Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR
3
hefur þó heldur landið lifnað við
og orðið hressara, að minnsta
kosti í orði, ef ekki á borði. Það
er þess vegna sýnilegt, að á þessa
hlið liggur vegurinn til þess fyrir
Island, að ná þjóðlegri framför,
vexti og viðgangi. Sé það einlægur
vilji og ósk íslendinga að ná sjálfs-
forræði því sem þeir þurfa að hafa,
sé það meira en í orði, að þeir telja
það gullöld landsins þegar það
hafði sjálfstæði sitt, þá er auðsætt,
að það verður að vera vort stöð-
ugt mark og mið að ná þessum
vegi og halda honum. Það stoðar
lítið, að lofa fornöld vora í alla
staði og láta rembilega yfir frægð
forfeðra vorra, ef menn vilja ekk-
ert gjöra af því sem þeir gjörðu til
að vinna frægð og frelsi. Vér þurf-
um ekki heldur að óttast, að vér
getum ekki fundið hina réttu leið
til þess, ef vér höfum aðeins vilj-
ann og viðleitnina, og teljum oss
ekki æðruorð um vora eigin atorku
til að ná henni.
Þó mikið vanti til þess, að vér
höfum náð enn því sjálfstæði, sem
vér þurfum að hafa, svo að eigin-
lega megi segja, að vér höfum ein-
ungis fengið lagaleyfi til >að biðja
um það, tala um það og rita um
það, þá.hefur þó nokkuð miðað í
stefnuna síðan Alþingi hófst að
nýju, og einkanlega síðan að þjóð-
fundurinn var haldinn 1851. Síðan
hefur öllum mönnum orðið ljósara,
hver réttindi vor væri, og Danir
sjálfir hafa ekki megn til að mæla
móti þeim, ágreiningurinn er nú
orðinn um hitt, að hve miklu leyti
vér höfum afl til eða ekki að
framfylgja rétti vorum og að hve
miklu leyti oss sé hagkvæmt eða
ekki að fá það, sem réttur vor
stendur til, hvort vér séum sjálfir
menn fyrir oss eða ekki. Eftir sér-
hvert þing höfum vér náð áfram
um hænufet eða meira, og nú sein-
ast höfum vér áunnið það, sem
lengi var haldið ófáanlegt um ald-
ur og ævi, og margir af oss vildu
ekki dirfast að biðja um, og það
var undirskrift konungs undir hinn
íslenzka texta lagaboðanna.
Ávextir verzlunarfrelsisins
koma í Ijós.
Af þessu, sem sagt hefur verið,
sjáum vér, að það er ekki nóg að
óska sjálfsforræðis og heimta það
í bænarskrám og ritum. Maður
verður að koma sér svo fyrir, að
óskirnar uppfyllist smám saman
meir og meir, maður verður smám
saman að toga til sín, og jafn-
framt sem maður heimtar og óskar
sjálfsforræðis verður maður að
geta sýnt fram á, að því geti ekki
orðið neitað, og þar að auki að
sýna í verkinu, að maður kunni að
fara með réttindi sín og neyta
þeirra. í þessum efnum er það
grundvallaratriðið að maður verð-
ur að venja sig af að treysta á
stjórnina eina sér til hjálpar, og
W-
RAFNSEYRI. Séð til Mosdals og Dynjandisfjalla.
venja sig á að nota sína eigin
krafta, maður verður að læra að
samlaga þessa krafta, svo að þeir
geti unnið saman til almennra
heilla. Það sem mest er undir
komið í slíku málefni er það, að
landinu fari fram i velmegun og
allri þeirri kunnáttu, sem þar til
heyrir, í afla til sjós og lands, í
búskap, jarðrækt, peningsrækt,
fiskiveiðum, í aukning og umbót-
um varnings síns; í stuttu máli að
segja: 1 öllu því sem eykur auð-
sæld og krafta landsmanna. Það
er svo heppilega af guðu gefið,
að því meira sem hin ytri velmeg-
un eykst, því meira eykst andlegt
afl og þrek, og eftir því sem kröf-
urnar vaxa eftir því vex og styrk-
ist sannfæring manna um að þeir
geti komið vilja sinum fram, og að
ekkert mannlegt megn geti þar á
móti staðið, en þar með eykst sú
sannfæring einnig, að maður verði
ekki sjálfum sér að vandræði;
heldur sé i alla staði bær að ráða
sér og sínum.
Til þess að geta komið sér við í
þessu efni eins og þarf, er nauð-
synlegt að hafa fullkomið atvinnu-
frelsi. Meðan verzlun vor var bund-
in við Danmörku eina, svo að það
var annað hvort bannað með öllu
eða bundið afarkostum að eiga við-
skipti við aðrar þjóðir, þá var oss
mikil vorkunn þótt vér næðum lít-
illi framför. En nú aftur á móti,
þegar verzlunarviðskipti vor eru
svo frjáls við allar þjóðir, sem þau
geta mest orðið, nú er ekkert, sem
getur verið framför vorri í þessum
efnum til tálmunar, nema sú
deyfð og kunnáttuleysi, sem eymir
eftir frá hinu fyrra ástandi, og
ekki getur snúizt til dugnaðar allt
í einu. Til merkis um, hvað hið
rýmra verzlunarfrelsi hefur gjört
að verkum, er það, að verð á ís-
lenzkum vörum er stigið um
helming, eða .orðið tvöfalt við það,
sem var fyrir einum tiu árum síð-
an, og þegar vér gætum að því,
að einskildings munur á hverju
pundi af ull er meira en 10.000
dala virði fyrir allt land, þá má
sjá, að þegar ullarpundið er komið
upp í 44 skildinga eða meira, í
staðinn fyrir 22 skildinga áður,
verður sá ágóði ekki lítill fyrir allt
land.
Ný félagsrit 1860.
Margar tunnur gulls.
Þegar vér nú hugleiðum þetta
tvennt, þó ekki sé annað: fyrst
það, að íslendingar kaupa á hverju
ári brennivín, tóbak og kaffi fyrir
margar tunnur gulls og eyða þar
með miklu fé til einskis, sem þeir
gæti varið til verulegs hagræðis
búum sínum; annað það, að ís-
lendingar hafa nú um hríð misst
fé og lógað árlega fyrir margar
tunnur gulls, þar sem þeir hefði
getað ekki einungis fengið meðul
og hjálp í tima, sér að kostnaðar-
lausu, til að forða sér fári og halda
þar með bústofni sínum, heldur
og einnig fengið hinn mesta styrk
til að bæta fjárrækt sína, og þar
með að taka margfaldan gróða
bæði í bráð og lengd, þá sjáum
vér að hverjum brunni beri þegar
svo er að farið lengi.
Ný félagsrit 1860.
Konungstekj ur af Islandi.
Á fimmtándu öld, og einkum í
tíð Kristjáns fyrsta jukust tekjur
konungs mikið við það, að eignir
rikustu manna á landinu voru
gjörðar upptækar undir alls konar
yfirskyni og síðan seldar hirð-
stjóranum eða öðrum ríkismönn-
um. Þá tók upp Björn hirðstjóri
Þorleifsson allan auð Guðmundar
Arasonar á Reykhólum, og keypti
síðan af konungi fyrir 400 nóbil
eða 1200 rínsk gyllini, sem svarar
9.000 rd. í núverandi peningum.
Þá vita menn og með vissu, að
hið fyrnefnda sekkjagjald var tek-
ið af kaupskipum á Islandi, og
virðist líklegt að það hafi þá verið
orðið sem það síðar var, og verzl-
unin viðlíka mikil.
Þegar vér gerum ráð fyrir þessu,
sem hefur mikil Iíkindi við að
styðjast, þá var gjaldið einn port-
úgalös eða 16 Jóakimsdalir af
hverju skipi, og skipatalan að
minnsta kosti svo sem 20 á ári.
Þetta verða 320 Jóakimsdalir eða
2.400 rd. eftir núverandi peninga-
virði að minnsta kosti.
Ný félagsrit 1862
Lénsskipulag kemst á.
Til þess að konungur hefði sem
vissastar tekjur af landinu var það
nú orðin venja, að veita það sem
lén, svo að hirðstjórinn tók á móti
öllum víseyri, fyrir fastákveðið
eftirgjald á ári og með því skil-
yrði, að sjá fyrir allri hinni um-
boðslegu stjórn, en af óvísaeyri,
eða hinum óákveðnu tekjum af
landinu var goldið allt að helm-
ingi, eða viss ákveðinn hluti eftir
reikningi, að frádregnum umboðs-
launum. Eftir þessari reglu galt
hirðstjórinn lögmönnum laun
þeirra, veitti sýslur eftir sömu
reglum og honum var veitt lén
hans, og hafði svo sjálfur yfirum-
sjón um alla stjórnarathöfnina.
Ný félagsrit 1862.
Nýlendustjórn á íslandi.
ísland hlaut að mestu leyti lík
forlög og enn lakari en Noregur
eftir 1537, því var heitið aftur og
aftur að fá að njóta „íslenzkra
laga, skila og réttinda“ en því var
í reynd og veru stjórnað svo, sem
það ætti engan rétt, heldur ætti
allt undir einskærri náð konungs-
ins og ríkisráðsins í Danmörku.
Island var því meira olbogabarn,
sem það var fjarlægara, átti engan
talsmann og lét ekkert til sín heyra
í þeim efnum að sjá borgið al-
mennum réttindum landsins. Hver
þóttist hólpinn þegar hann gat náð
embætti handa sér, hvað sem land-
inu hans leið. Nú var einnig reynt
til að koma á nýlendustjórn og
einokun verzlunarinnar, þegar
konungur fékk staðnum Kaup-
mannahöfn verzlun Islands á leigu
um 10 ár fyrir 1000 Lybiku-
mörk árlega, það er nú 3750 rd.
en það heppnaðist ekki að þessu