Morgunblaðið - 07.12.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 07.12.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 nýtt kortatímabil kr. pk.259 Passionata pizza 2 tegundir kr. pk.166 Passionata margarita p izza Nýtt! Nýtt! 1 kíló 600 grömm FP lasagne 699kr.pk. FP biksemad m/ svínakjöti 398kr.pk. 4x125 grömm 500 grömm FP hrísgrjó n179kr.pk. FP kornflek s349kr.pk. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is NÚ þykir orðið ljóst að loftslagsráð- stefnan komi ekki til með að skila lagalega bindandi samningi sem tek- ur við af Kyoto bókuninni, þegar hún rennur út 2012. Það sem er hins veg- ar nýtt er að ríki sem ekki hafa áður komið að borðinu mæta til ráðstefn- unnar; stórveldin Bandaríkin, Kína og Indland. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra bindur því vonir við að að- koma þeirra þýði að hægt verði að ná bindandi samningi eftir ár. Vilji til að draga úr losun Skipta má þeim markmiðum sem lagt er upp með í þrennt. „Það sem við leggjum þarna fram er að í fyrsta lagi er Ísland að brjóta blað, hvað varðar það að við viljum draga úr losun á gróðurhúsaloftteg- undum og setja okkur það markmið. Við viljum taka þátt í markmiðum Evrópusambandsins og höfum verið í viðræðum við ESB um það. Ég vonast til að þeim samningnum ljúki núna alveg á næstu dögum þannig að okkur takist að vera þátttakendur í sameiginlegum markmiðum ESB,“ segir Svandís um leið og hún undir- strikar að það feli ekki í sér neina af- stöðu til aðildar að ESB. Það þjóni eingöngu hagsmunum okkar mjög vel að verða samferða ESB í sam- ingaviðræðum að því er varðar losunarmarkmiðin. Svandís segir ráðstefnuna að sumu leyti frekar táknræna en eiginlegan samningafund og þarna sé frekar verið að skrifa undir það sem unnið hafi verið að undanfarna mánuði. Nýtt kerfi – engin undanþága Svandís segir ekki óskað eftir framlengingu á íslenska Kyoto und- anþáguákvæðinu enda fari íslenska stóriðjan undir sameiginlegt evr- ópskt viðskiptakerfi með losunar- heimildir fyrir stóriðju, frá 2013, eða frá þeim tíma er gildistími Kyoto- bókunarinnar rennur út en flugið fari undir þetta viðskiptakerfi 2012. Verið sé verið að tala um að það að stóriðjan á Íslandi sitji við sama borð og stóriðjan í Evrópu. Þegar gengið hefur verið frá ESB viðskiptakerfi um losunarheimildir, færast þær frá ríki til fyrirtækja ár- ið 2013 sem Svandís segir þýða að ís- lensk stóriðjufyrirtæki fái hlut úr heildarkvóta ESB. Fyrirtækin þurfi fyrst og fremst að aðlaga sig nýju kerfi. Kerfið virðist virka sem hvati til þess að fyrirtæki taki upp hjá sjálf- um sér að minnka losun en til að byrja með verður losunarheimildum úthlutað og svo smám saman sett verð á þær í hlutfalli við losun. Sagt viðráðanlegt fyrir stóriðju Þegar spurt er hvað niðurfelling íslensks hluta Kyoto bókunarinnar þýði fyrir okkur og hvort litið sé öðru vísi á hann en sveigjanleika- ákvæðin í bókuninni sem heimila m.a. viðskipti með losunarheimildir, segir Svandís það mjög snúið tækni- legt viðfangsefni. „Það að fara frá þessum Kyoto ákvæðum og yfir í að halda áfram annars vegar innan þeirrar hugsunar og fara svo hins vegar inn í þetta sameiginlega við- skiptakerfi innan EES svæðisins.“ Samningarnir snúist nú aðallega að því að breyting hvað stóriðjuna varðar gangi sem snurðulausast fyr- ir sig. Það sé hins vegar tæknilega flókið í frágangi og sjái ekki alveg fyrir endann á því. Til dæmis hvað varðar hverjir fái fríar losunarheim- ildir til að byrja með og hverjir þurfa að borga frá byrjun. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins segir menn telja þetta fyrir- komulag viðráðanlegt. Aðalmálið sé að gæta þess að samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja versni ekki. Fyrir stóriðjuna gæti þetta komið ágæt- lega út þar sem okkar fyrirtæki standi sig mjög vel miðað við fyrir- tæki í Evrópu. Það gefi þeim betri stöðu þar sem þeir sem standi sig best eigi að fá kvótann án þess að greiða fyrir hann. Ísland verði í fremstu röð  Vilja brjóta blað í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda  Verið að ljúka samningum um þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi ESB um losunarmarkmið sem komi í raun í stað hins íslenska Kyoto ákvæðis Reuters Loft Kona skoðar ísskúlptúr af ísbirni sem þykir táknrænn fyrir hlýnun jarðar en Yvo de Boer framkvæmdastjóri Rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar er bjartsýnn á að alþjóðlegt samkomulag náist á loftslagsráðstefnunni. Í HNOTSKURN »Samkvæmt hinu svo-kallaða íslenska ákvæði í Kyoto samningnum var Íslandi heimilt að auka út- streymi gróðurhúsaloftteg- unda um 10% á skuld- bindingartímabilinu 2008-2012. »Heimildin var háð þvíað notuð yrði endurnýj- anleg orka, að notkun hennar leiddi til sam- dráttar í útstreymi, að besta fáanlega tækni væri notuð og að við framleiðslu yrði gætt að umhverfisvernd. Stærsta loftlagsráðstefna sem haldin hefur verið hefst í Kaupmannahöfn í dag. Þar mæta fulltrúar 193 ríkja og ræða aðgerðir til þess að berjast gegn hlýnun jarðar. Svandís Svavars- dóttir Vilhjálmur Egilsson Alls fara 14 fulltrúar íslenska rík- isins á loftslagsráðstefnu SÞ sem sett er í Kaupmannahöfn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra og Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra fara um næstu helgi. Með þeim fara aðstoðarmennirnir Hrannar Björn Arnarsson og Hafdís Gísladóttir. Önnur sem fara eða eru farin: Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðu- neytisstjóri, Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utan- ríkismálum, og Sigrún Ólafsdóttir sérfræðingur. Þórir Ibsen, sendi- herra og formaður samninga- nefndarinnar. Frá umhverfisráðu- neyti: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Hugi Ólafsson skrifstofustjóri og Stefán Ein- arsson sérfræðingur. Frá utanrík- isráðuneyti: Ingibjörg Davíðs- dóttir skrifstofustjóri. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti: Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri. Frá iðnaðarráðu- neyti: Sveinn Þorgrímsson. Þá er vitað að von er á einhverjum þingmönnum og fulltrúum félaga- samtaka héðan. Fjórtán fulltrúar frá Íslandi á ráðstefnunni ÖKUMAÐUR grunaður um ölvun við akstur ók bíl sínum yfir hring- torg á Skeiðarvogi snemma á sunnudagsmorgun, þannig að bíl- inn skemmdist talsvert og varð óökufær. Lögreglu barst tilkynning um að ungur maður hefði sést á hlaupum yfirgefa bílinn þar sem hann sat fastur á hringtorginu. Skömmu síðar náði lögregla manninum hlaupandi á Sogavegi skammt þaðan sem óhappið varð. Tekið var blóð- og þvagsýni úr manninum og sent til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni leikur grunur á að mað- urinn hafi ekið undir áhrifum áfengis en rannsókn á sýnunum mun skera úr um það. Lögreglan náði öku- manni á hlaupum UM hálfellefuleytið í gærkvöldi höfðu 29.000 manns undirritað áskorun til Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, um að synja nýjum Icesave lögum staðfest- ingar. „Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir ís- lensku þjóðina í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ segir á vef InDefence. sigrunrosa@mbl.is 29.000 skora á for- seta vegna Icesave

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.