Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 10

Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 10
10 ÍSFIRÐINGUR Aldarniiniiiny... Framhald af 5. síðu. Á tilskildum tíma kom Aspö af veiðum ,losaði afla sinn í Edin- borg, og skipverjar gengu í að þrífa skipið, ofan og neðan þilja. Síðan söfnuðum við, fararstjóram- ir, saman bekkjum úr samkomu- húsum bæjarins, er við fengum léða til ferðarinnar og röðuðum þeim á þilfarið og lestina. Klukkan 4 að morgni var síðan lagt af stað frá Isafirði. Hægur kaldi var á norðan og ferðaveður því hið ákjósanlegasta. Ofurlítil alda fyrir andnesjunum olli sjó- veikissnerti hjá stöku landkrabba, en ekki var það teljandi. — Þegar Þá var sungið hið nýja kvæði Hannesar Hafstein: „Þagnið dæg- urþras og rígur,“ sem fyrr getur. Síðar um daginn var einnig sungið nýort kvæði Guðm. skálds Guð- mundssonar. Fékk það einnig góða dóma. Mörg önnur gamalkunn ís- lenzk ljóð voru einnig sungin. Næst talaði Matthías ólafsson, kaupmaður í Haukadal. Þótti hann jafnan snjall ræðumaður og var ræða hans þarna skipuleg og vel orðuð. Geta má þess, að um haust- ið var Matthías kosinn alþingis- maður Vestur-lsfirðinga. Að ræðu Matthíasar lokinni RAFNSEYRARKIRKJA inn í Arnarfjörð kom, tókum við að grennslast eftir tölu farþeg- anna ,og reyndust þeir tæpir 70 alls. Ákváðum við fararstjóramir, þá tað fargjaldið skyldi vera 7 krónur báðar leiðir. — Varpaði svo „Aspö“ akkerum við Rafnseyrar- oddann um hálftólf leytið. Er við fararstjóramir höfðum gætt skipshöfninni á kaffi og gos- drykkjum í veitingatjaldinu, og greitt eitthvað fyrir flutning á farþegum úr skipi og í, stóðust tekjur og gjöld nokkurnveginn á, svo við sluppum skaðlausir. — Þóttumst við þá hólpnir. HI. Hátíðin hófst með því að sam- komugestir gengu í skrúðgöngu upp Rafnseyrartúnið, að söngpall- inum, er stóð norðan vert við íbúð- arhúsið. — Var það fjölmennur hópur, því talið var að um 700 manns hefðu sótt hátíðina. — Söngflokkur, sem Bjami Péturs- son, verzlunarmaður á Þingeyri, stjórnaði, byrjaði með því að syngja viðhafnarþjóðsöng vom: „ó, guð vors lands.“ Bjami mun hafa verið smekkvís og lipur söng- stjóri, söngmenn vom ýmsir góðir og sveitin furðu vel æfð. Að því búnu flutti sér Böðvar Bjarnason inngangsræðu og lýsti hátíðina setta, en fyrri kona hans, frú Ragnhildur Teitsdóttir, afhjúp- >aði síðan bautasteininn. sýndi fimleikaflokkur frá Þingeyri, undir stjórn Sigurðar Jóhannes- sonar (Ólafssonar), leikfimi. — Þótti flokknum vel takast. — Einn úr fimleikaflokknum, Sigur- jón Sveinsson, síðar bóndi á Granda í Brekkudal, sýndi og afl- raunir. Var hann lagður milli tveggja stóla og hvíldi á fótum og hnakka, stór steðji settur á brjóst hans, og barði einhver viðstaddur á steðjann með hamri. Stóðst Sig- urjón þessa aflraun, er var nýstár- leg, og þótti vel af sér vikið. Síðar um daginn mæltu þeir séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi fyrir minni kjördæmisins, Jó- hannes hreppstjóri Ólafsson fyrir minni Islands, Þórður prófastur Ólafsson fyrir minni bænda og sjó- manna, Friðrik hreppstjóri Bjarnason fyrir minni konungs og Sighvatur Gr. Borgfirðingur, fræðimaður, fyrir minni Arnar- fjarðar. Einn viðstaddra, er þóttist nokk- uð dómbær í þessum efnum hafði þessi orð um frammistöðu þeirra í ræðustól þarna: Séra Böðvar var fríðastur og föngulegastur og talaði skipulega. Matthías flutti einna efnisbeztu ræðuna, enda fór hann með veiga- mesta og vinsælasta efnið. Séra Sigtryggur talaði skáldleg- ast og kennimannlegast um leið. Þórður prófastur talaði af krafti og hrifningu og skilningi á störf- um bænda og sjómanna. Friðrik á Mýrum og Jóhannes Ólafsson töluðu skipulega og skyn- samlega. Fræðaþulurinn Sighvatur Borg- firðingur tíndi til ýmiskonar fróð- leik úr Arnarfjarðarbyggðum. Margt er hann sagði var býsna fróðlegt og hefir hygg ég sumt af því birzt á prenti í annarri mynd. Þessir menn eru nú allir horfn- ir yfir „móðuna miklu“, sumir fyr- ir löngu, og geta því ekki áfrýjað þessum dómi. En ég hygg að fá kjördæmi landsins hafi haft á að skipa jafnmörgum ágætlega lið- tækum ræðumönnum á þessum ár- um, sem Vestur-ísafjarðarsýsla. Vantaði þó þama tvo menn, sem um þessar mundir voru taldir með- al beztu tækifærisræðumanna, þá Kristinn bónda Guðlaugsson og Björn kennara Guðmundsson á Núpi. Síðan þá hafa margir yngri menn sýslunnar bæzt í þennan hóp, og eru þeir sízt eftirbátar hinna eldri. Leikið var á lúðrana öðm hvoru og söngflokkurinn þandi sig milli ræðuhaldanna. Það eitt skorti á, að áheyrendur tækju undir til þess að ná samstillingu og hrifningu. Há- tíðarsvseðið var skreytt fánum Norðurlandaþjóðanna ailra nema Finna, minnir mig. Gamla íslenzka fálkaflaggið var þó yfirgnæfandi. Okkar ágæti íslenzki þjóðfáni var þá ekki fæddur. — Ræðupallur og bautasteinn var vafið lyngi. Kvenfélagið á Þingeyri sá um veitingarnar með miklum myndar- brag. Merki dagsins voru seld þarna og kostuðu 1 krónu. Það, sem mig rekur nú einkum minni til, auk ræðuhalda, söngs og fimleika var, hversu fólk var yfir- leitt prúðbúið. — Konur voru þar margar á möttlum, eða þá í fínum peysufatabúningi, en skautbúning man ég ekki eftir að önnur en prestfrúin á Rafnseyri bæri um leið og hún afhjúpaði bautastein- inn. Karlmenn voru furðu margir á dökkum síðfötum, diplomat- frökkum, sem þá og lengi síðan voru í móð sem viðhafnarföt. Stingur það allmjög í stúf við sið- venju síðustu ána, þar sem allir eru stuttklæddir og léttklæddir, nema máski á viðhafnarsamkomum inn- an húss. Er það áð vísu heppilegri klæðnaður og hispurslausari, en hin fínu síðföt, sem jafna bera með sér nokkra tilgerð. — En óneitan- lega skapaðist þó meiri hátíðar- bragur með fornu venjunni. Dansað var á palli um kvöld- ið, en um það er dans skyldi hefj- ast vorum við ísfirðingarnir að týnast út í „Aspö“. Um níuleytið var svo lagt af stað frá Rafnseyri. Ferðafólkið var í góðu skapi. Var nú sungið, kveð- ist á og reynt að halda gleðinni hátt á loft. Er líða tók yfir miðnætti kúrðu flestir sofandi eða mókandi í lest og vistarverum skipverja. Sumir löbbuðu um þilfar, og virtu fyrir sér hin hnarreistu vestfirzku fjöll, er stigu hvert af öðru fram sveip- uð ljósrauð'um bjarma vornætur- sólarinnar. Sjóveiki amaði ekki að svo teljandi væri, lágreist undir- alda við andnesin gaf mjúklega til kynna að við værum á sjó en ekki á landi. Á fimmta tímanum um morgun- inn hinn 18. júní steig ferðafólkið á Edinborgarbryggjuna, eftir um sólarhrings ferðalag. Sumir voni að vísu nokkuð sifjulegir eftir stopulan svefn í nær tvær nætur. En allir voru þó í bezta skapi og sammála um það, að þeir hefðu sízt viljað missa af þessari Rafns- eyrarför á aldarafmæli hins mikla forseta. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Kauptúnið BlLDUDALUR við Arnarfjörð

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.