hins vegar votti fyrir þvingunartóni í athugasemdum þeirra um að þeir kunni að að nota væntanlega endurskoðun á áætlun Ís- lands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að knýja fram niðurstöðu sem sé þeim hagfelld. Flanagan svarar daginn eftir og segir að sjóðurinn geti ekki blandað sér í þær viðræður en muni að sjálf- sögðu svara þeim spurningum sem Bretar og Hollendingar kunni að beina til hans. Hann segist vita að samningaviðræðurnar séu afar viðkvæmt mál á Íslandi og það muni taka tíma að ná niðurstöðu. Hins vegar skipti það máli fyrir endur- skoðun efnahagsáætlunar Íslands og erfitt sé að þoka henni áfram fyrr en eitthvert samkomulag liggi fyrir milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar. Átti að vera okkar á milli, segir Indriði Indriði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um fullkomlega eðlileg samskipti væri að ræða. „Ég er bara að kynna fyrir honum stöðuna í viðræðunum og okkar hugmyndir.“ Hann vildi ekki svara því hvort hann hefði verið að reyna að fá AGS til að beita sér í Icesave-deil- unni. „Þetta er bara skeyti sem fer okkar á milli og á bara að vera okkar á milli.“ Bent er á það á vefsíðunni Wikileaks að Indriði biður Flanagan um að hafa samband við sig á persónulegt net- fang sitt en ekki netfang ráðuneytisins. Trúnaðarpóstar Indriða birtir Wikileaks birtir tölvusamskipti um Icesave-deiluna Indriði H. Þorláksson Mark Flanagan KVÓTI Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofn- inum í ár er 238 þúsund tonn, en útgerðarmenn hafa heimild til að veiða allt að 10% af kvóta næsta árs. Margir munu hafa nýtt sér þá heimild því í ár eru íslensk skip búin að veiða um 260 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld. Verðmæti afla upp úr sjó gæti verið um átta milljarðar, en útflutnings- verðmætið hátt í tvöfalt meira eða 14-15 milljarðar. Hákon EA kom til Reykjavíkur í gær að lokinni Tvö íslensk skip voru í gær á miðunum um 100 mílur suður af Bjarnarey. Á heimasíðu Guðmundar VE er skrifað um myrkrið á þessum slóðum: „Þeg- ar komið er svona langt inn í veturinn kemur sólin ekkert upp hérna, heldur kemur rétt skíma á him- ininn í hádeginu og svei mér þá ef það er ekki bara jafn bjart eða bjartara í tunglskininu þegar máninn er á fylliríi, eins og hann er búinn að vera síðustu daga.“ aij@mbl.is | 6 síldarvertíð og ekki er ljós hvað tekur við hjá skip- verjum. 24 manns eru um borð hverju sinni, en tvær áhafnir eru ráðnar á skipið. Guðjón Jóhanns- son skipstjóri gagnrýnir umræðu um sjómanna- afsláttinn. „Hásetahlutur á þessu skipi er kannski í kringum 20 milljónir miðað við heilsárshlut, en fjar- vistirnar eru miklar og það er engin hætta á öðru en að ríkið sæki skatta af þeirri upphæð,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Ómar Norsk-íslenska síldin skilar 15 milljörðum  Fá skip eftir á miðunum fyrir norðan Noreg  Nánast myrkur allan sólarhringinn ERFIÐ fjárhagsstaða Orkuveit- unnar hlýtur að hefta nýfjárfest- ingar á næstunni og gera henni ill- mögulegt að reiða af hendi háar arðgreiðslur til eiganda síns, Reykjavíkurborgar. Fyrirtækinu er mjög þröngur stakkur skorinn á næstunni, nema nýtt eigið fé verði sett inn í fyrirtækið eða krónan styrkist verulega. Þegar litið sé að- eins fram í tímann hljóti slæm fjár- hagsstaða fyrirtækisins að varpast yfir í orkuverð til almennra notenda. Þetta kemur fram í óbirtri grein- ingu greiningardeildar Arion banka á fjárhagsstöðu fyrirtækisins. „Hvorugt virðist mjög líklegt til skamms og meðallangs tíma. Að því gefnu þarfnast það skýringa hvernig félagið geti eitt og óstutt komið metnaðarfullum áætlunum um ný- fjárfestingar og áframhaldandi vöxt í framkvæmd með aukinni skuld- setningu. Aukinheldur er ómögulegt að skilja hugmyndir um arðgreiðslu frá fyrirtækinu til eigenda í ljósi stöðu þess. Ekki verður annað séð en að OR muni eiga fullt í fangi með endurfjármögnun útistandandi lána, hvað þá ef kemur til aukinnar lán- töku,“ segir meðal annars í greining- unni. ivarpall@mbl.is OR þröng- ur stakkur skorinn  Búist við að slæm | 11 HAUKAR fögnuðu sigri í ótrúleg- um tvíframlengdum spennuleik í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarkeppn- innar í handknattleik gegn Fim- leikafélagi Hafnarfjarðar. ÍÞRÓTTIR Spenna í Hafnar- fjarðarslagnum STÓR hópur knattspyrnudómara æfir af krafti undir stjórn sérfræð- inga. Dómarar eiga að stefna að því að vera íþróttamenn. Knattspyrnudóm- arar æfa af krafti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.