Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 2

Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjóri Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport- @mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is MIKLAR framkvæmdir eru fyrir- hugaðar á Hrafnistu í Reykjavík í byrjun næsta árs, sem munu meðal annars hafa í för með sér að rýmum fækkar um 30 og stöðugildum í sam- ræmi við það. Framkvæmdirnar eru stærsti ein- staki áfangi breytinga sem hafa átt sér stað á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 2007, en gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist á ný í febr- úar. „Markmið breytinganna er að koma betur til móts við vaxandi kröf- ur nútímans um aðbúnað aldraðra og yfirlýst markmið Hrafnistu um að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna. Breytingarnar á næsta ári varða F-álmu Hrafnistuheimilisins í Reykjavík, en í álmunni eru 58 rými. Ætlunin er að stækka og bæta að- búnað í herbergjum álmunnar, en við breytingarnar fækkar rýmum varanlega um 30. Flytja heimilismenn á Landakot Að auki þarf að flytja til 20 til 30 heimilismenn á meðan framkvæmdir standa yfir, segir Pétur. Þeir verða annars vegar fluttir til innan Hrafn- istu og hins vegar yfir á Landakot, en tekist hafa samningar um að leigja þar deild sem ekki er í notkun. Pétur reiknar með að fækkun rýma á næsta ári þýði að stöðugild- um á Hrafnistu í Reykjavík fækki um tíu, en alls starfa rúmlega 400 á heimilinu. Pétur segir að frekar en að segja fólki upp verði reynt að færa það til í störfum, ráða ekki í stað þeirra sem hætta og framlengja síður tímabundna samninga. Breytingarnar á næsta ári munu kosta um 300 milljónir, en eins og áð- ur segir eru fyrirhugaðar breytingar hluti af breytingum sem staðið hafa yfir á Hrafnistu í Reykjavík undan- farin ár og miða m.a. að því að sam- eina og stækka herbergi. Gert er ráð fyrir að heildarbreyt- ingarnar taki 5 til 8 ár, og að kostn- aður vegna þeirra nemi alls um 1.000 milljónum króna. Breytingarnar eru að 60% hluta fjármagnaðar með ágóða af Happdrætti DAS og að 40% hluta með framlagi úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Af Hrafnistu á Landakot  Rýmum á Hrafnistu í Reykjavík fækkar um 30 vegna breytinga á næsta ári, og stöðugildum fækkar  Herbergi stækkuð og aðbúnaður færður í nútímalegra horf » Heimilismenn á Hrafnistu í Reykjavík voru 300 þegar breytingarnar hófust árið 2007 » Gert er ráð fyrir að þeim ljúki á tímabilinu 2012 til 2015, og þá verði heimilismenn 235 HORNIN á hinum sjö vetra gamla hrúti, Tuma, sem er frá bænum Fjalli I á Skeiðum, eru með þeim glæsilegri sem sjást. Bjallan sem hangir í öðru þeirra, þjónaði í gamla daga ekki aðeins þeim tilgangi að ærnar heyrðu hvar forystusauð- urinn væri staddur, heldur gat smaladrengurinn einnig runnið á hljóðið þar sem hann rölti á eftir hjörðinni í vondum veðrum. Þótt bjallan í Tuma sé meira til gamans í dag gegnir hann hlutverki sínu sem forystusauður af stakri prýði, ekki síst eftir leitir á haustin þegar hann leiðir féð hik- laust á áfangastað í túninu heima. KLINGJANDI FORYSTUSAUÐUR MEÐ VOLDUG HORN Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is BÆTA þarf upplýsingagjöf embættismanna á fram- kvæmda- og eignasviði til pólitískt kjörinna fulltrúa framkvæmda- og eignaráðs, að því er segir í bréfi frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem lagt hefur verið fram á fundi borgarráðs. Óskar Bergsson, formaður framkvæmda- og eigna- ráðs, hafði áður gert athugasemd við lítið upplýsinga- flæði til ráðsins, og er álit Innri endurskoðunar því í sam- ræmi við athugasemd Óskars. „Það er búið að fara yfir þetta bæði á sviðinu og hjá ráðinu,“ segir hann. „Í starfs- áætlun fyrir árið 2010 eru gerðar breytingar á þessum málum þannig að ráðinu er gert kleift að sinna betur þeirri eftirlitsskyldu sem því ber að gegna.“ Í bréfi Innri endurskoðunar vegna úttektar á innra eft- irliti á Framkvæmda- og eignasviði segir orðrétt: „Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar var að bæta þarf upp- lýsingagjöf til framkvæmda- og eignaráðs m.a. með því að leggja reglulega fram árshlutauppgjör og upplýsingar um kostnað við framkvæmdir á vegum Framkvæmda- og eignasviðs borinn saman við sambærilegar framkvæmdir hjá öðrum sveitarfélögum eða einkaaðilum.“ Jórunn Frímannsdóttir, sem situr í framkvæmda- og eignaráði, segist telja að skortur á upplýsingum frá svið- inu til ráðsins hafi ekki haft bein áhrif á rekstur sviðsins né í hvaða framkvæmdir hefur verið ráðist. „En það er klárlega til bóta að upplýsingaflæði til ráðsins verður meira og reglulegra.“ Ákvarðanir vegna framkvæmda á brunareitnum á horni Lækjargötu og Austurstræti eru í svari Innri end- urskoðunar við fyrirspurn minnihlutans um málið, nefnd- ar sem dæmi um ákvarðanir sem teknar hafa verið án þess að bera það til samþykktar í framkvæmda- og eigna- ráði. Innri endurskoðun hefur gert sambærilegar úttektir á flestum sviðum borgarinnar, en eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst hafa ekki verið gerðar álíka athuga- semdir um skort á upplýsingagjöf á öðrum sviðum. Framkvæmdasvið upplýsi framkvæmdaráð betur Innri endurskoðun borgarinnar tekur út framkvæmdasvið NÝR meirihluti Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í Grindavík hefur verið myndaður. Ólafur Örn Ólafs- son verður bæjar- stjóri en hann var bæjarstjóri þar til upp úr meiri- hlutasamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks slitnaði sumarið 2008. Hörður Guð- brandsson verður forseti bæjar- stjórnar og Guðmundur Pálsson verður formaður bæjarráðs. Í fréttatilkynningu frá nýjum meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur segir að flokkarnir séu sammála um að starfa saman til loka kjörtímabils- ins í vor. „Hvað varðar málefni eru flokk- arnir m.a. ásáttir um að vinna sam- kvæmt auðlindastefnu Grindavíkur- bæjar í orkumálum, undir forystu forseta bæjarstjórnar. Flokkarnir munu standa vörð um þá stefnu að styðja við íbúa sína á krepputímum. Þetta verður gert með því að standa vörð um atvinnulífið í Grindavík ásamt því að laða til bæjarins ný at- vinnutækifæri. Þrátt fyrir miklar hækkanir verðlags er ætlunin að hafa því sem næst óbreytta gjaldskrá. Þá er einhugur í meirihlutanum um að hefja skólastarf í Menntaskóla Grindavíkur haustið 2010,“ segir í fréttatilkynningu nýja meirihlutans. Nýr meirihluti tekur við í Grindavík Ólafur Örn Ólafsson Ólafur Örn Ólafsson verður bæjarstjóri SJÓREKIÐ lík miðaldra konu fannst í flæðarmálinu skammt frá æfingasvæði Golfklúbbs Keilis í Hraunkoti í Hafnarfirði í gær. Veg- farandi kom að líkinu en tilkynning barst lögreglu um kl. 14. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu er ekkert sem bendir til þess að konan hafi látist með saknæmum hætti en málið er í rann- sókn. Líkfundur í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.