Morgunblaðið - 07.12.2009, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.12.2009, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heitast 7 °C | Kaldast 2 °C Hæg norðaustlæg átt, skýjað og þurrt að mestu, dálítil rigning með köflum á aust- anverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. » 10 Brynhildur Þórar- insdóttir skrifaði spennusögu fyrir börn sem gerist árið 1222 í Gásakaup- stað. »23 BÓKMENNTIR» Gott fólk og glæpamenn FÓLK» Flugan fór víða um helgina. »24 Komin til að vera, nóttin, eftir Ingunni Snædal, er býsna heilsteypt verk og bráðskemmtilegt af- lestrar. »27 BÓKMENNTIR» Bráð- skemmtilegt TÓNLIST» Emilíana Torrini blæs til þriðju tónleikanna. »26 KVIKMYNDIR» The Box er fáránlega kjánaleg. »29 Menning VEÐUR» 1. Líkfundur í Hafnarfirði 2. Hélt að hún væri rosalega fræg 3. Tvö ný tilfelli stökkbreytinga 4. Á skíðum þrátt fyrir mænuskaða »MEST LESIÐ Á mbl.is  Söngkonan góð- kunna Ragnheið- ur Gröndal heldur þrenna tónleika hérlendis í vikunni í tilefni þess að sjötta sólóplata hennar, Tregagás, kom út í byrjun nóvember. Ragnheiður byrjar tónleikaferð- ina á morgun, þriðjudaginn 8. des- ember, í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Á miðvikudaginn verður hún í Sal Tónlistarskólans á Akranesi kl. 21 og þriðju og síðust tónleikarnir verða í Reykjavík hinn 10. desember kl. 21 í Smiðjunni við Fiskislóð. Með Ragnheiði leika Haukur Gröndal á klarínett, Guðmundur Pétursson gítar, Birgir Baldursson og Matthías Hemstock á slagverk. TÓNLIST Ragnheiður Gröndal í Vík, á Akranesi og í Reykjavík  Jólauppboð Gall- erís Foldar verður haldið í kvöld og annað kvöld. Boðin verða upp um 180 verk af ýmsum toga, bæði nýleg og eftir gömlu meistarana. Elsta verkið er frá 1891, málað af Þórarni B. Þorlákssyni. Þá verður boðið upp afar sérstæð og glæsileg geometria eftir Nínu Tryggvadótt- ur, frá 1955. Ennfremur verður Haf- meyjan eftir Nínu Sæmundsson boð- in upp. Einnig verða boðin upp verk eftir Mugg, Ásgrím Jónsson, Kjar- val, Svavar Guðnason, Barböru Árnason og Ásmund Sveinsson. Uppboðin verða haldin í húsakynn- um gallerísins og hefjast báða dag- ana klukkan 18.15. MYNDLIST Verk eftir Nínu Tryggva- dóttur boðið upp í kvöld  Bjarki Sigurðs- son varð að sætta sig við að fylgjast með félögum sín- um í FH af áhorf- endapöllunum þeg- ar FH tapaði fyrir Haukunum í tví- framlengdum æsispennandi bikar- leik í Kaplakrika í gær. Bjarki, sem er 42 ára gamall, hefur leikið síðustu leiki FH-inga í N1-deildinni en þar sem hann spilaði með ,,old boys“-liði Aftureldingar í bikarnum fyrr í vet- ur var hann ekki gjaldgengur með FH í gær. Haukar náðu með sigr- inum að hefna ófaranna frá því í fyrra en þá sló FH granna sína út í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. HANDBOLTI Bjarki ekki löglegur í bikarleiknum með FH Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FJÓRIR stórhuga sagnfræðingar hafa kynnt fyrir Þingvallanefnd hugmyndir sínar um torfbæjarhótel á Þingvöllum. Þar vilja þeir að verði lifandi safn þar sem ferðafólki gefst kostur á að ferðast allt að þúsund ár aftur í tímann. Fyrir- tæki sagnfræðinganna nefnist Stór- saga og þeir telja nafnið vera í samræmi við sögustaðinn Þingvelli. Einkum hafa fjórmenningarnir augastað á svæðinu á Skógarhólum og hafa meðal annars rætt við for- ystumenn hestamanna sem þar hafa aðstöðu. Þau hafa reyndar rætt við fleiri sem komið hafa hug- myndum sínum á framfæri varð- andi uppbyggingu á Þingvöllum. Svava Lóa Stefánsdóttir, Krist- björn Helgi Björnsson, Sigurlaugur Ingólfsson og Andri Steinn Snæ- björnsson vilja að reist verði stór- býli úr torfi á Skógarhólum og auk þess lítil kirkja, fjós, smiðja og þingbúðir. Lifnaðarhætti landnáms- manna verði í fyrirrúmi á daginn, en á kvöldin verði svæðið nýtt sem hótel. Þannig fái gestir að upplifa gistingu í þjóðveldisbæ og geti kynnst því af eigin raun hvernig Ís- lendingar bjuggu öld eftir öld um leið og byggingarefni og -lag fái sinn sess. Svava og Kristbjörn störfuðu í tvö sumur sem staðarhaldarar í Þjóðveldisbænum á Stöng og þar fæddist hugmyndin. „Okkur langaði að gera svo dæmalaust margt með Þjóðveldisbæinn og hugmyndirnar sem fæddust virtust óþrjótandi,“ segir Svava. „Við vildum gera meira fyrir ferðafólk heldur en þar var í boði og þannig hefur þessi hugmynd okkar þróast. Við stöndum síðan fjögur að fyrirtækinu og höfum lagt mikla vinnu í verkefnið síðasta árið. Meðal annars fórum við í vett- vangsferð til Danmerkur og skoð- uðum þorp sem byggt er upp á þennan hátt. Núna er hönnunar- vinnu að ljúka og ef þetta verður samþykkt tekur við leit að styrkj- um og fjárfestum. Við trúum á þessa hugmynd og það væri sannarlega stórkostlegt að sjá hana verða að veruleika.“ Svava og félagar sjá fyrir sér að þarna verði starfsemi allt árið; mjaltir, sláttur, matargerð, verk- færasmíði. Allt handverk upp á gamla mátann og starfsmenn í bún- ingum þjóðveldistímans. „Við viljum miðla sögunni til ferðamanna á nýjan hátt. Ferða- maðurinn kemur á stað þar sem hann getur keypt sér gistingu og fæði eins og var á boðstólum fyrir þúsund árum og skynjar hvernig var í raun og veru að búa á Íslandi allt frá landnámi fram á 20. öld- ina.“ | 9 Morgunblaðið/Ómar Sagnfræðingar Kristbjörn Helgi Björnsson, Andri Snæbjörnsson, Sigurlaugur Ingólfsson og Svava Stefánsdóttir. Óþrjótandi hugmyndir  Stórhuga sagn- fræðingar vilja reisa torfbæjar- hótel á Þingvöllum Í HNOTSKURN »Hugmyndin fæddist er tvöþeirra störfuðu sem stað- arhaldarar á Stöng. »Fyrirtækið heitir Stór-saga, í samræmi við sögu- staðinn Þingvelli. »Byggt yrði á Skógarhólumí samráði við hestamenn. »Fjórmenningarnir hafakynnt sér slíkt þorp í Dan- mörku. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is LÖGREGLUMAÐUR átti fótum sínum fjör að launa er ökumaður sem hann reyndi að stöðva til að láta blása í áfengismæli ók á ljóskeilu sem lögreglu- maður rétti út til merkis um að nema ætti staðar. Grunur leikur á að ökumaður bílsins sé aðeins fimm- tán ára gamall, og því ekki kominn með aldur til að aka bíl. Atvikið átti sér stað á Eiríksgötu til móts við Hall- grímskirkju aðfaranótt laugardags. „Þegar bíll kem- ur akandi frá bænum bendi ég honum á að beygja inn á bílastæði,“ segir lögreglumaðurinn sem um ræðir. „Hann sinnir því ekki, svo ég stíg út á götuna og rétti fram ljóskeilu í akstursstefnu bílsins. Þá keyrir hann á ljóskeiluna og strýkst við mig, og þýtur svo í burtu á mikilli ferð.“ Ekki tókst að stöðva öku- manninn, en bíllinn fannst síðar um nóttina yfirgef- inn á Tjarnargötu. Að sögn lögreglu er maður sem kominn er vel á aldur skráður eigandi bílsins, en er lögreglan hafði samband við hann sagði hann son sinn vera umráðamann bílsins. Reynt var án árang- urs að hafa samband við soninn um nóttina. Daginn eftir mætti hann þó á lögreglustöðina til að vitja bíls- ins, og bar því við að honum hefði verið stolið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þótti saga mannsins ekki trúverðug, en grunur leikur á að sonur hans – sem sagt afabarn þess sem skráður er fyrir bílnum – hafi ekið honum um nóttina. Sá er fæddur 1994, en hefur þó áður verið tekinn akandi á umræddum bíl. hlynurorri@mbl.is Hunsaði stöðvunarmerki og ók utan í lögreglumann Morgunblaðið/Júlíus Tekinn í tékk Ökumaðurinn sinnti ekki stöðv- unarmerkjum, og ók á ljóskeilu lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.