Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 4
4
ISFIRÐTNGUR
sinni lengur en 4 ár, því þá var
verzlunarstjóri Kaupmannahafnar-
búa, Kristján skrifari, drepinn með
mönnum sínum suður á Nesjum,
í hefnd eftir Jón biskup á Hólum
og syni hans.
íslandi stjórnað
með hagsmuni Dana í huga.
Hver sú stjóm, sem hefði viljað
leggja rækt við ísland, mundi hafa
reynt til á einhvem hátt að láta
ísland njóta hagnaðar af sinni
eigin verzlun, en hér var ekki farið
svo að, heldur var fyrst allur
verzlunarábatinn lagður í hendur
Dönum, afgjald verzlunarinnar
tekið í ríkissjóðinn, Islendingar
bolaðir frá allri hlutdeild í verzlun
sinni, og verðlag á allri vöm sett
upp með föstum lögum. Hér er
því tilgangurinn augljós, að út-
vega Dönum einum og einkum
Kaupmannahafnarbúum hlunnindi
og verzlunarábata, sem þeim var
ómögulegt að fá með öðru móti, og
að útvega þeim þetta á Islands
kostnað, hvað sem ísland leið.
Stjórnarráðstöfun þessi var inn-
leidd í landið með ofbeldi, þvert
ofan í mótmæli og kvartanir Is-
lendinga á hverju ári, og án þess
því væri gefinn nokkur gaumur,
þó hungursóttir og hungurdauði
drifi yfir landið af því nauðsynlega
aðflutninga skorti. Ofbeldið sýnir
sig í því, að hús þýzkra kaup-
manna, sem þeir áttu á Islandi og
voru löglega að komnir, voru rif-
in niður með valdi eftir skipun
konungs og án dóms og laga. Ó-
réttur' sá, sem Island leið og fjár-
tjón er augljóst fyrst beinlínis af
því, að allar aðflutningsvörur
hækkuðu í verði um 152 og 304 af
hundraði, en varningur lands-
manna lækkaði.
Eftir afnám einokunar-
innar 1788.
Þetta frelsi verzlunarinnar var
samt ekki öldungis eftir orðunum,
því að það var einungis handa
þegnum Danakonungs. I staðinn
fyrir konungseinokun kom nú rík-
iseinokun eða þjóðareinokun. Það
er beinlínis sagt með berum orð-
um, að hagnaður ríkisins eða hinna
ríkishlutanna eigi að sitja í fyrir-
rúmi, en íslands á hakanum, þó
það væri þess verzlun og þess vel-
ferð, sem um var að ræða. Því er
lýst yfir að ísland skuli vera sem
nýlenda í verzlunarmálum, og það
er sett sem grundvallarregla að ís-
lendingar megi enga verzlun hafa
við aðrar þjóðir nema það gangi í
gegnum hendur Dana „því þó Is-
land sjálft Jíunni að hafa hag af
því með tímanum, þá virðist hitt
vera meira vert, að óttast má
fyrir að ríki konungs kunni að
missa verzlunina á íslandi."
Landsreikningur Islands
1690.
Árið 1690 getum vér sagt að sé
gott sýnishorn um fjárhagsreikn-
ing Islands, eftir því sem öllu var
hagað þegar einvaldsstjórnin var
orðin grundvölluð, og sú tilhögun
á stjórn íslands komin á, sem
henni fylgdi. Þetta ár er fjárhags-
reikningur íslands hér um bil á
þessa leið eftir núverandi verðlagi.
rd.
1. Hreinar tekjur af jörðum 29.100
2. Af Vestmannaeyjum
sér í lagi...... 1.500
3. Tekjur af sýslunum .. 7.965
4. Afgjald af verzluninni 102.525
5. Óvissar tekjur ......... 4.410
Tekjur að samtöldu 145.500
Þar á móti voru útgjöldin þessi
eftir sama reikningi.
rd.
1. Laun amtmannsins .. 6.000
2. Laun landfógetans .... 3.000
3. Lögmannanna beggja 900
4. Ýmisleg útgjöld hér
um bil .............. 2.500
Útgjöld að samtöldu 12.405
Tekjurnar voru því af-
gangs útgjöldum........ 133.095
og þar til má að réttu lagi telja
vöxtuna af hinu fyrrtalda kirkna-
fé ,sem upphaflega er talið 50.000
dala.
Bókhald dösku
stjórnarinnar.
Nú er okkur að líkindum ljós
sú orsökin, að tekjur Islands hafa
ekki hrokkið fyrir útgjöldum í
reikningum landsins. Það er orðið
með því, að leggja landið undir
harðasta verzlunarok í hálft þriðja
hundrað ár, leggja á það þennan
hinn þyngsta skatt, langt yfir
megn fram, eyða þess beztu at-
vinnuvegum og kæfa niður alla
framför og velmegun. Það er orðið
með því að taka allar þær eignir
sem landið átti sjálft til sinna op-
inberu þarfa, stjórna þeim fyrst
illa og að síðustu selja þær, án
tillits til þess hvort landið þyrfti
þess með eða það væri því til á-
bata, taka síðan andvirðið og gera
aldrei skil fyrir. — Þannig er
komið fram á reikningunum þetta
svo kallaða tillag til Islands, sem
stjórnin hefur talið að skotið væri
til landsins þar til hérumbil 1840.
Það er með því að telja öll útgjöld-
in en sleppa öllum tekjunum.
Verzlunargróðinn heim.
Vér höfum oft ítrekað það áður,
að þó það hafi sýnt sig og muni
líklega sýna sig um hríð, að vér
eigum við ramman reip að draga
í stjórnarbótamálinu þá þarf það
ekki að draga afl eða áhuga úr
oss, því hér liggur margt annað
starf fyrir hendi, sem vér getum
lagt alla alúð við, jafnframt og vér
fylgjum fram stjórnarmálinu af
alefli. Þess konar starf getur orðið
oss til margra nota og mikilla
framfara og þannig búið oss greiða
götu til sjálfsforræðis, sem eng-
inn danskur ráðgjafi getur varnað
oss, eða bægt oss frá þegar tímar
líða og þjóð vorri vex nokkur fisk-
ur um hrygg, hversu fast sem
hann vill sporna á móti. Eitt það
aðalstarf, sem til þessa heyrir, og
sem reyndar opnar oss veginn að
öllu öðru, það er samtök til þess
að nota verzlun landsins sem bezt
í vorar þarfir, og kappkosta að
leiða ágóðann af henni heim í
landið í stað þess að láta hann
renna út úr því og til annara.
1 þessu máli eigum vér allt
undir oss sjálfir, því þar getur
enginn kaupmaður, enginn sýslu-
maður, enginn stiptamtmaður,
enginn konungsráðgjafi, ekki einu
sinni konungur sjálfur sagt við
hinn aumasta kotung: „Hér stend-
ur alveg á sama hver þín ósk eða
vilji er, þú skalt nú verzla við
þennan kaupmann og engann ann-
an.“
Vér ályktum því þar af, að verzl-
un landsins ær alveg á valdi lands-
manna sjálfra, þeir þurfa ekkert
annað en að koma sér saman um,
hvernig þeir vilja haga henni sem
bezt í sínar eigin þarfir; verði hún
þeim þá ekki hagfelld þá er það
þeirra eigin handvömmum að
kenna, og þær eiga þeir að geta
leiðrétt. Þannig hefur verzlun vor
verið síðan 1855, og það er útlit
fyrir, að mönnum sé nú farið að
skiljast það, svo að nú sé heldur
von til, að menn vilji heyra og geti
skilið nokkur orð um verzlunar-
samtök.
Ormar og maðkar
frýja oss hugar.
Vér höfum haft verzlunarfrelsi
í full 15 ár, áður en nokkrum fór
að detta í hug fyrir alvöru að nota
sér það til að ná til sín nokkru af
ágóða verzlunarinnar, og hefði
ekki ormar og maðkar risið upp
öndverðir úr kornbingjum kaup-
mannanna, teygt upp höfuðin og
litið um öxl til að frýja oss hugar,
þá mundi hafa verið allt að mestu
kyrrt um full tuttugu ár að
minnsta kosti.
Sárgrætileg þjóðarhneysa.
Engin niðurlæging getur verið
sárgrætilegri en að sjá þann auð-
mýktar og ófrelsissvip, sem menn
setja upp, þegar þeir eru að biðja
um „í staupinu" við búðarborðið,
og híma þar heilum tímum saman
iðjulausir, til að sníkja sér út
hálfpela eða brauðköku. Það væri
hin nytsamasta siðabót, ef verzlun-
DYNJANDISFOSSAR. (Ljósm. Jón Páll Halldórsson.)