Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Fréttir 7
Í ÞEIM breytingum
sem mörg fyrirtæki
ganga í gegnum um
þessar mundir getur
það vafist fyrir stjórn-
endum hvernig hægt
er að framkvæma
breytingar sem áhrif
hafa á starfsmenn, en
um leið viðhalda vilja
og áhuga þeirra á að
leggja sig fram og sýna
samstöðu í breytingum. Þá finna
stjórnendur stundum fyrir mót-
stöðu, áhugaleysi og jafnvel vonleysi
innan stafsmannahópsins, andstætt
því sem þeir hefðu viljað sjá innan
hópsins.
Breytingar og samningsrof
Það sem gjarnan gerist við breyt-
ingar er að bæði vinnuveitandi og
starfsmenn upplifa að sá samningur
sem þeir hafa gert sín á milli sé rof-
inn. Er þá fyrst og fremst átt við
huglæga hluta samningsins sem
snýr að væntingum um annað og
meira en vinnuframlag og viðveru
fyrir ákveðin laun og kjör. Þetta
geta t.a.m. verið væntingar starfs-
manns um starfsöryggi, starfsþróun
eða starfsánægju og væntingar
vinnuveitanda um
trúnað, sveigjanleika,
hollustu og tryggð
starfsmanna.
Skipulagsbreytingar
geta valdið því að
starfsmönnum finnst
starfsöryggi eða rétti
til starfsþróunar ógn-
að, á meðan vinnuveit-
andi getur saknað
sveigjanleika, aðlög-
unarhæfni og vilja
starfsmanna til að
leggja sig fram. Þá
geta aðgerðir tengdar launabreyt-
ingum eins og launalækkanir eða
lækkað starfshlutfall verið erfiðar að
takast á við. Starfsmenn, sem áður
byggðu sjálfsmat sitt að einhverju
leyti á þeim launum sem þeir þáðu,
geta upplifað bakslag í því mati og
finnst framlag þeirra skyndilega
minna virði og upplifa eins konar
samningsrof, jafnvel þó að þeir skilji
rökin á bak við aðgerðirnar.
Minni hollusta starfsmanna
Það umrót sem breytingum oft
fylgir getur hæglega dregið úr þeirri
hollustu og tryggð fólks við vinnu-
stað og starf, sem áður var til staðar,
sem eru meðal þeirra lykilþátta sem
áhrif hafa á árangur fyrirtækja.
Starfsmenn sem eru hollir sínum
vinnustað og helga sig starfinu eru
að jafnaði tilbúnir að leggja sig
meira fram en aðrir. Þeir vilja vinna
verkefni sín eins vel og kostur er,
ekki eingöngu vegna fyrirtækisins,
viðskiptavina eða samstarfsmanna,
heldur vegna þess að góður árangur
veitir þeim ánægju og skiptir þá
máli.
Það sem hins vegar getur staðið í
vegi fyrir því að þessir sömu starfs-
menn leggi sig alla fram, eru þættir
eins og óljós markmið og hlutverk,
upplýsingaskortur eða ef verkefni
samræmast ekki hæfni þeirra og
getu. Vonbrigði með aðgerðir vinnu-
veitanda og tilfinningin um samn-
ingsrof geta þar að auki dregið veru-
lega úr hollustu og tryggð fólks við
bæði starf sitt og vinnustað.
Á tímum samdráttar, þegar
starfsöryggi er minna og atvinnu-
tækifæri færri en áður er vissulega
minni hætta á að tryggustu og oft á
tíðum bestu starfsmennirnir yfirgefi
fyrirtækið, þrátt fyrir óánægju með
breytt kjör eða aðrar breytingar.
Því geta kraftar þeirra nýst fyr-
irtækinu vel þegar farið er í gegnum
erfitt tímabil. Hins vegar mega
stjórnendur ekki gefa sér að þessir
sömu einstaklingar, sem alla tíð hafa
verið fyrirtækinu tryggir verði það
þegar efnahags- og atvinnuástand
batnar.
Mikilvægt er því að stjórnendur
hugi að því hvernig þeir ætla að
halda í sína bestu starfsmenn þegar
efnahagsástand batnar. Ef starfs-
maður hefur sýnt að hann er tilbúinn
að leggja sig fram á einum vinnustað
er nokkuð líklegt að hann verði einn-
ig tilbúinn til þess annars staðar,
ekki síst ef starfsumhverfið stuðlar
að góðri frammistöðu og árangri.
Að halda í besta fólkið
Það getur verið erfitt að standa
ráðþrota gagnvart starfsmönnum
sínum og geta litlu svarað um fram-
tíðina. Slíkt gerir stjórnendum erf-
iðara um vik að hvetja starfsmenn,
byggja upp og viðhalda drifkrafti og
hollustu þeirra. En þetta er raun-
veruleikinn hjá mörgum fyr-
irtækjum í dag. Það er lykilatriði
fyrir fyrirtæki að vinna markvisst að
því að komast í gegnum erfiðasta
hjallann og um leið vinna að því að
halda í réttu starfsmennina þegar
ástandið batnar.
Til að tryggja þetta þurfa stjórn-
endur að vanda til verka í öllum
þeim tímabundnu breytingum sem
ráðist er í. Þær verða að vera vel
rökstuddar, útfærðar og kynntar. Þá
er mikilvægt að skilaboð séu skýr
um hvað koma skal, að gengið sé
hreint til verks og að starfsfólk
skynji að ákvarðanir séu vel ígrund-
aðar. Stjórnendur verða að nýta
samráð við starfsfólk vel og mega
ekki gera ráð fyrir samstöðu og
samheldni hópsins og treysta því að
tryggustu starfsmennirnir fari sjálf-
krafa með þeim gegnum breytingar
og erfið tímabil. Þeir þurfa að kalla
eftir samstöðu hópsins og fá starfs-
menn í lið með sér við að útfæra ný
markmið.
Starfsmenn sem fá kost á slíku
eru mun líklegri til að finnast þeir
eiga sinn þátt í því að fyrirtækið náði
settum markmiðum. Þannig geta
stjórnendur stuðlað að aukinni holl-
ustu og tryggð starfsmanna við starf
sitt og fyrirtækið og tryggt að þeir
vilji nýta krafta sína hjá fyrirtækinu
áfram, en ekki á öðrum vettvangi
þegar ástand batnar.
Umrót í fyrirtækjarekstri og hollusta starfsmanna
Eftir Ernu
Agnarsdóttur »Mikilvægt er því aðstjórnendur hugi að
því hvernig þeir ætla að
halda í sína bestu starfs-
menn þegar efnahags-
ástand batnar.
Erna Agnarsdóttir
Höfundur er M.Sc. í sálfræði
og starfar sem stjórnunarráðgjafi.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Deilur Kínverja við helstu viðskipta-
ríki sín um inn- og útflutning á stáli
náðu nýjum hæðum í gær, þegar
bandarísk yfirvöld ákváðu að hækka
tolla á stálpípur frá Kína. Halda
Bandaríkjamenn því fram að stuðn-
ingur kínverska ríkisins við þarlenda
stálframleiðendur skekki samkeppn-
isstöðu bandarískra stálframleið-
enda. Er tollunum ætlað að jafna þá
stöðu, en tollur á stálpípur verður
um 10-16 prósent. Bandarísk stjórn-
völd hafa verið undir miklum þrýst-
ingi frá þarlendum stálframleiðend-
um um að grípa til aðgerða sem
þessara.
Langvarandi deilur
Þessi ákvörðun er ekki sú fyrsta
sinnar tegundar, sem tekin hefur
verið varðandi innflutning á kín-
versku stáli til Bandaríkjanna. Í nóv-
ember var ákveðið að leggja 99 senta
toll á ákveðnar tegundir stálpípna
frá Kína og á þriðjudag var ákveðið
að leggja tolla á kínverskar stálristar
að fjárhæð samtals 91 milljón dala,
eða um 11,4 milljarða króna.
Þessi deila er ekki ný af nálinni, en
bandarískir stálframleiðendur og
bandarísk stjórnvöld reyndar líka,
hafa lengi haldið því fram að Kín-
verjar brjóti í bága við alþjóðlegar
reglur með opinberum stuðningi við
eigin stálframleiðslu. Þessu hafa
Kínverjar neitað þrátt fyrir að fleiri
ríki, Evrópusambandið þar á meðal,
hafi í meginatriðum verið sammála
skilningi Bandaríkjamanna á málinu.
Talsmaður kínverskra stálútflytj-
enda sagði ákvarðanir bandarískra
stjórnvalda undanfarna daga vera
ósanngjarnar. Bandarískir stálfram-
leiðendur hefðu grætt á tá og fingri
árið 2008 þegar verð á stáli var sem
hæst. Gátu þeir reyndar ekki annað
eftirspurn. Í ár hrundi hins vegar
eftirspurn eftir stáli og það hefði
komið harkalega niður á bandarísk-
um stálframleiðendum, eins og
reyndar í fleiri ríkjum. Það væri kín-
verskum stálfyrirtækjum hins vegar
ekki að kenna og því væri ekki sann-
gjarnt að Kínverjum væri refsað fyr-
ir duttlunga markaðarins.
Reyndar hafa samskipti Kínverja
og Bandaríkjamanna á sviði við-
skipta farið versnandi frá því í sept-
ember þegar bandaríkjastjórn ákvað
að leggja innflutningstolla á kín-
verska hjólbarða. Þá hafa Kínverjar
hafið rannsókn á innflutningi á
bandarískum bílum, varahlutum og
fuglakjöti.
Gegndarlausir verndartollar
Til tíðinda dró svo í byrjun þessa
mánaðar þegar Kínverjar ákváðu að
leggja tolla á innfluttar stálafurðir
frá Bandaríkjunum og Rússlandi og
beittu fyrir sig svipuðum rökum og
notuð hafa verið gegn þeim áður.
Sögðu þeir Rússa og Bandaríkja-
menn vera að selja stál til Kína fyrir
óeðlilega lágt verð og því væri gripið
til álagningar tolla til að rétta hlut
kínverskra fyrirtækja. Segja þeir
einnig að herferð Bandaríkjamanna,
þar sem bandarískir neytendur eru
hvattir til að kaupa bandarískar
vörur, séu ígildi opinbers stuðnings
við stáliðnaðinn þar í landi.
Þá segjast þeir munu leggja tolla á
stálafurðir frá ESB eftir að sam-
bandið ákvað að leggja tolla á inn-
flutta skó frá Kína.
Það er kaldhæðnislegt að komm-
únistaríkið Kína skuli nú saka Vest-
urlönd og Bandaríkin sérstaklega
um gegndarlausa verndartollastefnu
og er erfitt að sjá að sú ásökun sé al-
gerlega úr lausu lofti gripin.
Annað langvarandi deiluefni milli
Kínverja og helstu viðskiptaríkja
þeirra er gengi kínverska gjaldmið-
ilsins, renmimbi. Telja margir geng-
ið óeðlilega lágt. Kínverjar eru
reyndar sjálfir sáttir við lágt gengi,
þar sem það dregur úr innflutningi
en eykur útflutning. Kröfur að utan
um styrkingu hafa hins vegar orðið
háværari eftir að fjármálakreppan
skall á, þar sem Bandaríkin, Evrópu-
sambandið og fleiri ríki vilja sjálf
draga úr innflutningi og styrkja út-
flutningsgreinar.
Hingað til hafa Kínverjar hafnað
öllum slíkum kröfum og segja að út-
flutningur hafi dregist svo mjög
saman í kreppunni að ómögulegt sé
annað en að viðhalda lágu gengi ren-
mimbisins.
Harðnandi deilur milli Kína
og Bandaríkjanna um tolla
Bandaríkin og Kína keppast nú við að tollaleggja hvort annars stálafurðir Aðrir, eins og
Rússland og Evrópusambandið, hafa dregist inn í deilurnar Gengi gjaldmiðla annað þrætuepli
Reuters
Stál Eftir mikið erfiðleikatímabil virðist kínverskur stáliðnaður vera við það að ná fótum, en þarf nú að glíma við
hækkandi tolla í helstu viðskiptaríkjum sínum. Hér sést starfsmaður í stálveri í Shanxi-héraði við vinnu sína.
Í HNOTSKURN
»Á efnahagslegum erf-iðleikatímum eykst gjarn-
an þrýstingur á stjórnvöld að
verja heimaframleiðslu með
tollum á innfluttar vörur.
»Alvarlegasta dæmið umþetta voru tollamúrarnir
sem reistir voru ríkja á milli í
kreppunni miklu á fjórða ára-
tug síðustu aldar.
»Hagfræðingar eru hinsvegar langflestir sammála
um að innflutningstollar bitni
harðast á almenningi þess
lands sem leggur þá á og séu
alls ekki hagkvæmir fyrir
þjóðina í heild sinni.