Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 6
6 ÍSFIRÐINGUR Jóh. Gunnar Ólafsson, sýslumaður Heilinn á íslendingum verið úti i Kaupmannahðfn. „íslenzkur maður sem reikar til að mynda um sýningarsalina í British Museum og sér þar skrúð- bækur víðsvegar úr löndum, bók- lellið mjallahvítt og óvelkt og prýtt hinum fegurstu myndum, lætur sér þá ef til vill koma til hugar bækur sinnar þjóðar, fá- skrúðugar, dökkar, og einatt skemmdar. Hann má þá minnast þess að vel getur verið að hinar íslenzku skræður geymi efni sem ekki er víst að þurfi að minnkast sín hjá efni hinna, og jafnvel skemmdirnar sýna að þær hafa ekki legið ónotaðar í hirzlum og aðeins verið teknar fram einstöku sinnum tignarmönnum til augna- gamans, heldur verið mörgum liðn- um kynslóðum til uppörvunar og gleði. Og má þá vera að hann mæli fyrir munni sér gamla vísu þar sem íslenzkri bók eru gerð upp orð: Hvorki glansar gull á mér né glæstir stafir í línum, fegurð alla inniber eg í menntum fínum.“ Þannig lýsir dr. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn til- finningum íslendinga til handrit- anna fornu og það verður naumast gert betur. Þau voru og eru hold af þeirra holdi og bein af þeirra beinum, ef nota mætti þau orð. Þegar Ámi Magnússon, fornfræð- ingur Danakonungs, var að safna handritunum til útflutnings úr landinu hitti hann fyrir sér marg- an manninn, sem ekki átti íalar bækur, hversu miklir sem eftir- gangsmunimir voru eða gull í aðra hönd, og þó harðindin berðu að dyram með ógnandi hrammi. Við skiljum þetta vel. Handritin voru og era fjöregg þjóðarinnar. Liklega væru íslendingar ekki til nú, ef ekki hefði risið upp sú menning snemma á öldum, sem bar þá ávexti, er fleyttu þjóðinni yfir afleiðingar Lurka og verzlun- aránauðar. Islendingar hafa lifað mörg stig niðurlægingar og nauða þau 1086 ár, sem þeir hafa þraukað í þessu landi harðviðra og kjarviðra. Lengst af hafa þeir átt við þröng kjör að búa og stundum furðar maður sig á því, hvernig þeir höfðu það af að þreyja þorrann og góuna. Þeim var að vísu seigla kynslóðanna í blóð borin, en fleira kom þar til. Hinn andlegi arfur þjóðarinnar, sem geymdur var á bókfelli í fögrum kverum og forn- fálegum átti líka ríkan þátt í því að varðveita þjóðina frá glötun. Hún kvað og las í sig þrótt á löng- um kvöldum vetranna, lifði með köppum íslendingasagna og Kon- ungasagna og lét sér af veikum mætti fordæmi þeirra verða sér leiðarljós. 1 daglegri önn á sjó og landi brá bóndinn og sjómaðurinn fyrir sig orðum fornmannanna. Söguöldin var lífi gædd í hugskoti þeirra. Eins er enn í dag. Þegar vér lítum af þjóðveginum ofan í .Geirþjófsfjörð verður fyrst fyrir að spyrja: Hvar er Einhamar, þar sem Gísli varðist og féll? Og þegar bíllinn rennur fram hjá Hæltóm hvarflar fyrst í huga: hefur ævinlega Skyldi Hrafna Flóki hafa staðið á þessum tindum og horft ofan á ísi þakinn Arnarfjörð? Þannig lifa sögurnar enn í hug- skoti þjóðarinnar. Á sama hátt bregða íslendingar fyrir sig orðum Konungasagna: Þá mælti Ólafur konungur: Hvað brast þar svo hátt? Einar svarar: Noregur úr hendi þér konungur. Þetta og ótalmargt fleira hefur þjóðin enn á hraðbergi. Já, handritin voru fjöregg þjóð- arinnar og verða það um langan aldur. Þar var það skráð, sem gaf lífinu lit og gildi. Bóklaus þjóð á sér enga lífs von. Þegar handritin voru horfin úr landi, var svo sorf- ið að islendingum, að heita mátti að þeir verðust á hnjánum í miðj- um valnum til beggja handa og í bak og fyrir. Þá kom til orða að flytja þá úr þessu fagra og fjöll- ótta landi á svartar heiðar og flat- ar fyrir handan haf. En skáldin og forastumenn þjóðarinnar risu upp og hvöttu hana til nýrra dáða og hún hlaut sinn sigursveig undir merki fomaldarinnar og framfar- anna. 1 Paradísarheimt stendur skrif- að: Heilinn á íslendingum hefur ævinlega verið út í Kaupmanna- höfn. Þetta má vafalaust til sanns vegar færa frá þeim tíma að Brynjólfur biskup og Árni Magn- ússon fluttu íslenzku handritin til Kaupmannahafnar. Á þeim er allt það, sem Islendingar hugsuðu fegurst og háleitast, spekin og landagiftin, sem þeir áttu í fórum sínum. Handritin eiga hvergi heima nema á Islandi. Annað er fjarstæða. Það hefur því komið við hjartað á íslendingum, að Danir virðast nú vera í þann veginn að taka lokaákvörðun um það, að af- henda okkur mikinn hluta hinna fornu íslenzku handrita á fimmtíu ára afmæli Háskóla Islands. Nokkrar hjáróma raddir heyr- ast, en þó ekki fleiri eða háværari en vænta mátti. Því hefur verið núið oss um nasir nú, að vér mund- um og að vér hefðum notað hand- ritin í skóleður. En sætir það nokkurri furðu, eins og komið var fyrir Islendingum? Hitt er ó- skammfeilni að minna á þetta nú og það af mönnum, sem skutu með fallbyssum ríkisskjalasafni sínu á féndur sína. Hvað sem andmælum líður leik- ur ekki á tveim tungum, að Islend- ingar eiga bæði lagalegan rétt og siðferðilegan til handritanna. Þau voru af þeim tekin í skjóli sameig- inlegs konungs, háskóla og yfir- ráða. Og hver skilur nú og getur lesið hin forau handrit? Að sjálf- sögðu engir aðrir en íslendingar. Norræna er ennþá töluð á íslandi og verður enn um langa stund. Allt, sem á handritin er skráð og hugsað (þýðingar undanskildar) er samið á Islandi. Því var stund- um haldið fram áður, að íslending- ar hefðu verið skrifarar Dana og Norðmanna. Þeir hefðu aldrei hugsað neina sjálfstæða hugsun. Engum dettur lengur í hug að bera þvilíka vitleysu á borð. Yrkisefni sín og sagnfræði sóttu þeir líka erlendis, sakir þess að þeir vora miklir farmenn meðan þeir áttu skip og líka einnig vegna þess að fornmennirnir voru einnig þeirra forfeður og arfleifð þeirra var einnig eign íslendinga ekki síður en annarra Norðurlandaþjóða. Það verður mikil þjóðargleði 17. júní 1961. Þá getum vér bæði minnst með fögnuði 150 ára af- mælis Jóns Sigurðssonar, bezta sonar íslands, sem var sómi þess, sverð og skjöldur, og endurheimt hjartfólginna bóka. Samvinnnskipln M.s. Helgafell — M.s. Arnarfell — M.s. Hvassafell -—- M.s. Jökulfell —- M.s. Dísarfell — M.s. Litlafell — M.s. Hamrafell. Samvinnumenn kappkosta með skipastól sínum að halda uppi ódýrum og hagkvæmum siglingum þjóð- inni til hagsbóta. Samband íslenzkra samvinnufélaga S k i p a d e i 1 d

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.