Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 HHH „HRÖÐ, SPENNANDI... OG SNARKLIKKUÐ MYND FRÁ A-Ö... EKTA AFÞREYINGAR- BÍÓ!” T.V - KVIKMYNDIR.IS HHH „ÓSVIKINN GEIMHROLLUR SEM SVER SIG Í HEFÐINA, MINNIR EINKUM Á ALIEN-MYNDIRNAR.“ „GÓÐ SKEMMTUN OG DÁLÍTIÐ GEGGJUÐ.“ S.V. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK LET’S BE HONEST, KILLING IS THIS FILM’S BUSINESS...AND BUSINESS IS GOOD. CHRIS NASHAWATY / ENTERTAINMENT WEEKLY “ROARING ACTION.” KYLE SMITH / NEW YORK POSTHÖRKU HASARMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MATRIX ÞRÍLEIKINN EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI GERRARD BUTLER OG JAMIE FOXX Í EINHVERRI MÖGNUÐUSTU HASARMYND Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA THE ITALIAN JOB / KRINGLUNNI NINJA ASSASSIN kl.8 -10:40 16 THE TWILIGHT NEW MOON kl.6 -8-9-10:10 12 DIGITAL A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl.5:503D 7 3D-DIGITAL A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.5:503D ótextuð 7 3D-DIGITAL / ÁLFABAKKA NINJAASSASSIN kl. 5:50-8-10:10 16 DIGITAL ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.8-10:10 7 NINJAASSASSIN kl. 8 - 10:10 LÚXUS PANDORUM kl.8 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl.5:20-8-10:10-10:40 12 LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:20 LÚXUS COUPLES RETREAT kl. 5:50 12 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 5:503D ótextuð 7 3D DIGITAL ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl. 5:50 7 Sviðið er hringlaga með lág-um bogadregnum veggbakatil sem fylgir hringn-um til hálfs. Litir eru fáir. Ljós einfalt. Hér ríkir hinn grái tónn sem er svo leiðinlega grár að hann er nánast hvítur. Sveppurinn á gólfinu er í sama lit, þrjár þústir með sama lit, ein stærri þúfa rétt utan hrings jafn litlaus og ljót. Ein örsmá maríuhæna liggur þarna umkomulaus í leiðindum. Svona geta hlutirnir ekki verið til lengd- ar – og því birtist grænn álfur! Og hann er svo dæmalaust grallaralegur með rauðan hárlubb- ann og hann tekur til við að dansa og gefa frá sér undarleg hljóð – ekki há – og hann leggur við hlust- ir og viti menn þá heyrum við það sama og hann; náttúruhljóð svo sem fuglasöng og skordýratíst. Og álfurinn leikur sér að litlu maríu- hænunni, dregur hana á eftir sér eins barn leikfangabíl. Dregur hana svo út af sviðinu og þá upp- hefst galdurinn! Augnabliki síðar kemur nefni- lega risavaxin maríuhæna aftur inn á sviðið. Hefur sú litla stækkað – eða minnkaði álfurinn? Smám saman eflist ævintýrið og galdurinn. Álfurinn og maríu- hænan eigast við, fyrst á nótum tortryggni, og stríðni af álfsins hálfu, en svo ná þau saman. Og eftir því sem á líður og samband þeirra styrkist og dans þeirra verður samstilltari þá lifnar sýn- ingin í litadýrð og hið gráa hlýtur að tapa – og það tapar. En kátína og fegurð vinna sigur, litir vinna sigur, samheldni og samlíðun vinn- ur sigur og fullkomnast í því þegar álfurinn tekur að draga dám af maríuhænunni, þeim báðum og leikhúsgestum til gleði. Að leiðar- lokum fá ungu leikhúsgestirnir að vera með því álfurinn lánar þeim marglita klúta að veifa svo þeir geti tekið þátt í sigri litana yfir grámóskunni. Dansararnir eru frábærir. Tinna Grétarsdóttir er maríuhænan, hún hefur nostrað við hreyfingarnar og gerir allt af innblæstri og þokka. Höfundurinn, Bertrán de Lis, dansar álfinn og gerir það af sömu færni og gleði. Tónlist og hljóð- heimur og búningar eru stór þátt- ur sýningarinnar og leggja sitt af mörkum ásamt með einfaldri lýs- ingunni svo þetta megi verða frá- bær sýning fyrir þá allra yngstu! Ég veit ekki af hverju – en mér datt í hug orðið „frelsandi“ þar sem ég sat og horfði á þetta ein- falda fallega ævintýri. Þessi sýning fangar hið flókna samspil einfaldleika og fegurðar svo vart verður betur gert – hún er ætluð yngstu börnunum og yngstu börnin kunnu greinilega vel að meta – mér sýndist hrifn- ingin meiri eftir því sem leik- húsgestir voru yngri. Einn 10 mánaða sat rétt fyrir framan mig. Hann skildi þetta ALLT, tók það ALLT inn og með tilkomumikilli tjáningu hins ómálga barns fagn- aði hann í hvert sinn sem vel var gert á sviðinu og hann fagnaði stöðugt! Þetta er frelsandi sýning! Frelsandi „Dansararnir eru frábærir. Tinna Grétarsdóttir er maríuhænan, hún hefur nostrað við hreyfingarnar og gerir allt af innblæstri og þokka. Höf- undurinn Bertrán de Lis dansar álfinn og gerir það af sömu færni og gleði.“ Þjóðleikhúsið – Kúlan Maríuhænan, Inger Cecilie Bertrán de Lis bbbbm Dansleikhús frá Noregi – gestasýning í Þjóðleikhúsinu. Sýningar voru 5. og 6. desember. Dansarar: Inger Cecilie Bertrán de Lis og Tinna Grétarsdóttir. Tónlist: Karoline Rising Næss. Búningar: Hilde Elisabeth Brunstad. Lýsing: Elisabeth Kjeldahl Nilsson og Gunnvá Meinseth. Tónlistar- flutningur: Karoline Rising Næss (selló), Andreas Bratlie (slagverk), Tele M. Mydske (söngur). Framleiðandi: Ing- er Cecilie Bertrán de Lis. Kúlan – 5. desember 2009. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON LEIKLIST Frá gráu og smáu til litskrúðugs frelsis FYRIR utan gluggann nefndist gjörningur listakonunnar Helenu Hans sem fór fram á laugardagskvöldið. Helena bauð til sín fjórum þekktum myndlistarmönnum til að snæða dýrindis kvöldverð á heimili sínu. Einnig bauð hún öllum öðrum landsmönnum til gjörningsins og ásamt þeim sem mættu stóð hún úti og horfa inn á listamennina borða. Úti var rómantísk fátækra- stemnig með logandi eldi í tunnu, tónlistarflutningi og heitri súpu. Gestir voru vel klæddir og horfðu löngunaraugum á listamennina fjóra, Snorra Ásmunds- son, Hannes Lárusson, Harald Jónsson og Ásmund Ásmundsson, borða dýrindis steik inni í hlýju eldhúsinu. Þessi samfélagsgjörningur var partur af einkalistahátíð Helenu sem ber nafnið „Kreppa 2009 til tíu, ekki gera ekki neitt.“ Skipting Mænt á Ásmund, Snorra, Hannes og Harald. Myndlistarmenn Yfir matnum var margt rætt. Spegilmynd Drengur horfir löngunaraugum inn með súpubolla í hönd. Morgunblaðið/hag Ylur Það var notalegt að fá heita súpu í kuldanum. Steikin var inni, súpan úti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.