Morgunblaðið - 07.12.2009, Side 29

Morgunblaðið - 07.12.2009, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Heilsa og lífsstíll Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Meðal efnis verður: Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Vinsælar æfingar. Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Umfjöllun um fitness. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Ný og spennandi námskeið á líkamsræktarstöðvum. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum. Kassinn, nýjasta mynd leik-stjórans Richards Kelly,sem gerði það gott meðDonnie Darko árið 2001, er nú sýnd hérlendis. Sagan gerist árið 1976 í rannsóknarmiðstöð NASA í Langley í Virginiu, og ná- lægu úthverfi. Ókunnugur maður (Langella) gefur sómakærum hjón- um (Diaz og Marsden) svartan kassa með rauðum takka á og lofar þeim milljón dölum ef þau ýti á takkann innan 24 stunda en þá mun einhver sem þau þekkja ekki deyja. Fyrir hlé nær myndin að byggja upp og viðhalda áhugaverðu og sér- stæðu andrúmslofti sem er trega- blandið misáleitnum siðferðisspurn- ingum er varða afleiðingar gjörða mannfólksins. Sjónræn umgjörð er að mestu fáguð en myndin byggir upp spennu á gamalreyndan hátt sem virðist frekar tilheyra myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Leikmyndin er stórbrotin end- urgerð á menningarlegri heims- mynd ársins 1976 og leikur og per- sónusköpun einkennast af vissum einfölduðum stífleika í anda sjón- varpsþátta frá þeim tíma. Einnig er notast við langar tökur og drama- tíska kvikmyndatónlist til að undir- strika upplifun og erfiða stöðu per- sóna. Þessi spyrðing verður, þó háleit sé, gjarnan hálfþvinguð, lát- bragð leikara virðist ýkt og tilgerð- arlegt og línurnar sem þeir fara með eru ótrúverðugar og best til þess fallnar að dauðrota áhorfendur. Sið- ferðisspurningarnar sem leita á per- sónurnar eru niðursoðnar í neyt- endavænar umbúðir og allt bit hefur verið tekið úr þeim. Myndin er ætluð fyrir meg- instraumsmarkað eins og kristallast í þessari niðursoðnu siðfræði og vali á Cameron Diaz í lykilhlutverk sem er gott og gilt, en við það tapast kynngimagn höfundarins og höfund- areinkenni Kellys þar sem blandað er saman vísindaskáldskap, banda- rískri úthverfamenningu og súrreal- isma nær aðeins að verða áhugavert á stöku stað. Ef leikstjórinn hefði látið sér nægja að draga upp mynd af hefðbundinni bandarískri milli- stéttarfjölskyldu, sem glímir við yf- irskilvitleg öfl á sögusviði, sem er stílfært og markað í tíma og rúmi, hefði útkoman hugsanlega verið smellin. Þess í stað leitast Kelly við að innleiða of marga trosnaða enda, samsæri og menningarfyrirbæri inn í frásögnina og persónurnar eru allt annað en sannfærandi. Splundruð framvindan er allt of flókin og að sumu leyti oftúlkuð þannig að áhorf- andinn tapar áttum. Öll þessi togstreita í kringum rauða takkann og önnur öfgafyllri og óskiljanlegri próf er til dæmis hluti af geimrannsókn sem er stýrt af ókunnuga manninum, NASA og Öryggisráði Bandaríkjanna (NSA). Áhorfandinn á erfitt með að átta sig á hvað þessum samtökum gengur til – ef hugmyndin er að láta mann- kynið eyða sér sjálft hlýtur að vera til skilvirkari leið en að borga hverri úthverfafjölskyldu fúlgu fjár til þess að ýta á takka og granda þar með einum einstaklingi. Auk þess er tor- ráðið hlutverk fjölda persóna sem fá blóðnasir áður en þær breytast í uppvakninga og peð í valdatafli samtakanna. Hallærislegar tækni- brellur með vatn og endalaust fro- ðusnakk um „eilífa bölvun“ gerir svo útslagið og myndin verður fáránlega kjánaleg og eiginlega ekki áhorfs- verð. Smárabíó, Borgarbíó Kassinn / The Box bbnnn Leikstjórn og handrit: Richard Kelly. Byggt á smásögu eftir Richard Mathe- son. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, James Marsden og Frank Langella. 116 mín. Bandaríkin, 2009. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR The Box „Leikmyndin er stórbrotin endurgerð á menningarlegri heims- mynd ársins 1976 [...].“ Togstreitan í kring- um rauða takkann BYRJAÐ er að bóka sveitir á Hróarskelduhátíðina í Danmörku fyrir næsta sumar. Fimm nöfn hafa verið gefin upp og er breska rokksveitin Muse þeirra stærst, en sveitin spilaði síðast á Hróars- keldu 2007. Gamla pönksveitin NOFX mun koma fram á hátíðinni, einnig dönsku hljómsveitirnar Dizzy Mizz Lizzy og The Kissaway Trail og danski tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið C.V. Jörgensen. Hróarskelduhátíðin 2010 verð- ur 1. til 4. júlí. Miðasala á hátíðina er hafin og fer m.a. fram á midi.is. Muse á Hróarskeldu AP Tónlistarhátíðin Aðalsviðið á Hróarskeldu er appelsínugult. SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM SÝNDÍÁLFABAKKA EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali HHHH „JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“ „CARRY ER ENGUM LÍKUR...“ – S.V – MBL ÞRIÐJA STÆRSTA FRUMSÝNINGAR- HELGI ALLRA TÍMA Í USA BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER Robert Pattinson og Kristen Stewart eru mætt í einni stærstu kvikmyndaseríu allra tíma! „ÞEIR SEM DÝRKUÐU FYRSTU MYNDINA... MUNU ÁBYGGILEGA ELSKA ÞESSA ÚTAF LÍFINU.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI HVERNIG STÖÐVARÐU MORÐINGJA SEM ER NÚ ÞEGAR Í FANGELSI? / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 - 10:10 12 THE INFORMANT kl. 8 7 LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:40 16 THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 - 10:30 12 MORE THAN A GAME kl. 8 7 NINJA ASSASSIN kl. 10 16 THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 7 LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 16 PANDORUM kl. 10:40 Myndin byggist á smásögunni Button, Button eftir hinn róm- aða Richard Matheson frá árinu 1970 og hentar grunn- hugmyndin því formi vel. Síð- ar var sagan löguð að sam- nefndum sjónvarpsþætti í röðinni The Twilight Zone og aftur giftist form og efni en þegar reynt er að teygja hug- myndina í heila frásagnar- kvikmynd verður útkoman langdregin og hálf mislukkuð. The Twilight Zone

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.