Morgunblaðið - 07.12.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 07.12.2009, Síða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 „Vill Samfylkingin fórna öllu fyrir ESB- aðild? Standa ekki í fæturna? Vera ekki með nokkra samningsstöðu í dag? Hvaða samningsstöðu munum við eiga gagnvart Evrópusambandinu ef það veit hversu veik við erum í hnjánum? Hversu veik við vorum í hnjánum gagnvart Icesave-reikningunum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Hvar endar það?“ Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og þingmaður VG, á alþingi 18. desember 2008. www.andriki.is LÉTU dómarar í ítölsku borginni Perugia undan þrýstingi þegar þeir dæmdu Amöndu Knox og fyrrverandi unnusta hennar, Raffaele Sollecito, til fangelsisvistar í um hálfan þriðja áratug fyrir morðið á Meredith Kercher? Blaðamaðurinn John Hooper veltir þessu fyrir sér á vef breska blaðsins The Guardian eftir að dómurinn var kveð- inn upp um miðnætti að ítölskum tíma á föstudag. Orðspor þjóðar og háskólaborgar að veði Hooper bendir á að hér hafi meira en örlög tveggja ungra einstaklinga legið undir. Ítölsk yfirvöld hafi viljað sýna fram á að þau gætu leitað uppi og sakfellt morðingja. Ímynd hinnar friðsælu háskólaborgar Perugia sé einnig að veði enda varði miklu að sannfæra foreldra þúsunda er- lenda stúdenta að málið sem varpað hafi skugga á borgina sé einsdæmi og að námsfólki sé óhætt að dvelja þar. Hooper víkur einnig að rökstuðningnum fyrir dómnum og bendir á að Knox og Sollecito fengu vægari dóma en meintur vitorðsmaður þeirra, Fílabeinsstrendingurinn Rudy Guede, þrátt fyrir að í dómslýsingu séu þau sögð hafa framið morðið eftir að hann misþyrmdi Kercher kyn- ferðislega. Jafnframt hafi Guede fengið þyngri dóm, eða 30 ár, þrátt fyrir að málsmeðferð hans hafi verið hraðað í von um að það skilaði vægari dómi. En Knox, sem er banda- rísk, fékk 26 ár og Ítalinn Sollecito 25 ár. Sakborningar á Ítalíu eiga kost á tveimur áfrýjunum en Hooper bendir á að að fingraför Knox og Sollecito hafi ekki fundist í herberginu þar sem að Kercher var myrt. Fingra- för Guede hafi hins vegar verið á víð og dreif um herbergið, auk efasemda um sönnunargögn sem byggist á erfðaefni. Dómararnir undir þrýstingi að sakfella parið í Perugia? Mótsagnir og efasemdir um sönnunargögn á morðstað Amanda Knox Raffaele Sollecito Meredith Kercher Falinn fjársjóður ÍTALSKA lögreglan hefur lagt hald á safn listaverka í eigu Calisto Tanzi, stofnanda matvælafyrir- tækisins Parma- lat, sem áfrýjaði 10 ára fangelsis- dómi fyrir aðild sína að einu stærsta fjár- svikamáli Evr- ópu, gjaldþroti upp á 2.562 milljarða króna. Safnið hefur að geyma margar gersemar eftir nokkra af meisturum myndlistarsögunnar, svo sem Pablo Picasso, Vincent van Gogh, Degas og Monet en alls er safnið metið á um 100 milljónir evra, um 18,3 milljarða króna miðað við gengi gærdagsins. Auðugur og vel tengdur Tanzi var einn auðugasti maður Ítalíu og fjölskylda hans öflugur bakhjarl Forza Italia, flokks Berlu- sconis forsætisráðherra. Líkt og Berlusconi, eigandi stórliðsins AC Milan, átti Tanzi hlut í knattspyrnu- liði, félaginu sem kennt er við borg- ina Parma. Talið er að selja hafi átt verkin en ekki hefur komið fram hvort andvirðið gangi uppi í kröfur í þrotabú Parmalat. Listaverk fyrir átján milljarða í leitirnar Calisto Tanzi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STJÓRNVÖLD á Filippseyjum segjast hafa kom- ið í veg fyrir uppreisn í héraðinu Maguindanao eft- ir að þau komu á herlögum og sendu þúsundir lög- reglu- og hermanna til að handtaka á sjöunda tug fylgismanna Andal Ampatuan héraðsstjóra og leiðtoga fjölmenns herliðs fjölskyldu hans. Mikil ólga hefur verið á Filippseyjum undan- farnar tvær vikur eftir að um 100 vígamenn rændu konum sem skyldar voru Ismael Mangudadatu, pólitískum andstæðingi Andals, jafnframt því sem þeir tóku höndum óbreytta borgara og fjölda blaðamanna sem að með þeim voru. Mannránið var árás á pólitískan andstæðing en Mangudadatu er í framboði til héraðsstjóra á næsta ári. Hann lætur ekki stöðva sig en meðal hinna látnu eru kona hans og tvær systur. Mannræningjarnir gengu fram af geysilegri grimmd og tóku fólkið, alls 57 manns, af lífi. Þeir sýndu konunum mikinn hrottaskap og leik- ur grunur á að mörgum þeirra hafi verið nauðgað áður en þær voru teknar af lífi. Eina leiðin til að lægja öldurnar Stjórn Gloriu Arroyo forseta segir herlögin einu leiðina til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Her- lögin eru umdeild og svarar stjórnin því til að þau séu nauðsynleg til að hindra að fylgismenn Andals myndu grípa til vopna sér til varnar. Ampatuan er ættarnafn valdamikillar íslamskr- ar fjölskyldu sem tók völdin í héraðinu fyrir ára- tug eða svo með stuðningi vopnaðra hópa. Fjölskyldan hefur verið á meðal tryggustu bandamanna forsetans í suðurhluta landsins og liður í þeirri stefnu stjórnarinnar að mynda bandalög við valdamikla hópa víðsvegar um landið til að hafa hemil á íslömskum uppreisnarmönnum. Forsetinn sker á tengslin við fjölskylduna Bandalagið við Ampatuan-fjölskylduna þykir nú of dýru verði keypt og hefur stjórnin vikið héraðs- stjóranum og ættingjum Andals úr flokki Arroyo. Meðal þeirra er Andal Ampatuan yngri sem kærður hefur verið fyrir 25 manndráp og fyrir að skipuleggja ódæðið fyrir hálfum mánuði, en hann hafði áður boðið sig fram sem eftirmaður föður síns í embætti héraðsstjóra gegn Mangudadatu. Talið er að 4.000 stuðningsmenn Ampatuan- fjölskyldunnar séu undir vopnum en meðal þess sem hald var lagt á um helgina er heimasmíðuð, brynvarin bifreið sem geymd var í vöruhúsi. Andal yngri hefur lýst sig saklausan en hann gaf sig sjálfviljugur fram síðastliðinn fimmtudag. Uppreisn kæfð með herlögum  Arroyo, forseti Filippseyja, bregst við fjöldamorðum í héraðinu Maguindanao  Yfir 60 handteknir í áhlaupi hersins  Ódæðisverkin af pólitískum rótum runnin Reuters Sorg Ættingjar Daniel Tiamzon, eins fórnarlambanna, við útförina. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa loks brugðist við hrottafenginni árás á pólitíska andstæð- inga valdamikillar fjölskyldu. Þúsundir her- manna eiga að tryggja öryggi í héraðinu. ÆTTINGJAR ungs manns sem að fórst í brunanum á næturklúbbi í rúss- nesku borginni Perm berjast við tilfinningarnar þegar hann var borinn til grafar í útjaðri borgarinnar í gær. Mikil sorg er í Rússlandi og hefur Dmítrí Medvedev forseti lýst yfir þjóðarsorg í dag. Eldurinn kviknaði þeg- ar flugeldasýning fór úr böndunum með þeim afleiðingum að eldur læstist í þakið. Alls fórust 112 í eldsvoðanum og eru margir alvarlega særðir. Reuters ÞJÓÐARSORG Í RÚSSLANDI EFTIR BRUNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.