Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 !"#$ &'()*+ ,-(,./ !"# ' 0123145+ 6"0 7801 )4' ,-(,9 :10;<3" ,91/ =12#2 &>4?6<"@?A>?2@2& B8!+ -C, ( D$ E,F FF-F GGG+@H41+"? "#$%&'()) *+ , -.(/(0(' Könnur með dýrum og traktorum J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Mokkakápur Mokkajakkar Laugavegi 63 • S: 551 4422 Jólajakkinn 20% afsláttur www.andriki.is „Brotið hefur verið gegn þjóð- réttarlegum skyldum í samskiptum okkar. Það er algerlega ljóst. Það er ekkert, frú forseti, í ESB-samningnum eða alþjóðareglum sem mælir fyrir um það að ríkisstjórnir beri ábyrgð á bankainnstæðum í einkabönkum, eins og hér hefur verið farið fram með samningum um Icesave-reikninga ríkisins við Breta og Evrópusambandið. Undir þeirri kúgun. Engin ákvæði í alþjóðarétti mæla fyrir um það.“ Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og þingmaður VG, á alþingi 18. desember 2008. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „VIÐ höfum séð ýmsar hugmyndir, stórar og smáar, allt frá lágreistum torfbæjum með sögusýningum til stórra stein- steyptra hótela og það er greini- legt að áhugi á staðnum er mik- ill, “ segir Álf- heiður Ingadótt- ir, heilbrigðis- ráðherra og formaður Þing- vallanefndar. Hún segir að hugmyndirnar séu á öllum stigum og tengist ekki aðeins Valhallar- reitnum heldur mun stærra svæði í Þjóðgarðinum og nágrenni hans. Þá séu höfundarnir með mjög mismun- andi þjónustu í huga. Í sumar verður 80 ára afmæli Þjóðgarðsins fagnað og segir Álf- heiður vel við hæfi að tengja þau tímamót „einhvers konar skipulags- eða hugmyndavinnu sem almenn- ingur gæti átt beina aðkomu að.“ Álfheiður segir að hátt í tíu hug- myndir um uppbyggingu á Þingvöll- um hafi verið kynntar fyrir henni sem formanni nefndarinnar, en eng- in afstaða hafi verið tekin til þess hvað gert verður. Mikill fjöldi ferða- manna komi á Þingvelli á hverju ári og fyrir þá þurfi að vera aðstaða. Fram kemur í fundargerð Þing- vallanefndar frá því í september að í Fræðslumiðstöðina á Hakinu koma um 170 þúsund gestir árlega og eru gistinætur á tjaldsvæðunum um 10 þúsund. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðr- aðar um framtíðarnýtingu svæðisins eftir Valhallarbrunann 10. júlí í sum- ar. Í fundargerð nefndarinnar frá því í september kemur fram að tvær arkitektastofur hafa haft samband við nefndarmenn vegna reitsins, sömuleiðis Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir og Kjartan Ragnarsson í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þá hafa sagnfræðingarnir Krist- björn Helgi Björnsson og Svava Lóa Stefánsdóttir kynnt viðskipta- hugmynd um uppbyggingu svæðis á eða við Þingvelli þar sem einblínt verður á búskaparhætti á þjóðveld- isöld. Loks má nefna að Árni John- sen alþingismaður hefur lagt til að nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að byggingu Þingvallaseturs sem hýsi a.m.k. 200 herbergja hótel og ferða- og ráðstefnuaðstöðu. Í Þingvallasetrinu verði einnig þing- salur fyrir Alþingi og Þingvallasalur sem hýsi sögu Þingvalla. Land og vatn viðkvæmt „Fyrir mér væri mikils virði að opna Þjóðgarðinn betur fyrir al- menningi með því að gera göngu- stíga meðfram vatninu og festa í sessi net gamalla göngustíga um Þjóðgarðinn með merkingum og út- gáfu á korti, sem stendur til að gera,“ segir Álfheiður. „Þjóðgarður- inn þarf að verða betra athvarf fyrir gangandi fólki sem gæti notið nátt- úrunnar, en því miður hefur hring- akstur og útsýnisakstur verið tals- verður á Þingvöllum.“ Álfheiður leggur áherslu á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sé í ævarandi eigu þjóðarinnar og þar verði að fara með gát. Landið sé við- kvæmt og á hreyfingu og vatnið sé friðað sérstaklega, þannig að öll um- svif og förgun úrgangs séu flókin á svæðinu. „Þarna þarf að vera þjón- usta, en hvar, hversu umfangsmikil og hvers eðlis þarf að skilgreina vel því það skiptir miklu máli að verja svæðið áníðslu og vatnið mengun,“ segir Álfheiður. Háreist hótel og lágreistir torfbæir  Margar hugmyndir um uppbyggingu á Þingvöllum  Þjóðgarðurinn 80 ára í sumar  Mikils virði að opna þjóðgarðinn betur fyrir almenningi  Land og vatn viðkvæmt og brýnt að fara með gát Þingvellir Á svæðinu þarf að vera þjónusta, en hvar, hversu umfangsmikil og hvers eðlis þarf að skilgreina vel. Í HNOTSKURN »Hótel Valhöll brann tilkaldra kola 10. júlí í sumar. »Auk Þingvallanefndarkoma forsætisráðuneytið og UNESCO að ákvörðunum varðandi Valhallarreitinn. »Á næstunni verður þjóð-garðsvörður ráðinn, en 78 umsóknir bárust um stöðuna. »Allir lóðaleigusamningar ísumarhúsabyggðinni við vatnið renna út í sumar.Álfheiður Ingadóttir LÁTINN er í Reykja- vík, Pétur H. Ólafsson sjómaður, 89 ára að aldri. Pétur fæddist í Stykkishólmi 10. febr- úar 1920 og var einn af þrettán systkinum en sex þeirra lifa enn. Pét- ur var sjómaður nánast alla sína starfsævi og sigldi með ítölsku skipi í frægri ferð PQ-17 skipalestar banda- manna sem flutti vistir og vopn til Murmansk í Rússlandi í seinni heimsstyrjöldinni, í apríl 1942. Lestin lenti í miklum hremmingum á leið sinni þegar Þjóð- verjar gerðu árás á hana undan Nor- egsströndum. Um þá atburði og ævi Péturs ritaði Jónas Jónasson bókina Krappur lífsdans, sem kom út árið 1994. Pétur var aðal- hvatamaður alþjóð- legrar ráðstefnu um skipalestir banda- manna til Rússlands, sem haldin var í Reykjavík í júlí í fyrra. Þá var hann í þrígang sæmdur rússneskum heiðursorðum vegna þátttöku sinnar í sigl- ingunum, m.a rúss- nesku ríkisorðunni. Pétur var einn af stofn- endum Félags eldri borgara og sat þar í stjórn lengst af. Einnig söng hann með Kór eldri borgara í fjölda ára. Eiginkona Pét- urs var Jóhanna Davíðsdóttir, sem lést 2003 og áttu þau sex börn, fjögur sem lifa. Alls urðu afkomendur Pét- urs og Jóhönnu 52 talsins. Andlát Pétur H. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.