Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR 7 Kristján Jónsson frá Garðsstöðum: Frá iililiiriiiiiiiiinijii Jóns SlyiinTvuniiir á Raínseyri Minnisvartíi Jóns Siguróssonar, aflijúpaóur d Rafnseyri 1911 I. Skömmu áður en aldarafmæli Jóns Sigurðssonar gekk í garð var að vonum allmikill viðbúnaður á ýmsum stöðum landsins í því skyni að minnast þess sómasamlega, einkanlega þó, að sjálfsögðu í höf- uðstaðnum, þar sem fæðingarhátíð Háskóla Islands fór saman við af- mælið. Hér á Isafirði var samkoma á Eyrartúni (Sjúkrahússtúninu), og hafa slíkar samkomur verið haldn- ar þar, ég hygg árlega, 17. júní. 1 þetta skipti flutti alþingismað- ur bæjarins, séra Sigurður Stefáns- son, þar ræðu. — Ýmislegt fleira var haft þar til hátíðabrigðis og skemmtunar, en ekki kann ég að greina frá því að sinni. Blaðið Vestri var um þessar mundir gefið út á Isafirði. Önnuð- ust þá ritstjóm þess og útgáfu, þeir Arngr. Fr. Bjarnason, Krist- ján H. Jónsson (sem lengstum áð- ur hafði verið útgefandi þess og ritstjóri) og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, er var nú ábyrgðar- maður blaðsins og hafði með hönd- um afgreiðslu þess. — Kom okkur útgefendunum saman um iað gefa út litprentað afmælisblað Vestra, og minnir mig að Arngrímur ætti þá uppástungu. En ekki voru til- tök á því að prenta slíkt blað hér á ísafirði. — Tók Þorvarður prent- smiðjustjóri að sér að prenta blað- ið í Gutenberg, og fékk hann Guð- mund Magnússon skáld (Jón Trausta) er þá stundaði þar prent- iðn, til að sjá um ritstjórn blaðs- ins. Aðalgreinina, afmælisminningu Jóns Sigurðssonar, skrifaði Þor- valdur prófastur Jónsson. Séra Þorvaldur var tengdur Jóni Sig- urðssyni, þannig að frú Þórdís, kona hans, var dóttir Jens rektors, bróður Jóns. — Grein séra Þor- valds var fróðleg, hófsamleg og skipulega samin. Þá var þar kvæði Hannesar Hafstein „Þagnið dægur- þars og rígur“. Auk þess er þar að finna fróðlega grein um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ og getið þeirra, sem þá höfðu hlotið verðlaun úr sjóðnum. Nýskeð fann ég í gömlu bréfa- dóti mínu sendibréf frá Guðmundi Magnússyni þessu viðvíkjandi. Sé ég þar að prentun á blaðinu og pappír í það hefur numið 69 krón- um og 5 aurum, og var þó upplagið nær 1400 eintök. Guðmundur Magnússon tók einungis 5 krónur fyrir að sjá um útgáfuna, en sím- töl námu 2 krónum og 70 aurum. — Útgáfukostnaður þessa minn- ingablaðs hefur því numið 76 krón- um og 75 aurum. — Gæti ég trúað því að nú yrði um þrítugfalda upp- hæð að ræða, miðað við sömu blaðstærð og upplag. Þetta minningarblað Vestra var selt í lausasölu 17. júní hér á ísa- firði og sömuleiðis nokkuð á Rafnseyrarhátíðinni. — Minnir mig að lausasalan nægði fyrir út- gáfukostnaði blaðsins. — Þetta var nú lítilsháttar útúrdúr. — Það var afmælishátíðin á Rafnseyri og að- dragandi hennar, sem ég ætla að fara hér um nokkrum orðum. n. Fyrst hafði verið unnið að því að reisa bautastein á staðnum, með upphleyptri mynd af forsetanum, þann er enn þá stendur og jafnan sómir sér vel. Forstöðunefnd hátíðahaldsins hafði verið kosin, ég hygg laf sýslu- nefnd Vestur- ísafjarðarsýslu. Skipuðu hana þeir séra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, Friðrik hreppstjóri Bjarnason á Mýrum og Jóhannes Ólafsson hreppstjóri á Þingeyri. — Fyrst var tekið að æfa söngsveit og lenti það á Þing- eyringum að mestu eða öllu leyti. — Segir mér Gunnar Andrew að faðir sinn, Jóhannes ólafsson, hafi átt upptök að því og fært í tal við Hannes Hafstein, að yrkja ljóð, sem syngjast skyldi á Rafnseyrar- hátíðinni. — Varð þá til hið stór- snjalla kvæði „Þagnið dægurþras og rígur“, er jafnan hefur síðan notið mikillar hylli. Jón Laxdal, tónskáld tók að sér að semja lag við kvæðið. Þótti söngsveitinni lagið nokkuð erfitt viðfangs fyrst, segir Gunnar mér, og gekk ekki allskostar vel á fyrstu æfingum. — Breytti Jón Laxdal þá laginu eitthvað eftir ósk Þingeyringa. Tókst vel söngurinn á Rafnseyri, og vakti ljóð og lag hrifningu. — Þá vildi forstöðunefndin hafa lúðrablástur á hátíðinni. Voru fengnir að láni 8 lúðrar úr Reykja- vík, og síðan æft af kappi á of stuttum tíma. — Kunnugir töldu lúðrablæstrinum þama nokkuð á- fátt, en allmjög puntaði þó lúðra- blásturinn upp á samkomuna. Eins og geta má nærri fýsti marga ísfirðinga að komast á af- mælishátíðina á Rafnseyri, en ekki var lauðhlaupið að því. Allmargir bæjarbúar áttu reiðhross, en vorið 1911 var kalt nokkuð, svo að mik- il fönn var á Breiðadalsheiði fram í júní. Einn maður kvaðst þó ætla á hesti sínum, hvað sem tautaði. Það var Björn Guðmundsson, kaupmaður. Fáeinir aðrir Isfirð- ingar fóru og ríðandi. Var þá jafn- an ferjað yfir Dýrafjörð. Ssennilega hefðu aðeins örfáir kaupstaðarbúar komist á Rafns- eyrarhátíð þessa, ef norskur línu- gufubátsstjóri hefði eigi komið þar til hjálpar. Man ég að við Ólafur bróðir minn og Ingólfur Jónsson, skipstjóri, vorum að spjalla um þetta um það bil hálfum mánuði fyrir hátíðina. Kom okkur held ég öllum jafn snemma ráð í hug. Um vorið hafði norskur línugufubátur frá Álasundi selt afla sinn í Edin- borgarverzlun. Rúmri viku fyrir hátíðina var skip þetta að losa afla sinn við Edinborgarbryggju. Af- réðum við að fara á fund skipstjór- ans og fá hann til þess að flytja farþega til Rafnseyrar — eða leiga okkur skip sitt til fararinnar. — Þetta var um 100 rúmlesta gufu- bátur, nýlegur og vel hirtur. Hét skipið Aspö, en nafn skipstjórans er mér gleymt. Hann var um þrí- tugt geðfelldur maður og prúður og bauð af sér hinn bezta þokka. Við spurðum hann fyrst hvort hann hefði eigi löngun til að koma á útihátíð, sem halda skyldi 17. júní, og nefndum strax aldaraf- mæli Jóns Sigurðssonar. Jú, skipstjóri hafði séð þess get- ið í norskum blöðum að 100 ára afmæli frelsishetju Islendinga væri einmitt þennan dag. Hann var fylgismaður landsmálsmanna, skildist mér, norskur Norðmaður, eins og þeir landsmálsmenn voru jafnan. Við vöruðumst að segja honum frá áformaðri samkomu hér í bænum, en leiddum honum fyrir sjónir ,að gaman myndi hon- um þykja að koma á útisamkomu á fæðingarstað Jóns forseta. Töld- um við áreiðanlegt, að svo margir farþegar fengjust, að tap yrði ekki á ferðinni. Eftir því sem við rædd- um þetta lengur, varð skipstjóri þess fýsandi að koma á útihátíð í sveit á Islandi. — Ekki vildi hann þó sjálfur standa straum af ferð- inni. — Varð það svo að ráði, að skipstjóri kvaðst mundi hafa skip sitt tilbúið að kveldi 16. júní, til þess að við gætum lagt af stað frá bryggjunni að nóttunni. ■—- Samd- ist svo um að við skyldum borga 350 til 400 krónur fyrir ferðina, miðað við sólarhring, og átti þá viðstaðan á Rafnseyri að vera 7 til 8 klukkustundir. Festum við nú upp auglýsingar um fyrirhugaða Rafnseyrarferð. Vorum við í fyrstu nokkuð ugg- andi um að nægilega margir fengj- ust farþegarnir, því ekki vorum við undir það búnir að taka á okk- ur tap af ferðinni, allir tekjulágir og auralitlir. Framhald á 10. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.