Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 11
ISFIRÐINGUR
11
llm æskárjóns Sigurðssnnar foreldra lians og eigiiihonu
Jón Sigurðsson, forseti, fæddist
17. júní 1811 að Rafnseyri við
Arnarfjörð. Foreldrar hans voru
þau hjónin Sigurður Jónsson,
prestur að Rafnseyri og kona hans
Þórdís Jónsdóttir. Ólst Jón upp í
foreldrahúsum að Rafnseyri, og
naut þar hins mesta ástríkis for-
eldra sinna. Vandist hann þegar
í æsku allri vinnu eins og henni
var þá háttað í sveit. Um ferm-
ingaraldur fór Jón að stunda
róðra á bát sem faðir hans gerði
út. Fyrstu vertiðina sem Jón reri
var báturinn gerður út frá ver-
stöðinni Bás í Verdölum við Arn-
arfjörð. Sá sem þetta ritar heyrði
þá sögu í Arnarfirði að Jón mundi
hafa verið ráðinn upp á hálfan
hlut, en eftir fyrsta róðurinn hafi
hann haft orð á því við formann-
inn að sér þætti hlutur sinn smár,
og teldi hann sig hafa unnið fyrir
heilum hlut engu siður en hinir
hásetarnir. Féllst formaðurinn á að
það væri rétt og lét Jón fá heilan
hlut sem aðra.
Snemma þótti bera á því, að
Jón væri með afburðum góður
námsmaður. Faðir hans, sem hafði
orð á sér fyrir að vera ágætur
kennari, kenndi honum heima.
Jón þótti snemma skrifa ágæta
rithönd og er sagt að í tómstund-
um sínum á Rafnseyri hafi hann
skrifað eitt og annað fyrir ná-
granna sína, t.d. almanök. Eitt-
hvað mun Jón hafa gert lað því á
þessum árum að semja stökur.
Skal hér til gamans tilfærð ein
vísa sem hann er talinn hafa skrif-
að framan á almanak sem hann
skrifaði fyrir Jón Guðmundsson
bónda á Auðkúlu:
„Almanaksins skrifuð skrá
skal árstímann vísa„
sómamanni seggjum hjá
signor Jóni Kúlu á.“
Þær sagnir hafa geymst á æsku-
stöðvum Jóns, að á uppvaxtarár-
um sínum hafi hann verið hvers
manns hugljúfi og öllum viljað
gagn gera.
Árið 1829, er Jón hafði lokið
skólanámi í föðurhúsum, fór hann
til Reykjavíkur og var útskrifaður
af Gunnlaugi Oddssyni, dómkirkju-
presti. Eftir það vann hann um
skeið við verzlun hjá Einari föður-
bróður sínum sem þá var verzlun-
arstjóri í Reykjavík. Þar mun
hann aðeins hafa unnið eitt ár;
en þá réðizt hann sem skrifari til
Steingríms Jónssonar, biskups, og
þar vann hann í um það bil þrjú
ár.
Sumarið 1833 var Jón um tíma
á Bessastöðum við grískunám hjá
Sveinbirni Egilssyni, en síðsumars
sigldi hann til Kaupmannahafnar
til þess að stunda þar nám við há-
skólann.
Foreldrar Jóns forseta.
Séra Sigurður, faðir Jóns for-
seta, var fæddur á Stað á Snæ-
fjallaströnd 2. janúar 1777. Faðir
hans var Jón prestur Sigurðsson
að Stað á Snæfjallaströnd, Ás-
mundssonar bónda að Ásgarði í
Grímsnesi. Móðir Sigurðar Jóns-
sonar var Ingibjörg ólafsdóttir,
systir Jóns Ólafssonar lögsagnara
að Miðhúsum í Reykhólasveit.
Séra Sigurði er þannig lýst að
hann hafi verið hár maður vexti,
þrekinn og karlmannlegur. Hann
var „stiltur og alvarlegur“ kenni-
maður ágætur og iðjusamur svo
að af bar. Hann var lærður vel og
kenndi mörgum piltum undir
skóla. Hann var fyrst aðstoðar-
prestur hjá föður sínum á Rafns-
Þá voru þar bæjarhús mikil . . .
Baðstofan var í 6 stafgólfum, 6
álnir innan veggja, með 14 sperr-
um, 7 stöfum, 7 bitum, öll undir
súð, nema í miðju, og hálfflett
boi'ð yfir nyrðra enda. Hús var
sitt í hvorum enda baðstofu, ann-
að í nyrðra enda 2 stafgólf, hitt
1 stafgólf, bæði alþiljuð allt um
kring. Þess er getið, að tveir gler-
gluggar voru fyrir stærra húsinu,
hvor með fjórum rúðum. Lopt var
yfir baðstofu. Göng frá baðstofu
að dyraporti voru 12 álnir að
lengd, veggir lágir, viðir yfir. Eld-
hús var þar næst í tveim stafgólf-
um. Þá búr í þrem stafgólfum. Hið
fimmta hús var skáli í tveim staf
gólfum, með standþili fyrir fram-
an. Þá kom stofa í hálfu þriðja
stafgólfi, alþiljuð, með lopti og
og súð yfir allri, standþili fyrir
framan, einum 'glerglugga, og í 6
rúður. Bæjardyraportið var í þrem
stafgólfum, með slagþili fyrir
framan, en lopt var ekki yfir. Úti-
hús voru þar: Smiðja, skemmur
tvær, hvor í þremur stafgólfum,
hjallur í fjórum stafgólfum, fjós
handa 10 kúm, fjárhús voru þar
4, tók eitt 28 kindur, annað 14, hið
þriðja „inni á Hólmum“ 16, en hið
fjórða, „sauðakofi úti í brekkunni"
10. Fjós hafði verið í „Bæli“ (Bæl-
isbrekku), en var nú haft að hest-
húsi, ætlað þrem hestum. Loks var
naust við sjó fram, yfir eitt skip,
er fylgdi staðnum. Má af þessari
eyri en tók við staðnum að fullu
við lát föður síns 1821. Rafnseyrar-
prestakalli þjónaði hann svo til
ársins 1851 og hafði hann þá verið
prófastur í Vestur-lsafjarðarpró-
fastsdæmi í 14 ár.
Kona séra Sigurðar Jónssonar
og móðir Jóns forseta var Þórdís
Jónsdóttir prófasts Ásgeirssonar
að Holti í Önundarfirði. Henni er
þannig lýst að hún hafi verið í
meðallagi há, fríð, gáfuleg og
„forkunnar vel eygð.“ Var hún af
öllum sem til þekktu talin val-
kvendi mikið og gáfukona. Hún
var kona hversdagslega hæglát og
stjórnsöm svo að af bar. Þær
sagnir voru í Arnarfirði að hún
hafi verið mjög gjafmild og greiða-
söm við fátæklinga, jafnvel svo að
manni hennar hafi stundum þótt
nóg um. Lifðu á vörum fólksins
ýmsar sögur um þessa hluti þó að
þær verði ekki raktar hér.
Þeim hjónum Þórdísi og Sigurði
varð þriggja barna lauðið:
Jóns, forseta, Jens, rektors, og
Margrétar sem lengi bjó á Steina-
nesi við Amarfjörð og var oftast
við þann bæ kennd.
Kvonfang Jóns forseta.
Þann 4. september 1845 voru
þau Jón Sigurðsson og Ingibjörg
Einarsdóttir, frændkona hans, gef-
in saman í hjónaband. Þá var hún
41 árs gömul og hann 34 ára. Tal-
ið er að þau hafi fyrst kynnst
þegar Jón var við verzlunarstörf
hjá föður hennar í Reykjavík eftir
að hann flutti suður frá Rafnseyri.
Frú Ingibjörg varð Jóni forseta
frábær eiginkona. Hún var for-
sjárkona hin mesta og heimilis-
stjórnin öll til fyrirmyndai'. Hún
stóð dyggilega við hlið manns síns
og studdi hann á alla lund. Heimili
þeirra í Kaupmannahöfn stóð allt-
af öllum Islendingum opið, og er
talið að það hafi verið fáir Islend-
ingar sem til Kaupmannahafnar
komu á þessum árum sem eigi hafi
leitað þangað og notið frábærrar
greiðasemi og fyrirgreiðslu þeirra
hjónanna.
Húsakostur á Bafusepð á öndverðri
19. öid
lýsingu sjá, að staðarlegt hefir
verið á Rafnseyri og húsaskipun
rífleg við þann mannfjölda, er
þurfti, en í heimili hjá séra Sigurði
voru 16—20 manns, og er það ekki
ýkjamikið, eftir því sem þá var
oftast á prestseti'um og stórbýl-
um.........“
Þess skal að lokum getið, að á
Rafnseyri var torfkirkja til ársins
1885. Fyrir henni var sterkleg
hurð og gat á. Töldu menn, að
hurðin væri frá Sturlungaöld, en
gatið eftir ör, er skotið hefði verið
að presti, meðan hann var fyrir
altari; hefði prestur beðið bana af,
en bogmaður skyldi hafa staðið á
Gvendarholti og skotið; er sú
vegalengd nálægt 450 feta. Ekki
var sú hurð höfð fyrir timbur-
kirkjunni nýju 1886, heldur
vængjahurð, samkvæmt prófasts-
bókum Vestur-ísafjarðarsýslu.
Rafnseyri er gamalt höfðingja-
setur. Jörðin er landnámsjörð, og
þar bjó fyrstur Án rauðfeldur, og
var það Grelöð, kona hans, er réð
þar bólfestu þeirra, því þar þókti
henni „hunangsilmur úr grasi.“
Á Rafnseyri bjó og einn merk-
asti maður fornaldar vorrar, Rafn
Sveinbjarnarson. Hefir hann þókt
maklegastur þess, að staðurinn
væri við hann kenndur, allra
þeirra, er þar hafa búið.
Heimild Páll Eggert Ölason:
Jón Sigurðsson, 1. bindi.
Hátíðarnefnd
I nefnd þeirri sem skipuleggur
og sér um hátíðahöldin á Rafns-
eyri 17. júní eru þessir menn:
Jóh. Gunnar Ólafsson, sýslumað-
ur Isafirði, Ari Kristinsson, sýslu-
maður Patreksfirði, Björgvin
Bjarnason, sýslumaður Hólmavík,
Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður
Bolungarvík og Sturla Jónsson,
hreppstjóri Súgandafirði, en hann
er jafnframt framkvæmdastjóri
nefndarinnar.
Þegar blaðið fór í prentun hafði
nefndin ekki getað fullsamið dag-
skrá hátíðahaldanna, og því er
dagskráin ekki birt hér í blaðinu.
Otgefandi:
Samband Framsóknarfélaganna
í Vestfjarðakjördæmi
Hitstjórar:
Halldór Kristjánsson og
Jón Á. Jóhannsson, áb.
AfgreiSsluma'óur:
Guðmundur Sveinsson
Engjaveg 24 - Sími 332
V--------------------------------/
10. til 13. tölublað. 1961.
Prentstofan ÍSRÚN h.f., Isafirði